Vísir - 06.01.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 06.01.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 6. janúar 1981 VÍSIR Þriðjudagur 6. janúar 1981 VÍSIR þegar fólk er farið að venjast þvi. Viðskiptavinirnir eru róleg- ir og mér finnst þeir passa peningana sina betur niina og virðist vera dálitið hrætt við að eyða þeim. Fólk er oft að spyrja mig hve- nær nýju frimerkin komi. En það koma engin ný frimerki. A frimerkjunum stendur verð- gildið i tölustöfum, en ekkert er um hvaöa mynt það er, þannig að það sem gilti áður voru krón- ur, en nú eru það aurar, t.d. fri- merki sem kostaði áður 160 krónur, kostar nú 160 aura. Visir i Viði Næst fórum við út i Austur- stræti og þar inn i Verslunina Viði. Viðskiptin voru á fullu, og fólk á þönum á milli skiptikass- ans og hinna kassanna. Viö skiptikassann var Þorbjörg Sigurðardóttir og rétti við- skiptavinum nýja seðla fyrir gamla. Hún sagði að peninga- skiptin gangi ágætlega en þó væri fólk ekki búið að átta sig nógu vel ennþá, þvi fyndist það fá svo litið af nýju peingunum fyrir þa gömlu. Við spurðum einn viðskipta- vininn um álit á nýju peningun- um og fengum að vita að þeir væru of smáir og likir og hætt væri við að fólk ruglaðist á þeim, einkum þeir sem væru farnir að tapa sjón. Valdis Jónsdóttir sat við einn kassann og sagði okkur að yfir- MILLJONIR leitt gengi vel, en dálitið væri um aðeldri menn væru tregir til að viðurkenna nýju peningana. Sumir vildu helst ekkert af þeim nýju vita og vildu fá skiptimynt- ina sina i gömlum peningum. En þeir verða að sætta sig við örlögin eins og aðrir og fá ein- göngu nýja peninga til baka. Eina með öllu Við gengum framhjá pylsu- vagninum i Austurstræti og spurðum Guðlaugu, sem var að vinna þar, hvað ein með öllu kostaði núna. Hún sagði átta krónur og hvort við vildum ekki smakka hvort þær hefðu nokkuð breyst við að verða svona ó- dýrarog auðvitaðsögðum við jú takk. Guðlaug sagðist afgreiða kúnnana eins og þeir vildu, þeir geta borgað eða fengið til baka i nýjum eða gömlum krónum eftir vild. Torf i strætó A Torginu hittum við Agúst Hafsteinsson strætisvagns- stjóra. Hann ætlaði að fá sér kaffi i hléi milli ferða og var ekkerthrifinn af aö láta tefja sig með spurningum um peninga. Hann sagði að gjaldið hefði nú hækkað i 3 krónur og tekið væri jöfnum hönium við nýjum krónum og gömlum. Hann sagði að litið væri um að fólk gerði ,,Nú gildir að vanda sig,” gæti Valdís verið að hugsa, og viðskipta- vinurinn er með hugann við budduna. mistök, en svolitið bæri á að eldra fólk sæi ekki á myntina og færi sér þvi varlega. Hann hélt að það mundi verða stærsta vandamálið að svo litill stærðarmunur væri á myntunum að sjóndapurt fólk kynni að lenda i vandræðum þess vegna, með að þekkja peningana i sundur. „Sjálfum finnst mér þetta betra og þægi- legra og fyrir okkur i vögnunum er þetta miklu betra, það var torf að vera með alia þessa seðla.” Tiu milljónir i fargjald Að endingu hittum við svo Sævar Straumland leigubil- stjóra. Hann var að vinna á ný- ársnótt og hann sagði okkur að hannhefði getað orðið sæmilega fjáður þá ef hann hefði notað sér öll mistökin i ávisanaútgáfu, nóttina þá. Til dæmis vildi einn farþeginn borga honum sem svaraði tiu milljónum fyrir akstur uppi Arbæjarhverfi. Hann ætlaði að skrifa ávisun á 10.000 krónur, en skrifaði einu núlli of mikið, svo að ávisunin varð 100.000. En hún var dag- sett 1/1 og þar með jafngilti hún 10 milljónum gamalla króna. Viðskiptavinurinn varö hinn versti og neitaöi að hafa gert nokkur mistök önnur en að skrifa einu núlli of mikið og leið- rétti það. Sævarbreytti svo dag- setningunni sjálfur i 31/12. SV Nýju peningarnir eru komnir og fólkið i landinu er tekið til við að átta sig á verðgildinu og væntanlega að endurreisa verð- skynið eins og landsfeðurnir sögðu okkur að gera. Nýunga- girnin sér um að gera peninga- skiptin ánægjuleg og flestir eru fulliráhuga að ná sem fyrst tök- um á breyttum aðstæðum. Þvi er auðvitað ekki að leyna að fyrst i stað finnst mörgum litið til koma að fá aðeins fáeina smápeninga til baka, þegar borgað er með stórum og verð- miklum seðlum. Þannig fór fyrirundirrituðum, þegar ég fór i búð á annan i nyári og keypti i matinn fyrir kr. 6.530 — eða voru það 65.30Í — Allavega borgaði ég með tveim fimmþús- und króna seðlum og fékk 34,70 til baka i klinki. Ég þurfti að horfa góða stund á það meðan ég var að átta mig á hvort þetta væri örugglega rétt. Það jók á vantrú mina að konan á skiptikassanum rétti mér tvö hundruð krónur fyrir tiuþúsund- kailinn og áttaði sig ekki á mis- tökunum fyrr en eftir dálitlar skýringar. Enga gamla seðla takk Skiptikassinn já. í öllum stærri verslunum og stofnunum, og sjálfsagt einnig I mörgum minni, verða þeir sem koma með gamla peninga að fara fyrst að sérstökum skiptikassa og kaupa þar nýja peninga til að borga með við kassann sem tek- ur við greiðslunni fyrir vörurn- ar eða þjónustuna, sem er verið að kaupa. En þetta er ekki alls staðar. Við fréttum til dæmis af einum bensintæpum biieiganda, sem lenti i tveggja tima biðröð, til að kaupa bensin á biiinn sinn. Þessar bensinkaupabiðraðir eru ein af þessum sérkennilegu uppákomum, sem við íslendingar erum sérfræðingar i að skapa og þekkjast óviða nema i löndunum austan viö Hjá póstinum Við Vísismenn fórum i bæinn að kanna hvernig fólki gengi að átta sig á nýju peningunum og byrjuðum i pósthúsinu. Þar hitt- um við fyrst Jenný Jakobsdótt- ur, sem sér um skiptikassann. Við spurðum hana hvort fólk gæti komið þangað tii að fá skipt, en hún sagði að þessi skipti væru eingöngu fyrir við- skiptavini pósthússins. — Og hvernig tekur fólkið nýju peningunum? „Yfirleitt vel. Þó finnst sum- um, sérstaklega eldra fólki að það fái lítið fyrir gömlu pening- ana sina. — Hvernig gengur þér sjálfri? „Ég hef nú ákaflega einfalda aðferð. Ég skrifa töluna á blað og strika yfir tvö núli, eða set kommu framan við tvo öftustu stafina.” Við næstu lúgu var eldri mað- ur að borga undir bréf og skoð- aði myntina af kostgæfni, sem hann fékk til baka. Við slettum okkur fram I samtal hans við af- greiðslustúlkuna og spurðum hana hvernig gengi að átta sig á þessum nýju peningum. Lágkúruleg og leiðin- leg mynt — Það gengur alveg sæmi- lega, ég hef ekki svo mikið um- leikis að það skipti miklu máli fyrirmig. En mér finnst myntin leiðinleg, lágkúruleg og leiðin- leg. Þessir aurar eru svo litil- fjöriegir að maður hefur varla á tilfinningunni að maður sé með peninga I höndunum. Ég skal segja þér aö mér þykir þetta með leiðinlegri mynt, sem ég hef fengiö. — En hvernig er með verð- gildið? Finnst þér þú vera meö jafn mikið af peningum i fimm króna pening og þú hafðir i fimm hundruð króna seðli áður? „Nei, þótt ég viti að það er sama verðgildi, þá finnst mér það ekki vera. Mér finnst að ég verði að passa mig betur á að kaupa ekki eins mikið og mér finnst ég eiga minna,” sagði hann og svo i lokin sagði hann okkur að hann héti Agúst Vig- fússon. Engin ný frimerki Stúlkan fyrir innan lúguna heitir Bryndis Þorsteinsdóttir og hún sagðist hafa sett sér það markmið að fara rólega og sér gengiágætlega. „Og ég er alveg sannfærðum það, að þetta verð- ur miklu þægilegra fyrir alla, „Má ekki bjóða ykkur eina með öllu?” Krumpaður fimm- hundruðkall Og svo var það ungi maður- inn, sem keypti sér einn skammt af heitum mat I Gerl...., afsakið, það var i Dal- múla, fyrir tólf og fimmtiu og dró nýjan en krumpaöah fimm- hundruð króna seðil upp úr buxnavasanum. „Hvað er þetta?” spurði stúlkan við kass- ann. „Fimmhundruðkall,” sagði ungi maðurinn af nokkr- um þótta, vegna þótta stúlk- unnar. Hún varð enn vandræöa- legri, þangaö til næsti kúnni benti á að þetta samsvaraði fimmtluþúsund gömlum krón- um, þá varö ungi maðurinn vandræðalegur, kippti siðan seðlinum til sin aftur og stakk honum i veskið með mikilli virð- ingu. Sævar Straumland gat fengiö tiu milljónir fyrir túrinn uppi Arbæ. Agúst Vigfússon segir að myntin sé leiðinleg og lágkúruleg, en fyrir innan lúguna er Bryndís Þorsteinsdóttir, sem sagði að fólk passaði nýju peningana betur. Myndir: G u n n a r V . Andrésson. I FARGJALD INN I ÁRRÆ tjald. En það var þetta með bil- eigandann i bensinröðinni. Þegar hann komst loksins að tanknum, dró hann upp gamla peninga til að kaupa bensinið fyrir, en afgreiðslupian sagði: þvi miður, enga gamla seðla hér, takk. Maðurinn mátti fara og fá gömlu seðlunum sinum skipt fyrir nýja og byrja siðan aftur á bensi'nbiðinni. Texti: Sigurjón Valdimarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.