Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 C 23 Blesugróf - Fossvogur Íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum, alls 499,3 fm, sem nýtt hefur verið sem skólahúsnæði ásamt tveimur stúdíóíbúðum. Eignin er tveir eignarhl./íbúðir. skv. þinglýsingarbókum en selst í einu lagi. Margvíslegir möguleik- ar eru á nýtingu eignarinnar s.s. fyrir leik- skóla, sambýli, félagsstarfsemi eða sem íbúðahúsnæði. Eignin er öll nýmáluð og til afhendingar nú þegar. Verð 34 milljónir. Bergsmári Fallegt 203 fm pallabyggt einbýlishús með innb. bílskúr. Húsið skiptist m.a. í fjögur stór svefnherbergi, stofu og borðstofu. Ljós viðarinnrétting í eldhúsi. Inn af hjónaherb. er fata- og bað- herbergi. Vandað parket og flísar á gólf- um. Skjólgóðir sól- pallar í suður og vest- ur. Hornlóð með frábæru útsýni. Áhv. 7,4 millj. húsbr. og lífsj. Verð 28 milljónir. Gvendageisli 4 og 8 Glæsilegar 2ja og 4ra herbergja íbúðir, með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Skilast tilbúnar til innréttinga eða fullbúnar án gólfefna. Verðlaunahönnun. Íbúðirnar eru til af- hendingar í janúar nk. Ath. aðeins 4 íb. eft- ir. Flétturimi Rúmgóð 98 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð fjölbýlishúsi með stæði í lokaðri bílageymslu. Þrjú rúmgóð herbergi, flísa- lagt baðherbergi og stofa með góðum vestursvölum út af. Þvottah. innan íb. Snyrtileg sameign og glæsilegur garður. Ákv. húsb. 7,4 millj. og 2,1 millj. viðbótar- lán. Verð 13,4 milljónir. Veghús Glæsileg 90 fm 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í góðu húsi. Stór stofa og borðstofa, útg. á ca 15 fm suðursvalir, rúmgott eldhús með fallegri innréttingu, fallegt flísalagt baðherbergi og tvö ágæt svefnherbergi. Vandað merbau-parket á gólfum. Áhv. bygg.sj. 6,0 millj. Verð 13,9 milljónir. Gautavík - Sérinngangur Glæsileg 94 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjöleignarhúsi. Stór stofa, hol og tvö rúm- góð svefnherb. Rauðeik á gólfum. Vandað flísalagt baðherb. með kari og sturtu, bað- innrétting. Fallegt eldhús með vandaðri kirsuberjainnréttingu og góðum tækjum, þvottahús inn af eldhúsi. Áhv. húsb. 7,7 millj. Verð 14,7 milljónir. Hagamelur - 107 Falleg 61 fm 2ja her- b. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu fjórbýlishúsi. Rúmgóð stofa með parketi, eldhús m. góðri ljósri innréttingu, fallegt flísalagt baðherbergi og gott svefnherbergi með parketi. Áhv. húsbr. 5 millj. Verð 10,9 milljónir. Stórhöfði - Sala/leiga Glæsileg 690 fm skrifstofuhæð á 2. hæð frá götu í fal- legu húsnæði við Grafarvoginn. Er í dag tilbúið til innréttinga en möguleiki er á að innrétta og skipta því upp eftir þörfum. Áhv. 38 millj. Verð 51,6 milljónir. tilb. til innr. Laufásvegur Vorum að fá í sölu virðulega 470 fm húseign á eignarlóð á þessum eftirsótta stað. Húsið skiptist kjallara, tvær hæðir, ris og bílskúr. Þjár íbúðir eru skráðar í húsinu, ein í kjallara og tvær íbúðir á hæðum en risið er nýtt sem geymsla. Eignin þarfnast gagngerðra endurbóta. Falleg útsýni er frá húsinu og yfir tjörn- ina og góð aflokuð vesturlóð. Verð 52 milljónir. Nánari uppl. á skrifstofu. Giljasel - Aukaíbúð Glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlis- hús á frábærum útsýnisstað. Skiptist í 208 fm aðalíbúð, 46 fm bílskúr og ca 75 fm 2ja herb. aukaíbúð. Aðalíbúðin skipt- ist í glæsilegar stofur, hol, 5-6 svefnher- bergi, tvö baðherbergi og fjölskylduherb. Nýl. endurn. eldhús og baðherbergi. Vönduð gólfefni. Halogen lýsing í stofum. Allt nýl. málað að innan, steypuviðgert að utan og tilb. til málningar. Nýtt gler í öllu húsinu. Verð 30,5 milljónir. Grandavegur Glæsileg 116 fm íbúð á efstu hæð í ný- legu fjöleignarhúsi. Íbúðin er að hluta til á tveimur hæðum. Rúmgóð stofa og borðstofa, eldhús með útskotsglugga, stórt baðherb., stórt svefnherb. og þvottahús. Á efri palli er alrými með herb. inn af. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Áhv. byggsj. 5,8 millj. og líf.sj. 4,6 millj. Fróðengi - Bílskúr Glæsileg 110 fm 4ra-5 herbergja enda- íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skiptist í stofur með suðursvölum, sjónvarpshol, þrjú góð svefnherbergi, glæsilegt eldhús og baðherbergi. Vandaðar innr. úr ma- hóný og rótarspóni. Vandað merbau- parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íb., opið stigahús, sérinngangur á hverja hæð. Áhv. húsb. 6 millj. Ákveðin sala. Vantar allar gerðir eigna á skrá www.hofid.is býlishúsi er lögð áhersla á að fá fram bjartar íbúðir með góðri innri nýtingu og stórum glerflötum í útsýnisáttum. Við hönnun sjálfs hússins er leit- azt við að brjóta upp hið hefð- bundna fjölbýlisform og skapa glæsilega byggingu í umhverfi sínu. Byggingaraðilinn, Þ. G. verktak- ar, hafa áralanga reynslu af bygg- ingu hvers konar mannvirkja, bæði á eigin vegum og fyrir einstak- linga, fyrirtæki og opinberar stofnanir. Dæmi um verkefni á eigin vegum eru fjölbýlishús í Salahverfi í Kópavogi, í Bryggju- hverfi í Grafarvogi og í Grafar- holti. Af atvinnuhúsnæði má nefna iðnaðarhúsnæði á Lynghálsi í Reykjavík og við Lónsbraut í Hafnarfirði. Af byggingum fyrir opinbera aðila má nefna aðalstöðv- ar Orkuveitu Reykjavíkur og leik- skólann Blásali í Seláshverfi auk fjölda annarra verkefna. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 70 manns. Þar er starfandi gæða- stjóri og mikil áherzla lögð á gæðastjórnun á framkvæmdatíma bygginga og skil íbúða á réttum tíma. Þegar hver íbúð er afhent, fer fram sameiginleg skoðun íbúð- arkaupanda og fulltrúa fyrirtæk- isins, þar sem farið er yfir helztu atriðin og bætt úr ef einhverjir gallar finnast. „Hér er því um mjög traustan byggingaraðila að ræða,“ segja þeir Magnús Geir Pálsson hjá Borgum og Þorleifur St. Guð- mundsson hjá Eignamiðlun, þar sem íbúðirnar eru til sölu. Ekki er nema stutt síðan sala hófst á íbúðunum, en nokkrar þeirra eru þegar seldar. „Mark- aðurinn hefur tekið þessum íbúð- um vel, enda er þarna bæði um mjög eftirsóknarverðar íbúðir og afar skemmtilegt svæði að ræða,“ segja þeir Magnús Geir og Þorleif- ur að lokum, en þeir stjórna sölu á þessum íbúðum hvor á sínum stað. Morgunblaðið/Jim Smart Mikið útsýni er frá húsinu yfir Arnarnesvog og allt til Snæfellsjökuls og til Esju. Uppbygging fyrsta áfanga Sjálands í Garðabæ stendur nú sem hæst, en í þessum áfanga er gert ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.