Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 2

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞYNGSTA REFSING“ Saddam Hussein, fyrrverandi ein- ræðisherra Íraks, verðskuldar „þyngstu refsingu“ en það verður í höndum írösku þjóðarinnar að ákveða hvort hann skuli tekinn af lífi. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali í gær. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði einnig í gær að það ætti frekar að vera í höndum Íraka að rétta yfir Saddam en alþjóðlegra dómstóla. Reagan ekki íslenzkættaður Í bréfi sem Ronald Reagan, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, skrifaði þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í nóvember 1987, leiðréttir hann þann misskiln- ing, að hann hafi átt íslenzka for- feður. Kemur þetta fram í úrvali úr einkabréfasafni Reagans, sem komið er út á bók vestan hafs. Alls eru varðveitt um 10.000 bréf, sem Reag- an skrifaði á ferli sínum. Met hjá Tollgæslu Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur það sem af er árinu afhjúpað 57 fíkniefnasmyglara í Leifsstöð og tekið af þeim á annan tug kílóa af fíkniefnum. Þótt desember sé ekki nema hálfnaður hefur Tollgæslan samt mætt almesta fjölda mála sem um getur hjá henni. Þrettán mál hafa komið upp hjá Tollgæslunni í Leifsstöð í desember einum, sem jafngildir nærri einu máli á dag. Tekjur af mötuneytum? SAMFOK hefur fengið vísbend- ingar um að tekjuafgangur sé af rekstri mötuneyta grunnskólanna og að rekstur mötuneyta kennara og nemenda sé ekki aðskilinn. Fyrir- spurn um þetta var lögð fram í fræðsluráði Reykjavíkur og hefur Fræðslumiðstöð óskað eftir upplýs- ingum frá öllum grunnskólum. Fyrirtækjagræðgi blómstrar Skattalög eru sniðgengin nú í meira mæli en áður segir ríkisskatt- stjóri í leiðara Tíundar og segir fyr- irtækjagræðgi blómstra mitt í sam- þjöppun auðs og valda þar sem gróðaboðorð sé öllu æðra. Hann seg- ir tilvikin úthugsaðri en þau voru áð- ur og að umræddir aðilar njóti ráð- gjafar sérfræðinga sem tryggi að rétt sé að málum staðið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Úr verinu 16 Viðhorf 38 Viðskipti 16/17 Minningar 40/45 Erlent 18/20 Myndasögur 52 Minn staður 21 Bréf 52 Höfuðborgin 21 Dagbók 54/55 Akureyri 23 Íþróttir 56/59 Suðurnes 24 Leikhús 60 Landið 25 Fólk 60/65 Daglegt líf 26/27 Bíó 62/65 Listir 28/31 Ljósvakar 66 Umræðan 32/39 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Magnús Þor- steinsson, meðeigandi Björgólfs í eignarhalds- félaginu Samson, kærðu álagningu skattstjóra til hækkunar á fjármagnstekjuskatti. Er endur- skoðendur þeirra uppgötvuðu að ekki hafði ver- ið tekið tillit til framtalinna arðgreiðslna af eignarhlutum í erlendum hlutafélögum var álagningin kærð og í tilviki Björgólfs hækkaði greiddur fjármagnstekjuskattur hans um 6 milljónir króna, að viðbættu álagi upp á 150 þúsund krónur. Ekki fékkst uppgefið hvað Magnús þurfti að greiða til viðbótar en þriðji eigandi Samson, Björgólfur Thor Björgólfsson, greiðir ekki skatt hér á landi þar sem hann er með lögheim- ili í Bretlandi. Þórarinn Þ. Jónsson, sem hefur verið endur- skoðandi Björgólfs allt frá unglingsárum þess síðarnefnda, segir að þegar „mistökin“ hafi ver- ið uppgötvuð hafi Björgólfur lagt mikla áherslu á að leiðrétta þau. Hann hafi ekki viljað una rangri álagningu og sitja jafnvel undir orðrómi um að skjóta tekjum undan skatti. Þórarinn segist á sínum 40 ára ferli sem endurskoðandi aðeins einu sinni áður hafa þurft að kæra álagn- ingu til hækkunar á skattgreiðslum. Hann segir að þó að álag sé lögbundið við aðstæður sem þessar, þegar álagning er sett á við greiðslu skattsins, sé miklu nær að umbuna heiðarlegum skattgreiðendum fyrir að benda á ranga álagn- ingu frekar en að setja á þá viðbótarálag. „Það ætti að setja á einhvers konar höfðingjaafslátt,“ sagði Þórarinn í léttum tóni. Alexander G. Eðvardsson, endurskoðandi Magnúsar, segist aldrei áður hafa kært álagn- ingu umbjóðanda síns til hækkunar og hefur hann starfað í faginu frá árinu 1979. Hann tek- ur í svipaðan streng og Þórarinn og segir að Magnús hafi ekki viljað vera undir ámæli um að vera tekjulaus og þar með skattlaus, ekki síst í ljósi umsvifa sinna í íslensku atvinnulífi. Mistök við „handreikning“ Hjá embætti ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að í tölvukeyrðri vinnslu séu fram- töl með erlendum fjármagnstekjum tekin frá og „handreiknuð“. Ljóst sé að í nokkrum tilvikum hafi átt sér stað einhver mistök í þeim útreikn- ingi. Hvort algengt væri að álagning væri kærð til hækkunar fengust þau svör að árlega kæmu upp nokkur slík mál. Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson eigendur Samson Kærðu álagningu til hækk- unar á fjármagnstekjuskatti Morgunblaðið/Kristinn Eigendur Samson, Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Thor. EFTIR því sem nær dregur jóla- fríi er algengara að hefðbundið skólastarf sé brotið upp með ýms- um skemmtilegum uppákomum. Þannig var það í Háteigsskóla í Reykjavík í gær að foreldrum og forráðamönnum nemenda í 1. til 4. bekk var boðið að snæða hangi- kjöt og tilheyrandi meðlæti með börnum sínum í hádeginu. Var sú veisla vel þegin, enda margir nemendur að koma móðir og más- andi með blautt hárið eftir ann- aðhvort leikfimitíma eða útiveru í frímínútum. Í dag verður svo hangikjötsveisla í Háteigsskóla fyrir nemendur í 5.–7. bekk og foreldra þeirra. Er þetta að verða árlegur siður í skólanum á að- ventunni og hefur þótt takast mjög vel. Morgunblaðið/Ásdís Hangikjötsveisla í Háteigsskóla VISSULEGA hef ég áhuga á Út- gerðarfélagi Akureyringa. Ég var fæddur inn í það. Þar lærði ég mína sjómennsku og átti þar ánægjulegan feril sem skipstjóri. Þess vegna höf- um við Ari Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, rætt mögulega sam- vinnu um kaup á ÚA,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Afls fjárfestingarfélags. „Þetta er hins vegar ekkert á veg komið, hefur ekki verið tekið upp á stjórnarfundi hjá Afli og ekkert ligg- ur fyrir hvort grundvöllur er fyrir kaupunum. Við vitum ekkert enn þá hvernig staðið verður að sölunni og hvað Eimskipafélagið telur sig þurfa að fá fyrir ÚA. Þetta er allt á algjöru frumstigi,“ segir Þorsteinn. Eimskipafélagið fól Landsbank- anum síðastliðinn föstudag að kanna hvort rétt væri að selja dótturfyr- irtækið Brim, í heilu lagi eða hlutum, en Brim byggist á þremur fyrirtækj- um, Útgerðarfélagi Akureyringa, Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og Skagstrendingi á Skagaströnd. Heimamenn á þessum stöðum lýstu áhuga sínum á kaupum, þegar eign- arhaldið á Eimskipafélaginu breytt- ist og Magnús Gunnarsson, formað- ur stjórnar Eimskipafélagsins, hefur lýst því yfir að vilji sé fyrir því að ganga til samninga við heimamenn á hverjum stað um sölu á fyrirtækj- unum, náist um það samkomulag. Vissulega hef ég áhuga á ÚA KEA og Afl kanna möguleg kaup á ÚA EKKI stendur til að minnka bráða- þjónustu á geðsviði Landspítala – há- skólasjúkrahúss í þeim aðgerðum sem gripið verður til í sparnaði á sjúkrahúsinu vegna fjárveitinga til þess, að sögn Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra spítalans. Anna sagði að ekki væri til umræðu í framkvæmdastjórn sjúkrahússins að minnka bráðaþjónustu við geð- sjúka á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Anna sagði aðspurð að það væru engar fyrirætlanir um að skerða bráðaþjónustu við geðsjúka á spítal- anum. Hins vegar hefði aðeins verið nefnt í þeim umræðum sem verið hefðu að sameina bráðaþjónustu barna og almenna bráðaþjónustu í Fossvogi á nóttunni, en það hefði aldrei komið til tals eitt né neitt í þessum efnum varðandi bráðaþjón- ustu fyrir geðsjúka. „Hún verður áfram í óbreyttri mynd. Þrátt fyrir að við þurfum eitthvað að draga úr þjón- ustu annars staðar í bráðamóttökunni þá verður það ekki á þessu sviði hvað varðar geðsjúka,“ sagði Anna enn- fremur. Bráðaþjón- usta við geð- sjúka ekki minnkuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.