Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR drengs sem greindist með hvítblæði aðeins tíu vikna gamall, áttu ekki rétt á að fá greidda sjúkdómatryggingu sem þau höfðu keypt því hann var ekki orðinn þriggja mánaða þegar hann greindist. Drengurinn er með yngstu börnum sem greinst hafa með hvítblæði á Íslandi. Móðir hans, Eygló Guðmunds- dóttir, segir að sitt tryggingafélag, sem og önnur tryggingafélög á Ís- landi, tryggi ekki börn greinist þau með sjúkdóma fyrir þriggja mánaða aldur. „Það var mikið áfall fyrir okkur að uppgötva þetta. Auðvitað má segja að við hefðum átt að lesa betur tryggingasamn- inginn en þetta einfaldlega hvarfl- aði ekki að okkur. Við héldum að með kaupum á líf- og sjúkdóma- tryggingu hefðum við tryggt fjöl- skyldu okkar í bak og fyrir. Við fengum að vita ýmsa vankanta, t.d. um ákveðna sjúkdóma sem tryggingin náði ekki yfir en okkur var aldrei bent á þessa setningu í samningnum.“ Mikið álag Eygló segir að aðeins nokkrum dögum eftir að sonur hennar greindist hafi hún leitað til trygg- ingafélags síns og sagt frá stöðu mála. Vel hafi verið tekið í beiðni hennar en nokkrum dögum síðar gerði tryggingafélagið henni ljóst að það væri ekki bótaskylt þar sem barnið væri yngra en þriggja mánaða. Tryggingafélagið bauð foreldrunum eftir töluvert þref ákveðna upphæð, án viðurkenn- ingar á bótaskyldu, sem foreldr- arnir samþykktu. „Það var mjög mikið álag að ganga á eftir þessu. Mér leið eins og ég væri að verð- merkja barnið mitt,“ segir Eygló. „Mér leið eins og ég væri að reyna að fá peninga út á sjúkdóm barnsins míns sem er ömurleg til- finning. En þetta snýst ekki um peninga heldur um það að sonur minn er einstaklingur hvort sem hann er tíu vikna eða þriggja mán- aða. Ef börnin mín hefðu öll lent í slysi hefðu þau eldri fengið bætur en ekki hann, mér finnst þetta mjög ósmekklegt og siðferðislega rangt.“ Eygló segist hafa fengið þau svör frá tryggingafélaginu að ein- hvers staðar yrði að draga mörkin hvað varðar tryggingar. „Þessi rök eru fáránleg. Það gerir það enginn að gamni sínu að eignast veikt barn. Það er enginn sem gerir það viljandi að eignast veikt barn til að ná sér í tryggingafé.“ Hún segir líka fáránlegt til þess að hugsa að það sem hugsanlega getur aukið lífslíkur hans, þ.e. að greinast snemma, sé það sama og varð til þess að hann er ótryggður. „Hefði ég beðið með að fara með barnið mitt til læknis, sem ekkert foreldri myndi nokkurn tímann gera, hefði það komið betur út varðandi tryggingar. Hversu brjálæðislegt er það?“ Eygló segist vilja vekja athygli á þessu ákvæði tryggingafélag- anna þar sem það sé ekki kynnt fólki. „Mér finnst þetta vera rétt- lætismál og vil að aðrir viti af þessu.“ Benjamín Nökkvi hefur legið á sjúkrahúsi frá því 6. október sl. Hann er í erfiðri krabbameins- meðferð en stendur sig eins og hetja að sögn Eyglóar. „Það sem er erfiðast í þessu öllu er hvað hann er ungur, það er ókostur því ónæmiskerfið er svo veikt. En hann er ótrúlega mikið hörkutól. Við hugsum einn dag í einu, annað er ekki hægt.“ Foreldrar barns sem greindist með hvítblæði tíu vikna fengu ekki bætur „Leið eins og ég væri að verðmerkja barnið mitt“ Morgunblaðið/Jim Smart Eygló Guðmundsdóttir með Benjamín Nökkva í fanginu en hann greind- ist með hvítblæði tíu vikna og liggur á Barnaspítalanum. RÍKISSTJÓRNIR Íslands, Liecht- enstein og Noregs hafa útnefnt Hannes Hafstein úr hópi þriggja manna stjórnarnefndar Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) til að vera forseti stofnunarinnar næstu tvö ár- in. Hannes hefur undanfarin ár átt sæti í stjórnarnefnd ESA en var áð- ur m.a. sendiherra Íslands í Brussel, aðalsamningamaður Íslands um Evrópska efnahagssvæðið og ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins. Hannes Hafstein útnefndur forseti ESA HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á Patreksfirði fyrir rúmri viku grun- aður um kynferðisofbeldi gegn ung- um drengjum í bænum. Héraðsdómur féllst á kröfu ríkis- lögreglustjóra um framlengingu varðhaldsins til 19. desember. Hinn 6. desember úrskurðaði hér- aðsdómur sakborninginn í gæslu- varðhald til föstudagsins 19. desem- ber en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem hinn 11. desember stytti gæsluvarðhaldstímann til 15. desember. Við rannsókn málsins hefur lög- regla m.a. gert húsleit á heimili mannsins á Patreksfirði og í fé- lagsmiðstöð bæjarins. Gæslu- varðhald framlengt VIÐRÆÐUFUNDIR hafa átt sér stað milli Samkeppnisstofnunar og olíufélaganna síðustu dagana þar sem athugaðir hafa verið mögu- leikar á að ljúka máli um meint samráð olíufélaganna með sam- komulagi og án tilstuðlan dóm- stóla. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er samkomulag um það að tjá sig ekki um þessa fundi olíu- félaganna með Samkeppnisstofnun þar sem kannaðar eru leiðir til að reyna að ljúka málinu. Olíufélögin þrjú fengu nýlega af- hentan síðari hluta skýrslu Sam- keppnisstofnunar og hafa frest fram í febrúarmánuð til að skila inn athugasemdum sínum við efni skýrslunnar. Lögmenn olíufélag- anna óskuðu eftir lengri fresti um miðja síðustu viku og síðan hafa ofangreindir viðræðufundir átt sér stað. Olíufélögin og Samkeppnis- stofnun í viðræðum TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli hefur það sem af er árinu af- hjúpað 57 fíkniefnasmyglara í Leifs- stöð og tekið af þeim á annan tug kílóa af fíkniefnum. Þótt desember sé ekki nema hálfnaður, hefur toll- gæslan samt mætt almesta fjölda mála sem um getur hjá henni. Þrett- án mál hafa komið upp hjá Tollgæsl- unni Leifsstöð í desember einum, sem jafngildir nærri einu máli á dag. Sum málanna hafa verið stórfelld, þar sem reynt hefur verið að smygla allt að 2 kg af hassi í einu og nokkur hundruð gr af kókaíni. Alls hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tek- ið 1 kg af kókaíni og 11–12 kg af hassi áárinu. Að sögn Kára Gunnlaugsson- ar, aðaldeildarstjóra, er venjulegur fjöldi mála síðustu 3 ára á bilinu 40– 50 á ári og eru málin nú orðin 57 frá áramótum. Þetta er þó nokkur fjölg- un mála að sögn Kára. Nýlega var tekinn torkennilegur vökvi á tveimur flöskum af komufarþega, en ekki hefur fengist staðfest hvað er í flösk- unum. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli. Tollgæslan hefur sérþjálfaða fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar og segir Kári að smyglarar reyni ýmis brögð til að sleppa í gegn. „Það er reynt að villa um fyrir toll- gæslunni og hundunum á allan mögulegan og ómögulegan hátt, og það væri skemmtilegt að greina frá því hvernig það er reynt, en það leyndarmál verðum við að hafa fyrir okkur af skiljanlegum ástæðum. Við reynum að standa okkur og sjá við smyglurunum.“ Verulegar breytingar hafa orðið á smyglaðferðum á síðustu árum og mun meira er reynt að smygla fíkni- efnum innvortis, þrátt fyrir þá hættu sem því er samfara. Það sem af er desember er nálega helmingur þeirra mála sem tollgæslan hefur komið upp um svokölluð „innvort- ismál“. Aðrir hafa reynt að komast í gegn með fíkniefni límd á líkamann eða í farangri sínum. Eitt smyglmál á dag                                                       STEFÁN Haukur Jóhannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, hefur verið skipaður formaður vinnuhóps vegna aðildar Rússa að stofnuninni. Í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu segir að aðild Rússa sé eitt stærsta verkefni stofn- unarinnar hingað til og verða við- ræðurnar þær umfangsmestu síðan aðildarviðræður við Kína fóru fram. Hlutverk formanns er m.a. að bera ábyrgð á framvindu viðræðn- anna, leita sátta og miðla málum. Rússar stefna að aðild að stofnuninni árið 2005, segir í tilkynningunni. Formaður vinnuhóps WTO vegna aðildar Rússa KONA og tvö börn hennar voru flutt á slysadeild með reykeitrun eftir að kviknað hafði í út frá kerta- skreytingu í íbúð við Jórufell í Breiðholti í Reykjavík um klukkan hálffimm í fyrrinótt. Að sögn lög- reglunnar náðu íbúar að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Mikill reykur var í íbúð- inni og í stigaganginum og þurfti slökkviliðið að reykræsta bæði íbúð og stigagang. Á slysadeild með reykeitrun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.