Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALMENNT hækkar ellilífeyrisrétt- ur hjá alþingismönnum og ráðherrum og í flestum tilvikum minnkar réttur til makalífeyris, samkvæmt mati Talnakönnunar á því hvaða áhrif frumvarp um eftirlaun æðstu emb- ættismanna hefur á lífeyrisréttindi þessara hópa. Útreikningurinn er unninn að beiðni Bjarna Benediktssonar, for- manns allsherjarnefndar Alþingis og var gerð grein fyrir honum á Alþingi á laugardag. Við mat á frumvarpinu eru tekin tvö tilvik. Annars vegar eru könnuð áhrif þess ef allir þeir sem hlut eiga að máli fara á lífeyri um leið og þeir eiga rétt til þess og í hinu til- vikinu er reiknað með því að menn hætti almennt sextíu ára gamlir ef þeir uppfylla skilyrði til þess um síð- ustu áramót en þeir sem ekki hafa unnið sér réttindi til að hætta fyrir 65 ára aldur hætti og fari á lífeyrisrétt- indi 65 ára gamlir. Þessi tvö tilvik ættu að gefa hugmynd um efri og neðri mörk á kostnaði vegna eftir- launaskuldbindingarinnar, að því er fram kemur í greinargerð Talna- könnunar. Eingöngu er um að ræða útreikn- ing á áfallinni eftirlaunaskuldbind- ingu miðað við síðustu áramót, en ekki hefur verið reiknuð út breyting heildarskuldbindingar vegna lífeyris- réttinda þessara hópa, en þá er auk áfallinna réttinda einnig tekið mið af þeim réttindum sem þessir hópar eiga eftir að ávinna sér í framtíðinni eða þar til taka lífeyris hefst. Ef miðað er við að alþingismenn, sem ekki eru þegar komnir á lífeyri, en frumvarpið tekur eingöngu til þeirra sem ekki hafa þegar hafið töku lífeyris við gildistöku laganna, hætti við fyrsta tækifæri hækkar eftir- launaskuldbindingin um 8,5%. Ef hins vegar er miðað við það að alþing- ismenn hætti almennt 65 ára lækkar skuldbindingin um 7%. Eftirlaunaskuldbinding vegna ráð- herra sem ekki eru þegar komnir á eftirlaun hækkar um 38,8% miðað við að þeir hætti við fyrsta tækfæri, en um 11,9% ef miðað er við að þeir hætti almennt 65 ára nema þeir sem þegar hafa unnið sér rétt til þess að hætta fyrr og er þá aðeins miðað við þá sem ekki eru þegar komnir á eftirlaun, en breytingin tekur eingöngu til þeirra sem ekki hafa þegar hafið töku líf- eyris við gildistöku laganna, eins og fyrr sagði. Áfallin skuldbinding vegna hæsta- réttardómara hækkar um 8,5% sam- kvæmt útreikningunum og ekki er reiknað með neinum áhrifum á eft- irlaun forseta Íslands. Samkvæmt greinargerð Talna- könnunar var áfallin lífeyrisskuld- binding vegna þessara fjögurra emb- ætta, alþingismanna, hæstaréttar- dómara, ráðherra og forseta Íslands 6,6 milljarðar króna um síðustu ára- mót. Skuldbindingin vegna frum- varpsins gæti í besta falli orðið nánast óbreytt eða lækkað um 7 milljónir kr. en gæti einnig kostað allt að því 439 milljónir kr. eftir því hvaða forsendur eru gefnar fyrir útreikningunum. Heildarskuldbinding vegna al- þingismanna 5,2 milljarðar kr. Í tryggingafræðilegum úttektum vegna lífeyrissjóða alþingismanna og ráðherra frá því í vor kemur fram að áfallin skuldbinding í Lífeyrissjóði al- þingismanna var tæpir 4,2 milljarðar kr. um síðustu áramót og hafði hækk- að um rúmar 400 milljónir kr. frá árinu áður. Heildarskuldbindingin var hins vegar 5,2 milljarðar króna á sama tíma eða einum milljarði hærri og hafði hækkað um rúmar 450 millj- ónir kr. milli ára. Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði alþing- ismanna voru tæplega 500 talsins um síðustu áramót. Lífeyrisþegar voru 174 og 317 voru ekki enn komnir á líf- eyri og var meðalaldur sjóðfélaga 62 ár. Um síðustu áramót var áfallin skuldbinding vegna lífeyrisréttinda ráðherra 880 milljónir kr. og hafði hækkað um tæpar 100 milljónir kr. frá árinu áður þegar skuldbindingin var 785 milljónir kr. Heildarskuld- bindingin var hins vegar 992 milljónir um síðustu áramót og hafði hækkað um 90 milljónir kr. frá árinu áður. Fram kemur í úttektinni að fjöldi sjóðfélaga sem ekki voru komnir á líf- eyri var 34 og að lífeyrisþegar voru 27 talsins og að meðalaldur sjóðfélaga var 66 ár. Greinargerð Talnakönnunar vegna lífeyrisréttinda alþingismanna og ráðherra Ellilífeyrisrétt- ur eykst en makalífeyris- réttur minnkar ALÞINGI samþykkti á laugardag frumvarp um breytingar á lögum um greiðslur Atvinnuleysistrygginga- sjóðs vegna fiskvinnslufólks. Sam- kvæmt nýju ákvæðunum greiðir At- vinnuleysistryggingasjóður hluta af launum fiskvinnslufólks í allt að 45 daga á hverju almanaksári, en áður greidd hann hluta af launum í allt að sextíu daga. Fleiri frumvörp voru samþykkt á Alþingi á laugardag. Meðal annars lagafrumvarp um að andvirði svo- nefnds hafrannsóknaafla renni í gjaldtökusjóð sem á að nýta til rann- sókna, nýsköpunar og eftirlits. Hing- að til hefur andvirði aflans runnið til Hafrannsóknastofnunar. Ný ákvæði um Atvinnu- leysistrygg- ingasjóð SYSTURNAR Ingibjörg og Oddný Gestsdætur í Reykjavík heyrðu af tilviljun af heimsókn frænku sinnar, Georginu Stefansson, sonardóttur Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, til landsins. Þær voru staddar í kirkju fyrir nokkrum dögum þar sem Gísli Pálsson prófessor las upp úr bók sinni um Vilhjálm og sagði að hún væri væntanleg til landsins. Þær Ingibjörg og Oddný settu sig í samband við Gísla og vildu hitta Georginu, sem er hér stödd til að kynna sér land afa síns og árita bók Gísla um hann. „Afi okkar og langafi hennar voru hálfbræður,“ sagði Ingibjörg en í gær heimsótti Georgina Ingi- björgu og fjölskyldu hennar. Oddný hefur boðið Georginu og eiginmanni hennar, Frank Thistle, að vera hjá sér á aðfangadagskvöld og hefur hún þekkst boðið. „Heimsóknin var einstaklega ánægju- leg og fræðandi, mér fannst mjög gaman að hitta þessa frænku mína,“ sagði Ingibjörg í gærkvöldi eftir heimsóknina. „Hún fræddi okkur um norð- urslóðir og norðurheimskautið og heimilislíf sitt og lifnaðarhætti. Þetta er svo ólíkt því sem við þekkj- um.“ Ingibjörg sagðist hafa sýnt Georginu myndir frá heimaslóðum fjölskyldunnar. „Við sýndum henni myndir, til dæmis loftmynd af Svalbarðsströnd, og ég gaf henni mynd af langafabróður hennar. Ég vona að hún hafi haft ánægju af heimsókninni. Þetta var óvænt og ánægjulegt.“ Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Gestsdóttir umkringd fjölskyldu sinni: Eiginmaðurinn Örn Sigurgeirsson, synirnir Sigurgeir, Gestur og Sveinbjörn Örn ásamt Georginu Stefansson og eiginmanni hennar Frank Thistle. Georgina Stefansson hitti ættingja sína á Íslandi „Óvænt og ánægjulegt“ NÝJA heilsu- og sundmiðstöðin í Laugardal var afhent síðastliðinn laugardag og munu 80-90% starf- seminnar hefjast 3. janúar, segir Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, sem á húsnæði heilsu- miðstöðvarinnar til helminga við World Class. Ístak afhenti Laugahúsi ehf. húsnæðið og segir Sigfús að næstu vikur verði notaðar til þess að koma starfseminni fyrir. „Það á eftir að koma upp tækj- um og búnaði og undirbúa rekst- urinn á annan hátt, setja upp kassakerfi og undirbúa starfsfólk og fleira,“ segir hann. Nýja heilsu- og sundmiðstöðin nefnist Laugar og er á þremur hæðum. Þar verður meðal annars innisundlaug, sem taka á í notkun seinni hluta næsta árs, útisund- laug, fjölbreytt aðstaða til heilsu- ræktar, heilsutengd þjónusta, veit- ingastarfsemi og fleira. Í húsnæðinu verður jafnframt nýstárleg baðstofa, sú eina sinnar tegundar hérlendis. Þar verða meðal annars misheitir þurr- gufuklefar, eimbaðsklefar, kaldar og heitar laugar, nuddlaugar, fótalaugar og kaldur 6 metra foss til baða, svo eitthvað sé nefnt. Í Laugar-spa verður jafnframt snyrti- og nuddstofa og hár- greiðslustofa. Morgunblaðið/Þorkell Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sýnir Guðnýju Aradóttur og Stefáni Þórarinssyni, stjórnarformanni Nýsis, „kaldarium“ að þýskri fyr- irmynd. Þar er um að ræða heita stofu þar sem gestir geta látið líða úr sér. Nýja heilsu- og sundmiðstöðin í Laugardal afhent 80% aðstöðunn- ar í gagnið í ársbyrjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.