Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 25 Kostnaður Evrópskrar samgönguviku átti þó ekki bara við um „Bíllausa dag- inn,“ heldur alla vikuna og ég tel að þeim fjármunum sé vel varið í gott málefni. En eins og stundum áður er einfaldast að vera á móti og fara frjálslega með sann- leikann, einkum ef koma þarf höggi á pólitíska andstæðinga. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að farþegum í strætó hefur fjölg- að á haustmánuðum en það bendir til að hugarfarsbreyting hafi kannski átt sér stað. Það er langtímaverkefni að breyta hugarfari og fastmótuðum venjum en áframhaldandi þátttaka í Evrópskri sam- gönguviku mun skila árangri. Hvað sem tölum um arðsemi eða niðurstöður kann- ana líður er vitað að ekki verður bylting yfir nótt í þessum efnum – dropinn holar steininn. Evrópsk samgönguvika er vettvangur til að efna til nýrra verkefna og koma með hugmyndir að bættum samgöngum í borginni. Tilgangur vikunnar er að koma fólki til að hugsa um umhverfi sitt og huga að því hvaða samgöngumáti hentar hverju sinni og að einkabíllinn sé ekki eini kosturinn. Í mínum huga leikur eng- inn vafi á að samgönguvikan sem haldin var hér í Reykjavík í september hafði veruleg áhrif og umræðan, sem henni fylgdi, hefur vakið margan manninn til umhugsunar. Hvað sem líður bölmóði þeirra, sem vilja hafa allt á hornum sér, var Evrópska samgönguvikan vel heppn- aður og árangursríkur viðburður sem verður fram haldið. ályktanir af því að fréttir dagsins hafi far- ið að hafa áhrif auk þess sem fleiri áttuðu sig á að það var frítt í strætó. Talið er að allt að 3.809 færri bílar hafi verið á ferð um götur borgarinnar þennan dag miðað við samanburðardag (ekki 2.500 eins og haldið hefur verið fram). Þótt nokkru hafi verið til kostað vegna samgönguvikunnar er auðvelt að reikna verulega arðsemi vegna bíla sem stóðu heima ónotaðir. Má þar nefna slit á mal- biki, minni slysa- og tjónshættu með til- heyrandi kostnaði fyrir samfélagið, minni tafir, minna álag og minna vinnutap. FÍB uppfærir reglulega tölur um kostnað við rekstur bíla fyrir einstaklinga. Notk- unartengdir útgjaldaliðir (bensín, viðhald/ viðgerðir, hjólbarðar o.fl.) nema um 17,50 krónum á hvern km miðað við 15.000 km akstur á ári. Akstur hefur reyndar aukist mjög samkvæmt útreikningum tölfræði- sérfræðinga Umferðarstofu. En 15.000 km á ári gera ríflega 40 km á dag eða frá um 740 krónum í beinan notkunartengdan kostnað. vikunnar. Mikil áhersla var einmitt lögð á kynningu hans. Mikilvægt er að fylgja atburð- um sem þessum eftir með könnun til að mæla árangur og til að bera saman á milli ára. Eflaust á könnunin einnig eftir að nýtast vel við und- irbúning fyrir næsta ár. Hefði könnunin verið gerð strax að vikunni lokinni má vafalaust gera ráð fyrir að jafnvel enn fleiri hefði tekið eftir henni og þá mælanlegur árangur talist meiri. Nokkuð hefur verið gert úr því að einungis um 27% sögð- ust hafa tekið eftir Evrópsku ikunni allri. Ég tel að það sé æm niðurstaða þótt sú tala sé slá pólitískar keilur. Enn á ný minna á að vikan var haldin í ti í ár sem og að mæling fór ði eftir að átakinu lauk. Gallup ngu á tveimur vikum en í fyrri gðust tæp 40% hafa heyrt eða rópska samgönguviku en viku 0% en meðaltalið fyrir þær var 27% og 86% sáu eða „Bíllausa daginn“ Það kom því m að því lengra sem leið frá gðust færri hafa heyrt af henni. rsluna í heild sinni má finna á Reykjavíkurborgar og þar get- m er kynnt sér efni hennar og r. ess árangurs, sem náðist, var erð dróst saman um 2% á „Bíl- n.“ Sérstaklega dró úr umferð dagsins og má draga þær amgönguvika ’ Í mínum huga leikurenginn vafi á að sam- gönguvikan sem haldin var hér í Reykjavík í sept- ember hafði veruleg áhrif og umræðan sem henni fylgdi hefur vakið margan manninn til umhugs- unar. ‘ Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. L eiðtogafundi Evrópu- sambandsins, sem ætl- að var að ganga frá samkomulagi um nýj- an stjórnarskrársátt- mála áður en aðildarríkjunum fjölgar úr 15 í 25 í vor, lauk í Brussel á laugardag án þess að sátt næðist. Viðræðurnar strönduðu á and- stöðu Pólverja og Spánverja við að því kerfi atkvæðagreiðslna við ákvarðanatöku í ráðherraráðinu sem samið var um í Nice- sáttmálanum svonefnda fyrir þrem- ur árum, yrði breytt með þeim hætti sem önnur ríki ESB vildu og gert var ráð fyrir í drögum að stjórnarskrársáttmálanum. Eftir tveggja daga viðræður leiðtoganna og einbeittar tilraunir ítölsku for- mennskunnar til að ná málamiðlun varð það ljóst síðla laugardags að samkomulag næðist ekki og ákveð- ið var að fresta því að hnýta síð- ustu lausu enda stjórnarskrársátt- málans fram á næsta ár, en þá munu Írar hafa tekið við for- mennskunni. Nice-sáttmálinn veitti Spáni, sem gekk í ESB fyrir 20 árum, og Pól- landi, sem bætist í raðir þess 1. maí í vor, nærri því jafnmikið at- kvæðavægi og Þýzkalandi, sem þó hefur fleiri íbúa en bæði þessi „millistóru“ lönd til samans. Nýja atkvæðagreiðslukerfið átti að tryggja að meira tillit yrði tekið til fjölda íbúa á bak við hverja ákvörð- un, sem dregið hefði nokkuð úr því hlutfallslega ofvægi sem Pólverjar og Spánverjar njóta að kerfinu óbreyttu. Þegar leiðtogar landanna 25 voru staðnir upp frá samningaborðinu í Brussel á laugardag reyndu þeir að halda vonbrigðunum í skefjum. Þeir fóru þess formlega á leit við Bertie Ahern, forsætisráðherra Ír- lands sem tekur við ESB- formennskunni um áramótin, að gefa um það skýrslu í seinasta lagi í marz hvort og hvenær útlit væri fyrir að hægt yrði að binda loka- hnútinn á stjórnarskrársáttmálann. Tveggja hraða Evrópa? „Evrópa [les: Evrópusambandið] er ekki í kreppu,“ hefur AP eftir Jacques Chirac, forseti Frakklands. „Evrópa hefur sínar stofnanir; Evrópa mun stækka; Evrópa starf- ar eðlilega,“ sagði hann. En Chirac varaði einnig við því að stækkað ESB kynni að verða nauðbeygt til að „lulla áfram í lægsta gír“; til að bregðast við þessari hættu lagði hann til að „brautryðjendahópur“ aðildarríkja fengi að ganga lengra í samstarfi á vissum lykilsviðum, svo sem í efnahags- og varnarmálum. „Þetta [samstarf „innri kjarna“ ESB-ríkja] yrði hreyfiaflið. Það myndi setja fordæmið; gera Evr- ópu kleift að þróast hraðar, betur,“ sagði Chirac á blaðamannafundi. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, talaði einnig um þörf- ina á að „kjarnahópur“ ESB-landa gæti tekið sig saman um að ganga lengra í Evrópusamrunanum en önnur, en slíkar hugmyndir um „tveggja hraða Evrópu“ hafa reynzt vandmeðfarnar fram til þessa og verða það væntanlega einnig framvegis, í hinu stækkaða Evrópusambandi. Brezki forsætisráðherrann Tony Blair lýsti því yfir að öll aðild- arríkin yrðu að „virða nauðsynlega einingu Evrópu“. Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, var heldur ekki seinn til að gagnrýna hvers kyns viðleitni til að koma á „tveggja hraða Evrópu“. „Ef allir standa óbilgjarnir á sínu munum við enda uppi með „tveggja hraða Evrópu“, en það væri skelfi- legt fyrir Evrópusambandið,“ hefur AFP eftir honum. Fjölmiðlar í mörgum Evr- ópulöndum gagnrýndu mjög af- stöðu Pólverja og Spánverja og gerðu þá ábyrga fyrir því að leið- togafundurinn strandaði. Frönsku blöðin sögðu það vera „hneyksli“ hvernig fór. „Það má stilla Póllandi og Spáni upp sem sökudólgunum sem gerðu allar vonir um mála- miðlun að engu,“ skrifaði Le Journal de Dimanche til dæmis. Dagblaðið Le Parisien lét þess þó getið, að á göngunum í Brussel hefði einnig heyrzt að Chirac Frakklandsforseti hefði neitað að líta á nokkra málamiðlun í at- kvæðavægisdeilunni. Hin „inngönguríkin“ fara sínar leiðir óháð Póllandi Stjórnmálaskýrendur veittu öðru eftirtekt, þessu tengdu. Á leiðtoga- fundinum hefði sú skipting milli „gömlu“ og „nýju“ Evrópu, sem t.d. bandaríski varnarmálaráðherr- ann Donald Rumsfeld gerði að um- talsefni þegar deilurnar um Íraks- stríðið stóðu sem hæst, virst horfin með öllu. Hin löndin níu, sem eru á leið inn í ESB ásamt Póllandi, voru flest hin sáttustu við stjórn- arskrársáttmáladrögin, enda hafa þau á því tveggja ára langa ferli sem smíði þeirra á að baki, haft ríkuleg tækifæri til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Ráða- menn sumra fyrrverandi aust- antjaldslandanna, svo sem Tékklands og Ungverjalands, voru jafnvel fljótir til að lýsa því yfir að ef alvara yrði gerð úr hugmyndum um „framvarðasveit“ ESB-ríkja sem ganga myndi lengst í Evrópu- samrunanum myndu þeirra lönd ekki láta sitt eftir liggja heldur hiklaust vilja vera með í brautryðj- endaliðinu. Þetta sýndi einnig að „litlu“ löndin í Mið- og Austur-Evrópu – Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía og Eystrasaltslöndin – eru ekki á þeim buxunum að lúta for- ystu Pólverja, þótt þeir, í krafti þess að vera langfjölmennasta þjóðin í „inngönguhópnum“, vilji gjarnan líta svo á að þeir gegni slíku forystuhlutverki. Lausir endar hnýttir á nýja árinu Leiðtogum ESB tókst ekki að reka enda- hnútinn á nýjan stjórnarskrársáttmála um helgina, eins og til hafði staðið. Auðunn Arnórsson leit á stöðu mála. AP Leszek Miller, forsætisráðherra Póllands, t.v., og Jacques Chirac Frakklandsforseti heilsast á leið- togafundinum í Brussel. Miller var í hjólastól eftir að hafa slasazt í þyrluslysi í byrjun mánaðarins. auar@mbl.is Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi sambands okkar við Bandaríkin. Öryggis- áætlunin staðfestir sjónarmið okkar um að ekkert kemur í staðinn fyrir Atlants- hafstengslin. Saman geta þessi tvö öfl, Evrópusambandið og Bandaríkin, stuðlað að bættum heimi. Ástæðu þess er auðvelt að skilja. Evrópa er eini mögulegi samstarfsaðili Bandaríkjanna og öfugt. Engin af þeim mikilvægu áskorunum sem bæði Evrópa og Bandaríkin standa frammi fyrir verða leystar án stuðnings og skuldbindinga hvort annars. Í flestum tilvikum standa menn andspænis ógnunum beggja vegna Atlantshafsins. Evrópa er ekki betur varin gagnvart hryðjuverkum en Bandaríkin. Því miður hefur Evrópa staðið lengur frammi fyrir hryðjuverkum. Nú er enn mikilvægara en áður að vinna saman og veita gagnkvæma aðstoð. Að auki er samræming á samstarfi okkar mikilvæg til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna. Nánari samvinna mun áfram verða mikilvæg til að vinna að lausn svæðisbundinna átaka. Ástandið á Balkanskaganum er nýlegt dæmi þess. Samvinnan er lykillinn að friðvænlegri lausn í Mið-Austurlöndum. Án þess er möguleg lausn annarra vandamála svæðisins nánast vonlaus. Af framansögðu er hægt að draga tvær ályktanir. Fyrst, að ef betra jafnvægi ríkir mun samvinnan verða mun áhrifameiri. Meiri máttur Evrópu mun opna möguleika fyrir aukið samstarf. Í öðru lagi er Atlantshafssamstarfið mun meira en að- eins hið mikilvæga samstarf Evrópusam- bandsins og NATO, sökum hins alþjóðlega hlutverks. Öryggisstefnan endurspeglar um hvað Evrópusambandið snýst. Það er hvorki ríki né hernaðarsamtök. Það er þátttakandi í alþjóðakerfinu sem byggir stoðir sínar á pólitískri og efnahagslegri samvinnu, sem með þeim borgaralegu og hernaðarlegu tækjum sem aðildarríkin búa yfir gerir okkur kleift að gegna hlutverki við lausn mála. Allt þetta gerir það að verkum að hin evrópska öryggisstefna er sérstaklega mikilvægt skref í þróun Evrópusambands- ins. Ég er þess fullviss að íbúar Evrópu, sem og bandamenn okkar, munu leggja sitt af mörkum til að við getum byggt betri heim. eða hernaðaraðgerðum, áður en löndin í kring liðast í sundur, áður en mannskaðar verða eða þegar merki um útbreiðslu vopna berast. Viðbrögð Evrópu við ætlun Írans um að koma sér upp kjarn- orkuvopnum eru rök fyrir því að það sé rétt nálgun. Við óskum einnig réttlátari heims. Engin þessara ógna er eingöngu hernaðarlegs eðlis, eða verður hægt að takast á við ein- göngu með hernaðarafli. Þetta eru rök með sjónarmiðum Evrópusambandsins. Stund- um er besta leiðin til að takast á við flókið ástand að taka fyrr á vandamálinu, eins og að aðstoða við lausn svæðisbundinna átaka. Það getur falið í sér að leita þurfi að rót vandans sem er orsök viðkomandi ógnar. Barátta gegn mikilli fátækt og útbreiðslu faraldra í þróunarríkjum, kemur í veg fyrir hættuleg átök um náttúruauðlindir og orkulindir, og að stuðla að betri dreifingu gæða alþjóðavæðingarinnar, er allt hluti af öryggi Evrópu. mikilvægustu stefnumála Evr- ndsins: að styrkja Sameinuðu r forgangsatriði hjá Evrópu- u. ðandi, og þar sem við erum n heiminum í heild, þarf Evr- ndið að halda áfram að stuðla að amskiptum við Rússland, og í a sem aðhyllast okkar markmið eru reiðubúnir að vinna þeim Afríku, Suður-Ameríku og As- m stuðla að heimi með meiri og meira öryggi. Þess vegna að geta stuðlað að fyrirbyggj- ðum – að ganga fram af festu áð- fara úr böndunum. Evrópu- þarf, í samræmi við hlutverk ðavettvangi, að vera fært um að stjórnmála- og efnahagssviðinu, arríkjunum, að hafa frumkvæði ála, og vera í fararbroddi í borg- erkefnum, löggæsluaðgerðum skri öryggisstefnu Höfundur er talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Reuters rseti Evrópuþingsins, ræða við fréttamenn í Brussel um helgina. Ekki tókst fur miðað vel áleiðis í átt að sameiginlegri varnarstefnu ESB-ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.