Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.isStefán Boulter ÁRLEG úthlutun styrkja úr höfundasjóði FLB fór fram í Iðnó sunnudaginn 7. desember. Veittir voru þrír styrkir, hver að upphæð 70.000 kr. Styrkþegar að þessu sinni voru Gunnar Baldursson, María Ólafsdóttir og Egill Ingi- bergsson. Félag leikmynda- og búningahöfunda var stofnað árið 1994 og er fjöldi félagsmanna nú um 40. Félagið er opið öllum sem eiga höfundarverk á vettvangi leikmynda- og búningahönnunar í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hlutverk félagsins er að standa vörð um hagsmuni fé- lagsmanna sinna og hefur frá stofnun átt aðild að Mynd- stefi. Það á einnig fulltrúa í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Félagið var frumkvöðull að stofnun leik- minjasafns á vordögum 2003 og stefnt er að opnun heimasíðu þess í byrjun næsta árs, en þá verður félagið tíu ára. Gunnar Baldursson, María Ólafsdóttir, Egill Ingibergsson styrkþegar ásamt formanni FLB Hlín Gunnarsdóttur og gjaldkera Ástu Björk Ríkharðsdóttur. Þrír hljóta styrk úr höfundasjóði LÍFSSÝN mín er eftir Erlu Stef- ánsdóttur sjá- anda. Erla hefur verið skyggn frá fæðingu og er komin af vestfirsk- um galdramönn- um, eins og hún segir sjálf. Hún er píanókennari að atvinnu en hefur kynnt lífssýn sína og verið með vísi að skóla í tuttugu ár. Þar hefur hún kennt hugleiðslu, sjálfsrækt og kennt fólki um orkulínur manns og jarðar og kynnt trúarstefnur og bent fólki á leið- ir að brunni sannleikans. Leitt fólk inn að musteri náttúrunnar og sagt frá huldu- og álfaverum hér á landi og í öðrum löndum. Um þetta fjallar hún í bók sinni. Bókin er 168 bls. Ólafur Pétursson vann myndir höfundar til prentunar, Ámundi Sigurðsson sá um útlit bók- arinnar og Kristín Gunnlaugsdóttir teiknaði kápumynd. Höfundur gefur sjálfur út. Dreifingu annast Verslunin Ljós og Líf í Ingólfsstræti 8. Lífssýn Álfar og tröll nefn- ist geislaplata með sögum sem Jón Árnason safn- aði, og sumum þeirra þjóðlaga sem Bjarni Þor- steinsson, síðar prestur á Siglu- firði, skráði og safnaði. Flytjendur eru: Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi): lestur þjóð- sagna, KK: söngur og gítar, Valgerður Guðnadóttir: söngur, Jón Ólafsson: pí- anó og harmóníum, Guðmundur Pét- ursson: gítar og mandólín, Ásgeir Óskarsson: slagverk, Róbert Þórhalls- son: kontrabassi og Sigurður Flosa- son: klarinett og flauta. Í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Ís- lensk börn og unglingar hafa eftir því sem árin líða og tæknin tekur meira pláss haft minni og minni kynni af bæði íslenskum þjóðsögum og ís- lenskum þjóðlögum. Þó er greinilegt að þegar þau komast í kynni við þess- ar gersemar íslenskrar menningar er ekki vöntun á áhuga, sér í lagi þegar um álfa og tröll er að ræða. Álfar og tröll eru þó ekki nútíma börnum óþekkt fyr- irbrigði, vinsældir Harry Potter og Hringadróttinssögu sýna það og sanna.“ Útgefandi: Galdur hljómplötur en Sonet dreifir. Upptökustjórn: Jón Ólafsson og Guðmundur Pétursson. Upptökur, hljóðblöndum og eft- irvinnsla: Baldur J. Baldursson. Upp- tökur fóru fram í Thule Studios í októ- ber 2003. Teikning á framhlið gerði Brian Pilkington. Álfasögur BÓKSALINN í Kabúl eftir Åsne Seierstad hefur verið tilnefnd til Bresku bókmenntaverðlaunanna (British Book Award). Tíu bækur eru tilnefndar og í framhaldinu verður hver þeirra kynnt sérstak- lega í sjónvarpsþáttum í Bretlandi. Síðan fá sjón- varpsáhorfendur og lesendur tæki- færi til þess að kjósa eina af þessum tíu sem Bestu bók ársins (Best Read of the Year) og verður valið tilkynnt 7. apríl á næsta ári. Åsne Seierstad var nýlega á Íslandi og kom fram m.a. á fundi Blaðamannafélagsins og UNIFEM, auk þess að kynna Bóksalann í Kabúl, sem Mál og menning hefur gefið út. Nýjasta bók hennar, 101 dagur í Bagdad, kom út í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð í síðasta mánuði og hefur feng- ið góðar móttökur. Til að mynda segir í einum dómi að „enn einu sinni sannar Åsne Seierstad frá- bæra hæfileika sína til þess að beina sjónum og eyrum í allar áttir á átakasvæðum, þannig að jafnvæg- is gætir milli stríðandi fylkinga og lesandi fær aldrei þá tilfinningu að hann sé að lesa áróður eða fá ein- hliða mynd af atburðum. Meira að segja þögnin talar í meðförum Åsne Seierstad. Åsne stendur því undir sínu góða nafni; hún kemur, sér og sigrar.“ Bóksalinn í Kabúl tilnefnd til verðlauna Åsne Seierstad ÚR VERBÚÐUM í víking vestan hafs og austan nefnist seinna bindi endurminn- inga Ólafs Guð- mundssonar frá Breiðavík. Ólafur heldur áfram að segja tæpitungu- laust frá farsælum æviferli sínum inn- an lands og utan. „Ólafur starfaði með flestum frum- herjunum í útgerðar- og fisksölu- málum þjóðarinnar í 40 ára starfi sínu hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, innan lands og utan. Frásagnir hans eru eiginlega sagan á bak við söguna hjá þeim samtökum að nokkru leyti, en hjá Ólafi kemur margt fram sem aldrei hefur verið skýrt frá op- inberlega áður,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fjölmargar ljósmyndir prýða sög- una. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 184 bls. Prent- vinnsla: Ásprent, Akureyri. Verð: 3.980 kr. Endurminningar Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yf- ir sýning Snorra Ásmundssonar „Litli risinn“ (Little Big Man). Sýn- ingin samanstendur af myndbands- verki og ljós- myndum. Snorri Ás- mundsson hefur haldið þó nokkrar einkasýningar og tekið þátt fjöl- mörgum samsýn- ingum. Hann rak galleríið „The International Galleri of Snorri Ásmundsson“ í Listagilinu á Akur- eyri en rekur nú ásamt 10 öðrum listamönnum Galleríið Kling og Bang í Reykjavík, „Snorri er forseti og riddari Akureyrarakademíunnar og einnig forstjóri málningarþjón- ustunnar „Santa Barbara“. Sýningin stendur til 18. desember. Litli risinn á Seyðisfirði Litli risinn. „VIÐ komum, við leitum, við finn- um, við förum, við svífum upp til hæstu hæða, við smjúgum niður til neðstu heima“ (133). Þessi þula sem gyðjan Freyja fer með fyrir Hildi, aðalsöguhetjuna í Valkyrjunni, lýsir ágætlega söguþræði bókarinnar sem hinn reyndi barnabókahöfundur, Elías Snæland Jónsson, sendir frá sér núna fyrir jólin. Hildur er tólf ára stelpa sem er mikil valkyrja í sér, kraftaleg, hávaxin, leikur fót- bolta og stendur keik fyrir sínu. Eft- ir átök í fótboltaleik rýkur hún í burtu í vonsku og gengur beint á klettavegg. Vegna óhappsins kemur hún til heims goðanna: hún leitar að visku og reynslu, finnur ýmislegt, fer að hitta valkyrjur og gyðjur, svíf- ur upp til hæstu hæða þar sem há- sæti Óðins er að finna og smýgur niður í hyldýpi árinnar í Álfafirði. Sagan hefur vissan undirtón, þetta er þroskasaga stúlku sem er að verða að konu. Um leið og Hildur fellur ofan í djúpið birtist tvífari hennar, eins konar „alter ego“, í formi valkyrjunnar Brynhildar sem leiðir hana í gegnum feril sem ein- kennist af visku- og reynsluleit. Líkt og Rauðhetta lætur Hildur tælast af úlfinum (hamskiptingnum Lofti) sem tekur á sig ýmis gervi. Eitt af þeim er líki Loga, stráks sem Hildur telur sig hata en hrífst af undir niðri. Loftur gæti í raun táknað reynslu og Mímir, sem horfir seið- andi augum á Hildi, táknað visku, en þetta eru stig á þroska- ferli stúlkunnar. Hildur leggst með Freyju, gyðju ástarinnar, á bakið ofan á þykkt lag af ferskum, ilmandi laufum, heldur um digran staf, dreypir á bikar af hunangssæt- um vökva og lætur hugann svífa óhindrað um heima og geima. Þetta er undurfögur lýsing á því flókna ferli er ung stúlka uppgötvar kyn- þroska sinn á jákvæðan hátt. Afar ánægjulegt er að sjá íslensk- an höfund leita efnis í norrænni goðafræði. Elías Snæland kemur efninu vel til skila og hann varast að íþyngja söguþræðinum með ofgnótt af lærdómi um goðafræði. Þess í stað læðir hann fróðleiksmolum inn á milli línanna. Umhverfislýsingar eru ein sterkasta hlið Elíasar. „Af þess- um geysiháa útsýnispalli náttúrunn- ar blasti við þeim víðlend en gróð- ursnauð háslétta sem náði alla leið inn að fannhvítum fjallgarði sem hvarf að hluta til í skýin og þokuna langt, langt í burtu“ (83). Lýsing Elí- asar á baráttu Þórs við hrímþursa er framúrskarandi sterk og lífleg (88- 89). Frásagnarstíll höfundarins hef- ur blómstrað í unglingabókum hans, t.d. í Braki og brestum sem kom út 1993. Því finnst mér miður að þegar Elías skrifar fyrir yngri börn, m.a. í Töfradalnum (1997) og í þeirri bók sem hér er fjallað um, tekur hann upp annan og einfaldari tón. Í Val- kyrjunni samanstanda flestar máls- greinar af einni setningu og mikið er um endurtekningar. Ef spurningar- merkjum, upphrópunarmerkjum og orðunum „fljótlega“ og „skyndilega“ væri fækkað (og helst útrýmt) myndi sagan njóta sín mun betur – því hér er á ferð áhugaverð þroska- saga með lifandi og myndrænum bakgrunni. Myndir Inga Jónssonar eru þrungnar krafti og tréristustíllinn á vel við lýsingar á heimi goðanna. Ekki hefur verið auðvelt að njörva niður lýsingar Elíasar á því umhverfi sem Hildur kynnist í öðrum heimi. Ingi sýnir Hildi í sögubyrjun ganga að hliði sem ekki er nefnt í textanum og er það skemmtileg túlkun þar sem Hildur fer í táknrænni merk- ingu í gegnum hlið á milli okkar heims og annars. Ingi skiptir oft um sjónarhorn, þannig að stundum sér lesandinn með auga Hildar, t.a.m. í hálfmyrkri innan í helli (31) eða horf- ir niður á hana úr háloftunum (84). Myndir í byrjun hvers kafla eru sér- stakar, með meginþema viðkomandi kafla undir eins konar Bifröst af rúnaristum. Ein allra besta myndin sýnir rúnir endurspeglast í fartölvu (111) – þar sameinast nýi og gamli tíminn, því enn erum við að rýna í „grimmar galdrarúnir“ (með orðum Lofts, 102) í tölvunum okkar. Grimmar galdrarúnir Anna Heiða Pálsdóttir Elías Snæland Jónsson BÆKUR Barnabók eftir Elías Snæland Jónsson. Myndir: Ingi Jónsson. 168 bls. Vaka-Helgafell 2003 VALKYRJAN ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.