Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 1
VITIÐ þið hvað jólahlaðborð er? Það má eig- inlega segja að orðið sé gagnsætt af því að jólahlaðborð er eiginlega veisluborð sem er hlaðið af alls konar jólamat og svo má maður borða eins mikið af honum og manni sýnist. Þið hafið kannski heyrt fullorðið fólk tala um jólahlaðborð og sum ykkar hafa jafnvel farið með mömmu ykkar og pabba eða afa ykk- ar og ömmu á jólahlaðborð. Nú er líka farið að bjóða upp á jóla- hlaðborð sem er sérstaklega ætlað krökk- um. Þetta sérstaka krakkajólahlaðborð er að hætti Latabæjar og er haldið í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Við kíktum þangað um síðustu helgi og sáum fullt af krökkum sem voru að hafa það huggulegt og borða góðan veislu- mat. Svo kom Solla stirða líka í heim- sókn og söng fyrir krakkana og sagði þeim frá jólunum hjá krökkunum í Latabæ. Kaupir jólagjafirnar í Reykjavík Karen Þórelfur Gunnarsdóttir, sem er níu ára og býr á Höfn í Hornafirði, kom til Reykjavíkur til að kaupa jólagjafir og fór á jólahlaðborðið í Húsdýragarðiunum í leið- inni. Hvernig finnst þér? Karen: Mjög fínt. Hefurðu áður farið á jólahlaðborð? Karen: Nei! Heldurðu að þetta sé hollur matur? Karen: Nei. Hann er bara góður. Hvað er annars uppáhaldsmaturinn þinn? Karen: Grjónagrautur. Gaman að blása sápukúlur Bræðurnir Arnaldur Karl, fimm ára, og Eyjólfur Jóhann, þriggja ára, voru að blása sápukúlurnar sem þeir fengu í jólagjöf frá Sollu stirðu þegar við heilsuðum upp á þá. Hvernig fannst ykkur maturinn á jólahlaðborðinu? Arnaldur: Bara góður. Hvað var best? Arnaldur: Mér fannst hangikjötið best. Hvað er uppáhaldsmatur- inn þinn? Arnaldur: Plokkfiskur. Eyjólfur: Mér finnst pylsur bestar og sósa. Jólaveisla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Morgunblaðið/Sverrir Laugardagur 13. desember 2003 Hver af eftirtöldum er ekki jólasveinn? Karíus, Kertasníkir eða Kjötkrókur? Hildur Karen Jóhannsdóttir, sem er átta ára, er að lesa bókina Hrói bjargar jólunum eftir Roddy Doyle og finnst hún mjög skemmti- leg. Við báðum hana um að segja okkur að- eins frá bókinni. Hvernig finnst þér bókin? Hún er spennandi og skemmtileg. Hún er líka fyndin af því það er alltaf verið að plata mann. Um hvað er hún? Hún er um hund sem er fenginn til að draga sleða jólasveinsins af því að hreindýrið hans fer í verkfall. Það gerist margt fyndið og svo er spennandi að sjá hvort honum tak- ist að bjarga jólunum. Hildur Karen segir þó svolítið óþægilegt hvað það sé mikið af enskum orðum í bókinni. Hrói bjargar jólunum er framhald sögunn- ar Flissararnir en Hildur Karen hefur ekki lesið hana. Hrói er þó svo vinsæl heima hjá henni að bæði mamma hennar og systir hennar, sem er fimmtán ára, eru búnar að vera að kíkja í hana. Hrói bjargar jólunum Alltaf verið að plata mann Svar: Karíus EITT AF því sem er skemmtilegt að gera á sunnudögum í des- ember er að fara á Árbæjarsafn og sjá hvernig jólin voru hald- in í gamla daga. Jólasýningin á safninu er opin tvo sunnudaga í desember og það getur svo sannarlega verið gaman að fara þangað og sjá hvernig afar okkar og ömmur héldu jólin og líka afar þeirra og ömmur. Á safninu er nefnilega bæði hægt að sjá hvernig jólin voru haldin fyrir um það bil fimmtíu árum og hvernig þau voru haldin ennþá fyrr. Þannig getið þið til dæmis byrjað á því að fara í Árbæinn til að kynnast jólastemningunni eins og hún var í íslenskum sveit- um í margar aldir og síðan í Kornhúsið til að kynnast henni eins og hún var fyrir um það bil fimmtíu árum. Í gamla bænum er til dæmis verið að skera út laufabrauð og í hlaðna hluta hússins hangir hangikjötið yfir eldstónni þannig að fólk getur séð hvernig jólamaturinn var geymdur og fundið hvernig lyktina af honum lagði um allt húsið. Í húsi sem heitir Hábær er svo verið að sjóða hangikjötið og þar getur fólk fengið að smakka. Í Efstabæ er hins vegar allt önnur lykt. Þar er nefnilega skatan komin í pottinn og skötulyktin smýgur um allt rétt eins og hangikjötslyktin í Árbænum en báðar minna þær á nálægð jólanna. Bara hvor á sinn hátt. Í Kornhúsinu er svo búið að klæða sýninguna Sjötti áratug- urinn í jólabúning þannig að þar getur fólk séð hvernig jólin voru á dæmigerðu íslensku heimili um miðja síðustu öld. Uppi á loftinu geta krakkar líka lært að búa til einfalt föndur eins og músastiga og laufabrauð úr kaffipokum en heimatilbúið jóla- skraut var einmitt vinsælt á þessum tíma þegar minna var til af keyptu jólaskrauti. Í húsi sem er kallað Kethúsið er svo hægt að sjá hvernig kerti voru búin til úr tólg og ef maður fer síðan hús úr húsi ætti maður að rekast á prentara sem er að vinna á hand- prentvél, mann sem er að tálga jólasveina úr tré, gullsmið sem er að búa til víravirki eins og notað var á hátíðarbúninga í gamla daga og hannyrðakonu sem situr og saumar út. Það er líka messað í kirkjunni klukkan tvö og dansað í kring- um jólatréð klukkan þrjú og þá koma gömlu íslensku jólasvein- arnir í heimsókn. Svo er Dillonshús opið þannig að maður getur fengið sér heitt súkkulaði og smákökur á meðan maður hlýjar sér og tal- ar um það sem maður hefur séð. Já, og stillir sig aftur á nú- tímann. Morgunblaðið/Sverrir Einar Guðjón Marínósson og Hinrik Steindórsson fylgjast með því þegar lyngi er vafið á gervijólatré uppi á loftinu í Árbænum. Mikael Máni Freysson skoðar sýningu á jólatrjám og jólaskrauti frá ýmsum tímum í Lækjargötu. Ásta Ólafsdóttir, sem er tíu ára, tekur þátt í því að undirbúa jólin eins og gert var í gamla daga. Hér er hún að skera laufabrauð. Jólastemning í Árbæjarsafni Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.