Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna SigurbjörgHafsteinsdóttir fæddist á Gunn- steinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Hafsteinn Péturs- son, bóndi á Gunn- steinsstöðum, f. 14. jan. 1886, d. 28. ág. 1961, og kona hans Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir, f. 15. sept. 1901, d. 11. ág. 1974. Systkini Önnu eru: Pétur, f. 13. mars 1924, d. 9. okt. 1987, kvæntur Gerði Aðalbjörns- dóttur, f. 6. okt. 1932, Fríða Margrét, f. 21. sept. 1933, gift Kjartani Ásmundssyni, f. 8. apríl 1946, Erla, f. 25. feb. 1939, gift Friðriki Björnssyni, f. 8. júní 1928, Magnús Gunnsteinn, f. 27. maí 1941, d. 30. apríl 1995, og Stef- án, f. 24. des. 1943. Anna ólst upp á Gunnsteinsstöðum, fór í Hjúkrunar- skóla Íslands og lauk þar námi 1959. Hún vann við Sjúkrahúsið á Ak- ureyri 1960. Einnig vann hún um tíma við hjúkrun í Sví- þjóð og Noregi, en aðallega helgaði hún Landspítalanum krafta sína. Anna lauk stjórnunarnámi við Hjúkrunarskóla Íslands vorið 1986. Hún var deildarstjóri á Landspítalanum frá 1967 til 1988. Útför Önnu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku systir. Nú þegar þú ert horfin sjónum mínum hugsa ég til baka. Þú varst alltaf að gera eitt- hvað fyrir aðra. Sú mikla hjálp sem þú veittir mér verður seint fullþökkuð. Baráttuvilji þinn var ótrúlegur. Öll þau veikindi sem þú hefur þurft að ganga í gegnum. Fyrst voru það berklarnir sem þú smitaðist af sem barn og losn- aðir ekki við fyrr en 1972. Þá loks fannst að þú varst með lokaða berkla í öxlinni, sem kostaði mikla aðgerð og fötlun á öxl. Síðan margar aðgerðir vegna krabba- meins í brjósti og síðast bakaðgerð sem var efalaust sú erfiðasta og sem þú náðir þér aldrei eftir. En nú ætla ég að reyna að horfa á björtu hliðarnar í lífi okkar sam- an. Ég minnist þess þegar við vor- um á Unglingaskólanum á Blöndu- ósi og leigðum eitt herbegi hjá Jóhönnu Þorsteinsdóttur frænku okkar, þá voru nú vandamálin leyst á staðnum. Fyrir páskana vildum við ólmar komast heim en stórhríð var og allt ófært. Þá ákváðum við að fara gangandi heim, en við voru vel uppaldar stúlkur og ákváðum að fá leyfi hjá skólastjóranum. Við hittum hann og hann taldi það alveg fráleitt að við legðum í slíka tvísýnu og vildi fá okkur inn til að þiggja kaffi. Þú afþakkaðir það kurteislega. En heim fórum við gangandi og allur dalurinn fylgdist með okkur. Næsta vetur héldum við sín í hvora áttina, þú til Reykjavíkur en ég til Akureyrar. Síðan eyddir þú ævinni að mestu leyti við að hjúkra fólki og fórst það vel úr hendi. Ég minnist bernsku okkar og alls sem við áttum saman á æskuheimilinu. Þú varst stolt af honum Svaða þegar þú þeystir áfram á töltinu. Enginn hestur var jafnoki hans á því sviði. Þú varst alltaf sú sem vildir gera öðrum greiða og styrkja á erfiðum stundum. Ef einhver úr fjölskyldunni kom til Reykjavíkur varð hann að mæta í mat hjá þér. Þú varst hinn sterki leiðsögumað- ur. Mikið hlakkaði ég til þegar þú komst og eyddir sumarfríunum þínum hjá mér. Þá þurfti ég ekki að vera að hugsa um eldhússtörfin. Þú hafðir yndi af að búa til góðan mat og það brást ekki. Elsku systir, þetta eru kveðju- orð til þín: Man ég æskuárin, yndisbros og tárin, gleði og sviðasárin sól og daga langa, vinarhönd á vanga. Nú græt ég sárt um sólarlag þau sumarbros og liðinn dag. ( Stefán frá Hvítadal.) Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Erla. Elsku Anna. Orð mega sín ekki mikils, nærvera er vanmáttug. Sjúkrasaga þín var fjölbreytt, mætti jafnvel kalla hana stór- brotna á köflum. Þú tókst veik- indum þínum af æðruleysi þrátt fyrir að þér fyndust þau ekki alltaf réttlát. Hvorki veikindum né öðru er jafn skipt. Sl. tvö ár voru þér erfið en þó áttir þú góða daga inni á milli. Margs er að minnast, þú ert bú- in að vera stór hluti af minni fjöl- skyldu frá fyrstu bernskusporum, ekki síst sl. 20 ár. Þú varst okkur stoð og stytta þegar við fluttum til Reykjavíkur og hafðir alltaf tíma. Matarboðin þín voru ófá og það fór í taugarnar á þér þegar veikindi þín urðu til þess að þú áttir erf- iðara með að bjóða fólki í mat, þú hættir því ekki þó erfitt væri. Takk fyrir alla umhyggjuna sem þú veittir strákunum mínum. Það er auðvelt að sjá fyrir sér þig og Óðin að baka súkkulaðiköku sem ykkur fannst nú ekki leiðinlegt og heldur ekki slæm. Þá eru veiði- ferðirnar þínar inn á heiði minn- isstæðar, þar sem þú veiddir lax og silung og kenndir óreyndum. Þú eignaðist marga góða vini á lífsleiðinni sem stóðu með þér í veikindum þínum. Það ber að þakka. Allri þinni starfsævi eyddir þú í að hlynna að sjúkum og það er erfitt að hugsa sér þig gera nokk- uð annað. Þrátt fyrir að veikindin væru þér oft þungbær fannst mér þú ekki tilbúin til þess að deyja, en kannski er maður það aldrei. Von- andi líður þér vel á nýjum stað og ert hress og kát. Sjáumst síðar, Hafrún. Núna hefur hún yndislega frænka mín, Anna, lokið sínu jarð- neska lífi. Elsku Anna, daginn sem þú lést fórum við Friðrún í Gil og þar var flaggað í hálfa stöng og ég vissi hvað það þýddi og ég held að ég hafi aldrei verið eins lengi að labba þessa stuttu heimreið. Ég hugsaði og hugsaði um þig og hvað þú vær- ir búin að gera margt fyrir mig og alla, allar samverustundirnar okk- ar. Þú studdir alltaf þá sem minna máttu sín, í hverju sem var. Á sumrin þegar þú varst að koma í Gil hlökkuðu allir til og þegar ég var yngri beið ég spennt í marga daga áður en þú komst. Það er hreint ótrúlegt hvað svona mikil veikindi eru lögð á eina manneskju, en þú lést það aldrei í ljós við mig. Kannski vegna þess að þú vildir ekki valda mér áhyggjum. Ég man eftir öllum sögunum sem þið amma sögðuð mér sem gerðust á bernskuheimilinu, Gunn- steinsstöðum, þegar þið voruð litl- ar, sértaklega hestasögurnar, sem voru oft um hann Svaða þinn. Ég tók líka einu sinni viðtal við þig vegna verkefnis í skólanum. Átti þetta viðtal að vera um gamla siði í sveitum, vinnubrögð og húsa- kynni, en þú sagðir að heimili ykk- ar hefði verið svo nýtískulegt á þessum tíma, en ég tók nú samt viðtalið. Svo voru það allar veiðiferðirnar sem voru farnar upp á Eyvind- arstaðaheiði og þegar ég veiddi ekkert veiddir þú einn silung handa mér og sagðir að ég ætti að segja mömmu og pabba að ég hefði veitt silunginn, svo þau gætu verið hreykin af litlu stelpunni sinni. En ég verð að segja að ég kvíði fyrir að þurfa að kveðja þig, mér fannst stundum að þú værir líka amma mín, að ég ætti tvær móð- urömmur. Þakka þér fyrir allt. Erla Rún. Elsku Anna mín. Þegar ég hugsa til þín þá reikar hugur minn aftur í tímann, til þeirra daga þeg- ar ég var að alast upp í sveitinni í Svartárdalnum. Við systkinin hlökkuðum alltaf til sumarsins og ekki síst til þess að þú kæmir í heimsókn. Þú barst sterkar taugar heim í sveitina þína og komu þinni fylgdi því ferskur blær í bæinn. Ekki sakaði fyrir okkur börnin að þú hafðir alltaf eitthvað í pokanum meðferðis. Þegar þú varst hjá okk- ur var margt brallað og gert. Þú naust þín, við nutum þessa að vera með þér og þú varst ávallt sá sem gaf og var það þitt líf og yndi. Gjafmildi þinnar naut ég sér- staklega þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur í háskóla. Ég var feimin og frekar óframfærin. Ef til vill sást þú sjálfa þig, þegar þú fórst ein í fyrsta skipti fjarri heimahögum til náms í Reykjavík. Þú tókst mig í arma þína og leiddir með hlýju þinni, umhyggjusemi og hvatningu eftir þeim stígum lífsins sem mín biðu. Fyrir mig var það mikill styrkur og hjálp sem ég get seint þakkað þér. Ég held að ég tali fyrir munn okkar allra í fjölskyldunni, að þú varst okkar stoð og stytta, sem við gátum treyst á að styddir okkur í þeim verkefnum sem lífið lagði á okkur. Ef á einhvern var hallað eða ef eitthvað fór úrskeiðis þá tókst þú hans málstað og studdir í blíðu og stríðu. Að heimsækja þig á heimili þitt í Dúfnahólum minnist ég með hlýju. Andrúmsloftið var afslappað og þú vafðir mig örmum þínum og alla sem til þín komu. Hjá þér átti ég skjól frá amstri dagsins sem ég vissi að ég gæti leitað í og fundið frið ef með þurfti. Þú horfðir á það jákvæða í lífinu og það hjálpaði þér áfram í barátt- unni við erfiðan sjúkdóm, sjúkdóm sem þú þekktir vel og varst búin að leggja þig alla fram við að hjálpa öðrum að takast á við, sem hafði þó sigur að lokum. Þó að lífið væri þér ekki alltaf hliðhollt, þá gafst þú aldrei upp og barðist hetjulegri baráttu fram til síðustu stundar. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og munu góðar minningar um þig hjálpa mér áfram á lífsins braut. Takk fyrir allt og allt. Guðríður Friðriksdóttir. Elsku Anna mín, það rifjast upp margar góðar minningar þegar við hugsum aftur til þess tíma er þú komst í sveitina til ömmu á hverju sumri. Þá var oftast mikið bakað og þegar maður kom inn eftir að hafa verið að leika sér úti varst þú alltaf nýbúin að baka eitthvað gott. Einu sinn þegar þú varst hjá ömmu, fórum við með þér að tína sveppi í brekkunni fyrir ofan bæ- inn. Við tíndum fulla fötu og þú sagðir okkur hvaða sveppi mætti borða og hverja mætti alls ekki borða. Einu sinn leyfðir þú okkur og Friðrúnu að baka með þér snúða. Við bökuðum kanilsnúða, kanilsn- úða með eplum og kanilsnúða með rúsínum. Mér fannst kanilsnúð- arnir með eplunum bestir. Það var samt líka gaman þegar við komum í vetrarfríinu okkar til Reykjavíkur og þú fórst með okk- ur í Smáralind í fyrsta skipti. Þá keyptirðu ís og límmiða handa okkur. Þú varst líka mjög dugleg að koma og heimsækja okkur út í Ed- inborg. Þú sóttir okkur í skólann og fylgdir okkur í skólann. Þú varst okkur mikil huggun þann dag sem tilkynnt var að einn bekkjarbróðir minn (Guðrúnar) væri dáinn. Þú og Auður Anna bið- uð eftir mér utan við skólann. Ég kom grátandi út og þú tókst utan um mig og keyptir handa okkur smá nammi, en síðan löbbuðum við heim í hægðum okkar. Það var gaman þegar þú og amma fóruð með okkur í fjallaferð í Ingólfsskála og upp á Hofsjökul. Ég man þegar við gistum í Ingólfs- skála. Þá héldum við að draugur væri kominn í húsið. Okkur fannst gaman að þú gast farið með okkur í þessa ferð. Takk fyrir að hafa verið svona góð við okkur. Guðrún Margrét og Auður Anna. Það stendur kona á árbakkanum víð ármót Blöndu og Svartár með veiðistöng og kastar útí. Hún get- ur ekki staðið kyrr af spennigi. Skyldi bíta á hjá henni. Það hefur alltaf verið lax í þessum hyl segir hún og brosir vongóð um árangur. En þessi ferð tekur enda sem lífið sjálft. Nú er hún Anna frænka mín búinn að kveðja og farin að reyna við laxinn sem hún missti af í sínu jarðneska lífi. Er ég kom til hennar Önnu frænku minnar nú í byrjun nóv- ember datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta skiptið sem ég sæi þá heiðurskonu, enda þótt hún væri búin að glíma við það mein sem okkur öllum stendur stuggur af, „krabbann“, í 12 ár eða meira. Hún sem hafði eytt mestu af sinni starfsævi í að hjúkra þeim sem fengið höfðu þann sjúkdóm. Ein vinkona hennar sem býr á Siglu- firði og er hjúkrunarfræðingur sagði um Önnu Hafsteinsdóttur: „Ef ég sjálf væri búin að ganga í gegnum alla þær sjúkdómshremm- ingar sem Anna frænka þín gekk í gegnum þá væri ég löngu dáin.“ Hún hafði svo sterkan lífsvilja og kjark að aðdáunarvert var. Á þessari kveðjustund þar sem ég kveð Önnu frænku minnist ég margs. Þakka fyrir það sem hún kenndi mér. Þakka fyrir margs konar stuðning sem hún veitti mér. Hún stóð alltaf með sínum, sama hverju á gekk. Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið. Örn Friðriksson og fjölskylda. Mig langar að minnast hér í nokkrum orðum hennar Önnu okk- ar Hafsteinsdóttur, því Anna hefur verið svo stór þáttur í lífi mínu síð- an ég man eftir mér. Móðir mín og Anna kynntust í bernsku fyrir norðan þar sem móðir mín ólst upp í Blöndudaln- um og Anna í Langadal. Mikið var gaman að hlusta á þær tala um Norðurland, allt þar var eins og sveipað einhverjum ævintýra- ljóma. Aldrei bar skugga á vináttu þeirra, enda Anna einstaklega trygg kona, hvort sem það voru ættingjar, vinir eða atvinna sem hlut áttu að máli. Anna vann mestan sinn starfs- aldur á Landspítalanum og í mörg ár sem deildarhjúkrunarkona. Margar minningar koma upp í hugann þegar litið er yfir farinn veg, eins og þegar ég maðurinn minn fluttumst vestur á Firði og bjuggum þar um nokkurra ára skeið með drenginn okkar ungan að árum. Þar sem við þekktum engan fyrir vestan voru þetta mik- ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR Þegar hringt var í okkur að morgni fyrsta sunnudags í aðventu og okkur tilkynnt um lát Gyðu móður Margrétar vinkonu okkar sótti að okkur mikill tregi. Glaðvær og kát kvaddi Gyða okkur hjónin uppi í sumarbústað viku áður en hún hélt í langþráða ferð til Orlando þar sem hún og Ragnar ætluðu að dvelja næstu fimm vikurnar með Margréti og Magnúsi. En ekki enda allar ferðir eins og til stendur í upphafi og svo varð um þessa. Þessi góða kona kvaddi þennan heim í Orlando í upphafi þeirrar ljósahátíðar sem nú fer í hönd í til- GYÐA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR ✝ Gyða ÞórdísJónsdóttir fædd- ist á Vatnsleysu í Biskupstungum í Ár- nessýslu 23. desem- ber 1922. Hún lést í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum 29. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. desember. efni fæðingarhátíð frelsarans og mun hennar verða sárt saknað af okkur öllum sem hana þekktu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum læt- ur hann mig hvílast, Leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Margrét, megi guð vera með þér og fjölskyldu þinni. Ragnhildur Bender og Guð- mundur H. Sigmundsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA PÁLSDÓTTIR frá Svínafelli, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 17. desember kl. 13.30. Guðmundur Einarsson, Dröfn Ólafsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Jón Barðason, Lárus Einarsson, Sólveig Brynja Magnúsdóttir, Ólöf, Skúli, Barði Már, Þóra, Lára og Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.