Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 23 Afstaðan til innrásarinnar í Írak Mikið var rætt um það í haust í fjölmiðlum og á alþingi, að rík- isstjórnin hefði ekki staðið rétt að málum við ákvörðun um að láta Ís- land styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Málið var hvorki lagt fyrir utanrík- ismálanefnd né alþingi. Lögum samkvæmt á að leggja öll mik- ilvæg utanríkismál fyrir utanrík- ismálanefnd. Það var ekki gert og því hefur ríkisstjórnin brotið lög í þessu mikilvæga máli. Sennilega er hér um að ræða mikilvægasta utanríkismál, sem upp hefur kom- ið eftir síðari heimsstyrjöldina. Hér var um það að tefla að styðja árás á annað ríki. Nauðsynlegt er, að alþingi taki þetta mál fyrir. Eðlilegast væri að alþingi skipaði sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka þetta mál. Rannsaka þarf hvaða gögn utanríkisráðherra hafði í höndunum um gereyðing- arvopn Íraka, þegar ákvörðun var tekin og rannsaka þarf hvort ákvörðun var tekin á réttan hátt eða ekki. Ef niðurstaða rann- sóknar er sú, að ekki hafi verið staðið rétt að ákvörðun um að styðja árásarstríð, á ríkisstjórnin að segja af sér. Höfundur er viðskiptafræðingur. ÁRIÐ 2000 þegar frumvarp um lögleiðingu áhugamannahnefaleika var lagt fram á Alþingi í annað skipti leitaði heilbrigðismálanefnd Alþingis álits undirritaðrar sem er taugasálfræðingur og Grétars Guð- mundssonar tauga- læknis á möguleikum á heilaskaða af völd- um þessarar (íþrótta?) greinar. Við sátum fund með nefndinni þar sem við skýrðum frá niðurstöðum fjöl- margra rannsókna sem leitt hafa í ljós skaðsemi af völdum höfuðhögga eins og þeirra sem eiga sér stað í öllum hnefa- leikum, áhuga- mannahnefaleikum sem og atvinnumannahnefaleikum. Niðurstöðum þessum til frekari skýringa fylgdi stutt lýsing okkar á heilastarfsemi og eiginleikum heila og því sem á sér stað þegar högg lenda á höfði. Einnig svör- uðum við spurningum þingmanna um efnið. Þetta frumvarp var í fellt í fyrstu lotu, náði sem kunnugt er ekki fram að ganga í annarri um- ræðu en var síðan samþykkt í þriðju umræðu á sama kjörtímabili (í febrúarmánuði 2002). Katrín Fjeldsted læknir hefur, í kjölfar harmleiksins (því hér var ekki um slys að ræða í raunveru- legri merkingu þess orðs) í Vest- mannaeyjum, á mál- efnalegan og vísindalegan hátt lýst því sem gerist í heila og miðtaugakerfi við endurtekin högg á höfuðið. Henni hefur einnig orðið tíðrætt um hið falska öryggi sem hjálmur veitir heilanum. Hún hefur þar með undirstrikað þá hættu sem er óhjá- kvæmilega til staðar jafnvel í áhuga- mannahnefaleikum þegar reynt er að gæta fyllsta ör- yggis. Tilefni þessara skrifa er ekki að endurtaka það sem Katrín Fjeld- sted og aðrir læknar hafa tjáð sig um varðandi skaðsemi (íþrótta) greinar sem hefur það markmið að koma höggi á höfuð andstæðings- ins heldur að bæta við nýjum vís- indalegum upplýsingum um afleið- ingar högga á höfuð almennt. Nýjar (2003) rannsóknir á heila- starfi með myndgreiningartæki sem nemur virkni og starfsemi í heila, þ.e.a.s. starfræn segulómun (functional MRI /fMRI) hafa sýnt að hjá einstaklingum með að því er virðist aðeins vægan heilaskaða eða jafnvel enga truflun á heila- starfi samkvæmt taugasál- fræðilegu mati starfar heilinn engu að síður óeðlilega. Óeðlilega dreifð, mikil og ómarkviss virkni í heila kemur fram við lausnir á verk- efnum sem hjá heilbrigðum ein- staklingum er bundin við afmörkuð svæði í heila. Undirrituð bendir í þessu sambandi t.d. á rannsóknir taugasálfræðinganna dr. John De- Luca og dr. Franks Hillary. Nýjar rannsóknir (2003) á tauga- frumum og stoðfrumum (glia) benda til þess að hjá einstaklingum sem hlotið hafa jafnvel mjög væg- an heilaskaða (mild mild traumatic brain injury) benda til þess að við högg á höfuð/heila komi oft fram skaði í ofangreindum frumum sem valdi röskun á heilastarfi. Í þessu sambandi er t.d. nefnd starfsemi mitochondria (hvatbera) í tauga- frumunni sjálfri sem og röng raf- boð. Mitochondria eru aflgjafi taugafrumunnar með því að þær vinna glukósa/ sykur og umbreyta í ATP sem er næring og aflgjafi taugafrumunnar. Þær eru einnig mikilvægar þar sem þær geyma kalsíum sem stjórnar m.a. boð- skiptum frumunnar (stjórn tauga- boðefna). Undirrituð vísar hér í rannsóknir taugasálfræðingsins dr. Davids A. Hovda. Undirrituð telur nýjar nið- urstöður ofangreindra taugasál- fræðingar og annarra vísinda- manna sem hafa helgað sig rannsóknum á heilanum vissulega eiga erindi í umræðuna um rétt- mæti áhugamannahnefaleika á Ís- landi. Í kjölfar harmleiks í Vestmannaeyjum Þuríður J. Jónsdóttir skrifar um hnefaleika ’Óeðlilega dreifð, mikilog ómarkviss virkni í heila kemur fram við lausnir á verkefnum sem hjá heilbrigðum einstaklingum er bund- in við afmörkuð svæði í heila.‘ Þuríður Jónsdóttir Höfundur er taugasálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.