Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 13
VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 13 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 9 2 3 Innifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía JÓLAGJÖFIN Í ÁR Á A‹EINS 2.490 KR.* fiRÁ‹LAUST INTERNET Allar nánari uppl‡singar er hægt a› finna á siminn.is og í gjaldfrjálsu númeri 800 7000 Stofnkostna›ur á›ur 8.490 kr. * Tilbo›i› mi›ast vi› 12 mána›a áskrift a› ADSL 1500 e›a ADSL 2000 tengingu hjá Símanum Internet. Mána›aráskrift er frá 4.820 kr. og mi›ast vi› 100 MB af inniföldu gagnamagni. Borgarnes | Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Skallagríms voru með sameiginlega uppákomu í Íþrótta- húsinu sl. fimmtudag. Allir krakk- ar sem æfa sund og frjálsar íþrótt- ir voru hvattir til að mæta með bæði sundföt og íþróttaföt. Jóla- fjörið hófst með leikjum í íþrótta- sal, þar sem keppt var í stígvéla- boðhlaupi og „blöðrufimi“. Síðan var farið í sund og syntu krakk- arnir með logandi kerti yfir laug- ina. Svona kertasund er orðið að árvissum viðburði fyrir jólin. Í lok- in var öllum boðið upp á prins póló og safa í hressingu eftir jóla- fjörið.    Salvör Svava Guðrúnar Gylfadóttir syndir með logandi kerti. Morgunblaðið/Guðrún Vala Dagrún Eir Ásgeirsdóttir syndir með logandi kerti.Beðið eftir stígvélakapphlaupi. Jólafjör í Íþróttahúsinu Hellnar | Þótt mennirnir geri ýmsar breytingar á umhverfi sínu eru dýrin vanaföst. Þegar Reynir Bragason brá búi á Laugarbrekku á Hellnum og seldi jörðina, seldi hann nokkuð af sauðfé sínu til ábú- andans á Knörr í Breiðuvík. Eitt- hvað sóttu kindurnar aftur á gaml- ar slóðir á Hellnum, en þar hafa fjárhúsin á Laugarbrekku staðið auð þar til þeim var breytt í menn- ingarmiðstöð í sumar. Í nýliðinni viku var það hins veg- ar bara ein af gömlu kindunum hans Reynis sem settist að fyrir framan Menningarmiðstöðina. Þar hímdi hún í nokkra daga fyrir framan dyr sem eru á sama stað og dyrnar voru sem fénu var venju- lega hleypt inn um þegar bygg- ingin þjónaði sem fjárhús. Sést hafði til hennar þar sem hún reyndi að stanga gluggana eins og hún vildi leita inngöngu. Þegar frétta- ritara bar hins vegar að hafði hún greinilega legið um hríð fyrir fram- an dyrnar og skildi ekkert í því af hverju hún fékk ekki að koma inn eins og kindin sem hún sá alltaf spegilmyndina af í glerjuðum hurð- um nýju byggingarinnar. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Kindin hefur beðið þolinmóð fyrir utan gamla fjárhúsið en á grunni þess var Menningarmiðstöðin á Hellnum reist. Kemst ekki inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.