Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 16
16 C MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einbýli í miðbænum Einbýlishús á þremur hæðum með sérbyggðum bílskúr, rúmgóðri geymslu og tveimur rúmgóðum sérbílastæðum, alls um 190 m². Húsið var flutt á nýjan grunn og endurbyggt árið 1990 og er því um nýtt hús í grónu hverfi að ræða. Allar lagnir eru frá 1990 og í því eru 6-7 her- bergi og er möguleiki að hafa séríbúð í kjall- ara. Hér er haldið í gamla stílinn og natni lögð í allt. Húsið fékk viðurkenningu frá Rvíkurborg, í fyrra, fyrir endurbyggingu á eldra húsi. Fallegur garður er við húsið og góður pallur og verönd. Allar nánari upplýs- ingar veitir Pálmi Almarsson á skrifstofu Bif- rastar og sýnir hann jafnframt húsið. Sjáland - Strandvegur Glæsilegar 2ja-5 herbergja íbúðir í nýja Bryggjuhverfinu í Garðabæ. Stæði í bíla- geymslu fylgir flestum íbúðum. Teikningar á skrifstofu. Nánar um eignir á fasteingasala.is og á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 12,2 millj. Espigerði - Rúmgóð og björt Falleg og mjög björt 137 m², 4ra-5 herb. íbúð á 8. hæð í góðu fjöleignahúsi. Íbúðin er á tveimur hæðum og með tvennum svölum. Þrjú svefnherbergi. Nýlegt eldhús. Arinn. Parket og flísar. Verð 19,8 millj. Langoltsvegur Vorum að fá í sölu góða og vel skipulagða 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð með aukaherb. í risi. Parket og flísar. Áhugaverð eign sem vert er að skoða. Áhv. um 7 millj. Verð 11,4 millj. Suðurgata - Hafnarfirði Fallega innréttuð og mjög rúmgóð 171 m², 5 herb. íbúð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað ásamt 28 m² bílskúr. Parket og flísar. Áhugaverð eign. Áhv. 9 millj. húsbréf. Verð 19,5 millj. Hlaðbrekka - Skipti Mjög gott og vel viðhaldið 161 m² einbýlis- hús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Þrjú svefnherbergi. Hús í mjög góðu ástandi. Parket og flísar. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. 9 millj. Verð 23 millj. Heiðargerði - Parhús Gott 232 m² parhús á tveimur hæðum ásamt 30 m² bílskúr. Húsið er byggt árið 1971 og í því eru m.a. 4 svefnherb. og 2 stofur. Rúmgott og skemmti- legt hús. Fallegur garður. Verð 26,5 millj. Langafit - Parhús Rúmgott og fallega innréttað 198 m² parhús á tveimur hæðum ásamt 34 m² bílskúr. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Nýtt eldhús. Parket og flísar. Áhv. 7,8 millj. Verð 19,8 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FIMM FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR Melbær - Aukaíbúð Vorum að fá í sölu mjög gott 280 fm raðhús á þremur hæðum með séríbúð í kjallara auk 23 fm bílskurs. Fimm svefnherbergi á 1. og 2. hæð auk 2ja til 3ja herb. íbúðar í kjallara. Til afhendingar 15. jan. nk. Verð 25,8 millj. Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á stórglæsilegum 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðum í glæsileg fjöl- eignahúsi í Grafarholtinu. Vandaðar inn- réttingar og þvottahús í hverri íbúð. Stæði í bílageymslu. Frábær staðsetning. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Íbúðirnar eru frá 94 m² upp í 125 m². Glæsilegur sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 13,6 millj. KIRKJUSTÉTT 15-21 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á stórglæsilegum 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herbergja íbúðum í glæsilegu fjöleignahúsi í Bryggjuhverfinu. Íbúðirnar eru frá 95 m² og upp í 218 m². Flestum íbúðum skilað fullbúnum án gólfefna. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar. Glæsilegur sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 15,2 millj. NAUSTABRYGGJA 12-22 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. hef- ur hafið sölu á mjög rúmgóðum og falleg- um 2ja-3ja og 3ja-4ra herbergja íbúðum í glæsilegu fjöleignahúsi á þessum eftir- sótta stað í Salahverfinu. Stærðir íbúða frá 91 m² og upp í 130 m². Mjög fallega inn- réttaðar íbúðir og frábært útsýni. Stæði í bílageymslu geta fylgt íbúð. Íbúðum verð- ur skilað fullbúnum án gólfefna í ágúst 2004. Sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 13,3 millj. RJÚPNASALIR 14 - RÚMGÓÐAR ÍBÚÐIR Furugrund - Laus fljótlega Falleg og vel skipulögð 5-6 herbergja endaí- búð á 1. hæð ásamt aukaherbergi með að- gang að snyrtingu. Töluvert endurnýjuð íbúð; nýlegt eldhús, parket og flísar. Verð 15,2 millj. Sjáland - Norðurbrú Glæsileg 2ja-5 herbergja íbúðir í nýja Bryggj- uhverfinu í Garðabæ. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Teikningar á skrifstofu. Nánari uppl. á fasteignasala.is eða skrifstofu okkar. Verð frá 12,2 millj. Gvendargeisli Glæsilegar 4ra hebergja íbúðir ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðirnar eru til afhendingar í mars/apríl 2004, fullbúnar án gólfefna. Verð 17,5 millj. Drápuhlíð Rúmgóð og falleg 71 m², 2ja herb. kjallaraíbúð í góðu fjöleignahúsi á þess- um vinsæla stað. Gluggar hafa verið endur- nýjaðir svo og gler. Þetta er eign sem vert er að skoða. Áhv. 3,6 millj. húsbr. Verð 9,9 millj. Svarthamrar Vorum að fá í sölu mjög góða, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Verð 10,7 millj. Grafarholt Glæsileg 90 m², 2ja herbergja íbúð í mjög fallegu verðlaunahúsi við Gvendargeisla ásamt stæði í bílgeymslu. Afhendist fullbúið án gólfefna. Verð 13,7 millj. Dalbrekka - Laust Til sölu eða leigu. Mjög gott alls 400 m² húsnæði, sem skiptist í jarðhæð og milliloft. 4,5 m lofthæð og góð- ar innkeyrsludyr. Mjög góð staðsetning. Verð 22 millj. Stórhöfði Nýtt og glæsileg hús á frábær- um stað. Fjórar einingar, á annarri hæð, 182 m², 165 m² og á þriðju hæð tvær 345 m². Er til afhendingar nú þegar. Trönuhraun - Litlar einingar Nýtt og glæsilegt húsnæði sem má skipta upp í þrjú 144 m² bil. Mikil lofthæð og innkeyrslu- dyr á hverju bili. Verð á bil 11,9 millj. Nánari uppl. gefur Pálmi. Síðumúli - Til leigu Í mjög áberandi húsi, við Síðumúla, eru til leigu 250 m². Hús- næðið er til afhendingar nú þegar, tilbúið til innréttinga eða lengra komið. Skeifan - Til leigu Til leigu glæsilegt 390 m² skrifstofuhúsnæði með öllum lögn- um. Getur verið laust fljótlega. Mjög skemmtilega innréttað. Óskað eftir tilboði. Allar nánari uppl. veitir Pálmi. Til leigu - Vegmúli 140 m² á götu- hæð, sem er að mestu salur með starfs- mannaaðstöðu, rúmlega 200 m² á 3. hæð (2. frá götu) sem verður innréttuð eftir þínu höfði. Lyfta er í húsinu. Til afhendingar strax. Starfsmenn fasteignasölunnar eru á staðn- um og sýna húsnæðið þegar þér hentar. KAUPVERÐ húsnæðis nemur yf- irleitt fjárhæð sem svarar til um það bil tvöfaldra til fimmfaldra árslauna flestra fjölskyldna í land- inu. Það er því ljóst að húsnæðis- kaup gerast yfirleitt ekki án ut- anaðkomandi lánsfjármögnunar. Gífurlega hátt vaxtastig hér á landi verður síðan til þess að vaxtakostnaður 40 ára hús- bréfaláns nemur meira en helm- ingi kostnaðar við lánið, eða 58%. Þegar kostnaður vegna rekstrar, viðhalds og fastra trygginga bæt- ist við, er heildarkostnaður á ári kominn upp í um 10% af kaup- verði húsnæðisins, þ.e. í um 100 þús. kr. á mánuði fyrir eign sem kostar 12 milljónir króna. Væri vaxtastig hér á landi ekki svo svimandi hátt sem raun ber vitni væri líklega hægt að lækka heildarhúsnæðiskostnað um ein 30% og kostnað við húsnæðislán um 40–45%. Það sem meira er, veruleg lækkun vaxtakostnaðar myndi draga mjög úr þörfinni fyr- ir þau opinberu niðurgreiðslukerfi sem hér eru rekin, vaxtabótakerf- ið og húsaleigubótakerfið. Á tímum tveggja stafa verð- bólgu á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar ollu neikvæðir vext- ir með óbeinum hætti gífurlegri niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði lántakenda. Auk þess voru allar ákvarðanir um vexti í höndum stjórnvalda og þeim þar með hald- ið – með handafli – talsvert undir eðlilegu markaðsvaxtastigi. Þegar vextir voru gefnir frjálsir á níunda áratugnum myndaðist fljótt gíf- urlegt ósamræmi milli raunvaxta og vaxtastigs húsnæðislána. Vaxtaniðurgreiðslur urðu við þetta sýnilegri en áður og sam- hliða upptöku húsbréfakerfisins 1989 var komið á svonefndu vaxta- bótakerfi, sem byggðist á nýrri aðferð við niðurgreiðslu húsnæð- iskostnaðar landsmanna, því í stað sömu niðurgreiðslu vaxtastigs „yf- ir alla línuna“, var tekin upp nið- urgreiðsluaðferð sem tók tillit til tekju- og eignastöðu hvers ein- staks lántakanda. Segja mátti að eftir þetta rynni niðurgreiðsluþátturinn, sem áður tengdist húseigninni sem slíkri, til fólksins sjálfs. Hækki tekjur lán- takenda lækka vaxtabætur að sama skapi; fyrir fólk með lágar eða miðlungstekjur getur vaxta- bótakerfið í raun lækkað vaxtastig um 2–3 prósentustig. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar, að þeir sem lenda utan viðmiðunarmarka vaxtabótakerf- isins vegna hærri tekna, geta komið sér aftur inn í kerfið með því einfaldlega að festa kaup á stærri og dýrari eign. Þar með er Húsnæðiskostnaðurinn og bótakerfin Niðurgreiðslur eftirJón Rúnar Sveinsson. fé- lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri/ jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.