Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 37
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 37 SENN hefjast framkvæmdir við færslu Hringbrautar og hluta Miklubrautar. Þessi umfangsmikla vegagerð, sem felur í sér gífurleg, og um leið jákvæð áhrif á umferð- ina til og frá miðhluta borgarinnar, mun einnig fela í sér mikla breyt- ingu á ásýnd borgarinnar. Gömul göturými munu hverfa og önnur myndast í staðinn. Upplifun hins akandi vegfaranda mun einnig breytast samhliða umbreytingu borgarrýmisins úr hinni hefð- bundnu húsaröð yfir í stærri um- ferðamannvirki. Þessa mun helst sjá merki við Miklubrautina, á milli Snorrabrautar og Kringlu- mýrarbrautar, þar sem gert er ráð fyrir að stór hluti götunnar liggi niðurgrafin í opnum stokk ólíkt nú- verandi fyrirkomulagi. Ekki er að efa að flest rök mæla með því að þessi mikla hraðbraut verði grafin niður á þessu svæði. Öll hljóðvist á svæðinu mun batna til muna, þó enn megi búast við talsverðum um- ferðarnið. Frjálst flæði umferðar- innar allt að gatnamótum Kringlu- mýrabrautar mun auk þess stórbæta flutningsgetuna, ásamt því að draga stórlega úr hinni gíf- urlegu slysatíðni á þessu svæði. Þeir gallar eru þó á þessum framkvæmdum, að lítt virðist vera tekið tillit til hinnar gangandi um- ferðar innan Hlíðanna og Norð- urmýrarinnar. Hin sjónræna gjá á milli suðurhluta hverfisins og Miklatúnsins, mun enn frekar ein- angra túnið frá því sem nú er. Flókin umferðarmannvirki við Lönguhlíð sem virðast í fljótu bragði ekki hugsuð fyrir hinn gangandi vegfarenda munu einnig verða farartálmi. Niðurstaðan verður sú, að einangrun og að- skilnaður suðurhluta Hlíðahverfis- ins frá öðrum hlutum þess, virðist nú endanlega staðfestur. Sú lausn, sem er nærtækust, er að sá hluti Miklubrautarinnar, sem liggur um þetta þéttbýla og vin- sæla svæði verði algerlega grafinn niður um aldur og æfi. Ofanjarðar verði hægt að endurhugsa götu- rýmið með tilliti til íbúa svæðisins og þeirra er gjarnan vilja flytja þangað, sökum nálægðarinnar við miðbæinn, háskólann og mannlífið. Skv. lauslegri athugun virðist kostnaður við slíkar framkvæmdir ekki vera óyfirstíganlegur, en þar sem fjármagn liggur tæpast á lausu fyrir slíka framkvæmd, enda önnur göng ofar á framkvæmda- áætlun, er ekki úr vegi að velta fyrir sér öðrum möguleikum. Lausn þess vandamáls liggur mögulega í því, að borgin og vega- gerðin afsali sér hluta veghelgun- arsvæðisins, ásamt örlitlum bút af Miklatúni nálægt áætluðum um- ferðarmannvirkjum. Verðgildi þeirrar lóðar gæti orðið slíkt, að greiddi fyrir yfirbyggingu Miklu- brautar á þessum hluta. Sé þess gætt að byggja á mjög afmörkuðu svæði, með vel skil- greinda 5-6 hæða hámarkshæð, má komast hjá því að gæði Miklatúns- ins séu skert að neinu ráði. Skv. meðfylgjandi skipulagstillögu, er gert ráð fyrir að hægt verði að reisa um 300 íbúða byggð, ásamt verslun og þjónustu á jarðhæðum. Til að lágmarka skerðingu Mikla- túnsins og útsýnis frá Kjarvals- stöðum stendur byggðin á 50 m breiðu og 400 m löngu belti, þétt upp við vegstæði Miklubrautar. Meðalhæð byggðarinnar gæti verið 5 hæðir. Þess má geta að land hall- ar töluvert frá Lönguhlíð og Kjar- valsstöðum, og mun byggðin því ekki skerða útsýni né sólarsýn þaðan að neinu marki. Gífurlegir möguleikar felast í því að endur- skilgreina þetta svæði, með hlið- sjón af þéttingu byggðar. Mikla- brautin getur orðið að vinsælli íbúðagötu, sem sameinar suður- og norðurhluta Hlíðanna í stað þess að sundra þeim. Miklatúnið mun lifna á ný og taka að þjóna öðrum en þreyttum augum listrýna. ÖRN ÞÓR HALLDÓRSSON, arkitekt FAÍ, skipulagshöfundur. Má bjóða ykkur göng? Frá Erni Þór Halldórssyni arkitekt Miklatún. Gangamunninn. SAGT var stundum hér áður fyrr, að sannleikanum yrði hver sárreiðastur. Kennarinn segir að ég viðhafi aðför og þá væntanlega að sér, ef ég skil hana rétt, en hún má búast við því að brýni hún deigt járn þá má búast við því að komi að því að það bíti, og að kennarinn tali með lítilsvirðingu og hroka til bænda, þá er það ekki öðru vísi en satt, talandi um klósettrúllu- menningu, ölmusustyrki og hvaðeina í þeim dúr. Hvað er lítilsvirðing? Kennarinn segist ekki hafa gert lítið úr bréfi Eysteins G. Gíslasonar, við skulum skoða það nánar. Nánast í byrjun á bréfinu segir: „Eftir afar langdreginn inngang fer bréfritari beint út í móa þar sem hann dvelur svo nær allt bréfíð við fortíðarsögur, með smá viðkomu í útúrsnúningum og rangtúlkunum.“ Svo í lok bréfsins segir kennarinn: „Að lokum endar svo bréfritari út í mýri eins og kött- urinn forðum þar sem hann er farinn að pæla í hugsanlegri arðvænlegri framleiðslu á vopnum og klámblöð- um, en málefnin gleymdust.“ Tilvitn- un lýkur. Bréfritara þykir þessi kött- ur allsérstakur sem kennarinn talar þarna um, ekki nóg með það að hann hafi viljað halda sig í votlendinu, það er að segja kötturinn, heldur ef að hann einnig hefur pælt í arðvænlegri vopnaframleiðslu og einnig útgáfu á klámblöðum. Bréfritari hefur aldrei heyrt um slíkan kött áður, datt helst í hug hvort um einhverja tegund af jólaketti væri að ræða. Einnig talar kennarinn um orðalag þeirra sem svara henni, étur hún upp eftir þeim orðin og segir svo hroki. Spurning hvort málefnaumræðan er komin í þrot hjá áðurnefndri, þar sem áður- nefnd beinir því til bréfritara að líta í eigin barm hvað varðar stærðfræði- kennsluna. Þá er því vísað heim til föðurhúsanna. Átti bréfritari því láni að fagna að njóta kennslu hjá góðum kennara, mætri konu, Kristínu Skúladóttur frá Keldum, og fór eng- inn með tossastimpil úr þeirri skóla- stofu heim til sín. En þessi arðlausi rollubúskapur sem kennarinn á Skaganum segir að kennarar í talna- fræðinni hafi skynsemi til að fara nú ekki að stunda, þá telur bréfritari að orðið skynsemi ætti hún ekki að minnast á. Og þá eru það tölusettu liðirnir. 1. Kennarinn er á móti bein- greiðslum, þá er því til að svara, það hlýtur að vera hægt að finna markað fyrir jafn góða vöru og það verð sem kostar að framleiða vöruna, ekki virðist skorta að flytja inn í landið nóg af rusli eins og á yfirstandandi tíma, og á þjóðin eftir að taka út sinn skammt fyrir það. 2. Fé og hross þarf að vera í réttu hlutfalli við beitarþol á landinu að sjálfsögðu. 3. Það geta all- ir verið samála um að um ofbeit má ekki vera að ræða. 4. Bréfritari er sammála um að koma í veg fyrir frek- ari jarðvegsskemmdir og friðun á kjarri, ekki á villtum gróðri nema þess sé talin þörf af fagaðilum. 5. Málsgrein undir þessum tölulið tek- ur bréfritari heilshugar undir, stór- auka landgræðsluna og skógrækt og sem flestir geti fengið vinnu við það og að sjálfsögðu á kaupi. Að endingu þetta út af áðurtöluðu um úreltan rollubúskap, þá hefur íslenska sauð- kindin fætt og klætt íslensku þjóðina öld fram af öld í meira en 1000 ár en oftar en ekki er mannkindin van- þakklátasta skepnan. BIRGIR PÉTURSSON, Seljalandi 3, 108 Reykjavík. Svarbréf til kennarans á Skaganum Frá Birgi Péturssyni VIÐ ber, og ekki svo sjaldan, að þess sé getið í fjölmiðlum, að ekki hafi náðst í mann til viðtals, vegna ein- hvers hneykslismáls eða annars, sem hann sé við riðinn. Gerðar hafi verið ítrekaðar tilraunir til að hafa uppi á viðkomandi. Þarna sýnist sá, sem um er rætt, hafa sloppið með auðveldum hætti frá umtali og væntanlega ábyrgð. Hann er sjálfsagt skrifaður fyrir heimilis- og vinnusíma, en hef- ur búið svo um hnútana, að vera ekki í námunda við nefnd tæki um nokk- urt skeið, meðan umtal er um mál hans. Og þetta er væntanlega ekki svo vitlaus aðferð til að komast und- an umtali, því að oft gleymist fljótt í frétta-elfunni það, sem hátt ber á líð- andi stund. Þetta nota sér þeir menn, sem vita skömmina upp á sig. Svo gleymist allt, og haldið er væntan- lega áfram að leika sama leikinn, sem fyrr gaf svo góða raun. En er þetta heiðarlegt, mætti spyrja, að fela sig með fjarvist af ókunnum or- sökum, til að komast hjá umtali vegna grunaðs misferlis? Ég tel það ekki vera. Það er lítilmannleg und- ankoma og fjarri öllum heiðarleika. Eigum við ekki að standa eða falla með okkar gjörðum? Að lokum langar mig til að birta erindi, sem ég setti saman um efni það, sem ég hefi reifað hér að fram- an, að vísu í gamansömum tón, en öllu gamni fylgir nokkur alvara, seg- ir gamall íslenskur málsháttur: Hann keypti sér frið; hann var ekki við, og víst er það sterkur leikur. Og nú fær hann grið og náðuga bið, því nú er hann sagður veikur! AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Að kaupa sér (stundar) frið Frá Auðuni Braga Sveinssyni Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.