Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 71 Stórfiskaleikur Bridsfélags Reykjavík- ur á sunnudag Stórfiskaleikur er árviss viðburð- ur á vegum Bridsfélags Reykjavík- ur. Í næsta stórfiskaleik, sunnudag- inn 14. desember, koma þekktar persónur úr þjóðlífinu og keppa í bridsmóti í tvímenningi á vegum fé- lagsins. Á síðasta ári hafði Valdimar Grímsson, fyrrum handboltakappi og núverandi forstjóri Marko, sigur í þessari skemmtilegu keppni með Sverri Ármannsson sem spilafélaga. Valdimar Grímsson er að sjálfsögðu meðal keppenda nú, en eftirtaldir að- ilar verða að öllum líkindum meðal þátttakenda í stórfiskaleiknum næsta sunnudag í húsnæði félagsins í Síðumúla 37: Benedikt Sveinsson, hrl., Bjarni Felixsson, íþróttafréttamaður, Ell- ert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands, Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofn- unar, Guðjón Hjörleifsson, alþingis- maður, Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Hjálmar Árnason, alþingismaður, Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíu- félagsins, Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, Stefanía K. Karlsdóttir, rekt- or, Valdimar Grímsson, forstjóri og handboltakappi, Þórður Harðarson, prófessor. Þessir vösku kappar fá sem spila- félaga sterkar konur úr röðum þeirra sem spila reglulega hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Spila- mennska hefst klukkan 19.30 og verður spilað frameftir kvöldi. Áhorfendur eru velkomnir og hvattir til þess að fylgjast með baráttu þess- ara aðila við græna borðið. Sveit Unu Sveinsdóttur sigraði í hraðsveitakeppninni fyrir norðan Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga er lokið. Átta sveitir tóku þátt. Lokastaðan í mótinu er: Sv. Unu Sveinsdóttur 817 Sv. Steinars Guðmundssonar 799 Sv. Reynis Helgasonar 774 Sv. Íslenskra verðbréfa 746 Úrslitin á lokakvöldinu eru: Sv. Reynis Helgasonar 261 Sv. Unu Sveinsdóttur 264 Sv. Gylfa Pálssonar 264 Sv. Steinars Guðmundssonar 257 Síðastliðið sunnudagskvöld var spilaður howel-tvímenningur og voru úrslitin þessi: Soffía Guðmundsd. – Stefán Vilhjálmsson Reynir Helgason – Stefán Sveinbjörnsson Jón Björnsson – Halldór Svanbergsson Gissur Gissurars. – Hans Viggó Reisenhaus Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum í Félagsheimilinu Hamri klukkan 19.30. Á þriðjudags- kvöldum eru forgefin spil og keppn- isstjóri á staðnum. Næsta þriðjudagskvöld verður ár- legur jólatvímenningur. Allir vel- komnir. Bridsfélag SÁÁ Fimmtudagskvöldið 4. desember var spilaður Howell tvímenningur, 9 umferðir, 3 spil á milli para. Þessi pör urðu hlutskörpust (meðalskor 108): Ingólfur Hlynsson – Snorri Sturluson 130 Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánss. 117 Sigrún Pétursd. – Unnar Atli Guðm. 116 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 113 Páll Þór Bergsson – Guðlaugur Sveinss. 109 Björn Friðrikss. – Leifur Aðalsteinss. 109 Næsta spilakvöld er 11. desember, en svo verður tekið frí framyfir ára- mót. Spilamennskan hefst stundvís- lega kl 19:30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn. Keppnisgjald kr 700 (350 fyrir yngri spilara). Um- sjónarmaður er Matthías Þorvalds- son og má skrá sig á staðnum eða hjá honum í síma 860-1003. Hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Heima- síða félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa Bridsfélag Reykjavíkur Nú er lokið aðventumonrad Brids- félags Reykjavíkur. Þríeykið Her- mann Lárusson, Sigurbjörn Har- aldsson og Bjarni Einarsson unnu með +229 sem jafngildir 56,7%. Í öðru sætu voru Steinar Jónsson og Valur Sigurðsson með 209 stig eða 56,1 %. Í þriðja sæti voru Helgi Jóns- son og Helgi Sigurðsson með 174 stig eða 55,1%. Næsta þriðjudag verður spilaður hinn árlegi jólasveinatvímenningur og er það síðasta þriðjudagsspila- kvöld fyrir jól. Lárus og Sveinbjörn bestir í Borgarfirðinum Sjötta og síðasta kvöldið í aðaltví- menningi félagsins var spilað mánu- daginn 8. desember. Bifrestingar héldu uppteknum hætti og hirtu tvö efstu sæti kvöldsins og á tímabili virtist sem óvænt spenna ætlaði að hlaupa í mótið þegar efsta par hikst- aði í fyrstu umferðunum. Það varð þó aldrei því Lárus og Sveinbjörn, sem hafa haft forystu í mótinu mest allan tímann, skoruðu vel í síðustu umferðunum og tryggðu efsta sætið nokkuð örugglega og vörðu titil sinn frá fyrra ári. Lokastaðan er því: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 286 Hlynur Angantýss. – Hörður Gunnarss. 207 Ingimundur Óskarss. – Ómar Ómarss. 163 Ásgeir Ásgeirss. – Guðm. Kristinss. 116 Eyjólfur Sigurjónsson – Jóhann Oddss. 105 Úrslit kvöldsins: Hlynur Angantýss. – Hörður Gunnarss. 69 Ingimundur Óskarsson – Ómar Ómarss. 64 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 50 Þorsteinn Péturss. – Guðm. Péturss. 46 Svanhildur Hall – Hildur Traustadóttir 39 Næsta mánudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur Bridsfélag Hreyfils Hausttvímenningnum lauk með sigri Jóns Sigtryggssonar og Skafta Björnssonar eftir hörkukeppni en lokastaðan varð þessi: Jón Sigtryggss. - Skafti Björnss. 54,20% Arnar Arngrímss. - Valdimar Elíass. 54,13% Jón Egilss. - Ingvar Hilmarss. 52,77% Áki Ingvarss. - Þorsteinn Héðinss. 52,60% Á síðasta spilakvöldi 8. des sl. urðu úrslit þessi: Birgir Kjartanss. - Árni Kristjánss. 58,8% Valdimar Elíass. - Arnar Arngrímss. 55,1% Ingvar Hilmarss. - Jón Egilss. 53,2% Næsta mánudagskvöld verður spiluð jólarúberta. Keppnin hefst kl. 19,30 í Hreyfilshúsinu. Bridsfélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins stend- ur nú sem hæst. Baráttan er í al- gleymingi, því að loknum 4 leikjum er staðan þessi: Sveit Hrundar Einarsdóttur 76 Sveit Gunnlaugs Óskarssonar 72 Sveit Sverris Jónssonar 70 Sveit Gunnars Birgissonar 70 Einn leikur verður spilaður næst- komandi mánudag, 15. des., en að honum loknum verður spilaður lauf- léttur jólasveinatvímenningur. Von- andi verður hægt að ná þetta 14–16 spilum. Reiknað er með að tvímenn- ingurinn geti hafist upp úr kl. 21.15 og er hann opinn öllum spilajóla- sveinum og -meyjum. Spilað er að Flatahrauni 3. Bridsaðventa í Gullsmára Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á þrettán borðum fimmtudaginn 11. deseember. Best- um árangri náðu: NS Unnur og Jónas Jónsbörn 312 Stefán Ólafsson – Oddur Jónsson 305 Kristján Guðm. – Sigurður Jóhannss. 298 Kristinn Guðm. – Guðm. Guðveigss. 280 AV Leifur Jóhannnss. – Aðalbjörn Bened. 316 Jón Páll Ingibergss – Haukur Guðm. 298 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 284 Halldór Jónsson – Valdimar Hjartars. 278 Síðasti spiladagur fyrir jól, að- ventubridsinn, er mánudaginn 15. desember: Verðlaunaafhending – jólakaffi. Ný bridsönn í Gullsmáranum hefst síðan fimmtudaginn 8. janúar 2004. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mosfellsbæ, afhenti nýlega Hjálparstarfi kirkjunnar peningaupphæð, sem er afrakstur af seldum munum á basar. Peningarnir eru ætlaðir til hjálpar þrælabörnum á Indlandi. Á myndinni eru Jónas Þórisson frá Hjálparstofnuninni og honum á vinstri hönd eru Jóna Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Unnur Haraldsdóttir sem afhentu peningana f.h. félagsstarfsins. Færði Hjálparstarfi kirkjunnar gjöf BÍLABÚÐ Benna frumsýnir um helgina nýjan pallbíl frá Ssang-Yo- ung. Bíllinn er hannaður út frá sama grunni og Musso-jepparnir og er þetta í fyrsta skipti sem jeppa er breytt í pallbíl en ekki öfugt. „Þessi hönnun gerir það að verk- um að meira pláss er í bílnum og bæði bílstjóri og farþegar sitja hærra í sætum en áður hefur þekkst í pallbílum. Musso Sport er tilvalinn til breyt- inga, t.d. með því að setja undir hann 33" dekk og einnig 38" dekk, en þá verður hjólhaf bílsins um þrír metr- ar sem gerir hann að öflugum ferða- og jöklabíl. Musso Sport verður í boði með 5 strokka, TDI 129 hestafla vél með möguleika á að stækka upp í 145 hö.“ Verðið á þessum nýja Musso Sport verður sérstaklega gott. Fyrstu bílarnir verða boðnir á 2.490.000 kr. beinskiptir en Musso Sport verður einnig í boði með fjög- urra gíra sjálfskiptingu. Sýningin er hjá Bílabúð Benna í dag, laugardag, frá kl. 12–16 og sunnudag kl. 13–16. Musso Sport frumsýndur LYFJAFYRIRTÆKIÐ Pfizer á Ís- landi mun færa 13 samtökum á Ís- landi gjöf fyrir jólin. Hvern dag fram að jólum munu jólasveinn koma með gjöf sem sjúklingar á Íslandi og að- standendur þeirra njóta, en þeir gefa samtals 260.000 krónur. Framtak Pfizer kemur í stað jóla- korta og jólagjafa frá fyrirtækinu. Pfizer styrkir sjúklingasamtök LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir stolinni bifreið, grænni Skoda Felicia, sem stolið var frá Rauðalæk 30 á tímabilinu 6. til 7. desember. Þeir sem vita hvar bifreiðin er niðurkomin eða geta veitt einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir stolinni bifreið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.