Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ börn NÚ ER leikritið Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson komið út á myndbandi þannig að nú hafið þið sem misstuð af því í leikhúsinu eða viljið sjá það aftur og aftur tækifæri til að eignast það á spólu. Ef þið leysið gátuna hér að neðan eigið þið líka möguleika á að fylgjast með ævintýrum Benedikts og Dídíar vinkonu hans á meðan þið bíðið eftir jólunum því tíu heppnir krakk- ar, sem senda inn rétt svar, munu fá spóluna í vinning. Í leikritinu fáum við að fylgjast með því þegar Dídí mannabarn, kynnist Benedikt, búálfinum sem gætir hússins hennar, og fleiri álfum og því hvernig þau þurfa að taka til sinna ráða þegar svartálfa- konungurinn Sölvi súri tekur upp á því að ræna Tóta tannálfi, sem passar upp á tennur álfanna í Álfheimum. Svona farið þið að: Tíu heppnir krakkar geta unnið spóluna en til þess að komast í pottinn þurfið þið að svara spurningunum hér fyrir neðan og setja svörin inn í krossgátuna. Sendið okkur síðan leyniorðið sem kemur í ljós í litaða reitnum í tölvupósti á netfangið barn@mbl.is fyrir klukkan 18.00 17. desember. Munið að láta nafn, aldur og heimilisfang fylgja með. Þeir sem verða svo heppnir að verða dregnir úr pottinum fá síðan tölvupóst næsta dag en ef þið fáið ekki tölvupóst þýðir það að þið hafið ekki unnið í þetta skiptið. Hinir heppnu, sem eiga heima á höfuð- borgarsvæðinu, geta síðan sótt spóluna í af- greiðslu Morgunblaðsins í Kringlunni 1 en þeir sem eiga heima úti á landi fá spóluna senda. SPURNINGAR: Hver gætir hússins hennar Dídíar Benedikt ______ Hverjum er rænt í sögunni? Tóta ______ Hvað gerir tannálfurinn? Hann passar upp á tennur _______ Hvernig barn er Dídí? Hún er __________ Hvað heitir svartálfakonungurinn? Sölvi _____ Tíu krakkar geta unnið myndband Verðlaunaleikur með Benedikt búálfi Morgunblaðið/Jim Smart VIÐ FENGUM alveg ótrúlega mikið af flottum myndum í jólamyndasamkeppnina okkar og því höf- um við ákveðið að veita nokkur aukaverðlaun auk bókarinnar Gralli gormur og litadýrðin mikla eftir Bergljótu Arnalds. Þeir sem fá bókina eru:  Bergur Hjálmarsson Engjavegi 73 800 Selfoss  Bjarni og Fríða Theodórsbörn Esjugrund 35 116 Reykjavík  Brynjar og Elísabet Reykjanesvegi 12 260 Njarðvík  Esther Hallsdóttir Ártúni 1 800 Selfoss  Eva Dögg og Erla Sigríður Hrísrima 5 112 Reykjavík  Freyja María Jóhannsdóttir Öldugötu 8 710 Seyðisfjörður  Hanna Björk og Íris Ósk Baldursgarði 11 230 Keflavík  Hugrún Egla Einarsdóttir Gljúfraseli 7 109 Reykjavík  Jóhann Páll Einarsson Bjargarstíg 14 101 Reykjavík  Sesselja Sif Stefánsdóttir Laufhaga 6 800 Selfoss  Viktoria Inga Smáradóttir Brekkutanga 25 270 Mosfellsbær Þeir sem fá jólakúlu með Álfinum eru:  Ásgerður, Guðrún og Steinunn Kvisthaga 4 107 Reykjavík  Birgitta Petra Björnsdóttir Klukkubergi 25 220 Hafnarfjörður  Díana Hjálmarsdóttir Engjavegi 73 800 Selfoss  Þorsteinn Helgi Sigurðsson Lyngbergi 17 815 Þorlákshöfn Þeir sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu, geta sótt vinninginn í afgreiðslu Morgunblaðsins í Kringl- unni 1 en þeir sem eiga heima úti á landi fá hann sendan. Úrslit í samkeppninni Jólaskap verða síðan kynnt í næsta blaði. Jólamyndir SIGURÐUR Örn Þorsteinsson, sem er átta ára, er búinn að lesa nýjustu bókina um Benedikt búálf en hún heitir Höfuðskepnur álfheima og er eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Við báðum hann um að segja okkur aðeins frá henni. „Þetta er bara skemmtilegt ævintýri sem er nokk- uð spennandi og nokkuð fyndið,“ segir Sigurður. „Sagan segir frá því þegar Benedikt búálfur á afmæli og Dídí og bróðir hennar, sem eru mannabörn og vin- ir Benedikts, gefa honum bók um höfuðskepnur álf- heima og það hvernig hægt er að vekja þær upp. Síð- an vakna þær upp og þá þurfa þau að finna leið til að svæfa þær aftur, til að þær fari ekki allar í slag og eyði álfheimum.“ Hvernig gekk þér að lesa hana? „Það gekk vel. Ég er svo fljótur að lesa.“ Hefurðu lesið hinar bækurnar um Benedikt? „Ég hef líka lesið fyrstu bókina en mér finnst þessi skemmtilegri. Nú langar mig meira til að lesa hinar bækurnar um Benedikt en áður.“ Hefurðu séð leikritið um Benedikt sem er nýkomið út á spólu? „Nei, ég sá það ekki. Það væri gaman að sjá það en mér finnst samt skemmtilegast að lesa um svona æv- intýraefni.“ Benedikt búálfur og höfuðskepnur álfheima Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Örn Þorsteinsson ÞÁ ERU jólasveinarnir loksins farnir að tínast til byggða. Vonandi hafið þið öll fengið eitthvað fallegt í skólinn en ekki lent í því sama og konan í leikritinu Hvar er Stekkjastaur? eftir Pétur Eggertz. Eins og þið sjáið á nafninu fjallar leikritið nefnilega um það þegar Stekkjastaur skilaði sér ekki til byggða en þá fékk auðvitað enginn neitt í skóinn. Krakkarnir á leikskólanum Sólbrekku fóru nýlega að sjá leik- ritið. Við báðum Guðfinnu Kristínu Björnsdóttur og Björgvin Hreinsson, sem eru fjögurra og fimm ára, að segja okkur aðeins frá því. Hvernig var leikritið? Björgvin: Skemmtilegt. Guðfinna Kristín: Það var gaman. Hvað gerðist? Guðfinna Kristín: Jólasveinninn vildi ekki koma til byggða. Björgvin: Konan þurfti að fara að leita að honum. Þegar Stekkjarstaur týndist Morgunblaðið/Ásdís Björgvin Hreinsson og Guðfinna Kristín Björnsdóttir Hjálparsveitarmaður aðstoðar við leitina að Stekkjarstaur. Af hverju kom hann ekki? Guðfinna Kristín: Af því að jólasveinafötin voru svo köld. Björgvin: Og af því það voru svo mikil læti í bílunum og svoleiðis. Voruð þið ekkert hrædd um að jólasveinninn væri bara alveg týnd- ur? Guðfinna Kristín: Nei, ég vissi alveg að hún myndi finna jólasvein- inn og fá hann til að koma. Björgvin: Ég vissi það líka. Hvernig leist ykkur á hann? Guðfinna Kristín: Bara vel. Hlakkið þið til að hitta jólasveinana? Björgvin: Já. Haldiði að jólasveinarnir komi ekki örugglega núna? Björgvin: Jú, við ætlum að passa okkur að hafa ekki of mikil læti. Guðfinna Kristín: Af því að ef þeir koma ekki gleymum við bara al- veg jólunum. ÞESSA dagana er að koma út mikið af spennandi geisladiskum. Einn af þessum geisladiskum er svolítið sérstakur af því að á honum eru íslenskar þjóðsögur og þjóðlög. Diskurinn heitir Álfar og tröll og á honum les Sveppi valdar þjóðsögur og KK og Valgerður Guðnadóttir syngja þjóðlög við undirleik þekktra tón- listarmanna. Það má eiginlega segja að þjóðsögurnar séu gamlar spennusögur enda eru þær oft svo spennandi að mað- ur getur bara alls ekki hætt að lesa eða hlusta fyrr en sagan er búin. Og nú fáið þið tækifæri til að búa til ykkar eigin spennusögu af því við ætlum að halda álfa- og tröllasögukeppni og í verðlaun verða hvorki meira né minna en tíu Álfa og trölla-geisladiskar. Við ætlum að gefa ykkur góðan tíma því það er ekki ólík- legt að andinn komi yfir ykkur um jólin og áramótin þar sem álfarnir í þjóðsögunum fara gjarnan á kreik á þessum árstíma. Skilafresturinn er því til 5. janúar og munið að senda nafn, aldur og heimilisfang með. Heimilisfangið er: Morgunblaðið/Börn, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Verðlaunasamkeppni Skrifið spennandi álfa- og tröllasögur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.