Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Landslagsarkitekt með starfsreynslu óskast á vinnustofu, með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni á sviði skipulags-, byggingar- og umhverfismála. Áhersla er lögð á frumkvæði, sjálfstæð vinnu- brögð og góða samskiptahæfileika Góð tölvu- kunnátta og þekking á helstu hönnunarforritum er skilyrði. Upplýsingar um menntun og starfsreynslu sendist auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „Landslagsarkitekt“ fyrir 23. desember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR LÆKNADEILD LEKTOR Í SJÚKRAÞJÁLFUNARFRÆÐI Laust er til um umsóknar 100% starf lektors í sjúkraþjálfunarfræðum. Til greina kemur að ráða í tvær 50% stöður, sem þá yrði ráðið í til 5 ára. Auk rannsókna og þátttöku í skorar- stjórn er lektornum/lektorunum ætlað að kenna námskeið í sjúkraþjálfunarfræðum, taka þátt í umsjón með klínísku námi og leið- beina í lokaverkefnum. Umsækjendur þurfa að vera sjúkraþjálfarar og hafa lokið meistara- prófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Reglur lækna- deildar um nýráðningar gilda að öðru leyti. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2004. FÉLAGSVÍSINDADEILD LEKTOR Í FÖTLUNARFRÆÐI Laust er til umsóknar starf lektors í fötlunar- fræði. Sérsvið lektorsins skal vera félagslegar aðstæður fatlaðra og félagsleg sjónarhorn í fötlunarfræðum. Krafist er rannsóknareynslu á sviðinu. Starfið felst í kennslu og rannsóknum í fötlunarfræði og uppbyggingu á fötlunar- fræði sem nýju fræðasviði við félagsvísinda- deild, meðal annars uppbyggingu framhalds- náms. Starfið er auglýst á grundvelli samnings milli Háskóla Íslands og félagsmálaráðu- neytisins frá 2. desember 2003. Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á áfram- haldandi ráðningu. Æskilegt er að umsækjend- ur hafi lokið doktorsprófi. Umsóknarfrestur er til 14. janúar 2004. Sjá nánar um ofangreind störf á www.hi.is/page/storf Störf í grunnskólum Reykjavíkur Árbæjarskóli, sími 567 2555 Kennari óskast í fullt starf vegna forfalla frá áramótum. Borgaskóli, sími 577 2900 Vegna foreldraorlofs vantar kennara í afleys- ingar frá febrúar 2004 í eftirfarandi stöður: Umsjón og kennsla í 6. bekk. Smíðakennsla í 4.-10. bekk ásamt umsjón og kennslu í sam- félagsfræði og náttúrufræði í 10. bekk. Breiðagerðisskóli, sími 510 2600 Skólaliðar í almenn störf og skóladagvist, heilar stöður og hlutastarf. Breiðholtsskóli, símar 557 3000 og 897 0712 Starfsmaður skóla í gangavörslu frá áramót- um, vinnutími frá 8.00 til 15.00. Engjaskóli, sími 510 1300 Reyndur kennari til að sinna sérkennslu yngri barna til vors. Umsjónarmaður skóla, iðnmenntun æskileg, ekki skilyrði. Vesturbæjarskóli, sími 562 2296 Starfsmaður í íþróttahús frá áramótum, m.a. í baðvörslu stúlkna, ýmiss þrif ásamt aðstoð við nemendur í íþróttatímum, 80%-100% staða frá áramótum. Þroskaþjálfi í námsver, 80%- 100% staða frá áramótum. Tónmenntakennsla, 50%-100% staða frá áramótum. Víkurskóli, sími 545 2700 Kennsla í íslensku og dönsku á unglingastigi, afleysing vegna foreldraorlofs frá 15. janúar. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Forstöðumaður skóladagvistar eldri nemenda á vorönn 2004, 70% starf. Stuðningsfulltrúar í skóladagvist eldri nemenda á vorönn 2004. Hlutastörf eftir hádegi. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskóla- stjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skól- um. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkur- borgar við viðkomandi séttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Skrifstofustarf Innflutningsfyrirtæki vantar starfskraft í hluta- starf til skrifstofustarfa. Viðkomandi þarf m.a. að geta bókað heimsókn- ir fyrir sölufólk. Jákvæðni, reglusemi, þjónustulund og góð tölvukunnátta nauðsynlegir eiginleikar. Umsóknir merktar: „Innflutningur“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. desember nk. Persónulegur ráðgjafi — spennandi starf með unglingum Ertu eldri en 18 ára, karlmaður og vilt vinna með unglingum? Þá höfum við hlutastarf fyrir þig. Starfsmaður/karlmaður óskast til að vinna sem persónulegur ráðgjafi með unglingspilta. Hlutverk persónulegs ráðgjafa er fyrst og fremst að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega, sið- ferðilega og tilfinningalega svo sem í sam- bandi við vinnu, menntun og tómstundir. Sveigjanlegur vinnutími. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar gefur Droplaug Guðnadóttir forstöðumaður í síma 562 2571. Netfang: droplaugg@fel.rvk.is. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is LAUS STÖRF • Leikskólakennara Álfaheiði • Leikskólakennara v/sérkennslu Álfaheiði • Leikskólakennara Efstahjalla • Tilsjónarmanns félagsþjónustu • Gangavarðar Hjallaskóla • Umsjónarkennara Hjallaskóla • Leikskólakennara Núpi v/Núpalind • Leikskólakennara Fífusölum v/Salaveg • Leikskólakennara/deildarstjóra Fífusölum v/Salaveg • Leikskólakennara Grænatúni v/Grænatún • Leikskólakennara Dal v/Funalind • Umsjónarkennara Salaskóla • Tónlistarkennara Salaskóla • Deildarstjóra Álfatúni v/Álfatún • Leikskólakennara Álfatúni v/Álfatún Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Sölumaður á fasteignasölu Framsækin, öflug, og rótgróin fasteignasala í Reykjavík vill ráða hressan sölumann til starfa. Góðir, árangurstengdir tekjumöguleikar og lifandi starf á skemmtilegum vinnustað. Skilyrði er að umsækjandi hafi bíl og farsíma til umráða og sé vanur tölvuvinnu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 17. des., merktar: „Frábært — 14689.“ Menntamálaráðuneytið Staða deildarstjóra námskrárdeildar Staða deildarstjóra námskrárdeildar mennta- málaráðuneytisins er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og hafa gott vald á ensku og Norðurlandamáli. Almenn þekking á menntamálum og reynsla af skólastarfi er æskileg. Umsækjendur skulu hafa góða yfirsýn yfir starfsemi leik-, grunn- og framhaldsskóla og mikilvægt er að þeir kunni skil á tengslum skóla og atvinnulífs. Starfið gerir kröfu um mikil mannleg samskipti og því skiptir miklu máli að umsækjendur eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað til menntamálaráðu- neytisins eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 6. janúar 2004. Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri. Menntamálaráðuneytið, 12. desember 2003. menntamalaraduneyti.is Félagsráðgjafi Hlutastarf SÍBS óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í hluta- starf við uppbyggingar- og brautryðjendastarf í þjónustu við félagsmenn aðildarfélaga SÍBS. Aðildarfélögin eru SÍBS-deildir, Landssamtök hjartasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélagið og Samtök lungnasjúklinga. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Upplýsingar gefur Helgi Hróðmarsson fram- kvæmdastjóri í síma 552 2150, tölvupóstfang: helgi@sibs.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.