Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞYNGSTA REFSING“ Saddam Hussein, fyrrverandi ein- ræðisherra Íraks, verðskuldar „þyngstu refsingu“ en það verður í höndum írösku þjóðarinnar að ákveða hvort hann skuli tekinn af lífi. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali í gær. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði einnig í gær að það ætti frekar að vera í höndum Íraka að rétta yfir Saddam en alþjóðlegra dómstóla. Reagan ekki íslenzkættaður Í bréfi sem Ronald Reagan, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, skrifaði þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í nóvember 1987, leiðréttir hann þann misskiln- ing, að hann hafi átt íslenzka for- feður. Kemur þetta fram í úrvali úr einkabréfasafni Reagans, sem komið er út á bók vestan hafs. Alls eru varðveitt um 10.000 bréf, sem Reag- an skrifaði á ferli sínum. Met hjá Tollgæslu Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur það sem af er árinu afhjúpað 57 fíkniefnasmyglara í Leifsstöð og tekið af þeim á annan tug kílóa af fíkniefnum. Þótt desember sé ekki nema hálfnaður hefur Tollgæslan samt mætt almesta fjölda mála sem um getur hjá henni. Þrettán mál hafa komið upp hjá Tollgæslunni í Leifsstöð í desember einum, sem jafngildir nærri einu máli á dag. Tekjur af mötuneytum? SAMFOK hefur fengið vísbend- ingar um að tekjuafgangur sé af rekstri mötuneyta grunnskólanna og að rekstur mötuneyta kennara og nemenda sé ekki aðskilinn. Fyrir- spurn um þetta var lögð fram í fræðsluráði Reykjavíkur og hefur Fræðslumiðstöð óskað eftir upplýs- ingum frá öllum grunnskólum. Fyrirtækjagræðgi blómstrar Skattalög eru sniðgengin nú í meira mæli en áður segir ríkisskatt- stjóri í leiðara Tíundar og segir fyr- irtækjagræðgi blómstra mitt í sam- þjöppun auðs og valda þar sem gróðaboðorð sé öllu æðra. Hann seg- ir tilvikin úthugsaðri en þau voru áð- ur og að umræddir aðilar njóti ráð- gjafar sérfræðinga sem tryggi að rétt sé að málum staðið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Úr verinu 16 Viðhorf 38 Viðskipti 16/17 Minningar 40/45 Erlent 18/20 Myndasögur 52 Minn staður 21 Bréf 52 Höfuðborgin 21 Dagbók 54/55 Akureyri 23 Íþróttir 56/59 Suðurnes 24 Leikhús 60 Landið 25 Fólk 60/65 Daglegt líf 26/27 Bíó 62/65 Listir 28/31 Ljósvakar 66 Umræðan 32/39 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Magnús Þor- steinsson, meðeigandi Björgólfs í eignarhalds- félaginu Samson, kærðu álagningu skattstjóra til hækkunar á fjármagnstekjuskatti. Er endur- skoðendur þeirra uppgötvuðu að ekki hafði ver- ið tekið tillit til framtalinna arðgreiðslna af eignarhlutum í erlendum hlutafélögum var álagningin kærð og í tilviki Björgólfs hækkaði greiddur fjármagnstekjuskattur hans um 6 milljónir króna, að viðbættu álagi upp á 150 þúsund krónur. Ekki fékkst uppgefið hvað Magnús þurfti að greiða til viðbótar en þriðji eigandi Samson, Björgólfur Thor Björgólfsson, greiðir ekki skatt hér á landi þar sem hann er með lögheim- ili í Bretlandi. Þórarinn Þ. Jónsson, sem hefur verið endur- skoðandi Björgólfs allt frá unglingsárum þess síðarnefnda, segir að þegar „mistökin“ hafi ver- ið uppgötvuð hafi Björgólfur lagt mikla áherslu á að leiðrétta þau. Hann hafi ekki viljað una rangri álagningu og sitja jafnvel undir orðrómi um að skjóta tekjum undan skatti. Þórarinn segist á sínum 40 ára ferli sem endurskoðandi aðeins einu sinni áður hafa þurft að kæra álagn- ingu til hækkunar á skattgreiðslum. Hann segir að þó að álag sé lögbundið við aðstæður sem þessar, þegar álagning er sett á við greiðslu skattsins, sé miklu nær að umbuna heiðarlegum skattgreiðendum fyrir að benda á ranga álagn- ingu frekar en að setja á þá viðbótarálag. „Það ætti að setja á einhvers konar höfðingjaafslátt,“ sagði Þórarinn í léttum tóni. Alexander G. Eðvardsson, endurskoðandi Magnúsar, segist aldrei áður hafa kært álagn- ingu umbjóðanda síns til hækkunar og hefur hann starfað í faginu frá árinu 1979. Hann tek- ur í svipaðan streng og Þórarinn og segir að Magnús hafi ekki viljað vera undir ámæli um að vera tekjulaus og þar með skattlaus, ekki síst í ljósi umsvifa sinna í íslensku atvinnulífi. Mistök við „handreikning“ Hjá embætti ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að í tölvukeyrðri vinnslu séu fram- töl með erlendum fjármagnstekjum tekin frá og „handreiknuð“. Ljóst sé að í nokkrum tilvikum hafi átt sér stað einhver mistök í þeim útreikn- ingi. Hvort algengt væri að álagning væri kærð til hækkunar fengust þau svör að árlega kæmu upp nokkur slík mál. Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson eigendur Samson Kærðu álagningu til hækk- unar á fjármagnstekjuskatti Morgunblaðið/Kristinn Eigendur Samson, Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Thor. EFTIR því sem nær dregur jóla- fríi er algengara að hefðbundið skólastarf sé brotið upp með ýms- um skemmtilegum uppákomum. Þannig var það í Háteigsskóla í Reykjavík í gær að foreldrum og forráðamönnum nemenda í 1. til 4. bekk var boðið að snæða hangi- kjöt og tilheyrandi meðlæti með börnum sínum í hádeginu. Var sú veisla vel þegin, enda margir nemendur að koma móðir og más- andi með blautt hárið eftir ann- aðhvort leikfimitíma eða útiveru í frímínútum. Í dag verður svo hangikjötsveisla í Háteigsskóla fyrir nemendur í 5.–7. bekk og foreldra þeirra. Er þetta að verða árlegur siður í skólanum á að- ventunni og hefur þótt takast mjög vel. Morgunblaðið/Ásdís Hangikjötsveisla í Háteigsskóla VISSULEGA hef ég áhuga á Út- gerðarfélagi Akureyringa. Ég var fæddur inn í það. Þar lærði ég mína sjómennsku og átti þar ánægjulegan feril sem skipstjóri. Þess vegna höf- um við Ari Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, rætt mögulega sam- vinnu um kaup á ÚA,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Afls fjárfestingarfélags. „Þetta er hins vegar ekkert á veg komið, hefur ekki verið tekið upp á stjórnarfundi hjá Afli og ekkert ligg- ur fyrir hvort grundvöllur er fyrir kaupunum. Við vitum ekkert enn þá hvernig staðið verður að sölunni og hvað Eimskipafélagið telur sig þurfa að fá fyrir ÚA. Þetta er allt á algjöru frumstigi,“ segir Þorsteinn. Eimskipafélagið fól Landsbank- anum síðastliðinn föstudag að kanna hvort rétt væri að selja dótturfyr- irtækið Brim, í heilu lagi eða hlutum, en Brim byggist á þremur fyrirtækj- um, Útgerðarfélagi Akureyringa, Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og Skagstrendingi á Skagaströnd. Heimamenn á þessum stöðum lýstu áhuga sínum á kaupum, þegar eign- arhaldið á Eimskipafélaginu breytt- ist og Magnús Gunnarsson, formað- ur stjórnar Eimskipafélagsins, hefur lýst því yfir að vilji sé fyrir því að ganga til samninga við heimamenn á hverjum stað um sölu á fyrirtækj- unum, náist um það samkomulag. Vissulega hef ég áhuga á ÚA KEA og Afl kanna möguleg kaup á ÚA EKKI stendur til að minnka bráða- þjónustu á geðsviði Landspítala – há- skólasjúkrahúss í þeim aðgerðum sem gripið verður til í sparnaði á sjúkrahúsinu vegna fjárveitinga til þess, að sögn Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra spítalans. Anna sagði að ekki væri til umræðu í framkvæmdastjórn sjúkrahússins að minnka bráðaþjónustu við geð- sjúka á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Anna sagði aðspurð að það væru engar fyrirætlanir um að skerða bráðaþjónustu við geðsjúka á spítal- anum. Hins vegar hefði aðeins verið nefnt í þeim umræðum sem verið hefðu að sameina bráðaþjónustu barna og almenna bráðaþjónustu í Fossvogi á nóttunni, en það hefði aldrei komið til tals eitt né neitt í þessum efnum varðandi bráðaþjón- ustu fyrir geðsjúka. „Hún verður áfram í óbreyttri mynd. Þrátt fyrir að við þurfum eitthvað að draga úr þjón- ustu annars staðar í bráðamóttökunni þá verður það ekki á þessu sviði hvað varðar geðsjúka,“ sagði Anna enn- fremur. Bráðaþjón- usta við geð- sjúka ekki minnkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.