Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 11 Lestrarleikur Morgunblaðsins 31731 Taktu þátt á mbl.is Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 • sími 587 5070f í i Veisla hjá fiskikónginum Fljótlegt og þægilegt í jólaösinni Fiskréttir 799kr. pr/kg. Ath. Opið laugardaga Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Opið: mán.-fös. frá kl. 11-18.00 lau. frá kl. 10-18.00 - sun. frá kl. 12-18.00 MUNIÐ GJAFAKORTIN Jóla- og samkvæmis- fatnaður í miklu úrvali St. 36-56 ÍSLENSK stjórnvöld náðu í meginat- riðum helstu markmiðum sínum með einkavæðingu ríkisfyrirtækja á árun- um 1998–2003 og framkvæmdanefnd um einkavæðingu fylgdi almennt settum verklagsreglum við sölu fyr- irtækja og hafði markmið stjórnvalda með einkavæðingu að leiðarljósi í störfum sínum. Nokkrir hnökrar voru þó einstökum tilvikum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um þessi efni, en skýrslan var samin að beiðni VG. Athuguð var sala og sölutilraunir á níu fyrirtækjum í eigu ríkisins og einkum athuguð endurskipulagning fyrirtækja fyrir sölu, markmið með sölu, tímasetning, verðmætamat, söluaðferð, mat á kauptilboðum og kostnaði og tekjum við einkavæðingu. Fram kemur að umrædd fyrirtæki voru alla jafna vel undirbúin fyrir sölu og sömuleiðis að markmið stjórnvalda voru höfð að leiðarljósi í söluferlinu. „Þá verður ekki sagt annað en að sala fyrirtækjanna hafi almennt verið heppilega tímasett ef undan er skilin sölutilraun ríkisins á Landssíma Ís- lands hf. sem gerð var þegar verð- bréfamarkaðurinn var í mikilli lægð. Að jafnaði fylgdi framkvæmdanefnd um einkavæðingu þeirri verklags- reglu að meta verð fyrirtækja eftir markaðsvirði þeirra. Sá galli er hins vegar á verklagsreglum nefndarinnar að þar kemur ekki nógu skýrt fram hvernig standa skuli að endanlegri verðlagningu sem hlýtur alltaf að ráð- ast af markaðsaðstæðum hverju sinni. Ríkisendurskoðun telur að ekki sé hægt að setja algilda reglu um æskilegt sölufyrirkomulag á ríkisfyr- irtækjum heldur þurfi að ákveða það hverju sinni. Að jafnaði virðist þó best að hafa sem fæst skilyrði umfram þau sem lög kveða á um. Ríkið virðist t.d. í aðeins skamman tíma geta náð fram markmiðum um dreifða eignaraðild. Þá virðist sú aðferð hafa verið óheppi- leg að auglýsa ráðandi hlut í Lands- banka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. í einu. Í fyrsta lagi var ekki komin reynsla á þá söluaðferð sem valin var og í öðru lagi gaf hún minni möguleika á að viðhalda samkeppni milli áhugasamra kaupenda,“ segir meðal annars í frétt um skýrsluna. Þá kemur fram að kostnaður nam rúmum 410 millljónum króna á tíma- bilinu sem er um 0,76% af andvirðinu. Þegar sameiginlegum kostnaði vegna framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu og kostnaði vegna tilraunarinnar til að selja Landsímann er bætt við nemur hann 680 milljónum kr. eða 1,24% af söluandvirðinu sem er 55 milljarðar kr. Kostnaður á bilinu 1–3% er almennt talinn innan marka. „Þó að stjórnvöld hafi þegar á heildina er litið náð meginmarkmið- um sínum með einkavæðingunni er oft erfitt að meta nákvæmlega hvern- ig til tókst þegar horft er til einstakra tilvika. Með sölu Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. varð íslenski fjármálamarkaðurinn að vísu samkeppnishæfari, sterkari til útrás- ar og skilvirkari en hann var 1998. Fátt bendir hins vegar til þess að þjónustugjöld viðskiptabankanna hafi lækkað og hagur almennings þar með vænkast eins og að var stefnt. Þá má einnig deila um hvort það markmið ríkisins að fá hámarksverð fyrir eign sína hafi náðst við sölu bankanna. Á sama hátt má deila um þýðingu einka- væðingarinnar við að efla hlutabréfa- markaðinn þegar til lengri tíma er lit- ið þar sem einungis nokkur hluti seldra fyrirtækja ríkisins, þ.e. fjár- málastofnanirnar, eru á almennum markaði. Margir sem keyptu hluta- bréf þegar fyrirtæki voru einkavædd hafa líka selt hlut sinn og í sumum til- vikum hafa stórir eignarhlutir safnast á fárra hendur,“ segir einnig. Markmið einkavæðingar náðust í meginatriðum Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um einkavæðingu á árunum 1998–2003 Á ANNAN tug íslenskra fyrirtækja hefur skriflega lýst yfir áhuga á því að koma að uppbyggingastarfi undir stjórn Bandaríkjanna í Írak, en að sögn Hauks Ólafssonar, sendifulltrúa í utanríkisráðuneytinu, hefur ekki verið ákveðið hvort af því verði og þá á hvaða sviðum. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 18,6 milljörðum bandríkjadala í uppbyggingaverkefni og hafa einskorðað útboð í verkin við fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Írak og löndum sem studdu aðgerðirnar í Írak. Alls eru 63 ríki á listanum og þar á meðal Ísland. Haukur segir að 10 til 15 íslensk fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að koma að enduruppbyggingunni í Írak og hafi utanríkisráðuneytið komið ósk- um þeirra á framfæri við Bandaríkja- stjórn auk þess sem fulltrúar þeirra hafi fyllt út ákveðin eyðublöð í þess- um tilgangi og komið þeim til banda- rískra stjórnvalda í haust. „Eftir því sem ég veit best hefur ekkert komið út úr þessu ennþá,“ segir Haukur og bendir á að mikil óvissa sé enn í Írak með tilliti til öryggisástandsins og því sé lítið að gerast í þessum málum. „Það eru fáir sem treysta sér nú inn í Írak,“ segir hann, „og allir eru í bið- stöðu. Skriðan er ekki farin af stað vegna öryggisástandsins.“ Það er undir Bandaríkjamönnum komið hvaða fyrirtækjum verður boð- ið að taka þátt í þessu uppbygging- arstarfi. Haukur segir að Bandaríkja- menn hafi meðal annars óskað eftir því að Ísland komi að gervilimaverk- efni í samvinnu við stjórnvöld í Kúveit og þess vegna hafi utanríkisráðuneyt- ið verið í viðræðum við Össur hf. Framlag í sjóði Fyrr á árinu ákvað ríkisstjórn Ís- lands að verja 300 milljónum króna í mannúðaraðstoð og enduruppbygg- ingu í Írak. Haukur segir að búið sé að verja um 100 milljónum króna í neyðar- og mannúðaraðstoð vegna þessa, en um sé að ræða framlög til Rauða krossins, Hjálparstofnunar kirkjunnar, Barnaheilla, matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna og vegna friðargæsluverkefnis í Suður- Írak. 10–15 íslensk fyrirtæki hafa áhuga á uppbyggingarstarfi í Írak Óljóst hvort Íslend- ingar verða með Ísland á lista 63 ríkja sem mega taka þátt í útboðum í Írak ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinnar veitti nú á laug- ardaginn versluninni „Gull í grjóti,“ Skólavörðustíg 4, „Jólagluggann 2003“, en árlega veitir félagið við- urkenningu fyrir bestu gluggaútstillingu og skreyt- ingar í tilefni jólahátíðarinnar. Verðlaununum er ætlað að vera hvatning til kaupmanna um að huga vel að andlitum verslana sinna, gluggunum og færa um leið hátíðarblæ jóla og áramóta yfir miðborgina. Eigendur verslunarinnar Gull í grjóti eru þau Hjördís Gissurardóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Hall- fríður, Kristín Geirsdóttir og Ítalinn Pasquale. Þau eru öll gullsmiðir og skartgripahönnuðir og þrjú þeirra menntuð í Flórens. Öll hafa þau tekið þátt í samsýningum víða um heim. Jólaglugginn 2003 verðlaunaður Morgunblaðið/Eggert Gluggi verslunarinnar Gull í grjóti þótti fallegasti jóla- glugginn í ár, enda prýðilega skreyttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.