Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.       MARLON Shirley, heimsmethafi í 100 metra hlaupi fatlaðra, er nú staddur hér á landi og mun næstu daga prófa nýjan gervifót sem teymi stoðtækjafræðinga og hönnuða hjá Össuri hf. hefur unnið að í samvinnu við Shirley. Hann er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem hleypur 100 metrana á skemmri tíma en 11 sek- úndum, en hann setti heimsmetið í sumar þegar hann hljóp 100 metrana á 10,97 sekúndum. Auk þess að prófa nýja gervifótinn mun Marlon Shirley keppa í 60 metra hlaupi við íslenska hlaupara á boðsmóti ÍR sem fram fer í Egilshöll á miðvikudag. Shirley hefur sett sér það takmark að fá að keppa í 100 metra hlaupi við ófatlaða íþróttamenn, en til þess þarf hann að hlaupa 100 metrana á 10,33 sekúndum. Liður í þeirri áætlun er að þróa nýjan gervifót í samvinnu við Össur, sem gerir honum kleift að bæta árangur sinn á hlaupabrautinni. Samstarf Shirley og Össurar hófst árið 2001 en Össur er leiðandi fyr- irtæki og frumkvöðull í framleiðslu á gervifótum úr sérstöku koltrefjaefni sem reynst hafa fötluðum íþrótta- mönnum vel. Þegar Shirley var á þriðja ári varð hann munaðarlaus þegar móðir hans yfirgaf hann og á munaðarleys- ingjahæli varð hann fyrir því óhappi fimm ára gamall að sláttuvél ók yfir hægri fót hans, með þeim afleiðingum að hann missti fótinn fyrir neðan hné. Hann segist hafa lifað að mestu á göt- unni á þessum árum, eða þar til hann var ættleiddur til Shirley-fjölskyld- unnar í Utah í Bandaríkjunum rúm- lega níu ára gamall. Hann segist reyna að líta jákvætt á þá óumflýjanlegu staðreynd að hann missti fótinn. Það sé í raun blessun sem hafi gert hann sterkari persónu- leika, þótt hann óski auðvitað engum að verða fyrir slíkri reynslu. Morgunblaðið/Jim Smart Marlon Shirley með nýja gervifót- inn frá Össuri sem hann mun prófa hér á landi á næstu dögum. Vill keppa við ófatlaða þrátt fyrir gervifót ÞAÐ TEKUR aðeins einn laugardag að verka tvö tonn af skötu hjá Djúpalóni sem er við Fiski- slóð í Reykjavík en það tekur mun fleiri daga að lofta út á eftir. Skatan sem Djúpalón verkar er fyrir fiskbúðina í Álfheimum og þar ættu því all- ir að geta fengið ljúffenga Þorláksmessuskötu í kæst er hún þrifin upp en það er einmitt í þeim tilgangi sem stúlkurnar á myndinni munda skrúbba. Þær virðast ekki, frekar en samstarfs- menn þeirra, kippa sér upp við lyktina en höfðu þó hraðar hendur til að ljúka verkinu sem allra fyrst. ár. Pétur Þorleifsson, framkvæmdastjóri Djúpa- lóns, segir mikla stemmningu fylgja skötuverk- uninni, í fyrirtækinu skapist nokkurs konar ver- tíðarstemmning sem allir hafi gaman af. „Það er samt reynt að ljúka þessu af sem fyrst, lyktin er svo rosaleg,“ segir Pétur. Eftir að skatan er Morgunblaðið/Þorkell Skatan skrúbbuð fyrir hátíðarnar LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á föstudag erlendan mann á leið úr landi með fjölda vegabréfa og falsaðra skírteina fyrir flugáhafnir. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er þetta allsérstakt mál sem litið er mjög alvarlegum augum, enda geti fölsuð flugáhafnaskírteini veitt aðgang að svæðum í flug- höfnum þar sem ýtrasta öryggis þarf að gæta. Maðurinn, sem er tæplega fertugur Rúmeni, var stöðvaður í Leifsstöð og við leit á honum fund- ust fimm vegabréf og mikill fjöldi flugáhafnaskír- teina. Við nánari skoðun reyndust vegabréfin til- heyra ýmsum aðilum og hefur maðurinn ekki gefið fullnægjandi skýringar á hvers vegna vegabréfin voru í vörslu hans. Þá virðist við fyrstu sýn sem flugfélag það sem flugáhafnaskírteinin eru gefin út á sé ekki til. Að sögn Jóhanns var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum á laugardag og úr- skurðaði Héraðsdómur Reykjaness hann í gæslu- varðhald fram til næstkomandi miðvikudags. Mjög sérstætt mál Jóhann segir málið mjög sérstakt og virðist tengjast því þegar menn fara með skipulögðum hætti milli landa og ríkja til að afla sér vegabréfsá- ritana með ólögmætum hætti. „Þá beinist grunur að því að maðurinn hafi reynt að afla sér áritana í erlendu sendiráði hér á landi í fjögur vegabréf til viðbótar,“ segir Jóhann. Hann segir það jafnframt mjög alvarlegt að maðurinn skuli hafa verið með fölsuð flugáhafnaskírteini í fórum sínum. „Það er út af fyrir sig mjög alvarlegt mál að það skuli finn- ast fölsuð flugáhafnaskírteini á manni, sem að sjálfsögðu greiða mönnum fleiri leiðir í flughöfn- um en almenningi. Þannig að við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Jóhann. Maður á leið úr landi úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudags Með fölsuð vegabréf og skírteini fyrir flugáhafnir MANNI var bjargað á Breiðafirði norðan Stykkishólms um kvöldmat- arleytið í gær eftir að sex tonna trilla, Hólmarinn SH-114 frá Stykk- ishólmi, sökk síðdegis. Maðurinn var einn á trillunni. Ársæll SH 88, sem var í 6 sjómílna fjarlægð þegar áhöfnin heyrði neyðarkall frá Hólm- aranum, hélt þegar á slysstað og kom að björgunarbátnum eftir 45 mínútna siglingu. Gestur Hólm Kristinsson, eigandi Hólmarans, fór einn í róður í gær- morgun og var á heimleið þegar slys- ið varð suður af Stagley á Breiða- firði. Að sögn Gests munaði litlu að honum tækist ekki að komast um borð í björgunarbátinn. Línubalar og fiskikör hentust út í aðra hlið bátsins og lokuðu leiðinni út úr stýr- ishúsinu. Varð hann því að fara út um lúgu á stýrishúsinu og lenti þá í sjónum. Hann segist síðan hafa náð að synda að björgunarbátnum við slæmar aðstæður og náð með erfiðis- munum að koma sér upp í hann. Strekkingskaldi og nokkur alda var á slysstað og var Gestur Hólm orð- inn blautur og kaldur. Boð komu kl. 17.58 í gær í gegnum sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið til Tilkynningaskyldunnar í Gufu- nesi. Fljótlega komu síðan boð frá þeim bát sem næstur var slysstað um að sést hefðu tvö neyðarblys á svæðinu og síðan komu sendingar um gervihnött sem staðfestu að slys hefði átt sér stað. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og björgunarskipið Björg frá Rifi voru kölluð út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og einn- ig var strax haft samband við nær- stadda báta. Komst með erf- iðismunum í björgunarbátinn Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Viðar Björnsson, skipstjóri á Ársæli (t.v.), og Gestur Hólm Kristinsson, eig- andi Hólmarans, við komuna til Stykkishólms í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.