Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við erum komin til að taka út atkvæðin okkar, hr. bankastjóri. Ferðamennska í jólamánuði Mikil breyting síðustu árin Er jólamánuðurinnferðamannamán-uður? Magnús Oddsson ferðamálastjóri svaraði nokkrum spurn- ingum. Hefur túrismi á Íslandi í desember farið vaxandi? „Já. Umfang ferðaþjón- ustu á Íslandi að vetri hef- ur almennt vaxið mjög mikið á síðustu árum. Ef litið er til baka, þó ekki sé nema 15 ár, þá var desember að verulegu leyti „dauður“ mánuður í ferðaþjónustu, bæði hvað varðar innlenda og er- lenda ferðamenn. Nú hefur orðið gífurleg breyting á. Nægir þar að nefna að nú eru fjölmörg veitingahús meira og minna full fyrstu þrjár vikur desember af Íslendingum sem sækja jólahlaðborð. Með stórbættum samgöngum sækja Íslendingar einnig í vaxandi mæli aðra landshluta heim til verslun- ar og skemmtunar á aðventunni. Ef litið er til erlendra gesta þá voru þeir mjög fáir t.d. fyrir 15 árum á þessum árstíma, en það hefur orðið bylting í ferðaþjón- ustu á Íslandi að vetri á tiltölu- lega stuttum tíma. Á síðustu árum hefur umfangið vaxið mjög og á árunum 1995– 2002 hefur umfangið hvað varðar erlenda gesti vaxið um 75% í des- ember, en heildarumfang erlenda hlutans í gistinóttum talið hefur vaxið um 50% miðað við heilt ár.“ Hvers vegna hefur þetta breyst? „Hvað varðar innlenda ferða- menn er eins og áður kom fram um að ræða að stórbættar sam- göngur, aukið framboð alls konar menningar um allt land á aðvent- unni og einnig öll jólahlaðborðin skapa þessi auknu umsvif í mörg- um þáttum ferðaþjónustunnar svo örfá atriði séu nefnd. Fjölgun erlendra gesta sem sækja okkur heim í desember á sér nokkrar skýringar. Lögð hefur verið áhersla á það í allri markaðsvinnu að kynna það sem hér er í boði alla mánuði árs- ins. Ferðalög almennt á þessum árstíma eru að aukast. Menning er vaxandi hvati til ferðalaga til nýrra áfangastaða. Fólk vill kynnast lífi og menningu þjóða og þá ekki síst þeirri menn- ingu sem er tengd þessum árs- tíma; undirbúningi jóla og ára- móta. Þessi tími á Íslandi er allt öðru vísi en á flestum öðrum stöðum og það er nú einu sinni megin- hvati ferðalaga að kynnast ein- hverju sem er ólíkt því sem mað- ur býr við dags daglega. Ég hef t.d. dvalið oft erlendis um jól og áramót og kynnst þessu hátíðarhaldi í alls átta mismun- andi löndum. Þannig að það þarf að haldast í hendur aukin kynning og mark- aðsvinna og að hér sé í boði sú upplifun sem ferða- menn vænta í sam- ræmi við þá kynn- ingu.“ Einhverju sinni var kvartað undan því að allt væri lokað á jólunum … „Þetta átti ekki aðeins við um erlenda gesti. Okkur hættir til að gleyma að það eru einnig Íslend- ingar sem hafa áhuga á að kaupa þjónustu veitingahúsa á þessum dögum. Það er rétt að fyrir nokkrum árum var yfir þessu kvartað af hálfu erlendra gesta að hér væri ekki allt opið á aðfanga- dagskvöld. Það er okkur tamt að miða við það sem við eigum að venjast. Í mörgum löndum er öll þjónusta í boði á aðfangadagskvöld og þeir sem þaðan koma átta sig oft ekki á því hvernig við höldum jól. Við þessu hefur verið brugðist aðallega á tvennan hátt: Í fyrsta lagi hefur verið lögð áhersla á að bæta allt upplýsinga- streymi hvað varðar þennan árs- tíma, svo erlendir gestir viti áður en þeir koma hvernig við höldum jól og hvaða þjónusta er í boði á hverjum tíma. Þetta hefur m.a. verið gert með góðri lýsingu á ís- lenskum jólum á upplýsingavefj- um Ferðamálaráðs, Reykjavíkur- borgar, Flugleiða og fleiri. Þá hefur einnig verið lögð á það áhersla að tryggja að einhver veitingaþjónusta sé opin alla daga. Í ár verða t.d. a.m.k tveir veit- ingastaðir opnir á aðfangadags- kvöld í Reykjavík vegna erlendra og innlendra gesta. Upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði á hverjum degi er alltaf hægt að nálgast á upplýs- ingamiðstöðvum.“ Er tilefni til að auka þennan túrisma? „Að mínu mati þarf það þá að vera ákvörðun sem þjónustuaðil- ar taka í sameiningu. Ef enn frek- ari áhersla verður lögð á það að ná hingað miklu magni erlendra gesta yfir jól verðum við að gera það á þeim forsendum að framboð af allri þjónustu og af- þreyingu sé meira en nú er. Það snertir auð- vitað vinnutíma fjölda Íslendinga og í reynd breytt jólahald okkar sjálfra. Þessi ákvörðun hefur í reynd verið tekin hvað varðar áramót hér á landi, þegar við þjónum allt að 1.500 erlendum gestum hér. En markaðurinn er til og það er hægt að auka umfangið um jól, en það þarf að skoða móttöku- þáttinn verulega áður en þessir dagar verða markaðssettir sér- staklega af krafti.“ Magnús Oddsson  Magnús Oddsson fæddist á Akranesi 4. apríl 1947. Stúdent frá MA 1967 og kennaranám frá KHÍ 1979. Námskeið í markaðs- fræðum í Genf 1987. Óslitið í ferðamálastörfum frá 1980, fyrst við ýmis stjórnunarstörf hjá Arn- arflugi, síðan ferðamálastjóri og markaðsstjóri Ferðamálaráðs til 1993, ferðamálastjóri síðan. Hef- ur og setið í fjölmörgum stjórn- um og nefndum, t.d. hjá Útflutn- ingsráði, Ferðavaka, Arnarflugi, Ferðamálaráði o.fl. Maki er Ingi- björg Kristinsdóttir og eiga þau eitt barn, Magnús Inga. … vaxið um 75% í desember ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 jólagjöf Hugmynd að MITSUSHIBA Ambassador kerrupoki Sérlega vel hannaður poki, margir vasar. Verð áður 14.990 kr. 9.990kr. MITSUSHIBA Deluxe álkerra Sterk tvöföld röragrind, vatnsbrúsi og skorkortahaldari. Verð áður 9.990 kr. 7.990kr. ÁTTA líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Reykjavík aðfara- nótt sunnudags eftir erjur milli manna. Í öllum tilfellum var um minniháttar meiðsl að ræða. Að sögn lögreglu var töluverður erill og mikið af fólki á ferðinni um alla borg í fyrri- nótt og voru tveir teknir fyrir ölv- unarakstur. Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla og voru tveir piltar handteknir vegna gruns um verkn- aðinn. Mikill erill í borginni HEITT var í kolunum á jólafundi Brunatæknifélags Íslands nýverið en hann var haldinn undir yfir- skriftinni Brennuvargaþing og dótadagur. Á fundinum, sem var með nokkuð óhefðbundnu sniði, voru gerðar tilraunir með íkveikj- ur af ýmsu tagi í þeim tilgangi að kanna hversu eldfim hin ýmsu efni geta verið. Markmiðið var að sjálf- sögðu að vekja athygli á bruna- vörnum og hvernir best má tryggja öryggi í heimahúsum og annars staðar þar sem fólk dvelur. Fundurinn var haldinn á slökkvistöð Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins í Hafnarfirði. Þá voru stundaðar íkveikjur af ýmsu tagi t.d. í dýnum, sjónvörpum og svampi, reyndar til að sýna fram á slökkvigetu ýmissa efna, en einnig til að sýna fram á mismunandi brunaeiginleika efna og innrétt- inga. Brennuvargaþing og dótadagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.