Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOTKUN geðlyfja hér á landi er mun meiri en hjá öðrum Norður- landaþjóðum, og hefur svo verið und- anfarinn áratug. Hefur athyglinni verið beint að þessu í norrænum fjöl- miðlum undanfarið eftir að nýjar töl- ur komu frá Nordisk Hälsostatistik. Þær sýndu að um 5,3% Íslendinga neyttu sérhæfðra og nýrra geðdeyfð- arlyfja árið 2001, miðað við ráðlagða dagskammta á hverja þúsund íbúa, en samsvarandi hlutföll voru 4,22% í Svíþjóð, 2,86% í Danmörku og 1,56% í Færeyjum. Norðmenn og Finnar voru sagðir á svipuðu róli og Danir. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir að hér sé löng saga á ferðinni og tími sé kominn til að finna orsak- irnar fyrir þessari miklu notkun geð- lyfja. Skýringarnar séu vandfundnar en í kjölfar nýrra laga um lyfja- gagnagrunna séu komin tæki til að safna frekari upplýsingum um lyfja- notkun sem geti skýrt betur neysl- una hér á landi. Þannig geti verið áhugavert að finna út hve margir landsmenn fái einhvers konar geðlyf aðeins einu sinni um ævina. Einnig sækist Íslendingar mikið eftir ein- földum lausnum á sínum vanda- málum og læknar eigi kannski erfitt með að verjast slíkum kröfum. Fólk sé að fá lyf við ýmsum kvillum daglegs lífs, sem ekki geti talist raunverulegt þunglyndi heldur miklu frekar dep- urð. Miklu máli skipti að greina á milli alvöru þung- lyndis og depurð- ar. „Ég er ekki að gera lítið úr því að vera dapur en allir eru daprir öðru hvoru og kannski getur maður aldrei skilið gleðina nema að hafa einhvern tímann verið dapur. Það er ekkert sjúklegt við það heldur náttúrulegar geðsveiflur,“ segir landlæknir. 27% Íslendinga nota tauga- og geðlyf Sigurður segir að uppi séu ýmsar kenningar hjá sérfræðingum um af hverju neysla geðlyfja sé þetta mikil. Meðal þeirra sé að neysla Íslendinga á geðlyfjum geti verið nær því að teljast „eðlileg“ en hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum og íslenskir læknar séu þar með að veita betri meðferð. Þá megi velta því fyrir sér hvort að- gengi fólks með óljós vandamál sé betra að læknum hér en á öðrum Norðurlöndum. Ekkert bendi þó til að þunglyndi sé meira hér á landi en annars staðar, rannsóknir hafi t.d. sýnt að skammdegisþunglyndi sé ekkert algengara hér en í öðrum löndum. Að sögn Eggerts Sigfússonar, deildarstjóra lyfjamála í heilbrigðis- ráðuneytinu, sýna nýjustu tölur um notkun sérhæfðra geðdeyfðarlyfja að hlutfallið sé komið í 5,8% hér á landi. Ef litið sé til notkunar á þung- lyndislyfjum að staðaldri sé hlutfallið um 9% en heildarnotkun Íslendinga á tauga- og geðlyfjum er að sögn Eggerts nú 271 dagskammtur á hverja þúsund íbúa. Það þýðir að um 27% þjóðarinnar eru að nota slík lyf. Fyrir um áratug voru ráðlagðir dag- skammtar helmingi færri, eða um 130. Eru þá meðtalin svæfingarlyf, verkjalyf, nikótínlyf og t.d. lyf við flogaveiki og mígreni. Eggert segir að fyrir um tíu árum hafi neysla Íslendinga á þunglynd- islyfjum orðið mest á öllum Norður- löndum en ef miðað sé við lyfjanotk- un í heild sé hún minnst á Íslandi, að Færeyjum undanskildum. Hins veg- ar sé lyfjakostnaður hlutfallslega mestur hér á landi. Notkun á geðlyfjum hefur í áratug verið mun meiri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum Sigurður Guðmundsson Löngu tímabært að finna orsakir EGGERT Sigfússon, deildar- stjóri lyfjamála í heilbrigðis- ráðuneytinu, hefur tekið saman nýjar upplýsingar um lyfja- sölu hér á landi allt frá árinu 1989. Á meðfylgjandi töflu er farið aftur til ársins 1993. Þar sést m.a. að hlutur tauga- og geðlyfja er líkt og síðari ár langmestur, eða nálægt þriðjungi. Nemur sala þessara lyfja um 4 milljörðum króna af um 14,4 milljarða áætl- aðri sölu á þessu ári. Er þá miðað við verðlag síðasta árs og verð- mæti samkvæmt hámarksverði lyfja út úr apóteki, með virðis- aukaskatti, eins og verðið birtist í lyfjaverðskrá. Inni í þessum tölum eru ekki greiðslur Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar. Tauga- og geðlyf seld fyrir fjóra milljarða ,-. ,- ,- ,-/ ,- ,- ,-- ,00 ,0 ,0.,0 &11" 2 #* "3(4+ 563( 4+ 5*#613( 4+ 73( 4+ 8#39 6:3 1( 4+ 51 3  3 1 (4+ &; 3( 4+ <= 1 3( 4+ % 61*>  3( 4+ ? *3 1 4 @  #3(  4+ )  *3 3( 4+ A13( 4+  .  0 - /   .  0 1 00      !  & 3(4+ 51B5>  3 BIRT hefur verið skýrsla og útgáfa á fyrstu endanlegu niðurstöðu manntals í Makedóníu 2002 og kem- ur þar fram að Albanar eru um 25% íbúanna, sem eru rúmlega tvær milljónir, að sögn Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra, sem fór fyrir sér- fræðinganefnd, sem hafði með manntalið að gera, undirbún- ing þess og úr- vinnslu. Sérfræðinga- nefndin hefur starfað að málinu í tvö ár en verkefnið varð til í sam- komulagi milli framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og yf- irvalda í Makedóníu auk þess sem Evrópuráðið tengdist því. Mann- talstakan og eftirlitið voru hluti af Ohrid-samkomulaginu, sem gert var á milli alþjóðastofnana og rík- isstjórna ýmissa ríkja og stríðandi afla í Makedóníu í ágúst 2001. Hallgrímur segir að rætt hafi verið um að nota manntalið á ýms- an hátt, meðal annars til þess að koma á nýrri sveitarfélagaskipt- ingu, sem aftur væri liður í því að færa meiri ábyrgð og völd út til sveitarfélaganna. „Ágreiningurinn snýst um mismunandi vægi þjóð- arbrota í landinu,“ segir Hall- grímur. Makedóníumenn hafi verið í miklum meirihluta en Albanar séu stærstir margra minnihlutahópa. Deilurnar hafi einkum staðið á milli Makedóníumanna og Albana og Albanar hafi haldið því fram að þeir væru hin kúgaða stétt í land- inu. Í síðasta manntali, 1994, hafi þeir til dæmis talið sig vera van- talda og því hafi þeir ekki sam- þykkt það. Niðurstaðan nú sé að því leyti pólitískt heppileg þar sem þeir geti ekki haldið fram sömu rökum. Þeir hafi verið 22,7% þjóðarinnar 1994 en 25,2% nú eða 509.083 manns. Evrópusambandið fékk Hallgrím til að stjórna verkefninu og til að byrja með tóku átta manns þátt í því, en á tímabili var hann með 50 eftirlitsmenn á sínum snærum. Auk þess voru ráðnir ýmsir sérfræð- ingar til verksins eftir því við hvað var unnið á hverjum tíma. Ýmis ágreiningsmál „Fyrst þurfti að hafa svolítið fyr- ir því að beina mönnum á rétta braut þannig að þeir fylgdu alþjóð- legum stöðlum um manntalstöku,“ segir Hallgrímur og bendir á að ýmis ágreiningsmál hafi þurft að leysa, eins og til dæmis varðandi hvaða tungumál skyldi nota og hvar og hvernig menn skyldu tald- ir. Þeir hafi t.d. ekki verið taldir með sem taldir hafi verið búa utan landsins til langframa og hafi verið í burtu í meira en eitt ár. Hallgrímur segir að manntalið hafi farið vel fram en samt hafi ver- ið nokkuð um mótmæli og menn hafi reynt að svindla í manntalinu sjálfu, einkum í vesturhluta lands- ins, þar sem Albanar eru í meiri- hluta. Þeim hafi fjölgað en Make- dóníumönnum fækkað úr 66,6% 1994 í 64,18%. Þessar breytingar skýrist meðal annars af hugsanlega vantöldum Albönum 1994, flutn- ingum fram og til baka og því að fæðingatíðni hafi verið mun hærri hjá Albönum en Makedón- íumönnum. Hagstofustjóri fór fyrir sérfræðinganefnd við manntal Albanar um 25% íbúa í Makedóníu Associated Press Kona af albönskum uppruna greiðir atkvæði í kosningum í Makedóníu. Hallgrímur Snorrason EFTIR að Helgi Gíslason sagði starfi framkvæmdastjóra Héraðs- skóga lausu fyrir hartnær tveimur mánuðum, hefur ríkt óvissa um hver tæki við stöðunni. Þegar staðan var auglýst bár- ust 20 umsóknir og hafa einhverjir umsækjenda verið í viðtölum hjá stjórn Héraðsskóga undanfarið. Í henni sitja fulltrúar Skógræktar ríkisins, landbúnaðarráðuneytis, Félags skógarbænda á Héraði og Austurlandsskóga. Skipt út vegna skyldleika Þegar umsóknir höfðu borist kom í ljós að tveir stjórnarmanna voru vanhæfir til ákvarðanatöku um stöðuna vegna tengsla við um- sækjendur. Einn umsækjenda er sonur skógræktarstjóra, Jóns Loftssonar, og þurfti því fulltrúi Skógræktarinnar og undirmaður Jóns, Þór Þorfinnsson skógar- vörður á Hallormsstað, að víkja sæti. Jóhann Gísli Jóhannsson frá Félagi skógarbænda á Héraði vék einnig sæti þar sem bróðir hans sótti um starfið, en varamaður, Helgi Hjálmar Bragason, fór inn í stjórnina í hans stað. Eftir að ráðningarferlið hófst fór þannig skipuð stjórn Héraðs- skóga fram á að lögfræðingur landbúnaðarráðuneytis kannaði stöðu hennar vegna þessa og kom þá í ljós að hugsanlega þyrfti að víkja skógræktarstjóra tímabund- ið og setja annan í hans stað. Sá skipaði þá mann í stjórn Héraðs- skóga meðan ráðningarferlið stæði yfir. Þorvaldur Jóhannsson, stjórn- arformaður Héraðsskóga, segir að nýr maður, Jón Snæbjörnsson, hafi verið skipaður í stjórnina í gærmorgun. Allir undirmenn vanhæfir „Þór er vanhæfur vegna þess að Jón Loftsson er yfirmaður hans“ segir Þorvaldur. „Því þarf Jón að víkja vegna þess að það er Skóg- rækt ríkisins sem skipar mann í staðinn fyrir Þór inn í stjórnina. Skipa þurfti nýjan skógræktar- stjóra, Magnús B. Jónsson, skóla- stjóra á Hvanneyri, og hann hefur nú skipað Jón Snæbjörnsson í stjórnina. Þessi yfirmannaregla er mjög skýr. Ef þetta varðar yf- irmann persónulega þá eru allir hans undirmenn vanhæfir. Í svona litlu samfélagi eins og hjá okkur eru þessar reglur stundum mjög erfiðar.“ Hinn nýi stjórnarmaður, Jón Snæbjörnsson, þarf nú að kynna sér umsækjendur og munu því þeir umsækjendur sem þegar hafa farið í viðtal væntanlega þurfa að endurtaka þau. Stjórn Héraðsskóga hélt fund í gær þar sem hafist var handa um framkvæmdastjóraráðninguna að nýju. Þar sem stjórnarmenn Héraðs- skóga eru fjórir, geta atkvæði fall- ið á jöfnu og ræður þá vilji stjórn- arformanns, sem er fulltrúi landbúnaðarráðuneytis. Reynt verður að ráða í stöðu fram- kvæmdastjóra Héraðsskóga fyrir áramót. Yfirmanna- reglan erfið í litlu samfélagi Nýr skógræktarstjóri skipaður á meðan ráðið er í stöðu fram- kvæmdastjóra Héraðsskóga Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.