Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 29 il viðbrigði fyrir hann, og spurði hann fyrstu konuna sem hann kynntist þar hvort hún gæti verið vinkona hans í Bolungarvík, því að hann ætti „konuvinkonu“ í Reykja- vík sem héti Anna. Þetta sýnir hvað börnin í okkar fjölskyldu tengdust Önnu alveg eins og við systkinin gerðum. Það var alveg sama hvort það voru veikindi eða veislur í fjöl- skyldunni, alltaf var Anna til stað- ar eins og klettur. Önnur minning kemur líka upp í hugann hjá mér, að fyrir nokkrum árum veiktust foreldrar mínir illa af flensu rétt fyrir jól og við systk- inin á kafi í vinnu. Þá hugsaði ég auðvitað til Önnu, hringdi í hana og bað hana að kíkja til þeirra til að athuga hvort kalla þyrfti á lækni. Anna fór strax til þeirra, bjó til kjarnmikla grænmetissúpu og sinnti þeim með sinni einstöku umhyggju og alúð. Einnig fylgdi alltaf góður slatti að glettni með. Anna hafði einstaklega gaman af að baka, elda og bjóða í mat, enda algjör snillingur á því sviði eins og öðru sem hún kom nálægt. Glöggt dæmi um áhuga hennar á mat er að u.þ.b. tveimur vikum fyrir andlátið bað hún föður minn að prenta út fyrir sig uppskrift sem var í matreiðsluþætti í sjón- varpinu. Mikill er missir okkar og sökn- uður, sérstaklega móður minnar sem hefur misst sína æskuvin- konu. Við þökkum fyrir minningar sem við eigum um Önnu og geym- um í hjarta okkar. Hennar er sárt saknað. Ég sendi systkinum Önnu og þeirra fjölskyldum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vilborg Ósk Ársælsdóttir. Haustið 1986 komum við Hildur vinkona mín suður til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla og tónlist- arskóla. Við vorum 17 ára og feng- um fyrsta veturinn að vera í íbúð frænku minnar í Dúfnahólum 4. Við hliðina á okkur bjó vinkona frænku minnar, Anna Hafsteins. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum komnar í meira en hálft fæði hjá Önnu sem var sko ekkert slor. Öll menntaskólaárin vorum við tvisvar til þrisvar í viku í mat annaðhvort hjá frænku minni eða Önnu Hafsteins. Í minningunni er þetta yndislegur tími. Anna var mikill sælkeri og fordekraði okkur. Hún átti forláta espressómaskínu og gat búið til kaffi, sem þá var bara hægt að fá á kaffihúsum, heima hjá sér. Jafnvel á rúmhelg- um dögum var ávallt einhver smá eftirréttur, ilmandi cappuccino, konfekt eða súkkulaði, hún var líka listakokkur og besta pura sem ég hef á ævinni smakkað var á svínabógi sem Anna eldaði. En það var ekki síður andleg næring sem við fengum. Anna fylgdist vel með því sem við vorum að bauka og var umhugað um að við værum duglegar að stunda fé- lagslífið í skólanum. Ég held að sú staðreynd að mér hafi sennilega tekist að fara á öll skólaböll sem í boði voru á menntaskólaárunum sé ekki síst Önnu að þakka. Það var engin afsökun tekin gild. Það að maður ætti ekkert að fara í var blásið á og þrátt fyrir að hún væri ríflega 30 árum eldri en ég og áreiðanlega 15 sentimetrum lægri tókst að finna föt í fataskáp Önnu sem pössuðu. Ótrúlegasta flíkin var vafalaust svarta kápan hennar sem var þeirrar náttúru að fara vel á öllum sem í hana fóru. Eftir að menntaskóla lauk sáumst við ekki eins oft enda fór- um við vinkonurnar báðar fljótlega utan til náms. Ég kom þó alltaf við þegar ég var á landinu og fékk heimabakað hafrakex „a la Anna“ og espressó. Hún hafði yndi af fal- legum hlutum og átti fallegt og notalegt heimili með því mest allt- umvefjandi sófasetti sem ég hef kynnst. Notalegheitin voru slík að maður var stundum þaulsætnari en góðu hófi gegndi en aldrei kvartaði Anna og maður var ávallt velkominn aftur til langdvalar. Ástvinum Önnu sendi ég inni- legar samúðarkveðjur um leið og ég þakka kynni sem aldrei munu gleymast. Sveinbjörg Halldórsdóttir. Ég kynntist Önnu Hafsteinsdótt- ur fyrst fyrir rúmum 40 árum. Hún var þá ung hjúkrunarkona á lyfja- deild gamla Landspítalans og skar- aði þá þegar fram úr í starfi. Enn betur kynntist ég henni 1976 þegar ég hóf störf sem sérfræðingur á þessum sama spítala. Hún hafði þá starfað um hríð sem deildarstjóri á lyfjadeild 11-B og því starfi gegndi hún lengst af sína starfsævi. Anna var góður stjórnandi. Hún var mannþekkjari og laðaði til sín gott starfsfólk sem gjarnan ílentist. Vissulega bar við að hjúkrunar- fræðingar hennar væru kallaðar til aukinna mannaforráða á öðrum deildum. Það fannst fleirum en mér vera meðmæli að hafa fengið starfsuppeldi sitt undir hennar forsjá. Anna var meðal bestu hjúkrunarfræðinga sem ég hef kynnst. Sjúklingurinn var ávallt í fyrirrúmi. Læknar tala um það sín á milli að hafa „klínskt nef“. Það þýðir að greina auðveldlega á milli þeirra sjúklinga sem eru mikið veikir og hinna sem ekki eru það. Kvartanir sjúklings segja ekki nærri alltaf til um þetta og á því hafa margir hjúkrunarfræðingar og læknar flaskað. Anna hafði frá- bært „klíniskt nef“. Hún hafði með langri reynslu lært mikið í lækn- isfræði og fór vel með þá kunnáttu. Hún þekkti mjög vel skilin á milli starfsviðs lækna og hjúkrunar- fræðinga og kom skoðunum sínum og tillögum prúðmannlega til skila. Hún þoldi illa allt fúsk og kæmu hjúkrunarfræðingar á hennar deild sem það stunduðu urðu þær ekki langlífar þar. Slakir læknar sluppu heldur ekki við gagnrýni. Alltaf var hún samt sanngjörn og varði sitt fólk teldi hún ómaklega á það hall- að. Anna var ógift og barnlaus og helgaði líf sitt starfinu.Hún kunni ekki að hlífa sér. Dr. Bjarni Jóns- son, sá mikli höfðingi, kvaddi ógleymanlega samverkakonu sína systur Gabriellu þessum orðum: „Hún var heilsteypt kona. Það var engin feyra í steypunni og efnið var gull.“ Með þessum sömu orðum vil ég kveðja Önnu Hafsteinsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Tryggvi Ásmundsson. Ég vil í fáum orðum minnast Önnu Hafsteinsdóttur frá Gunn- steinsstöðum A-Hún. Ég fékk að kynnast Önnu þar sem hún var föðursystir mannsins míns, Haf- steins Péturssonar. Anna var lærð hjúkrunarkona og búsett í Reykja- vík. Krafta Önnu fengum við að njóta þegar maðurinn minn varð fyrir slysi í Langadal í A-Hún. Var hún þá stödd í sveitinni og kom þá upp hjúkrunarkonan í henni og fylgdi hún okkur í flugi til Reykja- víkur og studdi okkur þar. Þremur árum seinna fékk sonur okkar bráðahvítblæði og var á Landspít- alanum, Anna var þá að vinna á sama sjúkrahúsi og kom hún oft yfir til mín og veitti mér styrk. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til Önnu, þar var alltaf tekið vel á móti okkur hvort sem hún var frísk eða veik. Anna var mjög ákveðinn persónuleiki og vildi hún hlífa sínum nánustu við veikindum sínum. 30. nóvember fengum við þær fréttir að Önnu væri að hraka eftir erfiða baráttu við krabba- mein. Við hjóninn vorum að fara til Edinborgar, fórum við suður seinnipartinn 1. desember og kom- um við hjá þér og gátum kvatt þig. Síðan fengum við þær fréttir 2. desember að þú værir látin og mun ég alltaf muna dánardaginn þinn, elsku Anna, því þetta er af- mælisdagurinn minn. Viljirðu þiggja mikið þú mikið gefa skalt. Fáirðu að gjöf heilt hjarta. Þá gefðu líf þitt allt. (Friedrich Ruckert.) Guð geymi þig elsku Anna. Hafðu þökk fyrir allt. Sigríður Bjarkadóttir. ✝ Erna DagmarGuðmundsdóttir Åsbrink fæddist 8. mars 1945. Hún lést á sjúkrahúsi í Malmö í Svíþjóð, laugardag- inn 29. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Oddný Sigtryggs- dóttir, f. 28.1. 1918, d. 7.6. 2002, og Guð- mundur Kr. Guð- mundsson, f. 4.8. 1920, d. 14.4. 1998. Systkini Ernu eru: Guðmundur Kr. kvæntur Þóru Benediktsdóttur, Sigrún Valgerður, gift Sigþóri Sigurjónssyni, Friðrik Örn, kvæntur Margréti Gunnarsdótt- ur, og Ingibjörg Alda gift Sigurbirni Einarssyni. Erna flutti 17 ára til Svíþjóðar þar sem hún nam snyrti- fræði og rak eigin fótsnyrtistofu um margra ára skeið. Hún giftist Perry Åsbrink og eignuð- ust þau einn son, Robert Åsbrink, f. 23.2. 1973. Erna og Perry skildu. Minningarathöfn um Ernu verður í Fossvogskapellu í dag og hefst hún klukkan 15. Útför Ernu fór fram í Malmö 12. desember. Sorgin hefur aftur barið að dyr- um, og nú kveðjum við Ernu frænku mína í hinsta sinn. Þrátt fyrir að hafa fest djúpar rætur í Svíþjóð á rúmum fjörutíu árum var Erna alltaf ræktarsöm við fjöl- skyldu sína á Íslandi, og okkur systkinabörnin. Mér eru sérstak- lega kærar minningarnar um sum- arið sem ég dvaldi í Malmö hjá henni, Perry og Róbert ellefu ára gamall. Eins og oft er með æsku- minningar, þá skildi ég ekki fyrr en löngu síðar að slík systrabönd eru ekki sjálfgefin, og að það var mér mikil gæfa að fá að njóta þess. Oft minnist ég ferðalagsins með þeim um Svíþjóð og Danmörku sem var þroskandi og skemmtileg reynsla. Það er ljúfsár skylda að minnast þeirra kosta sem prýddu Ernu frænku. Líkt og Oddný amma og Guðmundur afi var Erna jarðbund- in, hagsýn og sjálfstæð. Hún var aðeins sautján ára þegar hún flutti til Svíþjóðar til að hefja nám í snyrtingu. Þar kynntist hún Perry Åsbrink og stofnaði heimili til frambúðar í Malmö. Við Róbert sonur þeirra erum fæddir sama ár, og eigum skírnarmyndir hlið við hlið í fjöskyldualbúminu. Við vor- um minnt á það í sumar þegar Viktor systursonur minn var skírður í kjólnum sem Róbert not- aði fyrstur, og Oddný amma hafði saumað úr brúðarslörinu hennar Ernu. Þá var ljóst í hvað stefndi með veikindi hennar, og gleði mín við að sjá litla frænda ausinn vatni klæddan þessum erfðagrip var óneitanlega blönduð trega. Að sjá á eftir svo lífsglaðri og sterkri konu ekki eldri en fimmtíu og átta ára er afskaplega sárt, þrátt fyrir allar þær hlýju minn- ingar sem hún skilur eftir sig. Frá- fall Ernu heggur stórt skarð í raðir fjölskyldunnar, en sárastur er auð- vitað missirinn fyrir Róbert. Elsku frændi, fyrir hönd okkar systkin- anna og foreldra okkar sendi ég þér innilegar kærleiks- og samúð- arkveðjur. Gauti Sigþórsson. Mig langar til þess að minnast Ernu móðursystur minnar í örfá- um orðum. Alla mína tíð hefur hún búið í Svíþjóð en samskiptin voru alltaf góð og frétti maður reglulega af henni og Róbert. Þegar ég var yngri að árum og skildi ekki alveg af hverju Íslendingar væru að búa í útlöndum þá innst inni var ég alltaf að vona að Erna og Róbert myndu nú flytja heim til Íslands og búa hjá fjölskyldu sinni. Auðvitað vissi ég ekki þá hversu rótgróin Erna var í Svíþjóð og að þetta væri orð- inn hennar heimavöllur að mestu leyti, svo áttaði ég mig á því seinna. En það var alltaf gaman að fá hana heim því hún var jú mikil fjöl- skyldumanneskja og fyrsta orðið sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um Ernu er „væntum- þykja“. Henni þótti svo vænt um alla í kringum sig og ég fann þessa strauma frá henni alltaf þegar ég hitti hana, það þótti mér alltaf svo notalegt. Eftir lifa margar góðar minning- ar um yndislega frænku. Guð geymi þig elsku Erna mín. Þín systurdóttir Hanna Ýr. Ernu hitti ég fyrst haustið 1961 á Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað. Dökkhærð, bláeygð og með fallegt bros. Við urðum strax góðar vinkonur þennan vetur og sá vin- skapur hefur verið mér dýrmætur alla tíð. Árið 1962 fór Erna með frænku sinni til að vinna á herragarði í Sví- þjóð, það voru mörg bréfin sem gengu á milli okkar á þeim tíma. Erna giftist úti og eignaðist einn son, Róbert, það var gaman að sjá vinskapinn, elskuna og virðinguna á milli þeirra. Alltaf var haft samband þegar hún kom til landsins og stundum kom hún til Hornafjarðar í heim- sókn. Hún fylgdist vel með börn- unum mínum og þeirra lífi. Við áttum góðan tíma saman í mars þegar ég heimsótti hana til Malmö, fórum í gönguferðir um hverfið sem hún var nýflutt í og sátum lengi fram á kvöld og spjöll- uðum. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki: Sæl vinkona, þegar ég lyfti símtólinu. Ernu þakka ég trygga vináttu gegnum árin, ég er rík að hafa fengið að kynnast henni, systkinum hennar og for- eldrum. Elsku Róbert minn, ég votta þér og Sofie samúð mína. Einnig votta ég systkinum Ernu og fjölskyldum þeirra samúð mína. Sigríður. ERNA D. GUÐMUNDSDÓTTIR ÅSBRINK ✝ Egill SigurgeirJóhannesson fæddist á Syðra-Ósi við Höfðavatn á Höfð- aströnd í Skagafirði 7. mars 1923. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Egilsson sjómaður, f. á Tjörn- um í Sléttuhlíð 10. nóvember 1885, d. 25. ágúst 1940, og Þóra Guðrún, f. á Hellu á Árskógsströnd 21. nóvember 1883, d. 30. júní 1968. Bróðir Egils var Ingiberg Zophoní- as iðnverkamaður á Akureyri, f. á Syðra-Ósi 10. nóvember 1919, d. 16. apríl 1991, kona hans var Þor- gerður Hauksdóttir, f. 3. október 1920, d. 22. október 1997. Egill kvæntist 17. janúar 1946 Jónínu Sólveigu Jónsdóttur, f. 14. september 1917, d. 11. maí 2001. Dóttir þeirra er Sigríður Jóna, f. 13. desember 1947, var gift Ingva I. Ingasyni forstjóra, f. 29. janúar 1944, en þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sólveig Heiða háskólanemi, f. 12. janúar 1966, maki Arnar Valur Grétarsson, börn þeirra Viktor Örn, f. 21. ágúst 1987, Re- bekka Sif, f. 22. sept- ember 1995, og Sig- ríður Þóra, f. 11. september 1997; 2) Kristinn Þór, kerfis- fræðingur, f. 18. jan- úar 1969, maki Anna María Reynisdóttir, f. 12. ágúst 1977, sonur þeirra er Alex Leó, f. 13. mars 2003, en fyrir á Kristinn þau Anettu Sigdísi, f. 30. mars 1993, og Ragnar Ingva, f. 19. sept- ember 1995; og 3) Egill Jóhann sölufulltrúi, f. 8. desember 1979, sambýlismaður Sigurður Hrafn Sigurðsson. Egill verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er oft erfitt að kveðja góðan mann, og það á svo sannarlega við núna. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsamur að hafa átt þig fyrir afa. Því það er og verður alltaf órjúfanlegur kafli í minningu minni allur sá yndislegi tími sem ég átti með þér og ömmu. Þær voru ófáar helgarnar sem ég fór einn í rútu til Keflavíkur, til að verja helginni með ykkur, og enn man ég vel eftir að sjá þig bíða eftir mér við stoppistöðina og taka á móti mér úr rútunni. Saman röltum við svo heim á Ásabrautina þar sem þú og amma lögðuð ykkur fram við að gera helgina sem ánægjulegasta fyrir mér, sem tókst í hvert skipti. Við sátum oft við taflborðið og öttum þar saman hvítu og svörtu mönnunum. Yfirleitt hafðir þú nú vinninginn. Alltaf gafstu þér samt tíma til að tefla við mig aftur og aft- ur. Það má því alveg segja með réttu að þú hafir komið þessari spilagleði í mig því ég fór að æfa skák og síðar bridge. Í seinni ár var fastur liður er við komum í heim- sókn að taka í spil, og þá var spiluð vist. Þrátt fyrir alla mína reynslu við spilaborðið varð ég oft að játa mig sigraðan fyrir þér. En það var í lagi, fyrir mér var sigur að sjá gleðina í andliti þínu við að taka í spil. Þú varst einstaklega laginn við að leysa krossgátur. Ég hef reynt að feta í þín spor við krossgátugerð, en ég á enn langt í land að ná þinni færni. Við fórum í margar veiðiferðir á Þingvöll. Auðvitað var keppni í gangi um hvor okkar veiddi fleiri fiska. Sem endranær veiddir þú alltaf fleiri fiska en ég, þó að ég hafi fengið ömmu mína til að vekja mig klukkan sex um morguninn til að vera á undan þér út á vatn. Við fór- um í veiðiferð í fyrrasumar, þá ætl- aði ég nú loksins að hafa það af að veiða fleiri fiska en þú. Það þarf auðvitað ekki að segja það, þú veiddir fiskana en ég ekki. Eldri sonur minn er enn að tala um fiskana sem langafi veiddi. Elsku afi minn, núna eruð þið amma saman á ný, eftir sit ég með óteljandi minningar um ykkur. Þennan fjársjóð hugans mun ég varðveita að eilífu. Ég vil votta mömmu og öðrum aðstandendum mína dýpstu og inni- legustu samúð og vona að ykkar andlegi styrkur muni leiða ykkur út úr óhjákvæmilegri sorg ykkar. Kristinn Þór Ingvason. EGILL SIGURGEIR JÓHANNESSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.