Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 10

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR frumvarpsins um eft- irlaun æðstu embættismanna ríkis- ins, sem samþykkt var í vikunni, vilja helstu forystumenn Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) nú taka samn- inga um lífeyrismál til endurskoðun- ar með það að markmiði að lífeyrisréttindi almenns launafólks verði samræmd við lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Hefur Starfsgreinasambandið raunar þeg- ar kynnt nýja kröfugerð sem felur þetta í sér. Samtök atvinnulífsins (SA) segja aftur á móti að atvinnulífið hafi enga burði til þess að standa undir slíkum kostnaðarauka; sam- ræming lífeyrisréttinda verði að vera „niður á við“, þ.e. að hið opinbera verði að laga sig að þeim leikreglum sem gildi á almenna vinnumarkaðin- um. Fær tugum þúsunda króna meira á á mánuði Það virðist því blasa við að eftir- launafrumvarpið umdeilda kunni að draga dilk á eftir sér því mikill munur er á því hvað kemur í pyngju almenna launþegans og opinbera starfs- mannsins þegar þeir kveðja vinnu- markaðinn og gerast eftirlaunaþeg- ar. Opinber starfsmaður sem greiðir af 250 þúsund króna mánaðarlaunum fengi t.d. um 60 þúsund meira en sá sem greiðir í Lífeyrissjóð verlzunar- manna, og 85 þúsund krónum meira ef greitt er af 350 þúsund krónum. Ætla má að munurinn á eftirlauna- réttindum á opinbera og almenna vinnumarkaðinum liggi almennt á bilinu 50–60% eftir því við hvaða for- sendur er miðað og hann sé að með- altali um 55%. Það rímar nokkurn veginn við þann mun sem er á inn- greiðslum í sjóðina. 15,5% á móti 10% Á almennum vinnumarkaði gildir að greidd eru 10% af öllum launum í lífeyrissjóð og greiðir launþegi 4% og vinnuveitandi 6%. Af launum opin- berra starfsmanna eru aftur á móti greidd 15,5% af öllum launum í lífeyr- issjóð. Þar af greiðir launþegi 4% eins og á almennum vinnumarkaði og ríki og sveitarfélög 11,5%. Eins og sjá má í töflunni, þar sem borin eru saman eftirlaun úr Lífeyr- issjóði Verzlunarmanna (LV) og A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins (LSR), er munurinn á eftir- launagreiðslunum mikill. Opinber starfsmaður sem greiðir af 250 þús- und króna launum í LSR fengi liðlega 233 þúsund í eftirlaun ef hann hættir 67 ára gamall en sá sem greiðir í LV fengi um 60 þúsund krónum minna eða 173.250 krónur. Ef miðað er við 70 ára aldur er munurinn um 74 þús- und á mánuði. Tölurnar hafa annars lag á að tala sínu máli. Munurinn í reynd enn meiri En hér er þó rétt að hafa í huga að munurinn er í reynd enn meiri: ef tekin væri meðaltalsgreiðsla úr al- mennu lífeyrissjóðunum öllum myndi það væntanlega þýða 15–20 þúsund króna lægri eftirlaun af 250 þúsund króna launum og enn meira ef miðað væri við lægstu greiðslur. Þetta staf- ar af því að eftirlaunagreiðslur úr LV, sem er stærsti sjóðurinn, eru hærri en í flestum öðrum sjóðum vegna lágrar örörkutíðni hjá VR. Op- inberi starfsmaðurinn getur einnig farið á óskertan lífeyri tveimur árum fyrr en sá á almenna markaðinum og á skertan lífeyri fimm árum fyrr, m.ö.o. hann á þess kosta að hætta á aldrinum 60 til 65 ára en þess eiga al- mennir launþegar alla jafna ekki kost. Þá er og á það að líta að á almenna vinnumarkaðinum eru réttindi félaga eingöngu tryggð með eignum sjóð- anna og ávöxtun þeirra eigna. Ef þær standa ekki undir þeim réttindum sem lofað er í reglugerðum sjóðanna verða því að koma til auknar greiðslur í sjóðinn eða þá, eins og menn þekkja orðið dæmi um, að skerða verður lífeyrisréttindin svo eignir standi undir lífeyrisgreiðslum. En þess ber auðvitað að geta að með sama hætti er hægt að auka réttindin ef eignir eru hærri en skuldbinding- arnar. Þótt hér sé talað um eignir, réttindi og skuldbindingar ber að hafa í huga að hækkandi lífaldur sjóð- félaga getur haft nákvæmlega sömu áhrif, þ.e. leitt til skerðingar á greiðslum. Hækkandi lífaldur kemur fram sem byrði á sjóðunum Um síðustu áramót var að mati tryggingastærðfræðinga talið mikil- vægt að endurnýja tölur um lífslíkur manns og er talið að sú breytingin hafi kostað lífeyrissjóðakerfið um 30 milljarða í heild. Um fjórðungur af þeirri upphæð lendir á LSR eða 7–8 milljarðar og lendir það allt á ríkinu vegna ábyrgðar þess á eftirlauna- greiðslum. Almennu lífeyrissjóðirnir verða aftur á móti að taka á sig þenn- an „skell“ og hugsanlega með að mæta honum með endurskoðun reglna eða skerðingu réttinda. Lífeyrisréttindi starfsmannsins á almenna vinnumarkaðinum eru því óvissu háð þótt óvissan sé ef til vill ekki mikil en hjá opinberum starfs- mönnum er þessu öðruvísi háttað. Hjá LSR er gert ráð fyrir að 15,5% inngreiðslan af launum dugi fyrir skuldbindingum en ef í ljós kemur að eignir og ávöxtun duga ekki fyrir skuldbindingum er vinnuveitandan- um skylt að bæta það sem upp á vant- ar með hækkun iðgjaldsins þannig að sjóðurinn geti staðið undir skuld- bindingum sínum. Starfsfólk sem greiðir til LSR þarf þannig ekki að óttast réttindaskerðingu af þessum sökum. Í þessari baktryggingu sem opinberir starfsmenn hafa felast því heilmikil verðmæti, þ.e. það að hafa tryggingu fyrir lífeyrisgreiðslum. Enn má svo nefna að þegar horft er til maka-, barna- og örorkulífeyris eru réttindin nánast í öllum tilvikum meiri hjá opinberum starfsmennum en hjá hinum almenna launþega. ASÍ vill að almennir launþegar njóti sama lífeyrisréttar og opinberir starfsmenn Munurinn á rétt- indum 50–60%                  !"" #      !"" #      !"" #      !"" #      $% $&'()*  #                       $% $&'()*  #                     $% $&'()*  #                      $% $&'()*  #                   $% $&'()*  #             Að lokinni starfsævi nýtur opinber starfsmaður mun betri eftirlaunakjara heldur en starfsmaður á almennum vinnu- markaði. Í grein Arnórs Gísla Ólafssonar kemur einnig fram að opinberi starfs- maðurinn hefur auk þess tryggingu fyrir að eftirlaunakjörin verði ekki skert. HLJÓÐIÐ í sjúkraliðum á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi vegna yfirvofandi uppsagna er ekki gott, segir Ingibjörg Viggósdóttir, aðal- trúnaðarmaður sjúkraliða á LSH við Hringbraut. „Við erum uggandi, það er eng- inn öruggur um starf sitt, við vitum ekkert hvað á að gera og hvernig þetta verður annað en það sem við sjáum í blöðunum.“ Ingibjörg segir algera óvissu ríkja hjá starfsfólki. „Við vitum ekki neitt og erum bara skelfingu lostin hvað verður. Okkur finnst þetta vera harðar aðgerðir núna, miklu harðari en verið hefur í gegnum árin.“ búið er að byggja upp í tvo áratugi. Það er ekkert auðvelt að leiðrétta slíka hluti,“ segir Sigfinnur. Alls vinna átta prestar á LSH og er prestur á vakt allan sólarhring- inn. Þetta er þjónusta sem sjúk- lingar eru almennt mjög þakklátir fyrir og mikil þörf er á að halda henni áfram, segir Sigfinnur. prestur á LSH. Hann segir það ár- visst að upp komi erfiðir tímar í fjármálum spítalans, en nú sé óvenju dimmt yfir. „Þetta snertir alla á spítalanum með einum eða öðrum hætti, en suma snertir það meira en aðra. Í okkar hópi er mikil óvissa og ekki gott að ganga á þessa þjónustu sem Ekki er hægt að bæta meiri verkefnum á starfsfólk og því ljóst að ef segja á upp sjúkraliðum þarf að fækka verkefnum fyrir þá sem eftir verða, segir Ingibjörg. Dagbjört H. Kristinsdóttir, að- altrúnaðarmaður hjúkrunarfræð- inga, vildi ekki tjá sig um málið, en sagði að hjúkrunarfræðingar muni funda um málið fljótlega. Mikil óvissa hjá sjúkra- húsprestum Sjúkrahúsprestar hafa áhyggjur af framtíðinni fyrir sjálfa sig, en ekki síður fyrir sjúklinga, vegna sparnaðartillagnanna, segir Sig- finnur Þorleifsson, sjúkrahús- Starfsfólk á Landspítala – háskólasjúkrahúsi segist uggandi um framtíðina „Enginn öruggur um starf sitt“ Morgunblaðið/Júlíus Ekki gott að ganga á þjónustu sem byggð hefur verið upp á tveimur áratugum, segir Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur á LSH. EF færa ætti Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á kvennadeild eins og lagt er til í sparnaðar- tillögum stjórnanefndar Land- spítala – háskólasjúkrahúss mun dýrmæt reynsla og þekking til að taka á þessum viðkvæmu málum glatast, segir Guðrún Agnarsdóttir, yfirlæknir neyðar- móttöku vegna nauðgunar. Neyðarmóttaka vegna nauðg- taks til að taka á móti börnum eða fara í aðgerðir eins og keis- araskurði með litlum fyrirvara, á meðan þeir geti verið í miðri læknisskoðun vegna nauðgunar. Slík læknisskoðun getur tekið allt að 3 til 4 klukkustundir, og mikilvægt að allt fari rétt fram þar sem niðurstöður læknisins geta haft úrslitaáhrif í dóms- máli. við inni á spítalanum vegna þess. Við höfum í fyrsta lagi gert sparnaðartillögur, og í öðru lagi reynt að benda stjórnendum spítalans á að það muni glatast mjög dýrmæt fagleg þekking og reynsla sem þarna hefur byggst upp á 10 árum,“ segir Guðrún. Guðrún segist ekki sjá hvern- ig það eigi að ganga upp að læknar á kvennadeild séu til unar hefur verið á slysa- og bráðasviði í 10 ár. Í sparnaðar- tillögunum virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því að starfsfólk neyðarmóttöku vegna nauðg- unar flytjist með móttökunni á kvennadeildina, og því í raun verið að færa nafnið eitt, segir Guðrún. „Ég hef mjög þungar áhyggj- ur af því og er búin að bregðast Dýrmæt reynsla og þekking glatast EFTIRFARANDI er ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um boðaðar upp- sagnir á LSH: „Sjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir þungum áhyggjum af samdrætti í þjónustu og fyrirhuguðum uppsögnum starfs- fólks á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Nú þegar Alþingi hefur gert hlé á störfum er ljóst að um frekari fjárveitingar til rekstrar LSH verður ekki að ræða. Uppsagnir allt að 200 starfsmanna blasa því við með þeirri skerðingu á þjónustu sem óhjákvæmilega mun fylgja í kjölfarið. Stjórn Fíh harmar að mögulegar afleiðingar þessa hafa ekki verið ræddar opinberlega í að- draganda ákvörðunarinnar. Ljóst er að sam- dráttur í þjónustu LSH kallar á aukna þörf fyr- ir þjónustu í heilsugæslu, í vaktþjónustu lækna, hjá sérfræðilæknum og öðrum sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstéttum, og hjá fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. Sparnaður í rekstri LSH mun því valda útgjaldaauka hjá öðrum opinberum stofnunum. Alls er óvíst hvort gæði þjónustunnar verði sambærileg.“ Sérþekking gæti tapast til útlanda „Stjórn Fíh leggur áherslu á þá hættu sem skapast getur, til framtíðar litið, þegar sér- hæfðum heilbrigðisstarfsmönnum er sagt upp störfum. Landspítali – háskólasjúkrahús er sérhæfðasta heilbrigðisstofnun landsins. Það sérmenntaða starfsfólk sem nú kann að missa starf sitt þarf því væntanlega að leita út fyrir landsteinana eftir nýju starfi. Mikilvæg sér- fræðiþekking mun því óhjákvæmilega tapast, þekking sem tekur mörg ár eða áratugi að byggja upp að nýju. Stjórn Fíh ítrekar þann lagalega rétt Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að stjórnendur LSH hafi fullt samráð við félagið ef til upp- sagna hjúkrunarfræðinga kemur.“ Áhyggjur af uppsögnum og samdrætti í þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.