Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 88
ÍÞRÓTTIR 88 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  NORSKIR fjölmiðlar eru harðorðir í garð Marit Breivik, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik en liðið leikur í dag um 5. sætið á Heims- meistaramótinu sem fram í fer í Kró- atíu. Verdens Gang fer þar fremst í flokki og segir að tap liðsins gegn Úkraínu í fyrsta leik liðsins á HM megi skrifast alfarið á liðsval Breivik. Þar valdi hún að láta besta markvörð liðsins, Heidi Tjugum, vera utan við liðið í þeim leik. „Við munum aldrei fá að vita hvað hefði gerst ef Tjugum hefði verið í markinu,“ segir einn blaðamanna VG. „Algjör mistök,“ bætir blaðamaður VG við.  ÞÓRIR Hergeirsson er aðstoðar- þjálfari norska liðsins sem leikur gegn Spánverjum í dag um 5. sætið á mótinu og það lið sem vinnur fær far- seðil á Ólympíuleikana sem fram fara í Aþenu á næsta ári í Grikklandi. Breivik hafði sagt að hún myndi hætta þjálfun liðsins að lokinni keppni í Aþenu. Þórir er talinn vera fremstur í flokki þeirra sem koma til greina sem arftaki Breivik.  ANTOINE Walker framherji NBA-liðsins Dallas Mavericks vand- ar fyrrverandi yfirmanni sínum hjá Boston Celtic, Danny Ainge, ekki kveðjurnar. Walker segir að Ainge hafi komið fram við sig eins og snák- ur. „Hann vildi koma höggi á mig með því að koma mér frá liðinu. Honum mun ekki verða að ósk sinni því mér líður vel hjá Dallas,“ segir Walker.  KOBE Bryant, leikmaður NBA- liðsins L.A. Lakers er í efsta sæti yfir kjör þeirra leikmanna sem munu leika í árlegum stjörnuleik NBA- deildarinnar. Bryant hefur fengið 577.505 atkvæði eins og staðan er í dag. Vince Carter leikmaður Toronto Raptors er hinsvegar með flest at- kvæði á bak við sig þessa stundina, alls 696.652 atkvæði.  ÁTTA liða úrslit Heimsmeistara- keppni U-20 ára landsliða í knatt- spyrnu karla lauk í gær. Argentína lagði Bandaríkin, 2:1, eftir fram- lengdan leik en Brasilía átti ekki í erf- iðleikum með lið Japans, 5:1, lokatöl- ur.  SPÁNN og Kólumbía eigast við í undanúrslitaleik en í hinni viðureign- inni er grannaslagur Argentínu og Brasilíu. Keppnin fer fram í borginni Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum.  SCOTTIE Pippen leikmaður NBA- liðsins Chicago Bulls ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir að hafa ekkert leikið með liði sínu á leiktíðinni vegna meiðsla. Pippen fór í aðgerð á hné í mars á þessu ári en hefur ekki náð bata frá þeim tíma. Pippen ákvað í gær að fara á ný undir hnífinn og vonast til þess að hann geti leikið með liðinu á ný. Pippen, sem er 38 ára gamall, varð sex sinnum NBA-meist- ari með Bulls sem hefur ekki látið mikið að sér kveða undanfarin ár. FÓLK ÍSLENSK knattspyrna 2003, bók númer 23 í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981, er komin út. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson. Í henni er fjallað ít- arlega um Íslandsmótið í knatt- spyrnu í öllum deildum, bikar- keppnina og önnur mót innan- lands, landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki félags- liða, íslensku atvinnumennina sem leika erlendis ásamt fleiru. Í bók- inni er mjög ítarleg tölfræði um lið og leikmenn og hún er skreytt með um 280 myndum af liðum og ein- staklingum. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr, 208 blaðsíður, og í henni eru löng og ítarleg viðtöl við Eyjólf Sverrisson og Guðna Bergsson, sem báðir lögðu knattspyrnuskóna á hilluna á árinu. Ennfremur eru í henni viðtöl við Kristján Finnboga- son, fyrirliða Íslandsmeistara KR, og Helenu Ólafsdóttur, landsliðs- þjálfara kvenna, auk þess sem leik- menn frá öllum liðum í úrvalsdeild karla fara yfir árangurinn hjá sínu liði. Ennfremur svara tíu leikmenn spurningunni um hvort þeir vilji að liðum í efstu deild karla verði fjölgað. Samkvæmt samstarfssamningi við Knattspyrnusamband Íslands er í bókinni að finna úrslit í öllum leikjum í KSÍ-mótum í öllum aldursflokkum á árinu 2003. Bókaútgáfan Tindur gefur bók- ina út og fullt verð er 4.680 krón- ur. Hægt er að panta bókina af heimasíðu útgáfunnar, www.tind- ur.is. ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Vestmannaeyjar: ÍBV - Selfoss............13.30 Digranes: HK - FH ...............................16.30 Ásgarður: Stjarnan - Breiðablik ...............16 Norðurriðill: Hlíðarendi: Valur - Þór Ak. .......................16 1. deild kvenna: Ásgarður: Stjarnan - Fram .......................14 Fylkishöll: Fylkir/ÍR - Grótta/KR............14 Kaplakriki: FH - Valur .........................14.30 Víkin: Víkingur - Haukar......................16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Stjarnan ..................15 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFN .................17.15 DHL-höllin: KR - UMFG..........................16 Seljaskóli: ÍR - ÍS .......................................14 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða úr- slit karla: Grundarfj.: Grund./Reynir H. - Tindas. ...14 DHL-höllin: KR b - Snæfell ......................14 Sunnudagur: Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, karlar: Egilsstaðir: Höttur - UMFN ....................17 Grafarvogur: Fjölnir - HK ...................19.15 Ísafjörður: KFÍ - Haukar .....................19.15 Sandgerði: Reynir S. - Hamar ..................16 Seljaskóli: ÍR - UMFG..........................19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. - Keflavík .............19.15 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, konur: Ísafjörður: KFÍ - UMFN ..........................14 Mánudagur: Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, konur: Ásvellir: Haukar - Keflavík b ...............19.30 SKYLMINGAR Íslandsmótið í skylmingum með stungu- sverði fer fram í dag í Íþróttahúsi Haga- skólans. Úrslit verða kl. 16.50-17. BLAK Laugardagur: Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Varmá: Afturelding - Þróttur R................17 Bikarkeppni karla, undanúrslit: Austurberg: Þróttur R. b - Stjarnan ........14 HANDKNATTLEIKUR Afturelding - Fram 19:33 Varmá, Íslandsmót karla, RE/MAX-deild- in, norðurriðill, föstudagur 12. desember 2003. Gangur leiksins: 0:1. 2:2, 4:5, 5:8, 6:11, 8:13, 8:17, 10:20, 13:23, 15:27, 17:30, 19:33. Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson 5/1, Vlad Troufan 3, Ásgeir Jónsson 2, Reynir Árnason 2, Ernir Arnarsson 2, Daníel Grétarsson 2, Daníel Jónsson 1/1, Hilmar Stefánsson 1, Kristinn Pétursson 1. Varin skot: Davíð Svansson 6, Stefán Hannesson 4 (þar af 1 sem fór aftur til mót- herja). Utan vallar: 4 mínútur Mörk Fram: Hafsteinn Ingólfsson 8, Héð- inn Gilsson 5, Valdimar Þórsson 5, Jóhann Gunnar Einarsson 5/3, Guðjón Drengsson 3, Þorri Björn Gunnarsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 1, Jón Þór Þorvarðarson 1, Mart- in Larsen 1, Arnar Þór Sæþórsson 1/1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 13/1 (þar af 2 sem fóru aftur til mótherja), Sölvi Thorarensen 6/1 (þar af 2/1 sem fóru aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: Um 80. KA - Grótta/KR 28:23 KA-heimilið: Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 11:5, 13:8, 15:10, 15:11, 21:11, 25:15, 25:20, 27:21, 28:23. Mörk KA: Andrius Stelmokas 10/1, Arnór Atlason 4, Árni Björn Þórarinsson 4, Einar Logi Friðjónsson 4, Jónatan Magnússon 3, Bjartur Máni Sigurðsson 2, Sævar Árna- son 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 15 (þar af 5 til mótherja), Stefán Guðnason 1. Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 12/7, Þorleifur Björnsson 5, Daði Hafþórsson 3, Gintaras Savukynas 2, Hörður Gylfason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 15/2 (þar af 6 til mótherja), Gísli Guðmundsson 5/1 (2 til mótherja). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí- asson. Áhorfendur: Um 200. Staðan: KA 12 7 2 3 358:320 16 Valur 11 7 2 2 296:258 16 Fram 12 7 2 3 326:298 16 Grótta/KR 12 6 2 4 313:303 14 Víkingur 12 6 2 4 314:305 14 Afturelding 12 2 1 9 288:342 5 Þór 11 0 1 10 268:337 1 KÖRFUKNATTLEIKUR UMFG - ÍR 104:92 Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, föstudagur 12. desember 2003. Gangur leiksins: 6:2, 10:3, 20:12, 24:23, 28:29, 31:34, 48:49, 51:53, 57:53, 61:60, 75:66, 80:69, 82:75, 88:77, 104:92. Stig UMFG: Páll Axel Vilbergsson 36, Helgi Guðfinnson 21, Darrel Lewis 19, Guðmundur Bragason 8, Þorleifur Ólafs- son 7, Daniel Trammel 6, Jóhann Ólafsson 5, Örvar Kristjánsson 2. Fráköst: 28 í vörn - 16 í sókn. Stig ÍR: Eugene Christopher 28, Ómar Örn Sævarsson 25, Eiríkur Önundarson 15, Ólafur Sigurðsson 8, Kevin Grandberg 8, Ásgeir Hlöðversson 4, Fannar Helgason 2, Ryan Leier 2. Fráköst: 26 í vörn - 12 í sókn. Villur: UMFG 19 - ÍR 26. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 90. Staðan: Grindavík 10 10 0 897:827 20 Njarðvík 10 8 2 944:841 16 Keflavík 10 7 3 986:849 14 Snæfell 10 7 3 813:783 14 KR 10 6 4 935:891 12 Tindastóll 10 5 5 957:908 10 Hamar 10 5 5 821:855 10 Haukar 10 5 5 781:799 10 KFÍ 10 2 8 929:1008 4 Breiðablik 10 2 8 830:904 4 Þór Þorl. 10 2 8 849:972 4 ÍR 10 1 9 849:954 2 1. deild karla: Þór - Ármann/Þróttur...........................95:88 Skallagrímur - Fjölnir ..........................90:82 Staðan: Fjölnir 9 7 2 802:666 14 Skallagrímur 8 7 1 764:639 14 Valur 8 7 1 706:648 14 Stjarnan 7 4 3 561:569 8 ÍS 8 4 4 666:662 8 Þór A. 9 4 5 749:800 8 ÍG 9 3 6 753:805 6 Ármann/Þróttur 8 3 5 657:651 6 Höttur 8 1 7 566:678 2 Selfoss 8 1 7 654:760 2 KNATTSPYRNA England 2. deild: Brighton - Port Vale .................................1:1 HM 20 ára landsliða í Samein- uðu furstadæmunum 8-liða úrslit: Kanada - Spánn .........................................1:2 Kólumbía - Sam. arab. furstadæmin .......1:0 Bandaríkin - Argentína ............................1:2 Japan - Brasilía..........................................1:5  Í undanúrslitum mætast Spánn - Kól- umbía og Argentína - Brasilía. UEFA-bikarkeppnin Dregið var í gær í fjórðu umferð UEFA- keppninnar. Leikið verður 26. febrúar og 3. mars. Liðin sem mætast eru: Brøndby - Barcelona Parma - Genclerbirligi Benfica - Rosenborg Marseille - Dnepr Dnepropetrovsk Celtic - Teplice Perugia - PSV Eindhoven Groclin - Bordeaux Valencia - Besiktas Galatasaray - Villareal Club Brugge - Debrecen Sochaux - Inter Milan Liverpool - Levski Sofia Spartak Moskva - Real Mallorca Gaziantepspor - Roma Auxerre - Panathinaikos Vålerenga - Newcastle UM HELGINA ÖRN Arnarson bætti Íslandsmet sitt í 50 m baksundi í úr- slitasundi á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Dublin á Írlandi. Örn varð sjöundi í úrslitasundinu, synti á 24,47 sekúndum og er það Íslandsmet. Örn setti einnig Íslandsmet er hann tryggði sér þátt- tökurétt í úrslitasundinu. Í úrslitasundinu bætti hann met sitt um 6/100 úr sekúndu, en gamla metið var 24,53 sek- úndur. Heimsmethafinn í greininni, Thomas Rupprath frá Þýskalandi kom fyrstur í mark á tímanum 23,71 sek. Anja Ríkey Jakobsdóttir og Sigrún Benediktsdóttir syntu 50 m flugsund í gær. Anja kom í mark á tímanum 29,77 sek og varð í 48. sæti. Sigrún synti á 30,73 sek og varð í 50. og jafnframt síðasta sæti. Ragnheiður Ragnars- dóttir tók þátt í 100 m fjórsundi kvenna, synti á 1.06,13 mínútum og varð síðust af 25 keppendum. Heiðar Ingi Marinósson tók þátt í 100 m skriðsundi. Hann kom í mark á 52 sekúndum og varð næst síðastur af 66 keppendum. Örn sjöundi í 50 m baksundi – tvíbætti Íslandsmetið Gestirnir byrjuðu leikinn afmiklu kappi og var ljóst að þeir ætluðu ekki að gefa sig auð- veldlega. Kappið var hins vegar of mikið og misstu þeir boltann klaufa- lega í fyrstu tveim- ur sóknunum á meðan heimamenn settu upp sýningu – fyrir þá örfáu áhorfendur sem mættu. Grindvík- ingar náðu mest átta stiga forskoti í leikhlutanum og bjuggust líklega við því að nóg væri að ljúka leikn- um á hálfum hraða. Hlutirnir fóru þá að ganga hjá gestunum og óör- yggið rann af þeim. Þeir náðu for- ystunni rétt fyrir lok fyrsta leik- hluta og héldu forystu sinni í gegnum 2. leikhluta, staðan í hálf- leik var 51:53. Ef ekki hefði verið fyrir Pál Axel Vilbergsson hjá Grindavík hefði munurinn líklega verið meiri því hann hélt heima- mönnum inni í leiknum, skoraði tólf stig í fjórðungnum, þar af voru þrjár þriggja stiga körfur og var hann öflugur í vörninni. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, las greinilega sínum mönnum pistilinn vel í hléinu því til þriðja fjórðungs komu leikmenn hans tvíefldir til leiks. Þeir spiluðu mjög skynsam- lega og þegar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum voru þeir komnir með átta stiga forskot á nýjan leik – í þetta skiptið gáfu þeir ekki eftir, gáfu heldur í og juku hægt og rólega forystu sína. Á sama tíma gekk hvorki né rak hjá ÍR-ingum, vörn þeirra var líkt og gatasigti og slæmar ákvarðanir í sókninni urðu þeim að falli. Grindavíkurliðið gekk því á lagið, lokatölur104:92. Spiluðum ekki vel „Við spiluðum ekki vel framan af, eiginlega bara kæruleysislega, varnarvinnan var ekki góð þó svo að við hefðum ekki átt í miklum vandræðum með að skora og við vorum að flýta okkur svolítið og ÍR-ingar höfðu verðskuldaða for- ystu í hálfleik. En við komum þeim mun klárari í seinni hálfleikinn og við sýndum hvað við getum þegar samstaðan er mikil,“ sagði Friðrik Ingi, þjálfari Grindarvíkurliðsins. Tökum þá á sunnudaginn „Þetta gekk ágætlega framan af en botninn datt úr í þriðja leikhluta og má segja að við höfum tapað leiknum þar,“ sagði Eggert Mar- íuson, þjálfari ÍR-inga. „Vörnin hjá okkur klikkaði, við náðum ekki að stoppa í vörninni eða að setja upp sóknarleik okkar. Þeir náðu góðum mun í þriðja fjórðungi og héldu honum í rólegheitum. Þetta er ótrúlega erfiður völlur til að heim- sækja og Grindavíkurliðið reynslu- mikið, þegar maður gerir mikið af mistökum á móti svoleiðis liði er voðinn vís. En við fáum annað tækifæri á sunnudag þegar við mætum þeim í bikarnum og við ætlum okkur að taka þá þar,“ sagði Eggert. Grindavík stóð af sér áhlaup ÍR-inga ÓHÆTT er að segja að flestir hafi reiknað með öruggum sigri heimamanna í Grindavík – efsta liðs úrvalsdeildar karla, Int- ersportdeildar – þegar þeir tóku á móti botnliði ÍR í gærkvöldi. Annað kom á daginn því óvænt barátta og sigurvilji ÍR-inga fleytti þeim áfram í fyrri hálfleik og voru þeir með tveggja stiga forskot, 51:53, í leikhléi. Heimamenn tóku við sér í þriðja fjórðungi, náðu forystunni og sigruðu 104:92. Grindvíkingar tróna á toppi deild- arinnar, taplausir með tuttugu stig, og ekkert virðist geta rutt þeim úr vegi, ÍR-ingar sitja hins vegar á botninum með tvö stig. Andri Karl skrifar Íslensk knattspyrna 2003 Í DAG verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik og þá kemur í ljós hverjir verða mót- herjar Íslands en riðlakeppnin hefst í september á næsta ári. Þjóðunum sem taka þátt í Evrópukeppninni er skipt í tvær deildinr og samkvæmt stigaútreikningi þar sem metinn er árangur í Evrópukeppni síðustu 10 ára er Ísland í 30. sæti í styrkleikaröðinni og er þannig í B- deild. Þjóðunum í B-deild er skipt í styrkleikaflokka og er miðað við árangur í síðustu Evrópukeppni. Í 1. styrkleikaflokki eru: Makedónía, Rúmenía, Ír- land og Hvíta-Rússland. Í 2. flokki: Sviss, Danmörk, Kýpur og Georgía. Í 3. flokki eru: Ísland, Slóvakía, Austurríki, Finn- land. Í 4. flokki eru: Lúxemborg, Malta, Albanía og Aserbaídsjan. Ein þjóð úr hverjum styrkleikaflokki dregst í hvern riðil. Ísland í 3. styrkleikaflokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.