Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFST á baugi í stjórnmálunum um þessar mundir er eftirfarandi: Skattamál Allt útlit er fyrir, að ríkisstjórnin muni svíkja fyrirheit sitt um 20 milljarða króna skattalækkun. Fjárlagafrumvarpið fyrir 2004 var lagt fram á tilskildum tíma en þar var ekki að finna neinar skatta- lækkanir næsta ár. Þvert á móti er gert ráð fyrir 4 milljarða hækk- un skatta og gjalda á árinu 2004. Því var lofað, að skattalækkanir yrðu lögfestar á þinginu sl. haust en ekki hefur verið staðið við það. Þetta kosningaloforð verður svik- ið. Verkalýðshreyfingin vísar því algerlega á bug, að skattalækkanir verði einhver skiptimynt í vænt- anlegum kjarasamningum. Línuívilnun Fyrir alþingiskosningarnar sl. vor lofaði ríkisstjórnin því, að tekin yrði upp línuívilnun sl. haust (aukakvóti fyrir dagróðrarbáta á línu) til þess að milda slæm áhrif kvótakerfisins á landsbyggðinni. Átti þessi ráðstöfun að vera til hagsbóta fyrir hinar dreifðu sjáv- arbyggðir út um allt land en þær hafa misst mikið af kvótum sínum. Sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen, tilkynnti, að ekkert yrði af línuívilnun í ár. Fyrir þrýsting frá Kristni Gunnarssyni lagði hann fram frumvarp í skötu- líki um málið en óvíst er að það nái fram að ganga. M.a. gerir frv. hans ráð fyrir skerðingu á byggða- kvóta en það er brot á stjórnarsáttmálanum. Héðinsfjarðargöng Því var lofað fyrir kosningar, að göng yrðu gerð milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, Héðinsfjarðargöng. Því til staðfestingar var gerð þessara ganga boðin út. Er útboð höfðu verið opnuð til- kynnti samgöngu- ráðherra, Sturla Böðv- arsson, að vegna hættu á þenslu í efnahagskerfinu yrði hætt við göngin. Mikil mótmæli urðu vegna þessa og var rík- isstjórninni réttilega brigslað um svik í málinu. Lét ríkisstjórnin þá undan og kvaðst mundu láta gera göngin síðar en lofað hafði verið fyrir kosningar. Ef staðið hefði verið við kosningaloforðið hefðu göngin orðið tilbúin 2006. En nú geta þau í fyrsta lagi orðið tilbúin 2009. Eftirmál geta þó orðið vegna þessara svika ríkisstjórnarinnar, þar eð Íslenskir aðalverktakar, sem áttu lægsta tilboð í gerð Héð- insfjarðarganga hafa hótað mál- sókn vegna þess að öllum tilboðum var hafnað. Öryrkjadómur Hinn 16. oktober sl. kvað Hæstiréttur upp dóm í málefnum öryrkja. Kom þá í ljós, að ríkisstjórnin hafði brotið stjórn- arskrána með því ákvæði laganna frá 2001 að skerða bæt- ur öryrkja árin 1999 og 2000 vegna tekna maka. Er þetta í annað sinn sem Hæstiréttur kemst að þeirri nið- urstöðu, að ríkisstjórnin hafi brot- ið stjórnarskrána við ákvörðun kjara öryrkja. Hið fyrra sinnið var þegar Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málefnum öryrkja í desem- ber árið 2000. Þá sagði Hæstirétt- ur, að ríkisstjórnin hefði brotið mannréttindaákvæði stjórn- arskrárinnar og ákvæðið um rétt öryrkja til lágmarksframfærslu. Ríkisstjórninni hefur verið svo mikið í mun að níðast á kjörum ör- yrkja, að hún hefur brotið stjórn- arskrána tvisvar við þá iðju sína. Þegar svona er komið á rík- isstjórnin að segja af sér. Húsnæðismálin Stærsta kosningaloforð Framsókn- arflokksins fyrir þingkosningarnar var að hækka ætti húsnæðislán í 90%. Mun Framsókn hafa fengið mörg atkvæði út á það loforð. Þetta loforð er mjög umdeilt innan stjórnarflokkanna. Hagfræðingar telja, að hækkun húsnæðislána í 90% mundi valda sprengingu á verði íbúða til hækkunar. Seðla- bankinn hefur einnig gert at- hugasemdir við málið af sömu ástæðu. Félagsmálaráðherra greip til þess gamalkunna ráðs að setja málið í nefnd og þar er það. Er alls óvíst á þessari stundu,að stað- ið verði að fullu við þetta kosn- ingaloforð. Er líklegast, að miklar takmarkanir verði settar á fram- kvæmd þess og hugsanlega verður framkvæmdinni frestað eitthvað. Hið eina sem er áþreifanlegt í húsnæðismálunum er það, að ákveðið hefur verið að lækka vaxtabætur. Telja sumir, að sú ráðstöfun sé brot á stjórn- arskránni. Þessi ráðstöfun mun bitna þungt á ungu fólki. Eru þetta efndirnar á kosningaloforð- unum í húsnæðismálunum? Í stað hækkunar húsnæðislána í 90% á að lækka vaxtabætur. Samkomulagið við öryrkja svikið Ríkisstjórnin lofaði samkvæmt sérstöku samkomulagi, sem gert var við Öryrkjabandalag Íslands í mars sl. að bæta verulega kjör öryrkja 1. janúar n.k. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að efna ekki þetta samkomulag að fullu um áramótin, heldur aðeins að 2/3 hlutum. Á 1/3 hluti sam- komulagsins að koma til fram- kvæmda eftir 1 ár. Öryrkjabanda- lag Íslands telur þetta hrein svik við samkomulagið. Ríkisstjórnin hefur því svikið þetta kosninga- loforð einnig. Íhugar Ör- yrkjabandalagið nú málsókn vegna þessara svika. Efst á baugi Björgvin Guðmundsson skrifar um skattamál ’Því var lofað, aðskattalækkanir yrðu lögfestar á þinginu í haust en ekkert bólar á að staðið verði við það.‘ Björgvin Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.