Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Miðvikudagur 17. desember í Reykjanesbæ við Reykjaneshöllina klukkan 9.30-17.00 www.blodbankinn.is „MÉR þóttu þetta miklar og góðar fréttir, því þótt Saddam hafi verið orðinn valdalaus og ekki getað gert sjálfur mikinn skaða er enginn vafi á því að það veikti mjög stöðu banda- manna í Írak og traust almennings á þeim að hann léki lausum hala,“ seg- ir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Davíð segir að á meðan Saddam Hussein lék lausum hala hafi „ýmsar sögusagnir getað verið á kreiki í Írak um að hann væri potturinn og pannan og maðurinn bakvið allt and- óf í landinu. Manni finnst það nú ekki líklegt þegar maður sér myndir þar sem hann hefur hírst í holu sinni, að hann hafi um leið verið að stjórna miklum árásum eða þess háttar. Engu að síður var staðreyndin sú, að það að hann léki lausum hala gat þýtt að hann gæti komið aftur. Það hefur orðið til þess að andófið var auðveld- ara fyrir andstæðinga bandalags- þjóða,“ segir hann. Davíð segir enn- fremur að handtaka Saddams hafi „mikla þýðingu hvað það varðar að létta okinu af Írak og staðan sem þar hafi verið hafi fyrst og fremst verið sálfræðileg“. Flýtir lýðræðisþróun „Auðvitað átti hann skilið að kom- ast undir manna hendur, miðað við hans feril allan. Ég held líka að þetta muni auðvelda bandamönnum að flýta lýðræðisþróuninni og fá Íraka til þess að vinna með sér,“ segir hann. „Miðað við þessar aðstæður, að hann hafi hírst þarna í lítilli holu á tveggja metra dýpi, er það nú eins auðmýkjandi og hugsast getur fyrir mann sem áður hafði ótal hallir til umráða og allir óttuðust og hrædd- ust. Það er því ekkert skrýtið að hann sé bugaður. Það er nú svo und- arlegt að í fáeinar sekúndur var ekki laust við að maður færi eiginlega að vorkenna karluglunni. En svo var maður fljótur að minna sig á að hann hefur látið drepa fjölda manna, þar á meðal bæði konur og börn, með eit- urgasi. Skotið tengdasyni sína, feður barnabarnanna, og orðið til þess að milljón hermanna hafi látið lífið í einskis nýtum styrjöldum. Þannig að maður var fljótur að hætta að vor- kenna honum. En hann var ósköp aumingjalegur og það kemur manni á óvart að hann skuli hafa látið ná sér lifandi, því hann hafði nægilegan byssufjölda til þess að koma í veg fyrir það. Það gerðu þó synir hans og fjórtán ára sonarsonur, þeir börð- ust til síðasta blóðdropa.“ Aðspurður hvaða afleiðingar örlög Saddams Husseins myndu hafa fyrir samskipti við leiðtoga ríkja í ná- grenni Íraks og stuðningsmenn hans kvaðst Davíð telja að þessi nið- urstaða hefði jákvæð áhrif. Standi reikningsskil gerða sinna „Hann fær makleg málagjöld, hann er kominn í hendurnar á and- stæðingum sínum og þarf að standa reikningsskil gerða sinna. Þetta hef- ur einnig væntanlega þau áhrif að undirmenn fá heldur betri dóma, þegar náðst hefur í höfuðpaurinn sjálfan. Annars er tilhneiging til þess að þyngja refsingar yfir þeim ef ekki næst í þann sem ábyrgðina ber,“ segir Davíð. Hann segir ennfremur að hand- taka Saddams sé „mjög þýðing- armikil fyrir George Bush Banda- ríkjaforseta, því fréttir af átökunum í Írak að undanförnu hafi verið for- setanum erfiðar, þótt hernaður hafi gengið mjög vel“. Hið sama gildi um Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. „Bush sýndi mikla sjálfsstjórn að geta stillt sig um að færa þessi góðu tíðindi sjálfur. Þess í stað lét hann aðra um það, bæði Blair og sína menn í Írak,“ segir hann. Davíð kveðst að lokum ekki hafa verið í sambandi við aðra ráðamenn vegna tíðindanna frá Írak, hvorki hér á landi né erlendis. „Nei, það er ekkert tilefni til þess. Þetta eru fyrst og fremst góðar fréttir sem ættu að gleðja nánast alla heimsbyggðina. Ég held að menn séu á eitt sáttir um að fagna þessari handtöku og þeim þáttta- skilum sem þarna hafa orðið.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra fagna tíðindum frá Írak um handtöku Saddams Hussein Veikti stöðu bandamanna að hann léki lausum hala Davíð Oddsson forsætisráðherra kveðst hissa á því að Saddam Huss- ein hafi látið ná sér lifandi. Morgunblaðið/Þorkell „ÞETTA eru ánægjulegustu tíðindi sem lengi hafa komið í heims- fréttum,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um handtöku Saddams Husseins, fyrrverandi for- seta Íraks. „Þessi maður hefur stundað grimmdarverk í áratugi, bæði gagn- vart sinni þjóð og heimsbyggðinni í heild sinni. Það er mjög mikilvægt að hann hefur náðst og sérstaklega er það fagnaðarefni að hann skuli hafa náðst lifandi svo það sé hægt að leiða hann fyrir dómstól,“ segir Hall- dór. Þá segir hann mjög mikilvægt að Saddam verði látinn svara til saka fyrir grimmdarverk sín. „Vonandi getur hann gefið upplýs- ingar um það hvað varð um þau ger- eyðingarvopn sem voru sannarlega til. Ég fagna þessu jafnt og allir aðr- ir,“ segir utanríkisráðherra. Halldór segist jafnframt hafa trú á því að handtakan eigi eftir að hafa mikil áhrif, sérstaklega í Írak. „Það hefur verið mikill ótti í allri þjóðinni gagnvart þessum manni,“ segir Halldór og bætir við að fólk hafi óttast að Saddam myndi snúa aftur og láta drepa alla þá sem hann teldi hafa snúist gegn sér. „Ég er viss um að þetta kemur til með að hafa mikil áhrif á lýðræð- isþróunina í Írak og hafa mikil sál- ræn áhrif á þjóðina,“ segir hann. Einnig segist Halldór ávallt hafa verið viss um að gereyðingarvopn Saddamsstjórnarinnar myndu finn- ast eða að upplýsingar fengjust um hvað hefði orðið um þau. „Í mínum huga hefur aðalatriðið verið grimmdarstjórn Saddams Husseins sem mér finnst að öllu mannkyni komi við. Þessi handtaka á eftir að leiða það miklu betur í ljós hversu nauðsynlegt það var að koma honum frá.“ Kveðst utanríkisráðherra loks hafa lesið bók um Saddam þar sem dregin hafi verið upp mynd af manni sem sé engin hetja. „Þess vegna var ég ekkert sér- staklega undrandi,“ segir hann, á fregnum um að Saddam hefði verið í felum og ekki veitt mótspyrnu þegar hann var handsamaður í fyrrakvöld. „Ánægjulegustu tíðindi lengi í heimsfréttum“ Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra telur handtöku Husseins munu hafa mikil áhrif. Á FUNDI Í Listasafni Íslands í gær var bakhjörlum og stuðningsaðilum við landssöfnun þjónustumiðstöðv- arinnar Sjónarhóls þakkað sér- staklega og skrifað var undir samn- ing við bakhjarlana sem hafa skuldbundið sig til að greiða samtals 27 milljónir til reksturs Sjónarhóls á næstu þremur árum. Bakhjarlarnir eru Landsbanki Íslands, Hringurinn, Pharmaco, Össur hf. og Pokasjóður verslunarinnar. Með framlögunum að viðbættu samtals 45 milljóna króna framlagi ríkissjóðs, hefur Sjónarhóll tryggt sér 24 milljónir í rekstur á ári næstu þrjú árin. Frek- ari öflun á rekstrarfé stendur yfir. Landssöfnun Sjónarhóls, „Fyrir sérstök börn til betra lífs“, er nú lok- ið. Alls söfnuðust 135,5 milljónir króna, þar af 63,5 milljónir í síma- söfnun og með almennum fram- lögum. Þá fékk Sjónarhóll einnig fjölmargar gjafir í tengslum við söfnunina, t.d. málverk, hross, ýmis konar vinnu við húsnæði Sjónarhóls, leikföng og mat. Ragna Marínósdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, sagði á blaða- mannafundinum að söfnunin hefði verið tvíþætt; að safna fyrir húsnæði undir þjónustumiðstöðina og að vekja athygli þjóðarinnar á þeim miklu erfiðleikum sem fjölskyldur sérstakra barna standa frammi fyr- ir. Ragna sagði að í könnun sem Gallup á Íslandi gerði í lok nóv- ember um álit og vitneskju lands- manna um Sjónarhól hefði komið í ljós að mjög vel gekk að kynna verk- efnið því 91% aðspurðra þekkti Sjón- arhól og 94% þeirra sögðust jákvæð gagnvart starfsemi samtakanna. Stuðningsaðilarnir eru Síminn, Ís- lenska auglýsingstofan og starfsfólk hennar, Saga film, Gutenberg prent- smiðja, Visa Ísland, Sjónvarpið og Rás 2. Morgunblaðið/Þorkell Ragna Marínósdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, ásamt bakhjörlunum. Undir samninginn skrifuðu auk hennar Bjarni Finnsson frá Pokasjóði verslunarinnar, Björn Aðalsteinsson frá Pharmaco, Lárus Gunnsteinsson frá Össuri hf., Ragna, Björgólfur Guðmundsson frá Landsbankanum og Áslaug Viggósdóttir frá Hringnum. Söfnun skilaði til- ætluðum árangri HÆTTA varð við flugtak þotu Icelandair í Frankfurt í Þýska- landi þegar bilunar varð vart í hreyfli vélarinnar. Vélin var kom- in út á flugbrautina um eittleytið í gær, að íslenskum tíma, með 161 farþega innanborðs þegar hætt var við flugtak. Önnur vél var send til að sækja fólkið og var gert ráð fyrir að hún lenti í Keflavík um miðnætti í gærkvöldi. „Það kom fram í stjórntækjum vélarinnar að hreyfill virkaði ekki eðlilega og þá var hætt við flug- tak,“ sagði Guðjón Arngímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Hann sagði að flugvirkjar myndu yfirfara vélina í Frankfurt. Þá var einnig vegna bilunar hætt við flug vélar Icelandair sem átti að fara frá Baltimore í Banda- ríkjunum í fyrrinótt. Önnur vél var send til Baltimore og var búist við að farþegar, sem ekki fóru með öðrum flugfélögum til Evr- ópu, kæmu til landsins í dag. Tafir hjá Icelandair vegna bilana í þotum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.