Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er af hálfu réttarmeinafræðings að athugun á andláti íslenska drengsins sem lést í Hollandi í fyrrasumar og er réttarmeinafræð- ingurinn að ljúka athugun sinni í samstarfi við þá aðila sem hann hefur leitað til hér á landi og erlendis. Þetta kom m.a. fram í svari dóms- málaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur og Bryndísar Hlöðversdóttur um upplýsingar um andlát drengsins í Hol- landi 27. júní 2002 og birtast hér fyrirspurnir og svör í heild sinni: „1. Hvað hafa dómsmálaráðuneytið og und- irstofnanir þess gert til að afla upplýsinga um hvarf og andlát Hjálmars Björnssonar, sem lést í Hollandi 27. júní 2002? Embætti ríkislögreglustjóra óskaði eftir því formlega í október 2002 að komið yrði á sam starfi milli embættisins og héraðssaksóknara í Rotterdam í Hollandi, en hann stýrir rannsókn á því máli sem hér um ræðir. Dómsmálaráðu- neytið fól embættinu að annast þessi sam- skipti. Ráðuneytið hefur fylgst með framvindu málsins. Embættisbréf hafa gengið á milli landanna af þessu tilefni og var aðstoð ís- lenskra lögregluyfirvalda boðin fram við rann- sókn málsins. Sérstaklega var óskað eftir að gögn sem safna mætti hér á landi yrðu yfirfar- in í Rotterdam og afstaða tekin til þeirra í þágu rannsóknar málsins og að embætti rík- islögreglustjóra yrðu látin í té afrit málsgagna. Þá hefur hollenskum yfirvöldum verið gerð grein fyrir því að aðstandendur geri alvarlegar athugasemdir við rannsóknarhætti ytra. Að tilmælum aðstandenda hófu íslensk stjórnvöld athugun sína á málinu, þegar í kjöl- far andlátsins. Formleg bréfaskipti hófust hins vegar ekki við yfirvöld í Hollandi fyrr en embætti ríkislögreglustjóra hafði unnist tími til að fara yfir gögn, einkum frá aðstandend- um. Í svari hollenska héraðssaksóknarans til ríkislögreglustjóra var fallist á að taka við gögn um frá Íslandi sem væru málinu viðkom- andi og meta þau með öðrum gögnum málsins í Rotterdam. Saksóknarinn heimilaði á hinn bóginn ekki að rannsóknargögn yrðu látin af hendi önnur en þau sem aðstandendur höfðu þegar fengið. Ráðherra ræddi málið við ráðuneytisstjóra hollenska dómsmálaráðuneytisins síðla í nóv- ember 2002. Þar var ítrekað boð íslenskra yf- irvalda um aðstoð við rannsókn málsins. Ráðu- neytinu er einnig kunnugt um að utanríkisráðherra ræddi málið við utanríkis- ráðherra Hollands. 2. Hverju hefur vinna ráðuneytisins skilað? Réttarmeinafræðingur, sem vinnur að mál- inu hér á landi, átti þýðingarmikinn fund með starfsbróður sínum í Hollandi í lok maímán- aðar á þessu ári. Hinn 15. ágúst bárust honum gögn frá Hollandi. Vinnur réttarmeinafræð- ingurinn að því að ljúka athugun sinni í sam- starfi við þá sem hann hefur leitað til hér á landi og erlendis. 3. Mun ráðherra beita sér fyrir því að þau gögn fáist frá Hollandi sem réttarmeinafræð ingur sá er rannsakar málið telur sig þurfa til að hægt sé að finna dánarorsök? Telji réttarmeinafræðingurinn að ekki verði lokið athugun hans á grundvelli þeirra gagna, sem þegar hafa borist frá Hollandi, mun ráðu- neytið mælast til þess við embætti ríkislög- reglu stjóra að óskað verði eftir gögnum sem nauðsynleg þykja. Eins og áður sagði er rann- sókn málsins í höndum héraðssaksóknara í Hollandi og því alfarið á forræði hollenskra yf- irvalda en ekki íslenskra. 4. Verður aðstandendum veittur aðgangur að þeim gögnum sem ráðuneytið og undirstofn anir þess hafa um málið? Gögn málsins eru og verða opin aðstand- endum í samræmi við lög og reglur hér á landi jafnt hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess. Forræði rannsóknar þessa máls er hins vegar ekki í höndum íslenskra yfirvalda og er því ráðuneytinu eða stofnunum þess ekki heimilt að afhenda gögn eða upplýsingar sem stafa frá hollenskum yfirvöldum án samþykkis þeirra.“ Dómsmálaráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi vegna andláts drengs í Hollandi Réttarmeinafræðingur kannar málið MARGRÉT Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði við umræðu um fjárhagsstöðu Landspítala - háskólasjúkrahúss, LSH, á Alþingi á laugardag að ábyrgðin á niðurskurði hjá LSH lægi hjá meirihluta Alþingis en ekki hjá stjórnendum spítalans. Hún sagði að fjárveitingar til spít- alans á næsta ári væru allt of lág- ar miðað við þá þjónustu sem spít- alinn veitti. „Nú blasir við að tæplega 200 manns verður sagt upp störfum og að þjónusta spítalans, þessarar lykilstofnunar heilbrigðiskerfisins, verði skert verulega.“ Margrét sagði að nær hefði verið að fara að tillögum stjórnenda spítalans um aukin framlög á næsta ári þar til nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins um hlutverk spítalans hefði lokið störfum. 1.100 milljónum bætt við í ár Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði það rétt að stjórn- endur Landspítalans hefðu óskað eftir hærri fjárveitingum til spít- alans en þeir fengju í fjárlögum næsta árs. Framlög til spítalans hefðu þó ekki verið skert frá því sem var. „Á yfirstandandi ári var bætt inn í rekstrargrunn spítalans 1.100 milljónum kr. varanlega. Á yfirstandandi ári eru 1.900 millj- ónir í aukafjárveitingu til spítal- ans. Á árinu 2002 var aukafjárveit- ing til hans 2.300 milljónir króna, sagði ráðherra. „Það er alveg rétt að spítalinn kynnti meiri fjárþörf en þetta. En þetta er ákvörðun í fjárlögum. Og ég hef tilkynnt spítalanum að þeir verði að laga sig að þessum fjár- veitingum. Þeir geti gert það á tveimur árum. Það er ekkert ann- að í spilinu núna. Það er mjög ár- íðandi mál að spítalinn geti lagað sig að þessum fjárveitingum. Og ég tel að það sé mögulegt án þess að það stefni þjónustu spítalans í voða. Hins vegar tel ég nauðsyn- legt að það sé fylgst með þessari framvindu. Ég hef beðið vinnuhóp fjármálaráðuneytis okkar í heil- brigðisráðuneytinu og fjárlaga- nefndar að fylgjast með þessari framvindu og hvernig hún verður þegar kemur fram á árið.“ Þeir þingmenn stjórnarandstöð- unnar sem þátt tóku í umræðunni tóku undir orð Margrétar og sögðu að niðurskurður á Landspít- alanum væri á ábyrgð stjórnar- meirihlutans. „Uppsagnirnar eru á ábyrgð ráðherra ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún styðst við,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, ítrekaði að fjárveitingar til spítalans hefðu aukist á undan- förnum árum. Síðar sagði hann: „Það þýðir ekki af hálfu stjórn- arandstöðunnar að vera alltaf stikkfrí í allri pólitískri umræðu og krefjast bara aukinna útgjalda. Það er billegur málflutningur.“ Margrét Frímannsdóttir í umræðu um fjárhags- erfiðleika Landspítala – háskólasjúkrahúss Ábyrgðin á niðurskurði liggur hjá stjórnvöldum Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í ræðustóli við umræðuna um fjármál Landspítala – háskólasjúkrahúss. STEFNT er að því að Alþingi sam- þykki í dag frumvarp um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingis- manna og hæstaréttardómara. Ann- arri umræðu um frumvarpið lauk á laugardag. Þar voru einstakar efnis- greinar frumvarpsins samþykktar sem og breytingartillögur meirihluta allsherjarnefndar Alþingis. Þær fólu m.a. í sér að ekki yrði hróflað við álagi varaforseta þingsins, formanna þing- nefnda og formanna þingflokka. Það þýðir að álag á þingfararkaup þeirra verður áfram 15% en skv. upphaflega frumvarpinu átti að hækka það í 20%. Breytingartillaga Þuríðar Backman, þingmanns Vinstri – grænna, náði ekki fram að ganga en hún gekk út á að felld yrði út úr frumvarpinu tillaga um að formenn stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráðherrar, fái 50% álag á þingfararkaup. Varatillaga Þuríðar um að þetta álag verði í staðinn 15% var einnig felld. Í ljósi þess að tillög- urnar voru felldar segist Þuríður ekki bundin af því að styðja endanlega af- greiðslu frumvarpsins. Með, á móti eða sátu hjá Þegar atkvæðagreiðslurnar um einstakar efnisgreinar frumvarpsins eru skoðaðar, en þær fóru fram á laugardag eins og áður sagði, kemur í ljós að þingflokkur Samfylkingarinn- ar er þríklofinn í afstöðu sinni til málsins. Ekki var heldur eining um málið innan þingflokks Vinstri grænna, þar sem Þuríður Backman greiddi atkvæði með flestum efnis- greinum frumvarpsins en flokks- systkin hennar greiddu atkvæði gegn þeim. Þess má þó geta að Þuríður er meðal flutningsmanna frumvarpsins, en það eru einnig Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylking- arinnar og Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, auk Halldórs Blöndal, Sjálfstæðisflokki og Jónínu Bjartmarz, Framsóknar- flokki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiddu at- kvæði með öllum efnisgreinum frum- varpsins. Það gerði einnig Guðmund- ur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Aðrir þingmenn Samfylkingarinnar greiddu ýmist at- kvæði gegn einstökum greinum frum- varpsins eða sátu hjá. Össur Skarp- héðinsson, Rannveig Guðmunds- dóttir, Margrét Frímannsdóttir og Lúðvík Bergvinsson voru meðal þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem sátu að jafnaði hjá í atkvæða- greiðslunum en Jóhanna Sigurðar- dóttir, Helgi Hjörvar, Mörður Árna- son og Ásta R. Jóhannesdóttir voru meðal þeirra þingmanna Samfylking- arinnar sem greiddu yfirleitt atkvæði gegn einstökum greinum frumvarps- ins. Studdi ein varatillögu sína Þuríður Backman var eins og áður sagði eini þingmaður síns flokks sem studdi efnisgreinar frumvarpsins en aðrir þingmenn flokksins, þar á meðal varaþingmaðurinn Hlynur Hallsson, sem situr á þingi í fjarveru Stein- gríms J. Sigfússonar greiddu atkvæði gegn öllum efnisgreinum frumvarps- ins. Þingflokkur Frjálslynda flokks- ins, þar á meðal Steinunn K. Péturs- dóttir sem situr á þingi í fjarveru Guðjóns A. Kristjánssonar, var hins vegar samstiga og greiddi atkvæði gegn öllum efnisgreinum frumvarps- ins. Þegar litið er á það hvernig at- kvæði féllu í atkvæðagreiðslum um fyrrgreindar breytingartillögur Þur- íðar Backman kemur í ljós að þing- flokkur hennar greiddi allur atkvæði með tillögunni um að fellt yrði út 50% álag á þingfararkaup formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Þing- menn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu Þuríðar sem og Guð- mundur Árni Stefánsson, Samfylk- ingu, Steinunn K. Pétursdóttir, Frjálslynda flokknum og Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum. Aðrir þingmenn Samfylkingarinnar sem og Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, sátu hjá. Varatillaga Þur- íðar um 15% álag á þingfararkaup formanna flokkanna var einnig felld. Þar greiddi Þuríður ein atkvæði með tillögunni. Aðrir þingmenn Vinstri grænna sátu hjá. Tillagan var felld með 33 atkvæðum. Að síðustu voru greidd atkvæði um hvort vísa ætti frumvarpinu til þriðju og síðustu umræðu. Var það sam- þykkt með 38 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokksins, nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar, Frjálslynda flokksins og Þuríðar Backman, Vinstri grænum. Fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn því; þ.e. fjórir þingmenn Vinstri grænna og Sigur- jón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Aðrir þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Samfylkingin þríklofin í afstöðu sinni Stefnt er að því að afgreiða eftirlaunafrumvarpið í dag GERT er ráð fyrir því að þing- menn fari í jólafrí í dag. Sam- kvæmt tillögu sem afgreiða á á þingfundi í dag er stefnt að því að fresta fundum þingsins til 28. jan- úar 2004. Þingfundur hefst kl. 10 í dag. Þar mun fara fram þriðja og síð- asta umræða um eftirlauna- frumvarpið svonefnda. Einnig mun fara fram síðasta umræða um línu- ívilnunarfrumvarpið. Síðasti þingfundur fyrir jól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.