Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 32
32 C MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík - Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu 192 ferm. raðhús auk 19,5 ferm. bíl- skúrs. Húsið stendur við Hjallaland 23 í Foss- vogi og ásett verð er 29,9 millj. kr. „Þetta er glæsilegt og nánast algjörlega endurnýjað rað- hús,“ sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteigna- markaðnum. „Góð bílastæði eru beint fyrir framan húsið.“ Forstofan er flísalögð og með nýjum fata- skápum, sem ná upp í loft. Gestasalerni við for- stofu er allt endurnýjað og með vönduðum tækjum, flísalagt í gólf og veggi að mestu en mósaíklagt að hluta. Holið er stórt og park- etlagt og nýtt sem fjölskyldurými. Þar er sjón- varpsaðstaða. Eldhúsið er glæsilegt með nýjum, hvítum háglans-innréttingum og efri skápum úr hnotu. Innfelld uppþvottavél er í innréttingu og mjög vönduð ný tæki. Auk innréttingarinnar eru háir skápar á heilum vegg með sandblásnu gleri í hurðum. Innfelld halogenlýsing er í loftum í eldhúsi. Stofurnar eru stórar og samliggjandi og park- etlagðar. Þær eru með stórum gluggum með nýju gleri og rúmgóðum svölum til suðurs. Hjónaherbergið sem er stórt, er parketlagt og með nýjum fataskápum úr eik, sem ná upp í loft. Barnaherbergin eru fjögur og útgangur út á lóð úr einu þeirra. Baðherbergin eru tvö og hefur annað þeirra verið endurnýjað nýverið. Það er flísalagt í gólf og mósaíklagt í veggi að hluta og með nýjum vönduðum tækjum og bað- kari. Hitt baðherbergið er flísalagt í gólf og veggi með skápum og stórum, flísalögðum sturtuklefa. Þvottaherbergi er rúmgott með vinnuborði með innfelldum vaski, skápum og góðri þurrkaðstöðu. „Húsið hefur eins og áður segir verið end- urnýjað að mestu leyti á síðasta ári,“ sagði Jón Guðmundsson. „M. a. var sett eikarparket á flest gólf, loft tekin niður að hluta og sett inn- felld lýsing, skipt um það gler sem þurfti, nýjar raflagnir voru lagðar, gestasalerni og annað baðherbergið endurnýjað frá a-ö og eldhúsið einnig. Bílskúrinn stendur sér og er með raf- magni og hita.“ Húsið er 192 ferm. auk bílskúrs, sem stendur sér og er 19,5 ferm. Húsið var mikið endurnýjað á síðasta ári. Ásett verð er 29,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Hjallaland 23 Orrahólar - Útsýni. Mjög falleg 67,5 fm 2ja herb. íbúð ásamt 5,5 fm geymslu á 6. hæð í góðu 8 hæða lyftuhúsi. Eignin skiptist í for- stofu, hol, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. 14 fm suðaustursvalir (nýbúið að loka svölum með hertu gleri). Frábært útsýni, sér merkt bíla- stæði, húsvörður sem sér um allt. Áhv. 5,6 millj. Verð 10,2 millj. (172) Jöklasel - Laus. Mjög falleg 70 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fallegu litlu fjölbýli. Eignin skiptist í anddyri (hol), svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, búr og stofu. Flísalagðar svalir í suður út af stofu. Stór geymsla með glugga í kjallara. Áhv. 6,0 millj húsbréf. Íbúðin er laus. Verð 10,9 millj. Vesturvör - Laus. Um er að ræða 42 fm ósamþ. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi og eldhús. Verð 4,4 millj. (116) Nýbygging Gvendargeisli. Mjög fallegt og vel staðsett 176 fm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum 30 fm bílskúr. Eignin er til afhendingar nú þegar og skilast fullbúið að utan og fokhelt að inn- an. Eignin er mjög vel skipulögð með fjórum svefn- herbergjum. Verð 18,2 millj. (301) Atvinnuhúsnæði Lyngás - Garðabær. Um er að ræða ca 1.500 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæð- um með glæsilegu útsýni og er húseignin nánast öll í útleigu í dag. Verð 166 millj. Leiga Tjarnargata - Leiga. Stórglæsileg 101,9 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð (íbúð/skrifstofu- húsnæði). Eignin skiptist í anddyri (gangur), þrjú her- bergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Um er að ræða óvenju glæsilega innréttað húsnæði þar sem nánast allt var endurnýjað. Eignin er ekki til sölu - eingöngu er um að ræða leigu. Sjá myndir á husavik.net. 3ja herb. Laugarnesvegur - Laus. Gullfal- leg 77 fm 2ja-3ja herbergja íbúð á tveimur hæðum (hæð og kjallari) í skemmtilegri tengibyggingu í fjöl- býlishúsi. Eignin var öll endurnýjuð fyrir ári síðan s.s. lagnir, gluggar, gler og rafmagn og innréttað á mjög nýtískulegan hátt. Áhv 5,9 millj. húsbr. Verð 10,9 millj. Grensásvegur - Laus. Mjög falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð (efstu) í lágreistu fjölbýli. Eignin skiptist. Forstofu, hol, 2 svefnherb., eldhús, baðherb. og stofu. Mjög björt og vel skipulögð íbúð með fráb. útsýni. Allt gler endurnýjað nema í stofu. Góðar suðursvalir. Nýlegt parket og flísar á gólfum. Áhv. 5,3 millj. húsbréf. Verð 11,0 millj. (165) Engihjalli - Útsýni. Falleg og vel skipulögð 87,4 fm útsýnisíbúð á 7. hæð í góðu lyftu- húsi með þvottahúsi á hæðinni. Hol og stofa með fallegu eikarparketi lagt í 45°. Baðherbergi með bað- kari, innréttingu og glugga. Stofa og borðstofa með útgang út á stórar vestursvalir og glæsilegu útsýni til suðurs og vesturs, sjón er sögu ríkari. Áhv. 5,8 millj. Verð 11,8 millj. (342) 2ja herb. Laufásvegur. Góð 54 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í eldra steinhúsi byggt 1924. Park- et á gólfum. Innangengt úr íbúð í þvottahús sem er í sameign. Tvær geymslur fylgja. Áhv. 3,3 millj. Verð 8,5 millj. 4ra til 5 herb. Ljósheimar - Útsýni. Mjög góð 96,6 fm 4ra herb. endaíbúð á 8. hæð (efstu) í fal- legu lyftuhúsi sem nýlega var allt standsett að utan með álklæðningu. Eignin skiptist. Forstofa, hol (gangur), tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa (herb. á teikn.) Vestursvalir liggja meðfram stofa og borðstofu. Stórglæsilegt útsýni. Verð 13,5 millj. Langagerði. Frábærlega staðsett 4ra herbergja 81 fm risíbúð (gólfflötur ca 93 fm) í þrí- býlissteinhúsi. Eignin skiptist í stofu, eldhús, sjón- varpshol/vinnuhol, þrjú svefnherbergi og geymslu. Góðar suðursvalir. Parket á stofu, holi og herbergj- um. Dúkur á baði og eldhúsi. Sjá myndir á www.husavik.net Áhv. 5,8 millj. Verð 12,5 millj. (354) Auðbrekka - Útsýni - Laus. Um er að ræða bjarta og rúmgóða 100 fm 4ra her- bergja endaíbúð á 4. hæð (efstu) á frábærum útsýn- isstað í Kópavogi. Íbúðin er rúmgóð með parketi á gólfum, baðherbergi með sturtuklefa, baðkari og tengi fyrir þvottavél. Rúmgott hol og stofa með út- gang út á suðursvalir. Sérinngangur af svölum. Áhv. 4,9 millj. Verð 11,9 millj. (352) Nýbýlavegur. Mjög skemmtileg 4ra herb. ca 90 fm íbúð á jarðhæð með sérinng. Eignin var öll standsett að innan árið 1997. Gegnheilt parket á holi og stofu, nýlegt eldhús og baðherbergi. Verið er að álklæða húsið að utan og greiðast þær framkvæmdir af seljanda. Áhv. 6 millj. Verð 14,3. millj. Lundur - Kópavogur. Frábærlega staðsett 122 fm 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í Fossvoginum. Rúmgott og fallegt eld- hús. Stofa, borðstofa og sjónvarpsstofa með furu- parketi á gólfum. Þrjú svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og glugga. Fallegt útsýni yfir Fossvog- inn, perluna og fleira. Verð 15,5 milllj. (335) Kórsalir - Laus. Nýlegar og glæsileg- ar 3ja-4ra herbergja 110 fm íbúðir í lyftuhúsi, auk stæðis í bílskýli. Teikningar á skrifstofu. Vandaðaðar íbúðir. Áhv. ca 11,5 millj. Verð 17,1 millj. (35) www.husavik.net Barðastaðir Gullfalleg 101,4 fm 4ra herbergja enda- íbúð á 3. hæð (efstu) ásamt 6,8 fm geymslu í kjallara og 11,1 fm suðvestur svölum, samtals 119,3 fm. Eignin skipt- ist í forstofa, hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu. Fallegar kirsuberjainnréttingar, parket og flísar. Fallegt útsýni, frábærar gönguleið- ir, stutt á gólfvöllinn, barnvænt umhverfi. Áhv. 7,5 millj. Verð 15,8 millj. Drápuhlíð - Sérhæð. Glæsileg og mikið uppgerð 107 fm neðri sérhæð í góðu steinhúsi í Hlíðunum í Rvk. Tvær góðar stofur með fallegri glerhurð á milli. Fallegt eikarparket á holi, stofum og öðru svefnherberginu. Dúkur á barnaherberginu. Eld- hús einnig uppgert. Búið er að skipta um þak, raf- magn og gler í íbúð. Falleg eign sem vert er að skoða, myndir á www.husavik.net. Verð 16,0 millj. (353) Sérbýli Langholtsvegur. Gullfallegt ca 167 fm parhús á tveimur hæðum í góðu steinhúsi. Þrjú svefnherbergi (voru fjögur), góðar stofur með útgang út á stóra verönd, fallegur garður. Gott ca 15 fm herb. í kjallara með sérinngang (einnig inngengt frá íbúð). Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum síðan m.a. eldhús, bað og gólfefni. Áhv. 11 millj. hag- stæð langtíma lán. Verð 20,5 millj. (145) Elías Haraldsson Sölustjóri Farsími: 898-2007 Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Farsími: 895-8321 Margrét Jónsdóttir Skjalafrágangur 510-3800 Skólavörðustíg 13 101 Reykjavík Sími: 510-3800 Fax: 510-3801 husavik@husavik.net www.husavik.net Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. Keilugrandi Mjög falleg 114 fm 4ra herbergja íbúð m. stæði í bílskýli á frábærum útsýnis- stað. Tvær stofur, sjónvarpshol og tvö svefnherbergi. Físar og parket á gólfum, suðursvalir með glæsilegu útsýni. Þá er einnig glæsilegt útsýni yfir Faxaflóa, Esj- una og Akrafjall. Baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Íbúðin er laus. Verð 17,4 millj. (325) Kirkjustétt - Raðhús Vorum að fá gullfalleg 192 fm raðhús á 2 hæðum með innb. bílskúr. Húsin eru björt og óvenju vel skipulögð, rúmgóður bílskúr. Húsin verða klædd að hluta með fallegum flísum og verða skilað fullbúnum að utan og fokheldum að innan. Möguleiki á að fá lengra komið. Teikningar og lyklar á skrifstofu. Verð frá 16 millj. (313)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.