Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 12
MINNSTAÐUR | VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Byggingafélagið Mark-hús vill óska Landsamtökunum Þroskahjálp til hamingju með nýja sambýlið við Þverholt í Mosfellsbæ lagsþjónusta 49 milljónir og um- hverfis-, samgöngu- og skipulagsmál 32 milljónir. Á árinu 2004 er áætlað að verja 87 milljónum til nýframkvæmda. Rúm- um 40 milljónum verður varið til framkvæmda við skólamannvirki, en fyrirhugað er að byggja við leikskól- ann Klettaborg og leggja gervigras- völl við Grunnskólann í Borgarnesi. Auk þess verður varið rúmum 30 milljónum til gatnagerðar í Borgar- nesi, stærstu framkvæmdir í gatna- gerð eru við Brúartorg en þar hyggst Sparisjóður Mýrasýslu reisa nýtt húsnæði undir starfsemi sína. Þá verður unnið áfram að skipulags- málum í gamla miðbænum í Borg- arnesi, en þar mun rísa íbúðarbyggð og þjónustu- og verslunarhúsnæði. Einnig verður unnið að deiliskipu- lagi á Varmalandi. Þá er áætlað að verja um 25 milljónum til viðhalds á fasteignum sveitarfélagsins og veg- ur þar þyngst að fyrirhugað er að skipta um gólf í íþróttahúsinu í Borg- arnesi. Gert er ráð fyrir að ný lán- taka á árinu 2004 verði alls 136 millj- ónir og að afborganir eldri lána verði tæpar 135 milljónir. Því er áætlað að skuldir sveitarfélagsins muni aðeins aukast um eina og hálfa milljón. Ný lántaka verður því fyrst og fremst nýtt til að greiða eldri skuldir. Það sem af er árinu hefur íbúa- fjölgun í Borgarbyggð verið með því mesta á landinu. Á fyrstu níu mán- uðum ársins voru aðfluttir íbúar um- fram brottflutta alls 70. Fjölgun íbúa kallar vissulega á eflingu þjónustu og nýframkvæmdir hjá sveitarfé- laginu. Fjárhagsáætlun Borgar- byggðar fyrir árið 2004 tekur mið af þessu, hún gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri sem er nauðsynlegt til þess að áfram megi halda uppi háu þjón- ustustigi í sveitarfélaginu. En áætl- unin endurspeglar líka bjartsýni á framtíð byggðarlagsins þar sem ráð- ist er í framkvæmdir og fjárfesting- ar sem eru forsenda fjölgunar íbúa. en álagningarprósenta fasteigna- skatts lækkar. 87 milljónir í nýjar framkvæmdir Stærstum hluta rekstrarútgjalda, eða 445 milljónum, er varið til fræðslu- og uppeldismála. Nemend- um við grunnskóla sveitarfélagsins í Borgarnesi og á Varmalandi hefur fjölgað um tæplega 40 það sem af er árinu. Borgarbyggð hefur staðið vel að rekstri grunnskóla, en í báðum skólunum er boðið upp á mötuneyti og heilsdagsvistun. Borgarbyggð rekur þrjá leikskóla og taka þeir við börnum frá tveggja ára aldri. Aðrir málaflokkar sem taka hvað mest til sín í rekstri eru æskulýðs- og íþróttamál 99 milljónir, sameiginleg- ur kostnaður 80 milljónir, fé- Borgarbyggð| Nýsamþykkt fjár- hagsáætlun Borgarbyggðar fyrir ár- ið 2004 gerir ráð fyrir að heildar- tekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 923 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 730 milljónir eða tæp 80% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld og fjármagnsliðir verði 919 milljónir. Afgangur frá rekstri verður því rúm- ar 4 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 31 milljón sem eru tæp 4% af heildar- tekjum og söluhagnaður eigna er áætlaður 35 milljónir. Skatttekjur sveitarfélagsins hækka á milli ára um tæp 7% miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Álagning útsvars er óbreytt, þjónustugjöld vegna vatns- veitu, fráveitu og sorphirðu hækka, Fjárhagsáætlun Borgar- byggðar samþykkt um vera mjög til bóta. Ég á von á því að í framhaldi af þessu finni menn sér fleiri fleti til samstarfs, þótt ekkert sé uppi á borðinu í dag. Það gera sér allir grein fyrir því að sveitarfélögin á svæðinu eru ekki að keppa innbyrðis, þetta svæði er fyrst og fremst að keppa við önnur markaðssvæði,“ sagði Gísli. Í þessu nýja samkomulagi sveit- arfélaganna er meðal annars kveð- ið á um að sveitarfélögin geri sam- eiginlega tillögu til samgöngumálaráðuneytisins um uppbyggingu safnvega á svæðinu AKRANESKAUPSTAÐUR, Borg- arbyggð og Borgarfjarðarsveit hafa gert með sér samkomulag um að auka eins og kostur er samstarf og samvinnu sveitarfélaganna. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- neskaupstaðar, segir að menn vilji horfa á þetta svæði sem eina heild, en þetta er þriðja samkomulagið sem þessi sveitarfélög undirrita varðandi samstarf og samvinnu. „Vð höfum verið að fikra okkur áfram og nú stígum við skref til viðbótar sem geta orðið áhugaverð í framhaldinu með samrekstri á ákveðnum stofnunum, sem við telj- og að beita sér fyrir lagningu Sundabrautar. Þá eru sveit- arfélögin sammála um að auka enn frekar jákvæð áhrif Hvalfjarð- arganga og knýja á um að ríkið stuðli með beinum hætti að því að gjaldtaka af umferð um göngin verði lækkuð. Aðilar eru sammála um að auka samstarf safna, þrýsta á um gerð menningarsamnings sveitarfélag- anna á Vesturlandi við ríkið og að vinna áfram sameiginlega að vímu- varnarmálum, svo fátt eitt sé talið. Sveitarfélögin eru sammála um að bjóða íbúum sveitarfélaganna upp á þjónustu á sviði dagvistarmála, heimilishjálpar, vinnu Vinnuskóla og þjónustu tónlistarskóla án tillits til þess í hvaða sveitarfélagi við- komandi aðilar eiga lögheimili. Þá hefur Akraneskaupstaður undirritað samkomulag við Snorrastofu og Byggðasafnið að Görðum um að styðja rekstur Snorrastofu með fjárframlagi næstu þrjú ár. Snorrastofa og Byggðasafnið að Görðum munu á þeim tíma leita leiða til að auka samstarf sitt. Akranes, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit undirrita samkomulag um aukið samstarf Horfum á svæðið sem eina heild Morgunblaðið/Sigurður Elvar Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar, undirrita samkomulag um aukið samstarf og samvinnu sveitarfélaganna. Stykkishólmur | Framkvæmdir við bygg- ingu nýs skólahúss fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði eru að byrja. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélagið Jeratún ehf. sem sveitarfélögin á Snæfells- nesi standa að. Tilgangur félagsins er að byggja húsnæði fyrir Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga sem tekur til starfa í Grundarfirði næsta haust. Félagið mun síðan leigja Framhaldsskólanum húsnæðið. Í bygging- arnefnd skólans eru Ásgeir Valdimarsson, Grundarfirði, formaður, Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ og Óli Jón Gunnarsson, Stykk- ishólmi. Byggingarnefnd hefur boðið út fyrsta áfangann í verkefninu. Um er að ræða jarðvegsskipti. Gengið hefur verið til samninga við verktaka í Stykkishólmi og nágrenni. Þessir aðilar sendu inn sameig- inlegt tilboð: BB & synir, EB vélar, Palli Sig ehf., Stefán Björgvinsson og Velverk. Samningar á milli byggingarnefndar og verktaka voru undirritaðir í Stykkishólmi 11. desember. Kostnaðaráætlun er tæpar 15 milljónir króna og var tilboð verktaka rúmlega 60% af kostnaðaráætlun. Verklok eru áætluð 15 janúar nk. Skólahúsnæðið á að vera tilbúið í haust. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna næstkomandi þriðjudag. Framkvæmdir við Fjölbrauta- skóla Snæfellinga að hefjast Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Byggingarnefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands og verktakar eftir að hafa skrifað undir samn- ing um jarðvegsskipti fyrir nýtt skólahús í Grundarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.