Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 1
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                Ritari á lögmannastofu Lögmannastofa í Reykjavík auglýsir eftir ritara í fullt starf. Starfið felur í sér aðstoð við lög- menn og önnur störf í tengslum við rekstur lögmannastofu fyrir utan símavörslu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölv- ukunnátta er æskileg ásamt reynslu af bók- haldi. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf á netfangið gudmundur@advocates.is. auglýsir eftir rafvirkja Viðkomandi þarf að hafa eftirfarandi:  Eiga gott með að vinna sjálfstætt sem og í hóp.  Geta sinnt margvíslegum verkefnum.  Hafa víðtæka þekkingu og áhuga á faginu.  Vera góður í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Ljós- virkja í síma 595 1500 milli kl. 9:00 og 17:00 fyrir 17. des. 2003. Barnagæsla - tvíburar Fjölskylda í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir barngóðum einstaklingi til að gæta fjórtán mánaða tvíbura, ásamt því að sinna léttum heimilisstörfum. Vinnutími u.þ.b. átta tímar á dag. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á augldeild Mbl. merktar: „Tvíburar“ fyrir 17. des. nk. Arkitekt eða byggingafræðingur pk-hönnun arkitektar óskar eftir að ráða arkitekt eða byggingafræðing til starfa frá og með janú- ar 2004. Reynsla og færni í notkun teikniforrita er nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, sendist til pk-hönnun, Lyngháls 4, 110 Reykjavík, eða til palmar@pk.is fyrir 22. desember 2003. Sunnudagur 14. desember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.040  Innlit 16.676  Flettingar 67.817  Heimild: Samræmd vefmæling ATVINNULAUSU fólki með háskólapróf fjölgaði hratt á árinu 2002 en fjöldinn hefur verið nokkuð stöðugur milli 450 og 500 manns í ár en 500 manns með háskólapróf voru skráðir atvinnulausir í lok nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu vinnumálastofnunar. Þar má auk þess sjá að hlut- fall háskólamenntaðra af heild- arfjölda atvinnulausra hefur sveiflast nokkuð milli sjö og níu prósenta undanfarin ár en hef- ur verið rétt yfir 10% síðustu mánuði. Um 65% atvinnulausra hafa einungis grunnmenntun að baki. Atvinnuleysi er enn mun sjaldgæfara meðal há- skólamenntaðra, þar sem um tuttugu og eitt prósent þjóðar- innar hefur háskólamenntun en um þrjátíu og fimm prósent grunnmenntun. Þannig er at- vinnuleysi mun meira meðal þeirra sem búa yfir minni menntun. Upplýsingaskortur háir Halldóra Friðjónsdóttir, bók- mennta- og leikhúsfræðingur og stjórnarformaður BHM segir vandamál BHM að miklu leyti felast í upplýsingaskorti. „Eins og menn vita fjölgar þeim sífellt sem eru utan stétt- arfélaga á almennum vinnu- markaði. Okkar fólk er í stétt- arfélögum og hefur minna orðið fyrir barðinu á atvinnu- leysinu. Bæði er það svo að að- ild að stéttarfélögum veitir visst öryggi auk þess sem það auðveldar okkur að hafa góða yfirsýn yfir vandamálin. Auð- vitað gefa þessar tölur ákveðna vísbendingu, en hins vegar er það ljóst að töluvert er um að háskólamenntað fólk kjósi, frekar en að vera atvinnulaust, að vinna störf þar sem mennt- un þess nýtist ekki. Það er ennþá mikil eftirspurn eftir há- skólamenntuðu starfsfólki, í mörgum greinum vantar ennþá fólk með ákveðna menntun,“ segir Halldóra. „At- vinnuleysið bitnar kannski fyrst á viðskiptafræðingum og tölvunarfræðingum, sem urðu illa úti í bakslaginu sem varð 2001. Við vitum að í ýmsum greinum sem tengjast vísind- um og rannsóknum eru mörg tækifæri. Hins vegar skortir gjarnan fé til rannsókna,“ segir Halldóra að lokum. Atvinnuleysi jókst einnig nokkuð frá lokum októbermán- aðar til loka nóvembermánað- ar, úr 4.535 atvinnulausum í 4.911 atvinnulausa. Þetta er um sjö prósenta hækkun, en at- vinnuleysi er nú 3,0%. Mesta atvinnuleysi síðan árið 1995 mældist í febrúar sl. en þá voru um 6.212 á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysi náði lægst í sept- ember 2000, en þá voru einung- is 0,9% landsmanna skráðir at- vinnulausir. Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins segir neðri mörk atvinnuleysis frekar sveigjanleg á Íslandi. „Þegar atvinnuleysi fer undir viss mörk getur það valdið verð- bólgu. Þessi mörk eru nokkru lægri hér, meðal annars vegna sveigjanlegra reglna á vinnu- markaði og kerfis atvinnuleys- isbóta. Það má líka segja að opnun vinnumarkaða í Evrópu hafi valdið því að launaskrið og verðbólga árið 2000 urðu minni en ella,“ segir Hannes. „Atvinnuleysi varð mest hér um miðjan síðasta áratug, um fimm prósent og þótti þá vera komið á mjög alvarlegt stig. Menn voru þá tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná því niður. Margir telja að allt niður í u.þ.b. þrjú prósent sé of mikið atvinnuleysi, sérstaklega þegar ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn. Það getur leitt til félagslegra vandamála. Við Íslendingar höfum aldrei misst tökin þannig að atvinnu- leysi yrði djúpstætt þjóðfélags- legt vandamál. Hugtakið glat- aðar kynslóðir er hins vegar til úti í löndum þar sem atvinnu- leysi er ríkjandi árum saman.“                                              !     Atvinnuleysi há- skólamenntaðra nokkuð stöðugt Atvinnuleysi vex nokkuð milli mánaða en er þó mun minna en í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.