Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 66
MINNINGAR 66 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oddný ÓlafíaSigurðardóttir, eða Lóa eins og hún var ætíð kölluð, fæddist í Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1916. Hún lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra í Vestmanna- eyjum, sunnudaginn 7. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Helgason, f. í Vestmannaeyjum 11. desember 1888, hann hrapaði í Miðkletti og lést 25. júlí 1935, og Elínborg Guðný Ólafsdóttir, f. á Kirkjufelli í Eyr- arsveit á Snæfellsnesi 8. nóvem- ber 1893, d. 15. desember 1944. Systkini Ólafíu eru Pétur, f. 30.7. 1921, Unnur Lea, f. 9.8. 1922, d. Þorsteinn, Ólafía Ósk og Sigurð- ur. 2) Gunnar Marel vélstjóri, f. 27.11. 1945, maki Hulda Sigurð- ardóttir, börn þeirra eru; Þor- steinn, Drífa, Tryggvi og Inga Rós. Barnabarnabörn Ólafíu og Tryggva eru 16 talsins. Ólafía missti ung föður sinn og fór snemma út á vinnumarkaðinn. Hún starfaði lengst af við fisk- vinnslu hjá Hraðfrystistöðinni og Vinnslustöðinni en einnig hjá Efnalauginni Straumi og fleiri stöðum. Ólafía tók alla tíð virkan þátt í verkalýðsbaráttunni í Vest- mannaeyjum. Hún sat í stjórn Verkakvennafélagsins Snótar í tæpa fjóra áratugi, lengst af sem gjaldkeri. Hún var heiðursfélagi Snótar. Þegar Snót og Verkalýðs- félag Vestmannaeyja voru sam- einuð í Drífanda, stéttarfélag, var hún einn af stofnfélögum þess. Ólafía og Tryggvi áttu útgerð um áratugaskeið sem rak mb. Erling VE 295, sem reyndist hið mesta happafley. Útför Ólafíu fer fram frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. 30.5. 1998, og Helgi, f. 11.6. 1925. Eiginmaður Ólafíu var Tryggvi Gunnars- son, vélstjóri, f. í Vest- mannaeyjum 29. apríl 1916, d. 22. mars 2001. Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson, skipasmíða- meistari í Vestmanna- eyjum, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, og Sigurlaug Páls- dóttir, f. 20. mars 1892, d. 23. apríl 1976. Ólafía og Tryggvi bjuggju alla tíð í Vestmannaeyj- um, lengst af á Strembugötu 2. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Helgi, flokksstjóri hjá Reykjavík- urborg, f. 29.9. 1937, maki Ágústa Erla Andrésdóttir, börn þeirra eru; Tryggvi, Ágúst Ingi, Andrés Þá er hún Lóa föðuramma mín gengin fyrir ætternisstapann og verður borin til moldar í dag, tæpum þremur árum eftir að Tryggvi afi lést. Mér líður eins og það vanti ein- hvern tryggan og fastan sess í til- veruna. Ég sakna þeirra sárt líkt og öll hin barnabörnin sem báru djúpa og miklu virðingu fyrir afa og ömmu á Strembugötunni. Lóa amma var ung þegar hún missti föður sinn í hörmulegu slysi. Hún tók virkan þátt í verkalýðsbar- áttunni í Vestmannaeyjum í áratugi. Verkakvennafélagið Snót naut held- ur betur góðs af drifkrafti hennar. Hátt í fjóra áratugi sat amma í stjórn félagsins, lengst af sem gjald- keri og lét sig ekki muna um að nota hádegismatartímann til þess að skreppa og rukka. Amma var ákaflega pólitísk og þar sátum við þétt saman á bekk eins og flestir í fjölskyldunni. Hún fylgdist ákaflega vel með þjóðfélags- umræðunni og hafði sínar skoðanir og var ekkert að fara í launkofa með þær, alveg fram undir það síðasta. Hún hafði gott skopskyn, var hrókur alls fagnaðar og umhyggjusöm. Það var alltaf pláss fyrir alla í eldhús- króknum á Strembugötunni þar sem málin voru skeggrædd. Amma stjórnaði því sem hún vildi stjórna, svona á bak við tjöldin, eins og sýndi sig á efri árum þegar hún dvaldi á Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra. Þar sat hún eins og hershöfð- ingi inni í sólskála og lét sér ekkert óviðkomandi. Samskipti hennar og afa einkenndust af gagnkvæmri virðingu og hlýju sem jafnframt ein- kenndi samskipti þeirra við annað fólk, sem átti sinn þátt í því hversu vinamörg þau voru. Ég kallaði Lóu ömmu stundum Klassapíuna, með stórum staf. Hún var glæsileg kona. Amma var sérlega félagslynd og lað- aði fólk að sér. Amma og afi höfðu yndi af því að ferðast og fóru víða um heim, til að mynda nokkrum sinnum austur fyrir járntjald á sínum tíma. Seint á sjötta áratugnum fóru amma og afi til Evrópu, sigldu með skipi og tóku bílinn sinn með, eðal Fiat, til þess að keyra suður á bóginn. Vin- ahjón þeirra voru með í för. Amma rifjaði það oft upp þegar þau keyrðu niður til Ítalíu, með númerið V-270 á bílnum. Við komuna til Rómaborgar varð uppi fótur og fit. Borgarbúar fóru að bugta sig og beygja þegar þeir sáu þessa glæsikerru á götum borgarinnar. Í ljós kom að íbúar Rómaborgar tengdu V númerið við Vatíkanið og drógu þá ályktun að þarna væri sjálfur páfinn á ferð. Þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að gefa eftir undir það síðasta komst hún þetta áfram á þrjóskunni, eins og sagt var innan fjölskyldunnar. Má til sanns vegar færa því hún átti þá ósk heitasta að skreppa eins og eina ferð upp á land, ,,svona áður en ég hrekk upp af,“ sagði hún og hló eins og henni var einni lagið. Enginn hafði trú á því að amma hefði heilsu í það. En amma fór þangað sem hún ætlaði sér. Hún kom upp á fastaland- ið í ágúst síðastliðnum og vísiteraði vini og ættingja á höfuðborgarsvæð- inu og skrapp til okkar í Grindavík. Það var yndislegt að fá ömmu í heim- sókn. Við skruppum svo til Eyja í lok síðasta mánaðar til að heimsækja ömmu þegar hún var orðin ansi veik. Þegar við kvöddum hana virtist hún á batavegi og fékk að fara aftur á Hraunbúðir þar sem hún lést viku síðar, 87 ára gömul. Móðir mín, Hulda, reyndist ömmu og hafa stoð og stytta á efri árum, án þess að á nokkurn annan sé hallað. Amma talaði oft um það að án henn- ar Huldu gæti hún ekki verið. Takk, amma mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, Rósu og börnin. Starfsfólki Hraunbúða þakka ég góða umönnun ömmu minnar. Blessuð sé minningin um glæsi- lega og afgerandi konu. Þorsteinn Gunnarsson. Hún Lóa okkar er látin og við vilj- um kveðja hana með nokkrum orð- um. Við vissum að heilsu hennar hrakaði mjög undanfarið og þurfti hún að dvelja á Sjúkrahúsinu um tíma. En hún hresstist nokkuð og fékk að komast aftur heim að Hraunbúðum, í rúmið sitt, eins og hún orðaði það – þar leið henni vel. En þetta reyndist aðeins stundar- bið, heilsan var búin. Lóa hét fullu nafni Oddný Ólafía Sigurðardóttir og var fædd þann 15. ágúst 1916 í Vestmannaeyjum. Er við kynntumst fyrst var hún ætíð nefnd Lóa og kunnum við því mjög vel. Þar kom að hún stofnaði heimili með Tryggva bróður okkar. Sam- fylgdin var því orðin löng og farsæl og vináttan var í heiðri höfð. Okkur þótti öllum vænt um Lóu, hún var ætíð hlýleg og hress í bragði. Félagslynd var hún og naut sín vel í góðra vina hópi. Hún var fagurkeri, var jafnan vel klædd og vildi hafa hlutina smekklega í kring- um sig. Svo liðu árin og lögmálið er að hækkandi aldri fylgir jafnan skert heilsa. Það varð þeim þungt áfall þegar Tryggvi þurfti að gangast undir stóra læknisaðgerð fyrir nokkrum árum. Þá sýndi Lóa æðru- leysi og hugarstyrk. Þegar að því kom að þau treystu sér ekki lengur til að halda heimili fluttust þau inn á Dvalarheimilið Hraunbúðir og nutu þar öryggis og góðrar umönnunar þar til yfir lauk, en Tryggvi lést fyrir rúmum tveim árum. Við viljum hér með færa starfsfólki Hraunbúða þakkir fyrir alúð og umhyggju alla, er þau nutu þar. Við sendum fjölskyldu Lóu inni- legar samúðarkveðjur. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hvíl þú í friði kæra mágkona. Systkinin frá Brúarhúsi. Nú er hún Lóa vinkona farin til betri heima, þessi fallega, góða kona, kona jafnréttis, bræðralags og samhjálpar og mun Labbi örugglega taka fagnandi á móti henni. Það var bjart yfir Vestmannaeyjum þegar við fluttum þangað árið 1970. Aflinn ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHELMS M. ÁGÚSTSSONAR, Skálarhlíð, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unarinnar á Siglufirði. Kristveig Skúladóttir, Steinþóra Vilhelmsdóttir, Atli Benediktsson, Ágúst Vilhelmsson, Hildur Egilsdóttir, Jakobína Vilhelmsdóttir, Ólafur Ólafsson, Auður Vilhelmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR húsgagnabólstrara, Stórholti 19, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Gunnar Ólafsson, Sara Hjördís Sigurðardóttir, Ástríður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU HILDAR ÍSAKSDÓTTUR, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Sigurjón Valdimarsson, Unnur Jónsdóttir, Ísak Valdimarsson, Jóhanna Axelsdóttir, Hjörvar Valdimarsson, Sesselja Lúðvíksdóttir, Helgi Valdimarsson, Guðríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar, TRYGGVA JÓHANNESSONAR, Fremri-Fitjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Hvammstanga fyrir góða umönnun. Jónína Skúladóttir, Níels Ívarsson, Sigrún Eva Þórisdóttir, Guðrún Ósk Níelsdóttir, Helga Rós Níelsdóttir, Róbert Arnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Bróðir okkar, mágur og frændi, DEB KUMAR GURUNG, Blöndubakka 6, lést aðfaranótt laugardagsins 6. desember. Útför fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 16. desember kl. 10.30. Bindu Gurung, Man Kumar Gurung, Bikash Gurung, Rajendra Bahadur Gurung, Seema Gurung og aðstandendur. Ástkær faðir minn, afi og langafi, EGILL SIGURGEIR JÓHANNESSON, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 8. desember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. desember klukkan 14:00. Sigríður Jóna Egilsdóttir, Sólveig Heiða Ingvadóttir, Arnar V. Grétarsson, Kristinn Þór Ingvason, Anna María Reynisdóttir, Egill Jóhann Ingvason, Sigurður Hrafn Sigurðsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts elskulegs sonar okkar og dóttursonar, KJARTANS HALLDÓRS RAFNSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Sóldís Kjartansdóttir Russell, Lilja Halldóra Guðnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.