Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 17
vaxtabótakerfið orðið neysluhvetj- andi, lántakandinn kaupir stærra og dýrara húsnæði án þess að heildarkostnaðurinn hækki nema lítillega, vegna þess að auknar vaxtabætur bæta honum upp mestalla kostnaðaraukninguna. Hörð barátta um húsa- leigubætur Á níunda áratugnum töluðu ýmsir – fyrir daufum eyrum – um nauðsyn húsaleigubóta til handa leigjendum með lágar tekjur. Eft- ir tilkomu vaxtabótanna fengu þessar kröfur hins vegar byr und- ir báða vængi vegna vaxandi krafna meðal almennings um jafn- ræði þegnanna. Eftir eina af sín- um snörpu snerrum um umbætur í húsnæðismálum innan ríkis- stjórnar og á Alþingi, tókst Jó- hönnu Sigurðardóttur að koma málinu heilu og höldnu í höfn árið 1994. Stjórnvöld fóru þó afar gæti- lega af stað; húsaleigubæturnar voru látnar heita tilraunaverkefni til tveggja ára og sveitarfélögin réðu því sjálf hvort þau tækju þátt í kerfinu eða ekki, sem vart hefði staðist þá nýtilkomin jafnræð- isákvæði stjórnarskrárinnar, hefði einhver aðili látið á það reyna fyr- ir dómi. Tíminn vann þó með húsa- leigubótakerfinu, enda hugmyndin að baki þeirra í samræmi við þá meginhugsun sem var að verða ríkjandi í norrænni og evrópskri húsnæðispólitík að húsnæðisstuðn- ingur skuli vera einstaklingsbund- inn og tekjutengdur. Stjórnvöld ákváðu því að halda áfram með húsaleigubótakerfið að loknum tveggja ára reynslutímanum og kerfið var gert almennt, þannig að það næði til allra sveitarfélaga og bæði til almennra og félagslegra leiguíbúða. Mikilvægi húsaleigubótakerf- isins í íslenskri húsnæðisstefnu hefur smátt og smátt verið að aukast samfara aukinni áherslu á byggingu leiguhúsnæðis. Með af- námi skattlagningar húsaleigubót- anna fyrir tveimur árum jókst síð- an virkni þess verulega. Framtíð bótakerfanna Á málþingi félagsmálaráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsaleigubætur, sem nýlega var haldið, var m.a. lögð fram árskýrsla samráðs- nefndar um húsaleigubætur og kynnt ýmis önnur áhugaverð gögn (sjá http://brunnur.stjr.is/interpro/ fel/fel.nsf/pages/frettir-hus0029) um húsaleigubótakerfið og þróun þess. Fram kemur að greiddar húsa- leigubætur hafa aukist nokkuð hratt ár frá ári, allar götur frá því að þeim var komið á árið 1995. Aukningin sl. tvö ár er sér- staklega stórstíg, eða 58%, þ.e. úr rúmlega 750 m.kr. í nær 1,2 millj- arða kr. Haldast þar í hendur auk- inn bótaréttur, fleiri leiguíbúðir og hækkun þeirrar húsaleigu sem myndar bótaréttinn. Sem stendur er í gangi öflugt átak í byggingu leiguíbúða, bæði almennra og fé- lagslegra, þannig að óhætt er að búast við áframhaldandi vexti á umfangi húsaleigubóta á næstu ár- um. Hvort það sama megi segja um vaxtabætur er nokkrum vafa und- irorpið. Vaxtabótagreiðslur hafa á undanförnum árum numið 4–5 milljörðum króna. Þær hafa til- hneigingu til að hækka þegar hús- næðisverð hækkar, en launahækk- anir og kaupmáttaraukning almennings vegur þar á móti. Þessir andstæðu kraftar hafa lík- lega báðir verið að verki á und- anförnum árum. Þegar áform núverandi félags- málaráðherra um hækkun hús- næðislána verða komin í fram- kvæmd má búast við því að vaxtabætur hækki í takt við hærri lán og þar með auknar vaxta- greiðslur, meðan ekki tekst að ná niður hinu ofurháa íslenska vaxta- stigi. Fyrirhugaðar lækkanir vaxtabóta, sem einmitt er verið að samþykkja á Alþingi þegar þetta er ritað, eru þó að mínu mati fyr- irboði áframhaldandi högga stjórnvalda í sama knérunn í framtíðinni. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 C 17 Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. GUNNAR BERGMANN JÓNSSON SÖLUMAÐUR. HELGARVAKTIN SÍMI 690 3408. asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR KLEIFARÁS Sérlega glæsilegt 368 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 46 fm innbyggðum tvöföldum bílskúr. Lóðin í rækt, pallur með heitum potti og skjólgirð- ingu. Eign sem vert er að skoða. VERÐ: 49,0 millj. FÁLKAHÖFÐI - MOSÓ Mjög glæsilegt og vel skipulagt samtals 159,5 fm parhús í Mosbæ. Eignin er öll á einni hæð ásamt innbyggðum 30 fm bílskúr. Parket og flísar á gólfum og allar innrétt- ingar mjög glæsilegar. 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, garðskáli, arinn og glæsileg- ur garður með palli að hluta. Verð 24,5 m. SÉRHÆÐIR GRUNDARSTÍGUR - MIÐBÆR Glæsileg og mikið endurn. 101 fm hæð í miðbænum. Hátt til lofts og stórir gluggar sem gera eignina mjög bjarta. Sérbíla- stæði fylgir með íbúðinni. Eignin er laus og eru lyklar á Ásbyrgi. VERÐ: 18,9 millj. LINDASMÁRI - GLÆSILEG Mjög falleg 151 fm íbúð á tveimur hæð- um. 4 svefherb. + 2 stofur. Glæsileg eign í alla staði. Vandað til allra innrétt- inga. Fallegt útsýni. Stutt í alla þjónustu og útivistarsvæði. Laus fljótlega. VERÐ: 19,9 millj. tilv. 32575 4RA-5 HERBERGJA GULLMOLI Í GAMLABÆNUM 4ra herbergja íbúð á efstu hæð við Brá- vallagötu. Parket og náttúrusteinn á gólf- um. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð. Getur losnað strax. Þetta er frábær íbúð á frábærum stað. VERÐ: 15,9 millj. 3JA HERBERGJA DYNGJUVEGUR - RIS Mjög rúmgóð 69,9 fm risíbúð í þríbýli á þessum vinsæla og rólega stað í bænum. Glæsilegt útsýni yfir borgina. Eldri innrétt- ingar og gólfefni. VERÐ: 11,9 millj. ESKIHLÍÐ - FALLEG ÍBÚÐ Mjög vel skipulögð 89,0 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli á þessum vinsæla stað í bænum. Skiptist í 3 svefnher- bergi, stóra stofu, baðherbergi, eldhús og hol. VERÐ: 14,5 millj. KRUMMAHÓLAR - MEÐ BÍL- SKÝLI 3ja herb. 80,3 fm falleg íbúð á 3ju hæð í góðu lyftuhúsi. Parket. Tengi f. þvottavél á baði. Mikið og fallegt útsýni. Bílskýli. Áhv. 4,5 millj. VERÐ 11,7 millj. KLAPPARSTÍGUR - MIÐBÆR Falleg 3ja herb. mjög vel skipulögð íbúð á 3ju hæð í nýlegu lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Laus flótlega. VERÐ: 18,2 millj. 2JA HERBERGJA HRAUNBÆR Mjög vel skipulögð og snyrtileg 2ja her- bergja íbúð. Nýlegt parket á allri íbúðinni. Góðar suðursvalir. Nýjar flísar á baðher- bergi. Getur losnað fljótlega. Glæsileg íbúð. VERÐ: 8,9 millj. IÐUFELL Falleg 68,9 fm 2ja her- bergja íbúð á 4. hæð. Íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a. búið að skipta um öll gólfefni og lítur mjög vel út. VERÐ: 8,9 millj. KAMBASEL 3ja herb. 94 fm falleg íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Þvottaherbergi innan íbúðar. Tvö mjög góð svefnherb. Eldhús með borðkrók, stór stofa og físalagt bað. Góðar suð- vestur svalir. Parket. Mikið útsýni. VERÐTILBOÐ HERJÓLFSGATA - HAFNF. Glæsileg 3ja herbergja íbúð með bílskúr á þessum rólega stað í Hafnarfirði. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og lítur mjög vel út. Glæsilegt útsýni. LAUS STRAX. VERÐ: 14,9 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FIMM FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR BRYGGJUVÖR - TÆKIFÆRI ATH. Til sölu á besta stað í Kópavogi 421,4 fm atvinnuhúsæði. Eignin skipt- ist í tvö stóra vinnusali með stórum innkeyrsluhurðum. Aðstaða fyrir starfsfólk er mjög góð, eldhús, skipti- herbergi og baðherbergi. Eignin er öll á einni hæð og er aðkoman mjög góð, malbikað plan. Öll tilboð skoðuð, kemur einnig til greina að leigja. LÆKKAÐ verð 27,8 millj. EIRHÖFÐI - ATVINNUHÚS Gott 672,2 fm iðnaðarhúsnæði með mikilli lofthæð og stórum innkeyrslu- dyrum. Skiptist í góða starfsmannaað- stöðu, skrifstofuhæð, stóran sal og annan minni. Nýtist hvers kyns iðnaði. Verð 50,0 millj. BORGARTÚN - TIL LEIGU Til leigu 300 til 600 fm gott skirfstofu- húsnæði á 2. hæð og 130 fm lagerhús- næði með innkeyrsludyrum í kjallara. Skrifstofuhúsnæðið leigist í einu eða tvennu lagi. Mjög góð sameign, tvær lyftur, innangengt er í kjallara. Næg bílastæði. Frábær staðsetning í hinu nýja stofnanahverfi Reykavíkur. Til af- hendingar strax. tilv.15114 RAUÐHELLA - LAUS STRAX Nýtt 1.557 fm iðnaðar- og lagerhús- næði sem selst í einingum í stærðum frá 130 fm. Mikil lofthæð, stórar inn- keyrsludyr. Stór malbikuð lóð. Allar nánari upplýsingar veitir Ingileifur Ein- arsson lögfr. í síma 568 2444. Þegar keypt eru blóm inn á heimilið er tilvalið að huga að því fyrirfram hvort þau henti vel til þurrkunar. Hægt er t.d. að spyrja afgreiðslufólk hvaða teg- undir standi sig best í þessum efnum. Þurrkuð blóm geta verið mjög falleg og enst vel, sumir úða þau með hárlakki eða jafn- vel gylla þau eða silfra. Margt má gera ef hugmyndaflugið er látið ráða. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Þurrkuð blóm alltaf á sunnudögumFERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.