Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 15
Saddam ógnaði nágrannaríkjum sínum, hóf stríð við Írana sem kostaði óskaplegar mannfórnir, beitti efnavopnum gegn óbreyttum borgurum í bænum Halabja í Kúrdahéruðum Íraks og réðst inn í Kúveit til að komast þar yfir ol- íulindir. Sú árás leiddi til þess að George Bush, faðir núverandi Bandaríkja- forseta, lét til skarar skríða gegn Saddam og hrakti innrásarlið hans út úr Kúveit. Talið er að Saddam hafi látið myrða um 300.000 manns í Írak á valdatíma sínum. Valdaklíkan í landinu samanstóð einkum af ættmennum hans sem komu frá borginni Tikrit. Uday og Qusay, synir Saddams, voru afar valdamikilir í landinu og báðir annáluð illmenni og fantar. Uday og Qusay fóru í felur ásamt föður sínum í marsmánuði. Þeir féllu í júlí í miklum bar- daga við bandaríska hermenn í borginni Mosul í norðurhluta Íraks. Myndir af Saddam Hussein sem herstjórn Bandaríkjamanna birti í gær. Sem sjá má var hann fúlskeggjaður er hann var handtekinn en á myndinni til vinstri er búið að raka skeggið af honum að mestu. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 15 HANDTAKA Saddams Huss- eins er talin mikill persónu- legur sigur fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og helsta banda- mann Bush í „stríðinu gegn hryðjuverkaógninni“. Þá þyk- ir líklegt að hún verði til þess að auka baráttuþrek liðsafla bandamanna í Írak auk þess sem vonir hafa vaknað um að andspyrnan í landinu minnki. Margir fréttaskýrendur kváðust í gær telja að þátta- skil hefðu orðið með handtöku Sadams Husseins. Hún yrði til þess að auka sjálfstraust bandamanna og Íraka sem með þeim störfuðu í landinu. Þá væri ljóst að þeir Bush og Blair hefðu lengi beðið þess- ara tíðinda. Hið sama ætti við um herliðið í Írak því telja mætti það umtalsvert afrek að tekist hefði að ná Saddam á lífi. Ekki voru menn þó á einu máli um hvort draga myndi úr árásum og hryðjuverkum í landinu. Sumir sérfræðingar kváðust telja að svo myndi fara því liðsaflinn sem staðið hefði fyrir árásum þessum hefði í raun ekkert til að berj- ast fyrir nú þegar Saddam væri fangi. Þessu hélt m.a. Tony Blair fram í gær. Aðrir bentu á að liðsafli þessi væri vel vopnum búinn og hefði eftir sem áður engu að tapa í Írak. Óskhyggja væri því að ætla að nú myndi draga stórlega úr árásum á liðsafla bandamanna og Íraka sem ákveðið hafa að starfa með hernámsstjórninni. Flest þótti í gær benda til þess að Saddam Hussein yrði dreginn fyrir rétt. Íraska stjórnarráðið, sem Banda- ríkjamenn skipuðu, myndi að öllum líkindum velja dóm- arana sem allir yrðu Írakar. Töldu sérfræðingar að ætla mætti að málsmeðferðin myndi taka mörg ár. Bush styrkir stöðu sína Í Bandaríkjunum voru fréttaskýrendur almennt þeirrar hyggju að tíðindin frá Írak væru stórsigur fyrir Bush Bandaríkjaforseta. Forsetinn hefði styrkt stöðu sína veru- lega með tilliti til baráttu þeirrar sem hann á fyrir hönd- um vegna forsetakosninganna vestra næsta haust. Vonir hefðu nú vaknað um að unnt reyndist að skapa stöðugleika í Írak. Tækist það mætti ætla að draga tæki úr mannfalli í röðum bandarískra hermanna í Írak. Atlt væri þetta fallið til að styrkja stöðu forsetans í kosningabaráttunni. Þáttaskil í Írak? MEINTUR sjálfmorðssprengju- maður sprengdi mikið magn sprengiefnis í bíl fyrir utan lögreglu- stöð í bænum Khaldiyah um 80 km vestur af Bagdad í gærmorgun. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í til- ræðinu og 33 særðust, að því er tals- menn bandaríska herliðsins í Írak greindu frá. Þeir sem dóu voru íraskir lög- reglumenn, bæjarverkamenn og aðrir vegfarendur, að því er Jeff Swisher, talsmaður Bandaríkjahers, sagði. Að hans sögn sprakk bíl- sprengjan kl. 8:30 að staðartíma í gærmorgun. Vísbendingar væru um að hér hefði sjálfmorðssprengjumað- ur verið að verki. Starfsmaður á bráðamóttöku sjúkrahúss í borginni Ramadi, sem næst liggur Khaldiyah, tjáði AP að tala látinna væri 20 eða 21 en ekki 17. Khaldiyah er í hinum svokallaða súnní-þríhyrningi vestur og norður af Bagdad, þar sem árásir á her- menn hernámsliðsins og meinta samstarfsmenn þess hafa verið dag- legt brauð síðustu mánuði. Mannskæð árás vestur af Bagdad Khaldiyah. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.