Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 92
FÓLK Í FRÉTTUM 92 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HIÐ sívinsæla söngtríó Borgardætur sem skipað er þeim Andreu Gylfa- sóttur, Ellen Kristjánsdóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur heldur jólatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, laugardagskvöld. Þar munu þær flytja lög af jólaplötu sem þær gáfu út um árið ásamt öðru efni í bland auk þess sem þær verða með grín og glens á milli laga eins og þeim einum er lagið. „Þetta verður allt á léttu nót- unum, alls enginn jólatregi, enda er- um við ekki þekktar fyrir slíkt,“ seg- ir Andrea Gylfadóttir. Með þeim verða þeir Davíð Þór Jónsson píanó- leikari, Jóhann Ásmundsson bassa- leikari og Helgi Svavar Helgason trommuleikari. Andrea segir að þær hafi ákveðið að halda jólatónleika eftir að hafa fengið fjölda áskorana. „Salurinn var svo laus þetta kvöld þannig að við slógum bara til.“ Hún segist vera um það bil að komast í jólaskapið. „Annars er Berglind mesta jóla- barnið af okkur, hún er búin að öllu jólastússi í nóvember. Ég vil nú bíða aðeins lengur.“ Tónleikar í Salnum í kvöld Borgardætur í jólaskapi Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er forsala miða í Salnum. BANDARÍSKI leik- arinn Jason Biggs sem flestir þekkja úr ung- lingamyndunum vin- sælu American Pie hefur lýst yfir áhuga á að leika aðal- hlutverkið í myndinni Guy X sem Íslenska kvikmyndasam- steypan er að gera ásamt breskum og kanadískum framleið- endum. Leikarinn átti fund með framleiðendum myndarinnar á dög- unum og undirritaði þá samning þar sem hann lýsir því yfir að hann vilji taka þátt í mynd- inni auk þess sem nota megi nafn hans við kynningu á henni. „Biggs er búinn að lesa handritið og er mjög áfjáður í að taka að sér aðalhlutverkið. Hins vegar er ekki ljóst hvort af þátttöku hans verður fyrr en búið er að skrifa undir alla samninga og þeir eru margslungnir,“ segir Anna María Karlsdóttir, einn framleiðandanna. Hún segir að nafn hans muni auðvelda margt við framleiðslu mynd- arinnar. „Auðvitað vonum við að af þessu verði enda vildi leik- stjórinn helst vinna með honum. Við viljum samt ekki hrósa happi of snemma því það er ótalmargt sem þarf að semja um áður en nokkuð er öruggt.“ Guy X er byggð á bók sem heitir No One Thinks of Greenland eftir John Grismeyer og fjallar um bandarískan hermann sem sendur er á fjarlæga herstöð á ótil- greindum köldum stað. Myndin er bresk-kanadísk- íslenskt samstarfsverkefni en gert er ráð fyrir að stærstur hluti henn- ar verði tekin hér á landi, nánar til- tekið á Snæfellsnesi. „Við ætluðum eingöngu að gera útitökur hér á landi en nú liggur fyrir að um 90% myndarinnar verði tekin hér.“ Leikstjóri er Skotinn Saul Metz- stein en íslenskt kvikmyndagerð- arfólk og leikarar munu einnig koma að gerð hennar. Anna segir hins vegar of snemmt að segja til um hverjir þeir verða. Jason Biggs úr American Pie Vill leika í íslensku myndinni Guy X Jason Biggs ALMENN forsala að lokamynd Hringadróttinsþríleiksins hófst í gær í Smárabíó. Myndin nefnist Hilmir snýr heim eða The Return of the King og verður þetta stærsta frumsýning allra tíma á Íslandi, en myndin verður sýnd í tíu sölum. Þegar er uppselt á sérstaka for- sýningu 18. desember og örfáir miðar eru eftir á maraþonsýn- inguna sem haldin verður frá 19. desember til 22. desember þar sem þríleikurinn verður sýndur í heild sinni. Morgunblaðið/Þorkell Ungmenni á öllum aldri biðu spennt eftir því að miðasalan yrði opnuð. Beðið eftir Hilmi Miðasala hafin á lokamynd Hringadróttinssögu David Beckham greiddi rúmar 25 milljónir króna til að losna undan samningi við um- boðsskrifstofu sína SFX og er nú á mála hjá Simons Fullers, umboðsmanni eiginkonu sinnar Viktoríu, en sá var heilinn á bak við heimsyfirráð Spice Girls og Idol-stjörnuleit- arþættina. Ástæðan fyrir því að knattspyrnustjarnan hefur yfirgefið umboðsskrifstofu sína til tíu ára er sögð tengjast því að Viktoríu hefur lengi verið í nöp við hana og þá sem þar ráða. Þannig er talið fullvíst að hún standi að baki þessum óvæntu umskiptum eiginmannsins. Fuller er sagður hafa í huga stóra hluti með nýja viðskiptavininn en eitt af því ku vera að setja saman stjörn- um prýtt Beckham-lið sem myndi ferðast um heiminn og raka inn seðlum með sýningarleikjahaldi … Annars sagði Viktoría um eig- inmann sinn Davíð á dögunum að hárgreiðsla hans gerði það að verk- um að hann líktist Jesú. „Mamma mín sagði við mig að Davíð væri sá eini sem hefði haft sömu hár- greiðslu og Jesú,“ var haft eftir Viktoríu þegar hún sat fyrir í ljós- myndatöku í tengslum við tónlist- arferil sinn. Beckham hefur fengið jólagjöfina frá Real Madrid, en félagið gaf honum DVD-spilara og heimabíó. Búnaðurinn er að verðmæti 140 þúsund krónur, að sögn an- anova.com … Kate Hudson hefur farið að ráði móður sinn- ar Goldie Hawn og lagt leikfer- ilinn á hilluna, að sinni, til þess að geta einbeitt sér að barnauppeldi og fjölskyldulíf- inu með eiginmanni sínum, rokk- aranum Chris Robbinson … Enrique Iglesias hefur verið boðin ein milljón dollara fyrir fæðing- arblett sem hann er með í andlitinu. Hjartaknúsarinn spænski ákvað að láta fjarlægja hann eftir að læknir hafði bent honum á að bletturinn gæti valdið krabbameini. Hann varð hins vegar steinhissa þegar plötu- snúður í New York sagðist vita um mann sem vildi kaupa blettinn fyrir milljón dollara. Fæðingarbletturinn hefur verið nokkurs konar vöru- merki Enrique en sjálfur segir hann að hans nánustu vinir hafi ekki tekið eftir því að bletturinn sé horfinn. Í viðtali við breska tímarit- ið Glamour segir hann: „Ég spurði æskuvin minn hvort hann tæki eftir einhverri breytingu. Hann horfði á mig í fimm mínútur og sagði svo: Guð minn góður! Þú hefur látið laga á þér nefið!“ … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.