Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 16

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGT ÚR VERSLUN TIL ÁFANGAR- STA‹AR VARAN TRYGG‹ FRÁ VERSL ME‹ VISA RA‹GREI‹SLUM ER AFLI íslenskra fiskiskipa í nýliðn- um nóvember var góður, alls um 138.814 tonn, sem er tæplega 67 þúsund tonnum meiri afli en í nóv- ember 2002, en þá var aflinn 71.919 tonn. Þetta kemur fram í aflatölum Fiskistofu. Aflaaukning milli ára skýrist aðallega af meiri kolmunna- og síldarafla en einnig var botnfisk- aflinn meiri í nýliðnum nóvember en hann var á sama tíma í fyrra. Þorskafli innan lögsögu var 18.962 tonn en var 16.148 tonn í nóv- ember 2002. Mánaðaraflinn í ýsu og ufsa jókst einnig milli ára. Ýsuaflinn varð 8.403 tonn og jókst um tæp 27% frá fyrra ári. Ufsaaflinn varð 4.491 tonn sem er 46% aukning. Karfaafli í nóvember dróst hinsveg- ar lítillega saman milli ára, varð 3.722 tonn. Alls veiddust rúm 46 þúsund tonn af kolmunna í nóvember sl. en í sama mánuði síðasta árs varð kol- munnaaflinn aðeins rúm 4 þúsund tonn. Þá var síldaraflinn einnig mun betri nú en í fyrra, var rúm 49 þús- und tonn nú en rúm 28 þúsund tonn í fyrra. Flatfiskafli varð tæplega 2.000 tonn og dróst saman um rúmlega 500 tonn frá nóvembermánuði 2002. Mest veiddist af grálúðu eða tæp- lega 800 tonn, af sandkola veiddust tæplega 500 tonn og tæplega 400 tonn af skarkola. Skel- og krabba- dýraafli var 2.400 tonn samanborið við rúmlega 3.900 tonna afla í nóv- embermánuði 2002. Rækjuaflinn var tæplega 1.300 tonn og af kúfiski veiddust um 1.100 tonn. Síldarkvótinn að klárast Heildaraflinn á fyrstu 11 mánuð- um ársins varð 1.887.916 tonn en var 2.030.034 tonn á sama tíma í fyrra. Síldveiðarnar gengu vel og mun betur en mörg undanfarin ár. Í október leit út fyrir að haustvertíðin yrði jafnvel enn lakari en hún hefur verið síðustu tíu árin þegar ýmist hefur umtalsvert vantað á að afla- mark hafi náðst eða það tókst að veiða aflamarkið með mikilli sókn. Nú, um miðjan desember, bendir flest til að aflamark í síld fiskveiði- árið 2003/2004 klárist að mestu strax í desember. Árlegur kolmunnaafli hefur ekki verið jafnmikill áður. Heildarafli ársins í kolmunna var í lok nóvem- ber orðinn 473.515 tonn sem er mesti kolmunnaafli íslenskra skipa á einu ári. Veiðitímabili kolmunnans lýkur 31. desember 2003. Augljóst er að nokkur hluti 547.000 tonna aflamarks í kolmunna mun ekki nást þó aflinn sé þegar orðinn mun meiri á þessu veiðitímabili en bjart- sýnustu spár bentu til. Alls hafa veiðst 27.725 tonn af rækju það sem af er árinu sem er um 18% minni afli en á sama tíma- bili síðasta árs. Hörpudiskur er ekki veiddur í ár eins og alkunnugt er. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verðmæti fiskaflans á föstu verði ársins 2001 um 25,4% milli nóvembermánaða 2002 og 2003. Fyrir tímabilið jan- úar-nóvember jókst aflaverðmæti, á föstu verði ársins 2001, um 1,4% miðað við sama tímabil ársins 2002. Góð aflabrögð í nóvember "    #   $%    &'  (   ) * (   + , -&.  ##  /&   01 &' %%,2 3&-  4-  0  ( 5 ))* 5  )5 ))  (*(           LÍKLEGT er talið að sjávarút- vegssamsteypan Vanna í Norður- Noregi skipti um eigendur á föstu- dag. Fyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots að undanförnu og hafa stærstu lánardrottnarnir ver- ið að reyna að mynda kaupenda- hóp sem ráði við verkefnið. Ekkert hefur verið gefið upp um hverjir væntanlegir kaupendur eru en norskir fjölmiðlar telja að um sé að ræða hóp heimamanna og eitt íslenzkt fyrirtæki. Nokkuð hefur verið um það rætt í Noregi að undanförnu að sjávarútvegsfyr- irtæki þar hafi haft áhuga á sam- starfi við íslenzk fyrirtæki en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun vera mjög takmarkaður áhugi á Íslandi á þátttöku í norskum sjávarútvegi. Ekki liggur fyrir hvert hugs- anlegt kaupverð samsteypunnar verður. Hún rambar á barmi gjaldþrots svo vart er að vænta hás verðs. Á hinn bóginn þurfa lánardrottnarnir, Sparebanken og opinberir sjóðir, að fá sitt. Þeir mega heldur ekki selja of ódýrt vegna reglna um samkeppni og fleira í þeim dúr. Á föstudag verður aðalfundur samsteypunnar og þá kemur vænt- anlega í ljós hverjir kaupa. Íslenzkt fyrir- tæki í norska útveginn? ÚR VERINU SIGURÐI Einarssyni, stjórnarfor- manni Kaupþings Búnaðarbanka, voru í gær veitt Viðskiptaverðlaun Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins. Magnús Scheving, höfundur Lata- bæjar, hlaut Frumkvöðlaverðlaunin í ár. Í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við afhendingu verðlaunanna, kom fram að Sigurður Einarsson hafi staðið í stórræðum á árinu sem er að líða. Einna hæst beri sameining Kaupþings banka og Búnaðarbanka Íslands í maí sl. Við sameininguna varð til stærsti banki landsins þar sem Sigurður er stjórnarformaður. „Á engan er hallað þótt fullyrt sé að Sigurður Einarsson eigi öðrum fremur heiðurinn af vexti Kaup- þings Búnaðarbanka á und- anförnum árum. Sigurður Ein- arsson er því vel að því kominn að hljóta Viðskiptaverðlaunin 2003,“ að sögn Valgerðar. Ekki verk eins manns Sigurður Einarsson sagði þegar hann tók við viðurkenningunni að sá árangur sem veitt var viðurkenning fyrir væri ekki verk eins manns heldur stórrar liðsheildar. Hann sagði að verðlaunin væru ákaflega kærkomin nú eftir þær stormasömu vikur sem undan væru gengnar. Umræðu um takmarkaðan þátt í starfsemi bankans. Hann sagði að við sameiningu Kaupþings Búnaðarbanka hafi orðið til stærsti banki landsins og jafnframt einn af tíu stærstu bönkum Norðurlanda. Kaupþing Búnaðarbanki sé eini ís- lenski bankinn sem starfi á öllum Norðurlöndunum og þau séu hans heimamarkaður og Kaupþing Bún- aðarbanki ætli sér umtalsvert stærri hlut á Norðurlöndunum á næstu ár- um. Vera trúr sjálfum sér Magnús Scheving hefur byggt upp Latabæ og á árinu náðust samn- ingar við bandarísku barnasjón- varpsstöðina Nickelodeon um fram- leiðslu og sýningu á 40 sjónvarps- þáttum um Latabæ í Banda- ríkjunum. Valgerður sagði er hún afhenti Magnúsi viðurkenningu sem Frum- kvöðull ársins 2003 að hún gæti ekki annað en lýst yfir aðdáun á frum- legum og djörfum hugmyndum hans og þeirri miklu eljusemi og úthaldi sem leitt hefur til þessa árangurs. Magnús sagði við afhendingu verðlaunanna að hreyfingarleysi og offita barna væri stærsta heilbrigð- isvandamálið í heiminum í dag og starfsmenn Latabæjar ætluðu sér að setja sitt afl á vogarskálarnar til að sporna gegn þessu vandamáli. Hann sagði að það væru margir frum- kvöðlar að vinna að sínum hug- myndum í bílskúrum út um allt. Hann sjálfur hefði byrjað á stofu- gólfinu heima hjá sér og stundum hefðu jólin farið fyrir lítið þegar hann hafi þurft að hlaupa með Lata- bæjarspólu á heimili barna þar sem spólan þeirra virkaði ekki. „Það er að vera frumkvöðull, að vera alltaf til staðar og vera trúr sjálfum sér,“ sagði Magnús við verðlaunaafhend- inguna. Magnús Scheving valinn frumkvöðull ársins 2003 Sigurður Einarsson hlýtur Viðskiptaverðlaunin Morgunblaðið/Þorkell Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, afhenti þeim Sigurði Ein- arssyni, stjórnarformanni Kaupþings Búnaðarbanka og Magnúsi Scheving, stofnanda Latabæjar, viðskiptaverðlaunin í gær. MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Pooŕs greindi frá því í gær að fyr- irtækið hefði uppfært horfur um lánshæfiseinkunn Íslands í erlendri mynt frá stöðugum í jákvæðar. Fyr- irtækið staðfesti jafnframt allar lánshæfiseinkunnir fyrir Ísland, þar með taldar einkunnirnar A+/A-1+ fyrir lán í erlendri mynt og AA+/ A-1+ fyrir lán í íslenskum krónum. Frá þessu var greint á heimasíðu Seðlabanka Íslands á Netinu í gær. Þar segir að breyttar horfur um lánshæfiseinkunnina í erlendri mynt endurspegli jákvætt endur- mat fyrirtækisins á þróun fjármála- kerfisins auk hagstæðra áhrifa stóriðjufjárfestinga á hagkerfið og vaxtarmöguleika þess. Erlendar skuldir hindra hækkun einkunnar Í tilkynningu frá Standard & Poor segir að lánshæfiseinkunn Ís- lands sé studd af styrku stjórnkerfi og auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjár- mála. Það sem hindri hækkun ein- kunnarinnar séu miklar erlendar skuldir þjóðarinnar ásamt skuld- bindingum og ábyrgðum stjórn- valda utan fjárlaga. Þá segir í til- kynningunni að auðugt og sveigjanlegt hagkerfið skapi lands- framleiðslu sem mælist ein sú hæsta á mann í heiminum. Sveigj- anleiki hagkerfisins komi fram í skjótri lagfæringu á ójafnvæginu sem myndaðist í uppsveiflunni á ár- unum 1996 til 2000, sem hafi verið knúin áfram af útlánum. Útlána- vöxturinn hafi stöðvast nær alveg árið 2002 eftir 44% vöxt árið 2000, og viðskiptahallinn, sem hafi verið 10,1% af vergri landsframleiðslu 2000, hafi horfið án meiri háttar efnahagslegra afleiðinga. Hreinar skuldir þjóðarbúsins við útlönd eru mjög miklar eða sem svarar til 272% af heildarútflutn- ingstekjum árið 2003, að því er kemur fram í tilkynningu Standard & Poor. Þar segir að útstreymi fjár- magns frá lífeyrissjóðum vegna fjárfestinga þeirra erlendis til að breikka fjárfestingagrunn sinn auki þrýsting á greiðslujöfnuðinn. Þrátt fyrir hraða minnkun viðskiptahall- ans og mikla styrkingu gjaldeyris- forðans hafi erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins batnað aðeins lítillega og verði í fyrirsjáanlegri framtíð ein sú veikasta í samanburði við aðrar þjóðir sem hafi lánshæfismat. Verri skuldastaða gæti leitt til lækkunar Standard & Poor telur að já- kvæðar horfur um lánshæfisein- kunn á skuldbindingum í erlendri mynt endurspegli þá væntingu að stöðugleiki í fjármálakerfinu muni halda áfram að eflast vegna strang- ari varúðarreglna og strangara fjármálaeftirlits og vegna einka- væðingar tveggja stærstu bank- anna auk samruna þriðju og fjórðu stærstu bankanna. Þá segir fyrir- tækið að bein erlend fjárfesting vegna byggingar álvera og orku- vera á árunum 2004–2010 muni örva hagvöxt og styrkja efnahagskerfið. Hugsanleg hækkun á lánshæfisein- kunn ríkissjóðs á skuldbindingum í erlendri mynt sé háð frekari styrk- ingu fjármálakerfisins auk skyn- samlegrar efnahagsstjórnar á kom- andi tímabili. Hins vegar gæti verulega verri erlend skuldastaða eða efnahagslegt ójafnvægi af völd- um stórframkvæmda leitt til þess að horfur yrðu endurskoðaðar til lækkunar. Standard & Poor metur lánshæfi Íslands í erlendri mynt Breytt í jákvæðar horfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.