Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 ✝ Ásta SigrúnHannesdóttir fæddist á Óðinsgötu 1 í Reykjavík 16. júlí 1920. Hún lést á Borgarspítalanum 10. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hannes Júlíusson, f. 1885, d. 1962, og Margrét Einarsdóttir, f. 1886, d. 1942. Systk- ini hennar eru: Svava, f. 1908, d. 1908, Sigurður, f. 1909, d. 1969, Júlíus Svavar, f. 1911, d. 1930, Ellert Nóvember, f. 1917, d. 1991, Guð- rún Svandís, f. 1922, d. 2000, Haf- steinn, f. 1924, d. 1986, Ragnheið- urlaug Ásta. Ásta giftist 7. september 1946 Óskari Margeiri Beck Jónssyni, f. 2. mars 1922, d. 20. júlí 1997. Börn Ástu og Óskars eru: 1) Ing- unn Jóna Óskarsdóttir garðyrkju- fræðingur, f. 27. júní 1947, maki Jón Sigurðsson og dóttir Ása Ein- arsdóttir, 2) Anna Lísa Óskars- dóttir deildarritari, f. 15. septem- ber 1952, maki Kristján Snorrason, synir þeirra eru Snorri, Óskar og Helgi Leó, og 3) Júlíus Valdimar Óskarsson sjó- maður, f. 5. nóvember 1953, maki Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmars- dóttir, synir þeirra eru Daði og Hjálmar. Fyrir átti Júlíus þrjú börn: Þorgeir Jón, Margréti og Ernu Sólveigu. Ásta vann ýmis almenn verka- mannastörf samhliða húsmóður- starfinu, síðast hjá Þvottahúsi Ríkisspítalanna. Útför Ástu verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur, f. 1926, Júlía Sæunn, f. 1929, og Dagný Björk, f. 1946, hálfsystir, samfeðra. Ásta giftist Bjarna Blomsterberg 1939 en þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: 1) Ingibjörg Ásta Blomsterberg skrif- stofumaður, f. 7. mars 1940, d. 17. júlí 1984, var gift Braga Ólafs- syni, sonur þeirra er Ólafur en fyrir átti hún Ástu Sigrúnu Er- lingsdóttur, 2) Mar- grét Erna Blomsterberg banka- starfsmaður, f. 3. desember 1942, maki Grétar Benediktsson, börn þeirra eru Benedikt Ingi og Sig- Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir, minninganna spjöld, það er eins og englar góðir að mér svífi í kvöld, ástar stjarna eilíf skíni inn í myrkrið svart, er sem kalinn hugur hlýni, húmið verði bjart. Man ég alla ástúð þína, öll þín tryggðabönd, yfir barnabresti mína breiddirðu milda hönd, stundum vildi ég vera góður vænsta yndið þitt. Það er svo gott að eiga móður, sem elskar barnið sitt .... Hver þekkir mátt, er móðir veitir, mild og kærleiksrík ? Allri sorg í unað breytir, engin er henni lík. Hvar finnst vinur hlýr, svo góður, hjartans mýkja sár ? Hvað er betra en blíðrar móður bros og hryggðartár ? (Kristján Jónsson frá Skarði.) Saknaðarkveðja, Erna, Ingunn, Lísa og Júlíus. Hún amma mín var það sem í dag- legu tali er kallað sterkur karakter. Í okkar hópi var hún gjarnan kölluð Drottningin (the Queen) og bar hún þann titil með miklum sóma. Hún vakti yfir okkur öllum og færði okk- ur stöðugar fréttir af því sem efst var á baugi á hverjum tíma hjá öðr- um fjölskyldumeðlimum. Afkomendur hennar eru orðnir margir og dreifðir víða, en eitt fyrsta verk okkar allra við komuna til Reykjavíkur var að heimsækja hana í Skálagerðið. Hún var ávallt viðbúin gestakomum og átti alltaf eitthvað handa öllum í sínum ísskáp. Handa barnabörnunum, og síðar barna- barnabörnunum, átti hún alltaf til ís, „svona hverdagsís“, því ungir munn- ar gera ekki endilega mikinn grein- armun á einu góðgæti og öðru. En þegar maðurinn minn sótti hana heim eitt sinn, þá bræddi hún hans hjarta endanlega og algjörlega, þeg- ar hún tilkynnti honum hátíðlega að hún hefði keypt „svona spariís“ með hann í huga. Og fyrsta verk okkar allra var að hringja í hana þegar við komum á hvern áfangastað, hún var ekkert allt of hrifin af þessum eilífa þvælingi sem var á hennar fólki. Strandarkirkja fékk þónokkur áheit- in frá henni vegna þessara ferða- glöðu afkomenda. Hún var sem sagt svolítið stjórn- söm þrátt fyrir að „það hlustar aldrei neinn á mig“ og svo brosti hún. Bros hennar gat lýst upp herbergi, það var kímið og undirstrikaði sterka (og stundum nokkuð sérstaka) kímni- gáfu hennar. Hún elskaði að heyra og endurtaka góða brandara, „frá, frá, hún er að fara að hengja upp“ og glettin sönglög eins og með Ríó tríói og Randveri. „Og þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið“ fékk hana alltaf til að brosa, sama hversu oft hún heyrði það. Hún las einnig mik- ið, var mikill ljóðaunnandi en segja má að hún hafi verið alæta á bækur („búin með bókasafnið“ tjáði hún okkur fyrir stuttu). Nokkrar bækur voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni, svo sem Góði dátinn Svejk, Pol- lýanna og Brækur biskupsins („sem er bara ekki lengur hægt að fá á bókasafninu“). Henni þótti því ekki leitt að geta talið fjölda stórskálda til sinna ættmenna og fengu flestir að heyra af henni „Margréti sem átti börn með þremur Jónum og einum Böðvari“ en hún var ættmóðir henn- ar og Halldórs Laxness, Guðmundar Böðvarssonar og Stefáns Jónssonar („og svo var hún líka völundur í hönd- unum eins og gjarnan fylgir Mar- grétarnafninu í okkar ætt“). Amma var einnig glæsileg, glysgjörn, tæk- jaglöð (hverjum öðrum hefði dottið í hug að gefa manni eggjasuðutæki í jólagjöf!), gjafmild, mátti ekkert aumt sjá og þannig mætti lengi áfram telja. Hún var í stuttu máli Drottn- ingin okkar. Já, minningarnar eru margar og ljúfar en nú á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til þessarar glæsilegu, sterku konu sem var hún amma mín. Ég er stolt að hafa átt slíka ömmu og þakklát fyrir þau áhrif sem hún hafði á mitt líf. Mig langar að lokum, fyrir hönd fjölskyldunnar, að þakka nágranna- konum hennar, þeim Ernu frænku og Bubbu, fyrir þá einstöku alúð og vel- vilja sem þær sýndu henni síðustu ár- in. Elsku amma mín, ástarþakkir fyrir allt og allt. Þín „ömmustelpa“ Ása. Elsku amma. Við kveðjum þig með eftirfarandi ljóði og þökkum þér fyrir allt það sem þú hefur verið okkur í gegnum tíðina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig. Þínir dóttursynir, Snorri og Óskar. Elsku Ásta, hvað það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Nú fáum við ekki að heyra þinn ynd- islega hlátur og finna þínar frábæru móttökur sem við fengum alltaf hjá þér enda sóttum við alltaf mikið til þín. Þú varst ein af okkar bestu frænkum og við höldum að það sé ekki hægt að finna svona góða frænku nema þá helst í bókum. Við sáum þig aldrei nema glaða og káta og alltaf varstu eitthvað að sýsla þegar við komum, sauma, föndra eða útbúa kaffi og meðlæti þegar við komum til þín. Þú getur ekki ímynd- að þér hvað þú gafst mikið af þér og hve góð fyrirmynd þú varst. Við munum enn þegar þú bjóst á Suður- landsbrautinni með börnin þín, Ing- unni, Lísu og Júlíusi, en þá voru stóru stelpurnar þínar þær Inga og Gréta farnar að heiman, og varst að búa til ljósakrónu úr plastbrúsum. Við systurnar og börnin þín fylgd- umst af ákafa með þessu öllu saman og þvílík dýrð þetta varð, svo fallegt en kostaði lítið. Svona varstu, gerðir alltaf gott úr öllu, eins og ef það vant- aði föt á börnin þín skelltir þú bara upp saumavélinni og reddaðir mál- unum á stundinni. Jólastelpa varst þú mikil og bjóst til fleiri fleiri jóla- skreytingar og gafst þær. Þarna var þér vel lýst, þú vildir alltaf að aðrir fengju að njóta með þér. Elsku Ásta, allar veislurnar sem þú komst í til okkar voru yndislegar enda sögðum við alltaf að það væri engin veisla nema Ásta frænka kæmi og því verður erfitt að venjast núna, en þín munum við alltaf minnast og þú verður alltaf með okkur í anda. Eitt er það sem verður að koma fram, en það er þegar þú gafst okkur köttinn yndislega sem við skírðum Rassmus. Þvílík lukka það var að fá svona kött frá henni Ástu frænku, hann var alveg frábær, en viti menn hann eignaðist kettlinga en nafninu breyttum við ekki samt og við mun- um enn hve mikið þú hlóst. Elsku frænka, það var ekki alltaf sæla hjá þér. Þú misstir yndislega dóttur þína, Ingibjörgu, í blóma lífs- ins en hún var mikil vinkona okkar eins og öll þín börn. Árið 1998 verður þú svo fyrir því áfalli að missa elsku- legan eiginmann þinn, Óskar, sem var stoð þín og stytta. Sjö mánuðum eftir fráfall hans misstir þú svo ást- kæran dótturson þinn, hann Helga Leó. Þetta var erfiður tími, en lífið hélt áfram. Ásta bjó ein fimm síðustu ár ævi sinnar og komum við oft til hennar og alltaf var það sama sagan, alltaf til kaffi, kökur, gleði og góðvild þrátt fyrir erfið veikindi. Við eigum eftir að sakna þín mikið, Ásta frænka, og megi góður Guð blessa þig og varð- veita. Þú varst og verður alltaf ynd- isleg manneskja í okkar augum. Elsku Gréta, Ingunn, Lísa og Júlí- us, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, innilegar samúðarkveðj- ur. Við skulum hafa það í huga alla tíð að hún Ásta frænka var alveg ein- stök. Margrét og Ólöf. ÁSTA SIGRÚN HANNESDÓTTIR Kæri frændi og upp- eldisbróðir. Nú er kallið komið, það er í guðshöndum hver er næstur, en hver hefði trúað því að þú færir rétt sjö mánuðum eftir móður þinni, henni elsku ömmu. Síðast hitti ég þig við jarðarför henn- ar, það hefði ekki hvarflað að mér að þetta væri í síðasta sinn sem ég fengi að faðma þig að mér, og í síðasta sinn sem ég fengi að sjá þetta skemmti- lega bros og glott sem þú hafðir. Síðustu árin hittumst við ekki oft en við fylgdumst alltaf með hvort öðru, og ég veit að þú heldur áfram að fylgjast með litlu Skellu eins og þú kallaðir mig oft þegar ég var krakki. En nú ertu komin til afa, ömmu og systkinna þinna, ég veit að þar er tek- ið betur á móti þér, en allt líf þitt hef- ur gert, okkur er ekki öllum gefið að ganga beinu brautina. ADAM SMÁRI HALLDÓRSSON ✝ Adam SmáriHalldórsson fæddist á Akranesi 4. nóvember 1950. Hann lést 27. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 8. desember. Kæri Smári. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Enginn getur meinað mér minning þína að geyma Kring um höll sem hrunin er hugann læt ég sveima. (Höfundur ók.) Elsku Katrín Ósk og Alli, ég sendi ykkur og börnunum mína dýpstu samúð Dóra Sveinbjörnsdóttir. Ég hef það á tilfinn- ingunni að ömmum á borð við Kristínu ömmu mína, sem nú er látin, fari hratt fækkandi þessi árin. Ekki vegna þess að fólk sé eitthvað að versna KRISTÍN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Kristín SigríðurKristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1910 og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 29. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 9. desember. heldur vegna hins, að þjóðfélagið er að breytast og hraðinn í lífinu að aukast. Ömmurnar breytast áreiðanlega líka. Því miður. Ég hef það nefni- lega líka á tilfinning- unni að flest okkar vilji helst eiga „ömm- ur upp á gamla mát- ann“. Þessar ömmur sem eru alltaf til stað- ar þegar á þarf að halda, baka betri lummur en orð fá lýst og hafa tíma til að hlusta, kenna og ráðleggja ef til þeirra er leitað – og jafnvel örlítið oftar! Ömmurnar sem eru húsmæður og skilgreina sig ekkert endilega sem heimavinn- andi þó að þeim falli aldrei verk úr hendi. Ömmurnar sem trúa á Guð og eru reiðubúnar til þess að kenna öðrum að gera það líka. Kristín amma mín var ein þeirra. Heimili hennar og afa í Stórholtinu stóð fjölskyldunni allri alltaf opið. Þangað var okkur krökkunum skutlað í pössun árum og jafnvel áratugum saman og ég er ekkert viss um að fólk hafi alltaf hringt á undan sér. Og hjá ömmu var meira að hafa en húsaskjól fyr- ir litla krakka. Þar bauð amma líka upp á félagsskapinn, umhyggjuna og athyglina. Þar voru bakaðar lummur, skonsur og annað ógleym- anlegt góðgæti. Þar voru dregnir fram spilastokkar, teknir ólsenar, bridge og allt þar á milli, lagðir kaplar, sagðar sögur og beðnar bænir. Amma og afi voru ekki síður skemmtilegir gestgjafar í sum- arbústað sínum við Meðalfells- vatn. Eftir langar og góðar veiði- ferðir út á vatnið með afa var komið til baka í góðgæti, veiðisög- ur, hlýjuna frá kolaeldavélinni, faðmlag og bros frá ömmu sem aldrei gleymist. Litríkar minningar okkar barnabarnanna frá æskuárunum með ömmu munu áreiðanlega lifa með okkur öllum um ókomin ár. Langt er í frá að þær myndir ein- skorðist við ömmu í eldhúsinu eða ósérhlífni hennar til þess að við hin gætum átt notalega stund. Drifkraftur hennar og frumkvæði, hnífskörp eðlisgreind og endalaus hvatning til þess að takast á við krefjandi verkefni í námi og vinnu hafði áreiðanlega mikil áhrif á okkur öll. Þegar horft er í bak- sýnisspegilinn eins og óhjákvæmi- legt er á dögum sem þessum er mér efst í huga þakklæti fyrir all- ar þær minningar og allt það veganesti sem samverustundir okkar ömmu hafa gefið mér. Síðustu tvo áratugina hefur amma verið ein systkina sinna á lífi í þessari jarðvist. Ástkær eig- inmaður hennar, Hafliði afi minn, lést fyrir tíu árum og lífstíðarvin- ir þeirra og félagar við bridge- borðið, Elín og Jens, eru einnig látin. Amma missti son sinn og föður minn, Kristján, aðeins 25 ára gamlan og hún hefur einnig orðið að horfa á eftir einu barna- barna sinna sem lést á þrítugs- aldri. Á sama tíma og eftirlifandi ættingjar ömmu kveðja hana með söknuði er ég viss um að í nýjum heimkynnum er henni heilsað með fögnuði og spilin jafnvel dregin fram á nýjan leik. Farðu í friði, amma mín. Guð veri með þér. Hafliði Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.