Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 70
KIRKJUSTARF 70 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 90 ára afmæli Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 14. desember, eru liðin 90 ár frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og verður boðið upp á hátíð- ardagskrá af því tilefni. Barna- og fjölskylduhátíð verður í kirkj- unni kl. 11 og ætlar Leikbrúðu- land að sýna barnaleikritin Fjöðr- ina sem varð að fimm hænum eftir H.C. Andersen og Ævintýrið um Stein Bollason. Það eru leik- konurnar Helga Steffensen og Helga E. Jónsdóttir sem stjórna brúðunum. Leikstjóri er Örn Árnason. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 13 og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Kl. 15 hefjast svo afmælis- og jólatónleikar kirkjukórsins og er aðgangur þar ókeypis. Stjórnandi kórsins er Örn Arnarson og org- anisti Skarphéðinn Hjartarson. Það er von safnaðarstjórnar og starfsfólks að safnaðarfólk og vel- unnarar Fríkirkjunnar taki þátt í því sem í boði verður á afmæl- isdaginn og fjölmenni til kirkj- unnar. Kristján Jóhannsson og Rannveig Guðmundsdóttir á aðventukvöldi AÐVENTUKVÖLD verður í Digraneskirkju í Kópavogi kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Kristján Jóhannsson tenórsöngvari gleður okkur með söng og ræðumaður kvöldsins er Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður. Unglingakór Digraneskirkju og Kór Snælandsskóla undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur syngja aðventu- og jólalög. Kaffisala verður eftir aðventukvöldið og rennur allur ágóði til Mæðra- styrksnefndar Kópavogs. Foreldrafélög beggja kóranna leggja til kökur og meðlæti og vinna á þessu kvöldi. Við viljum þakka Reyni bakara sem hefur styrkt aðventukvöldin þrjú með veislutertu og þeim öðrum sem studdu málefnin bæði með kökum og vinnu, en á hinum aðventu- kvöldunum var safnað fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga. Eldri borgarar í Fella- og Hólakirkju AÐ vanda verður guðsþjónustan þriðja sunnudag í aðventu til- einkuð eldri borgurum í Fella- og Hólakirkju, fjölskyldum þeirra og vinum. Guðsþjónustan hefst kl. 14:00. Þátttakandi í starfi kirkjunnar með fullorðnum, Sigurborg Skúladóttir, tendrar þriðja kertið á aðventukransinum. Sókn- arprestar Fella- og Hólabrekku- sókna, sr. Svavar Stefánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson, þjóna. Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni predikar. Organisti kirkj- unnar, Lenka Mátéová, leikur á orgelið og Margrét Einarsdóttir sópran syngur einsöng. Eins og mörg undanfarin ár kemur Gerðubergskórinn í heimsókn og syngur undir stjórn Kára Frið- rikssonar. Að lokinni guðsþjónustu bjóða sóknarnefndirnar upp á kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir. www.kirkjan.is/fella-holakirkja. Fella- og Hólakirkja. Aðventumessa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 14. desember verður messa og barnastarf kl. 11 í Hallgrímskirkju. Lögð verður áhersla á að syngja aðventu- sálma, en við eigum marga góða aðventusálma sem undirstrika vel boðskap aðventunnar og þá trúarlegu eftirvæntingu sem kristið fólk vill byggja upp í hug og hjarta fyrir heilög jól. Ræðu- efni dagsins verður um Jóhannes skírara, sem var settur í fangelsi fyrir að áminna yfirvöld. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þor- valdi Karli Helgasyni. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Harðar Áskels- sonar kantors. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Háteigskirkja – borgarstjórinn ræðumaður AÐVENTUSÖNGVAR við kerta- ljós eru mörgum dýrmæt stund og nauðsynlegt hlé í önnum jóla- föstunnar. Að þessu sinni verða þeir sunnudaginn 14. desember og hefjast kl. 20:00. Borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, flytur hug- vekju. Signý Sæmundsdótir sópr- an, Peter Tompkins óbóleikari og kór Háteigskirkju flytja hugljúfa aðventutónlist undir stjórn org- anistans, Douglas A. Brotchie. Auk þess verður almennur safn- aðarsöngur. Flutt verður tónlist eftir Jón Þórarinsson, Sigurð Þórðarson, W.A. Mozart, M. Reg- er og J. Rheinberger. Aðgangur ókeypis. Helgistund á Lækjartorgi ÞAÐ er gott að staldra við á að- ventunni og fá andlega næringu. Á sunnudaginn, 14. desember, kl. 13:30 verður helgistund á Lækj- artorgi, þar sem gestum og íbú- um miðborgarinnar gefst kostur á að hlusta á Stúlknakór Reykja- víkur flytja falleg jólalög undir stjórn Gróu Hreinsdóttur og Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur mun flytja hugleiðingu. Nú standa á Lækjartorgi lítil jólahús sem setja svip á bæinn og jafnframt er gaman að heim- sækja. Aðventukvöld í Egilsstaðakirkju ÁRLEGT aðventukvöld Egils- staðakirkju verður 14. desember kl. 20. Reynt er að skapa notalega og uppbyggilega stund fyrir sem flesta aldurshópa. Að vanda er fjölbreyttur söngur. Kór kirkj- unnar og barnakór flytja sálma og söngva, sem tengjast aðvent- unni, undir stjórn Torvalds Gjerde. Keith Reed flytur hug- leiðingu og börn úr TTT-starfinu (10–12 ára og reyndar einhverjir 13 ára) flytja helgileik undir stjórn Fanneyjar Ingadóttur. Í lokin er sungið við kertaljós „Í kvöld skulu ljósin ljóma“. Sóknarprestur. Útvarpsguðsþjónusta í Grafarvogskirkju SUNNUDAGINN 14. desember verður útvarpsguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju og unglingakór kirkjunnar syngja, stjórnendur: Oddný J. Þorsteinsdóttir og Hörð- ur Bragason organisti. Fiðla: Hjörleifur Valsson. Kontrabassi: Birgir Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvoskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Bryndís og Laufey. Organisti: Gróa Hreins- dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Signý og Kolla. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Þriðji í aðventu í Hjallakirkju AÐVENTAN heldur áfram og nú líður senn að þriðja sunnudegi í aðventu, 14. desember. Þá verður lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11 í Hjallakirkju. Þorvaldur Hall- dórsson mætir með græjurnar sínar og syngur með viðstöddum létta og skemmtilega jólasöngva. Sr. Sigfús Kristjánsson leiðir guðsþjónustuna. Barnaguðsþjónusta verður að vanda kl. 13 en þá verður haldið jólaball. Dansað er í kringum jólatréð og öll börnin fá lítinn glaðning frá kirkjunni. Þráinn Bertelsson ræðumaður á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju HIN árlega jólavaka við kertaljós verður haldin sem endranær þriðja sunnudag í aðventu, sem ber nú upp á 14. desember nk., og hefst hún kl. 20:30. Ræðumaður vökunnar verður Þráinn Bertels- son, rithöfundur og kvikmynda- framleiðandi, en hann skrifar smellna og áleitna bakþanka í Fréttablaðið og hefur nýverið lát- ið frá sér fara bók um uppvöxt sinn og lífshlaup, sem hefur feng- ið afbragðs viðtökur. Mjög verður vandað til alls tón- listarflutnings. Alda Ingibergs- dóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfs- son tenór syngja einsöng og tvísöng. Gunnar Gunnarsson leik- ur á þverflautu, auk þess sem barna- og unglingakórar Hafn- arfjarðarkirkju syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur og kór kirkjunnar syngur, undir stjórn Antoníu Hevesi organista, valda aðventu- og jólatónlist. Við lok vökunnar verður kveikt af alt- arisljósum á kertum, sem við- staddir hafa fengið í hendur, og berst þá loginn frá einum til ann- ars sem vottur þess að trúar- og fagnaðarljós jóla kemur til þeirra. Eftir vökuna er safn- aðarheimilið, Strandberg, opið og boðið þar upp á heitt súkkulaði og smákökur. Aðventusöngvar í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 14. des. kl. 20.00 syngur Graduale Nobili- kórinn úr Langholtskirkju á að- ventusöngvum í Hjallakirkju í Kópavogi undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Kórinn flytur nokkra Mar- íusöngva eftir ýmsa höfunda og einnig jólaverkið A Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. El- ísabet Waage leikur á hörpu í verki Brittens. Einnig verður al- mennur söngur. Séra Sigfús Kristjánsson annast talað mál og Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir. Feðgar og aðventu- ljómi í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 14. des- ember kl. 20 verður kvöldguðs- þjónusta með aðventubrag í Selja- kirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og feðgarnir Þorvaldur Halldórsson og Þorvaldur Þor- valdsson leiða okkur í aðventu- söng. Altarisganga. Verið vel- komin. Aðventukvöld Kiw- anis í Dómkirkjunni KIWANISHREYFINGIN á Íslandi hefur undanfarin ár gengist fyrir aðventukvöldi í Dómkirkjunni í Reykjavík. Að þessu sinni safnast kiw- anismenn og fjölskyldur saman á morgun, sunnudag 14. des., kl. 20. Sr. Hans Markús Hafsteinsson flytur hugvekju, flutt verður tón- list og kirkjugestir syngja saman. Jólin eru sá tími þegar margir kiwanisklúbbar safna peningum til margvíslegra styrktarstarfa og er þetta því gott tækifæri til að koma saman og stilla strengina. Aðventukvöldinu lýkur svo með kaffisopa og piparkökum á kirkjuloftinu. Aðventutónleikar í Neskirkju SUNNUDAGINN 14. desember klukkan 17:00 verða aðventu- tónleikar Kórs Neskirkju og verð- ur þar meðal annars flutt messan „Benedicamus Domini“ ftir L. Perosi. Þar koma fram ásamt kórnum einsöngvararnir Inga J. Backman sópran, Kristín Krist- jánsdóttir sópran, Gísli Magnason tenór og Örlygur Benediktsson bassi. Einnig mun koma fram ný- stofnaður kór kirkjunnar, „Pange lingua“. Orgelleikari verður Kári Þormar og einleikari á flautu Pamela De Sensi. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Hugvekju flytur sr. Örn Bárður Jónsson. Aðgangur er ókeypis. Jólatrésskemmtun í Árbæjarkirkju SUNNUDAGINN 14. desember er jólastund sunnudagaskóla Árbæj- arkirkju. Stundin hefst kl. 11.00 í kirkjunni. Góðir vinir heimsækja okkur eins og Trína tröllastelpa, rebbi refur og fleiri gestir sem hafa komið í sunnudagaskólann í vetur og/eða kíkt í leikskóla hverfisins. Sungin verða jólalög og sagt frá jólaguðspjallinu í máli og myndum. Eftir jóastundina í kirkjunni er farið í safnaðarheimilið. Þar verður slegið upp jólaballi sunnu- dagaskólans og íþróttafélagsins Fylkis eins og verið hefur und- anfarin ár. Hressir sveinar úr Esjunni kíkja í heimsókn og gefa börnunum góðgæti. Viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur til að gefa sér og börn- unum sínum tíma og eiga góða og skemmtilega stund í kirkjunni. Veitingar í boði kirkjunnar og íþróttafélagsins Fylkis. Jón Böðvarsson í Óháða söfnuðinum AÐVENTUKVÖLD / End- urkomukvöld verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 14. des- ember kl. 20:30. Ræðumaður kvöldsins verður Jón Böðvarsson, kennari og Íslendingasög- unámskeiðshaldari. Flautuleik- ararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau leika undir söng kórs safnaðarins, sem Peter Maté stjórnar, auk Pavels Manasek orgelleikara. Jóla- og aðventu- tónlist verður á efnisskránni. Fermingarbörnin kveikja í lok- in á kertum kirkjugesta, og smakk á smákökum verður á eftir í boði safnaðarins. Jón Hákon með hugvekju í Seltjarn- arneskirkju SUNNUDAGINN 14. desember mun Jón Hákon Magnússon, fyrr- verandi forseti bæjarstjórnar og sóknarnefndarmaður á Seltjarn- arnesi, flytja hugvekju í Seltjarn- arneskirkju kl. 11:00. Jón Hákon hefur í meira en aldarfjórðung verið virkur þátt- takandi í menningar- og fram- faramálum Seltjarnarness. Jón Hákon mun beina sérstaklega orðum sínum til ungmennanna, hvernig við byggjum fegurra mannlíf ef kærleikur Krists er lagður til grundvallar. Þjóðfélag þar sem hlutir eins og vímuefnin og allt er ógnar heilbrigðu lífi barnanna okkar og okkar sjálfra á ekki samleið með. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar fyrir alt- ari. Kvartett Seltjarnarneskirkju syngur, Pavel Manasek leikur á orgel. Við minnum á að sunnudaga- skólinn er á sama tíma. Hvetjum alla til að mæta til helgrar stund- ar. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Morgunblaðið/Ásdís Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.