Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íbúðalánasjóður hefur nú tekiðupp tvær nýjungar á vefsíðusinni www.ils.is. Annars vegar hefur verið komið upp sérstakri sölusíðu fasteigna í eigu Íbúðalána- sjóðs og hins vegar hefur verið sett upp öflug gagnvirk upplýsingasíða um útdrátt húsbréfa. Hvoru tveggja er ætlað að auka þjónustu Íbúðalánasjóðs við almenning. Hingað til hefur Íbúðalánasjóður auglýst útdrátt húsbréfa í dag- blöðum og hafa dagblaðaauglýsing- arnar verið settar inn á vef Íbúða- lánasjóðs. Kerfið hefur verið frekar óþjált í notkun og ekki gagnvirkt. Hið nýja kerfi er hins vegar mun þjálla og veitir miklu betri og öruggari upplýsingar en fyrra fyr- irkomulag. Til að nálgast upplýsingar um út- drátt húsbréfa af vef Íbúðalána- sjóðs er fyrsta skrefið að slá inn veffang sjóðsins www.ils.is. Þegar forsíða vefseturs Íbúðalánasjóðs birtist er smellt á hlekkinn „Út- dráttur húsbréfa“ og þá birtist síð- an. Unnt er að nálgast upplýsing- arnar á nokkra vegu. Í fyrsta lagi er unnt að slá inn númer húsbréfa og birtast þá allar upplýsingar um viðkomandi húsbréf, hvort það hef- ur verið dregið út eða ekki og hver uppreiknuð staða þess er. Þá er unnt að kanna síðasta út- drátt í hverjum flokki fyrir sig og hvaða húsbréf hafa verið áður dregin út en ekki innleyst. Einnig eru upplýsingar um innlausnarverð og útdráttarhlutfall í rafrænum húsbréfaflokkum. Þótt vanskil við Íbúðalánasjóð hafi verið í algjöru lágmarki und- anfarin ár, þá eignast sjóðurinn ár hvert á uppboði nokkra tugi íbúða af þeim 76 þúsund íbúðum sem á hvíla lán Íbúðalánasjóðs. Íbúðir þessar fara í sölumeðferð hjá fast- eignasölum víðs vegar um landið sem sjóðurinn hefur samið við um umsýslu og sölu íbúða í kjölfar út- boðs. Á einum stað á Netinu Þrátt fyrir að Íbúðalánasjóður sjái ekki sjálfur um sölu þessara uppboðsíbúða þá hefur nokkuð ver- ið um það að almenningur hafi sam- band við Íbúðalánasjóð og falist eftir kaupum á íbúðum í eigu sjóðs- ins. Því var talið rétt að setja upp sérstaka sölusíðu þar sem unnt er að skoða á einum stað á netinu allar þær íbúðir sem eru í eigu Íbúða- lánasjóðs og eru í sölumeðferð hjá umboðsmönnum sjóðins. Á sölusíðunni er mynd af hverri eign fyrir sig auk þess sem fram koma helstu upplýsingar um eign- ina sem og ásett verð. Þá er hlekk- ur frá hverri eign inn á vefsíðu þess eða þeirra fasteignasala sem eru með viðkomandi fasteign í sölu- meðferð, enda fara tilboð í eignir sjóðsins í gegnum viðkomandi fast- eignasölur en ekki beint til Íbúða- lánasjóðs. Eignum í eigu Íbúðalánasjóðs er raðað eftir sveitarfélögum og ljóst að víða leynast áhugaverðar eignir á góðum kjörum sem kunna að henta sem frístundabústaðir á skemmtilegum stöðum á lands- byggðinni. Slóðin að sölusíðu fasteigna er fyrst www.ils.is og síðan smellt á hlekkinn Íbúðir til sölu. Útdráttur húsbréfa og sölusíða fasteigna Morgunblaðið/Arnaldur Markaðurinn eftir Hall Magnússon, sérfræðing stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/ hallur@ils.is Hafnarfjörður - Hjá fasteignasöl- unni Hraunhamri er nú til sölu 174,6 m2 einbýlishús á þremur hæðum við Austurgötu 23 í Hafnarfirði. Ásett verð er 23,7 millj. kr. „Þetta er glæsi- legt, uppgert einbýli á bezta stað í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Þor- björn Helgi Þórðarson hjá Hraun- hamri. Húsið skiptist í góða forstofu með gestasnyrtingu þar inn af. Einnig er gott hol. Eldhúsið er glæsilegt með nýlegri innréttingu, keramikeldavél og borðkrók. Úr eldhúsi er gengið út á góðar grillsvalir. Einnig er gott sjónvarpshol, glæsileg og björt stofa og borðstofa. Fallegur stigi er upp í ris, en þar eru tvö rúmgóð barnaherbergi og gott hjónaherbergi. Góðir skápar og geymslur eru undir súð. Frá holi er gengið niður stiga, en þar er rúmgott þvottaherbergi og út- gangur út í garð. Ennfremur er þar flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa, sjónvarpshol, tvö her- bergi og geymsla. „Húsið hefur verið endurnýjað mikið á síðustu árum,“ sagði Þor- björn Helgi Þórðarson að lokum. „Þetta er glæsileg og virðuleg hús- eign, sem stendur á fallegri hraun- lóð.“ Þetta er 174,6 ferm. einbýlishús á bezta stað í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið hefur verið endurnýjað mikið og stendur á fal- legri hraunlóð. Ásett verð er 23,7 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Hraunhamri. Austurgata 23 Efnisyfirlit Ásbyrgi ......................................... 17 Berg .............................................. 35 Bifröst ........................................... 16 Borgir ......................................... 6-7 Brynjólfur Jónsson ................... 33 Eignaborg ..................................... 13 Eignakaup ................................... 30 Eignamiðlun .......................... 12-13 Eignaval ....................................... 28 Fasteign.is ..................................... 3 Fasteignamarkaðurinn ....... 18-19 Fasteignamiðstöðin ................... 13 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 37 Fasteignasala Íslands .............. 27 Fasteignastofan ........................ 29 Fjárfesting .................................. 39 Fold .................................................. 4 Foss ................................................. 5 Gimli ...................................... 26-27 Heimili .......................................... 38 Hof ................................................. 23 Hóll ........................................ 24-25 Hraunhamar .......................... 14-15 Húsakaup ...................................... 31 Húsavík ........................................ 32 Húsið ...................................... 20-21 Kjöreign ....................................... 34 Lyngvík Kópavogi ...................... 36 Miðborg .................................... 10-11 Skeifan ............................................ 9 Smárinn ................................. 20-21 Stakfell ......................................... 13 Valhöll ............................................. 8 Xhús .............................................. 39 FYRIR hátíðar hafa margir fyrir venju að hyggja að skápum og skúffum. Raunar hafa húsmæður og aðrir sem sjá um heimilishald heldur slakað á klónni í þessum efn- um. Það er ekki lengur skilyrð- islaust allt gert hreint í hólf og gólf og öllu raðað upp á nýtt í skápa og innihald skúffa grandskoðað. Svo afslappað er ástandið nú á einstaka heimilum að mörkin eru dregin við að hnífaparaskúffurnar séu sæmilega hreinlegar þegar jólahátíðin gengur í garð. Hnífaparaskúffan Morgunblaðið/Guðrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.