Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 1
Síminn flytur Yfirgefa Austurvöll eftir 70 ára veru Höfuðborgin Dansað með Britney Britney Spears hefur gefið út nýja breiðskífu Fólkið Spáð frekari söluaukningu á næsta ári | Ísland einn af áfangastöðum Volkswagen | Nissa-samfélagið við Kárahnjúka | Bíll McLaren í ham SADDAM Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, verðskuldar „þyngstu refsingu“ en það verður írösku þjóðarinnar að ákveða hvort hann skuli tekinn af lífi. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði einnig að Írakar væru færir um að annast sjálfir réttarhöld yfir Saddam. Bush lét þessi ummæli falla í við- tali á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku. Á mánudag hafði Bush sagt á blaðamannafundi að hann hefði sínar eigin skoðanir á því hvað verða skyldi um Saddam, en hann vildi ekki segja nánar hverjar þær væru. Það gerði hann hins vegar í sjónvarpsviðtalinu í gær. „Ég tel að hann verðskuldi þyngstu refsingu … fyrir það sem hann hefur gert þjóð sinni,“ sagði Bush í viðtalinu. „Ég meina, hann er pyntari, morðingi, þeir höfðu nauðgunarherbergi. Þetta er við- bjóðslegur harðstjóri sem verð- skuldar að mæta réttvísinni, loka- réttvísinni. En það mun ekki verða hlutverk forseta Bandaríkjanna að ákveða heldur borgara Íraks á einn eða annan hátt.“ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði einnig í gær, að það ætti frekar að vera í höndum Íraka sjálfra að rétta yfir Saddam en alþjóðlegra dómstóla. Bandarískir stjórnarerindrekar sögðu í gær að fyrstu yfirheyrslurn- ar yfir Saddam, sem er í haldi á ótil- greindum stað, sneru að því að afla upplýsinga um skipulagða mót- spyrnu gegn hernámsliðinu. Mikil áherzla yrði lögð á það á næstunni að hafa hendur í hári þeirra manna sem stýrðu skæruaðgerðum gegn hernámsliðinu. Donald H. Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði á blaðamannafundi að bandaríska leyniþjónustan CIA muni sinna yfirheyrslunum yfir Saddam. Ófriðsamlegt víða í Írak Ófriðsamlegt var víða í Írak í gær, tveimur dögum eftir að til- kynnt var að Saddam Hussein hefði verið handtekinn. Bandaríkjaher sagði 11 menn hafa verið skotna, sem tóku þátt í fyrirsát í bænum Samarra norður af Bagdad og nokkrir hermenn særðust í fleiri árásum sem gerðar voru á her- námsliðið annars staðar í Írak. Stuðningsmenn Saddams söfnuð- ust saman á götum í nokkrum borg- um Íraks í gær, þar á meðal í Fall- ujah og í Ramadi vestur af Bagdad. Þar hrópuðu menn: „Við verjum Saddam með sálu okkar.“ Í borginni Mosul í norðurhluta landsins endaði slíkur útifundur með óeirðum. Einn lögreglumaður lét lífið og annar særðist, að því er lögreglan þar greindi frá. Richard Myers, forseti banda- ríska herráðsins, kom til Íraks í gær. Hann vísaði á bug fregnum þess efnis, að Izzat Ibrahim al-Duri, hæstsetti liðsmaður hinnar föllnu stjórnar Saddams, sem enn leikur lausum hala, hefði verið handtek- inn. Þá gerðist það í gær að ríkis- stjórnir Þýzkalands og Frakklands – sem voru meðal hörðustu and- stæðinga Íraksstríðsins – sögðust myndu styðja það að verulegur hluti erlendra skulda Íraks yrði gefinn eftir. Kom þetta fram í viðræðum James A. Bakers, sérlegs erindreka Bandaríkjastjórnar, í París og Berl- ín. Skuldir Íraks eru áætlaðar vera um 120 milljarðar Bandaríkjadala, hátt í 9.000 milljarðar króna. Talsmaður Páfagarðs gagn- rýnir meðferðina á Saddam Einn æðsti talsmaður Páfagarðs, kardínálinn Renato Martino, hvatti til þess í gær að Saddam Hussein verði dreginn fyrir rétt fyrir glæpi sína, en lagði áherzlu á andstöðu kaþólsku kirkjunnar við dauðarefs- ingu og gagnrýndi Bandaríkjaher fyrir að meðhöndla Saddam „eins og skepnu“, og vísaði þar til mynd- anna sem sýndar voru af bandarísk- um herlækni skoða Saddam, þ. á m. tennur hans. Reuters Írakar hrópa slagorð gegn Bandaríkjamönnum er bandarískum bryndreka er ekið hjá í Mosul í Norður-Írak í gær. Einn heldur á loft mynd af Saddam Hussein. Ófriðsamlegt var víða í Írak í gær, tveimur dögum eftir að tilkynnt var um handtöku Saddams, og leit að stjórnendum skæruaðgerða gegn hernámsliðinu heldur áfram. Bush segir Saddam verð- skulda „þyngstu refsingu“ Fylgismenn Saddams mótmæla hernámi  Ráð Íraka/18/20 Íraka að dæma einræðisherrann Bagdad, Washington. AP, AFP. SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sætti mikilli orrahríð gagnrýni þegar hann kom fyrir Evrópuþingið (EÞ) í Strassborg í gær, til að gefa því skýrslu um nýafstaðinn leiðtogafund sam- bandsins, þar sem mistókst að binda endahnútinn á nýjan stjórnarskrársáttmála þess. „Þú brást,“ sagði Graham Watson, leiðtogi þing- flokks frjálslyndra flokka á Evrópuþinginu. Berlusconi sagði hins vegar ítalska formennsku- misserið hafa skilað góðum árangri, þótt því miður hefði ekki reynzt unnt að sigla stjórnarskrár- málinu í höfn. Eftir að ítalski forsetinn stöðvaði í fyrradag ný lög um fjölmiðla á Berlusconi einnig í vök að verjast á heimavígstöðvum. Berlusconi „brást“ Silvio Berlusconi Strassborg. AFP. BANDARÍSKA fyrirtækið Herobuilders.com hefur hafið sölu á þessari brúðu sem nefnist „Fang- inn Saddam“ og var hönnuð eftir handtöku íraska leiðtog- ans fyrrver- andi. Fyrirtækið selur einnig Osama bin Laden-, George W. Bush- og Tony Blair-brúð- ur. „Við náðum honum!“ sagði í auglýsingu Herobuilders- .com. „Við erum stolt af því að geta brugðist við nýjum að- stæðum í heiminum innan sól- arhrings.“ „Fanginn Saddam“ EIGANDI og skipstjóri dráttarbáts- ins Gamla lóðs, sem sökk vestur af Hafnarbergi á Reykjanesi í fyrrinótt, björguðust eftir að hafa verið hálftíma í sjón- um. Eigandinn, Kjartan J. Hauksson, segir að þeim hafi ver- ið hætt að lítast á blikuna. Kjart- an ætlaði síð- sumars að róa hringinn í kring- um landið á bát sínum en sú ferð varð endaslepp þegar báturinn brotnaði í spón í Rekavík á Ströndum. Það var áhöfnin á Happasæli KE sem kom skipverjunum til bjargar í fyrrinótt, þar sem þeir ríghéldu í björgunarhring. Annar þeirra hélt vasaljósi á lofti sem varð þeim til happs því áhöfn Happasæls sá ljósið og fann þá því fljótlega í sjónum. Sjór og olía úti um allt Kjartan fór niður í vélarrúm báts- ins eftir að rafmagnið fór skyndilega af. „Það gekk mikið á þarna niðri í myrkrinu, sjór og olía úti um allt og ég náði að koma annarri dælunni í gang.“ Kjartan segist hafa beðið Eirík Steingrímsson skipstjóra um að kalla eftir aðstoð. „En fimm mínútum seinna vorum við komnir í sjóinn,“ segir Kjartan og telur að ekki hafi mátt tæpara standa fyrir sig að kom- ast upp úr vélarrúminu. Er þeim var hætt að lítast á blik- una reyndu þeir að losa björg- unarbátinn en þá reið stór alda yfir þá og skolaði þeim fyrir borð. Var hætt að lítast á blikuna Kjartan J. Hauksson  Ríghéldu/6 Skipverjarnir voru hálftíma í sjónum Bílar í dag EKKERT lát virðist vera á innbrotum í bíla og kveður nú rammt að slíkum innbrotum. Í desember 2002 voru bílainnbrot hátt í fimmfalt fleiri en í desember 1999. Innbrot- in voru þá tvöfalt fleiri allt árið 2002 en 1999, samkvæmt tjónaskýrslum VÍS. Upp- lýsingar sem fyrir liggja um fyrstu vikur desember 2003 benda ekki til þess að lát sé á afbrotum af þessu tagi. Árið 1999 var VÍS tilkynnt um 101 inn- brot í bíl, þar af 7 í desember. Þremur árum síðar, 2002, fékk VÍS 203 tilkynningar um innbrot í bíla, þar af 32 í desember. Innbrotum í hús hefur fjölgað á sama tímabili en ekki nálægt því eins mikið og bílainnbrotunum. Ekkert lát á innbrot- um í bíla STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.