Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 11 KRISTJÁN Jóhannsson tenór mun ásamt fleiri listamönnum syngja á tvennum jólatónleikum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á fimmtudag og laugardag. Í tilefni af tónleikunum kíkti hann ásamt Ólafi M. Magnússyni, sem stendur fyrir tónleikunum, í heimsókn á skrifstofu Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Rósa Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir tón- leikana alveg frábært framtak hjá þeim sem að tónleikunum standa. „Við erum þeim hjartanlega þakklát fyrir það og ekki síst er- um við þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem tónleikarnir fá hjá landsmönnum. Það er nánast orð- ið uppselt í Hallgrímskirkju en enn eru eftir miðar í Vetrargarð- inn í Smáralind. Við erum í raun djúpt snortin yfir þessu öllu og þykir frábært að finna þennan hlýhug.“ Fyrri tónleikarnir verða í Hall- grímskirkju á fimmtudag og þar koma ásamt Kristjáni fram Sig- ríður Beinteinsdóttir, Ólafur M. Magnússon, Raddbandafélag Reykjavíkur og Karlakór Kjalnes- inga ásamt hljómsveit. Síðari tón- leikarnir verða í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn og þá koma fram auk fyrrnefndra Páll Rósinkranz og Kristín Sigurðar- dóttir. Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20 og rennur aðgangseyrir óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum Morgunblaðið/Árni Torfason Ólafur M. Magnússon, Jóhanna Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna, Kristján Jóhannsson og Rósa Guðbjarts- dóttir, framkvæmdastjóri félagsins. ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Peysa m/gatamynstri 5.900 2.900 Bómullarpeysa 5.800 2.900 Jakkapeysa 5.900 2.900 Vatteraður jakki 5.900 1.900 Dömubolur 3.400 1.200 Krumpuskyrta 3.900 1.900 Samkvæmiskjóll 7.800 2.900 Mokkajakki 7.900 3.900 Satínpils 4.800 1.900 Rúskinns-stígvél 6.800 1.900 ...og margt margt fleira 40—70% afsláttur Meiri verðlækkkun Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Stærðir 34-52 Ótrúlega lágt verð jól gleði vetur Skólavörðustígur 38, sími 551 1121, fax 551 1355, eggert@furrier.is IRMA Erlingsdóttir, forstöðumað- ur rannsóknarstofu Háskóla Ís- lands í kvenna- og kynjafræðum, segir gagnrýni dr. Jóhanns M. Haukssonar, stjórnmálafræðings, þess efnis að kvennagagnagrunn- urinn Kvennaslóðir samrýmist ekki siðareglum Háskóla Íslands, ekki á rökum reista. „Hún á ekki rétt á sér miðað við núgildandi jafnrétt- islög og jafnræðisregluna,“ segir hún. Að sögn Irmu hefur Jóhann gagnrýnt Kvennaslóðir á póstlista HÍ og þar hafi honum verið svarað af háskólaborgurum, sem hafi bent á nauðsyn þess að gripið væri til sértækra aðgerða til þess að rétta hlut kvenna í samfélaginu. Jafn- framt hafi Jóhanni verið bent á að Háskólinn hafi beitt sértækum að- gerðum til að fjölga karlmönnum í fögum þar sem þeir væru í minni- hluta. „Þannig er sértækum að- gerðum ekki einungis beitt þegar konur eiga í hlut heldur einnig karlar eins og jafnréttislög gera ráð fyrir.“ Irma bendir á að í inngangi siða- reglna Háskóla Íslands segi að mikilvægasta hlutverk skráðra siðareglna sé að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum sé ætlað, enda gildi þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppi. „Þessar siðareglur eru reglur um samskipti og hátterni manna í millum í há- skólasamfélaginu en reglur sem Háskólinn setur sér hljóta alltaf að byggjast á landslögum. Reglur Há- skólans eru ekki æðri landslögum.“ Irma segir að þar sem fjallað sé um jafnræði í siðareglum Háskól- ans sé byggt á 65. grein stjórn- arskrárinnar, jafnræðisreglunni. „Markmið jafnræðisreglunnar er framar öllu að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns, trúar og svo framvegis en hún útilokar ekki að grípa megi til sértækra, tímabundinna aðgerða ef þær byggjast á málefnalegum forsend- um,“ segir Irma. Þannig geti verið réttlætanlegt að gera ákveðnum hópum hærra undir höfði í viðleitni til þess að rétta hlut þeirra til jafn- ræðis við aðra þjóðfélagshópa. Hafa beri í huga að kvennagagna- bankanum hafi verið komið á lagg- irnar til að vinna að því að rétta hlut kvenna í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum hins opinbera og á almennum vinnumarkaði. Tölur sýni að konur séu aðeins þriðj- ungur nefndarmanna á vegum ráðuneytanna og nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að konur væru að- eins 5% stjórnarmanna þeirra fyr- irtækja sem skráð væru í Kauphöll Íslands. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að konur eru mun færri í hópi viðmælenda fjölmiðla. „Kvennagagnabankinn er tæki til þess að aðstoða þá sem áhuga hafa á því að fjölga konum í ákvörð- unartöku og stefnumótun og fyrir því er heimild í lögum,“ segir hún og bætir við að hönnun og þróun bankans hafi verið unnin fyrir styrkjafé, einkum frá hinu opin- bera. „Rannsóknastofan, sem hefur haft framkvæmdina með höndum, hefur litið á hönnun og þróun gagnabankans eins og hvert annað verkefni sem unnið er af rann- sóknastofnun við Háskólann. Þegar gagnabankinn er fullbúinn verður hann rekinn utan Háskólans, hvort sem það verður af jafnréttisyfir- völdum eins og stefnan er eða fundinn annar farvegur. Kvenna- slóðir byggjast á erlendum fyrir- myndum, norrænum og evrópsk- um, meðal annars gagnagrunni sem rekinn er á vegum Evrópusam- bandsins.“ Segir gagnrýni á kvenna- grunn ekki eiga rétt á sér ÍSLENSKA kvikmyndasam- steypan hefur fengið greiðslu- stöðvun framlengda til 9. mars en félagið fékk úrskurðaða greiðslu- stöðvun til þriggja vikna í síðasta mánuði vegna fjárhagserfiðleika félagsins. Tekur greiðslustöðvun- in einnig til dótturfélaga félagsins, Regínu og Fálka. Að sögn Krist- ins Bjarnasonar, aðstoðarmanns skuldara í greiðslustöðvun, verður áfram unnið að fjárhagslegri end- urskipulagningu félagsins. Nú hafi menn betri tíma til þess þó menn vonist til að þurfa ekki að nýta allan þann tíma. Greiðslustöðvun framlengd Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.