Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 21 Reykjavík: Kringlan 6 • Stóri turn • Sími 550 2000 • www.sphverdbref.is Hafnarfjörður: Strandgata • Reykjavíkurvegur Garðabær: Garðatorg Verðbréf Ávöxtun ...fyrir þig og þína Þjóðarbókhlaða kl. 12 Starfs- mannafélag Þjóðarbókhlöðu býður til bókmenntastundar í hádeginu í fyrirlestrarsalnum. Úr verkum sínum lesa þau Gísli Pálsson, Guðmundur Andri Thors- son, Óskar Guðmundsson, Vigdís Grímsdóttir, Aðalgeir Kristjánsson og f.h. Ingimundar Gamla og Tobbu les Örn Hrafnkelsson. Gamli skóli, Bíldudal, kl. 20.30 Menntasmiðja kvenna stendur fyrir bókakynningu frá Vestfirska bóka- forlaginu og listsýningu. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í TILEFNI af 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. sept- ember 1991 ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýð- endum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands. Stofnun Sigurður Nordals auglýsir styrkina og tekur á móti umsóknum. Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2004 voru auglýstir í júlí sl. með umsóknarfresti til 1. nóv- ember. Tuttugu og tvær um- sóknir bárust frá þrettán löndum. Í úthlutunarnefnd styrkj- anna eiga sæti Úlfar Braga- son, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, Ásdís Eg- ilsdóttir, dósent, og Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur. Nefndin hefur nú lokið störf- um. Þar sem úthlutunarfé hefur ekki hækkað í hlutfalli við verðlagsþróun allt frá 1991 var aðeins unnt að veita einn styrk að þessu sinni. Sá sem hlýtur styrk árið 2004, til þriggja mánaða, er dr. Philip Roughton, fræðimaður og þýðandi í Irvine í Kaliforníu, til að vinna að þýðingu á Vef- aranum mikla frá Kasmír eft- ir Halldór Laxness og kynn- ingu á rithöfundarferli Laxness í enskumælandi lönd- um. Í október sl. kom út ensk þýðing Roughtons á Íslands- klukkunni hjá hinu virta for- lagi Random House/Vintage Press í Bandaríkjunum. Snorra- styrk úthlutað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.