Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 6
David Pitt afhendir Karli styrk- inn fyrir hönd sjóðsins. Morgunblaðið/Þorkell KARL Grönvold, sérfræðingur í Norrænu eldfjallastöðinni, hefur hlotið fimm milljóna króna styrk úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr stórkaupmanns. Styrkurinn var afhentur í Nátt- úrufræðihúsinu. Styrkinn hlýtur Karl til efna- greiningar á vatni í sérstöku rann- sóknartæki með svokallaðri Cap- illary Electrophoresis-aðferð. Aðferðin og tækið gera kleift að efnagreina örsmá vatnssýni sem eru allt að einn milljónasti hluti úr lítra. Féð verður nýtt til að kaupa rannsóknartækið og fjármagna rannsóknir meðal annars til þess að kortleggja gossögu Íslands með því að efnagreina ískjarna úr Grænlandsjökli. Fékk styrk til efna- greiningar á vatni FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 til jóla Kl. 15.00 og 17.00 Kátir jólasveinar ganga um gólf, syngja, spjalla og spila. ... er m eð a llt f yr ir jó lin TVEIR menn lentu í sjónum þegar dráttarbáturinn Gamli lóðs úr Kópa- vogi sökk vestur af Hafnarbergi á Reykjanesi í fyrrinótt. Þeim var bjargað um borð í netabátinn Happasæl frá Keflavík og varð ekki meint af volkinu. „Þeir lágu í sjónum með stórt og gott vasaljós sem þeir beindu að okkur. Við keyrðum beint á ljósgeislann,“ segir Hafþór Þórð- arson, skipstjóri á Happasæl KE, um björgunina. Dráttarbáturinn Gamli lóðs var á siglingu vestur af Hafnarbergi með pramma í togi seint í fyrrakvöld þeg- ar hann lenti í erfiðleikum eftir að leki kom að bátnum. Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar lét skipstjórinn vita um erfiðleika sína upp úr klukkan 23 um kvöldið. Kölluð voru út björgun- arskipin á svæðinu, Oddur V. Gísla- son í Grindavík og Hannes Þ. Haf- stein í Sandgerði, til að koma sjódælum um borð í dráttarbátinn. Jafnframt voru nærstaddir fiskibát- ar beðnir um að fara til aðstoðar. Happasæll KE reyndist næstur. Keyrt á fullu afli „Við vorum um sjö sjómílum frá staðnum og keyrðum strax af stað á fullu afli enda vissum við að við myndum verða fyrstir á staðinn, kannski kortéri á undan öðrum,“ sagði Hafþór Þórðarson, skipstjóri á Happasæl. Niðamyrkur var og rign- ingarsuddi og því lítið skyggni. Haf- þór ákvað að stefna svolítið norðan við uppgefinn stað vegna þess að fallið lá þannig. „Við náðum að ramba á þá, aðeins norðan við síð- ustu staðsetningu. Við vorum heppn- ir að keyra beint á þá, það fór því vel,“ segir Hafþór. Skipverjarnir á Gamla lóðs voru í sjónum og héldu sér þétt saman. Þeir voru með öflugt vasaljós og beindu því að skipinu sem kom til aðstoðar og það varð að mati Hafþórs til þess að þeir fundust strax. Vel gekk að ná mönnunum um borð í Happasæl, það tók einungis um fimm mínútur. Þægileg tilfinning, segir ungi afleysingaskipstjórinn Samkvæmt upplýsingum Lands- bjargar datt Gamli lóðs út af sjálf- virkri tilkynningaskyldu um klukkan 23.50 og hefur skipið þá sokkið. Um það bil tíu mínútum eftir miðnætti barst tilkynning frá Happasæl um að mennirnir sæust í sjónum og skömmu síðar bárust boð um að búið væri að bjarga mönnunum. Síðar kom þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðið svo og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein. Hafþór segir að annar maðurinn hafi verið í flotbúningi og hafi hann verið orðinn kaldur og þrekaður þeg- ar hann náðist úr sjónum. Hinn var í kafarabúningi. Mennirnir voru drifnir í þurr föt og þeim hlýjað. Haf- þór segir að þeir hafi verið fljótir að braggast en annar að vísu skolfið lengi. Farið var með mennina til Sand- gerðis þar sem þeir fóru til skýrslu- töku um óhappið hjá lögreglunni. Fimm menn voru í áhöfn Happa- sæls. Hafþór Þórðarson er einungis 25 ára, hann starfar sem stýrimaður á bátnum en er að leysa skipstjórann af um þessar mundir. Aðspurður segist hann áður hafa lent í að leita að mönnum en það var eftir að bátur fórst á Faxaflóa. Hann segir það óneitanlega mjög þægilega tilfinningu að taka þátt í björgunar- aðgerð sem heppnast hafi jafnvel og björgun mannanna af Gamla lóðs. Áhöfnin á Happasæl bjargaði tveimur mönnum af drátt- arbátnum Gamla lóðs sem sökk vestur af Hafnarbergi „Keyrðum beint á ljósgeislann“ Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Áhöfnin á Happasæl KE eftir vel heppnaða björgun skipbrotsmannanna af Gamla lóðs í fyrrinótt, Frímann Guð- mundsson, Davíð Bragason, Halldór G. Halldórsson, Hafþór Þórðarson og Jóhannes Haraldsson. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gamli lóðs sem áður hét Eldingin var gerður út frá Kópavogi. „ÞETTA hefði getað farið verr,“ segir Kjartan J. Hauksson, atvinnu- kafari og eigandi dráttarbátsins Gamla lóðs sem sökk vestur af Hafnarbergi á Reykjanesi um mið- nætti í fyrrinótt. Kjartan var um borð í bátnum ásamt Eiríki Stein- grímssyni skipstjóra og björguðust þeir úr sjávarháskanum eftir að hafa í hálftíma ríghaldið í björg- unarhring þar til áhöfn Happasæls KE kom þeim til hjálpar. Bor- prammi, sem Gamli lóðs var með í togi, sökk einnig á svipstundu. Kjartan segist í samtali við Morgunblaðið eiga erfitt með að skýra af hverju Gamli lóðs sökk. Hann segir rafmagnið hafa skyndi- lega farið af bátnum. Fór Kjartan þá niður í vélarýmið og sá að þar var kominn mikill sjór. Hélt hann á öflugu vasaljósi sem átti eftir að koma sér vel síðar. „Ég hljóp upp og klæddi mig í kafarabúning til að fara niður aftur og koma dælum í gang og finna lek- ann. Það gekk mikið á þarna niðri í myrkrinu, sjór og olía úti um allt og ég náði að koma annarri dælunni í gang. Ég fór upp aftur og bað Eirík um að kalla eftir aðstoð og sjá um fjarskiptin á meðan ég hélt áfram að vinna í vélarrýminu. Eiríki var boðin þyrla en hann afþakkaði hana þar sem við höfðum trú á að bát- urinn væri ekki alveg að sökkva. En fimm mínútum seinna vorum við komnir í sjóinn,“ segir Kjartan og telur að ekki hafi mátt tæpara standa fyrir sig að komast upp úr vélarrúminu. Er sjórinn var kominn upp á miðja rafmagnstöflu var Kjartani hætt að lítast á blikuna. Báturinn var kominn á hliðina og Kjartan fór upp til að aðstoða Eirík við að koma út björgunarbátnum. Reið þá stór alda yfir þá í einni dýfunni og skol- aði þeim fyrir borð. Eiríkur hafði þá komist í flotgalla en Kjartan var enn í kafarabúningnum. „Eiríkur náði taki á björgunar- hring og ég synti eina tíu metra til hans. Er við fórum á bólakaf komst sjór inn í flotgallann hjá Eiríki þannig að hann varð fljótt kaldur. Á meðan við héldum í hringinn ræddum við það okkar á milli hve- nær hjálp myndi berast,“ segir Kjartan sem ríghélt enn í vasaljósið í niðamyrkri og tveggja metra ölduhæð. „Ég reyndi að halda ljósinu upp úr sjónum og lýsa í allar áttir þann- ig að einhver sæi til okkar. Við héldum í vonina um að fá hjálp. Það var búið að segja okkur í talstöðinni að stutt væri í næstu skip. Vasa- ljósið kom sér mjög vel og hefðum við ekki verið með það hefði tekið lengri tíma að finna okkur og jafn- vel þurft þyrluna til,“ segir Kjart- an. Hann segir það hafa verið ánægjulegt að sjá Happasæl nálg- ast þá í myrkrinu eftir hálftíma svaml í sjónum. Móttökurnar um borð hafi verið fumlausar og frá- bærar og þeim Eiríki hafi fljótlega hlýnað eftir volkið. Vill Kjartan koma á framfæri innilegum þökk- um til áhafnar Happasæls fyrir björgunina. Lenti í öðru ævintýri Kjartan hafði átt Gamla lóðs í þrjú ár þegar báturinn sökk. Kjart- an komst einnig í fréttir síðsumars er hann gerði tilraun til að sigla árabáti sínum hringinn í kringum landið til stuðnings Sjálfsbjörg. Sigldi hann úr Kópavogshöfn í lok ágúst og komst norður fyrir Vest- firði, eða þar til árabáturinn slitn- aði upp frá akkerisfestum í Rekavík bak við Látur á Hornströndum 7. september sl. og brotnaði í spón. Kjartan segir að í ljósi síðustu at- burða sé réttast að breiða sængina yfir sig og taka því rólega það sem eftir sé af árinu! Eigandi og skipstjóri Gamla lóðs björguðust úr sjónum þegar báturinn sökk í fyrrinótt vestur af Reykjanesi Ríghéldu í björgun- arhring og vasaljós Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagt af stað: Kjartan leggur af stað í hringferðina í Reykjavík síðsum- ars, en hún endaði í Rekavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.