Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 17
UN TIL ÁFANGASTA‹AR VISA RA‹ ER SKYNSAMLEG LEI‹ TIL A‹ VERSLA VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 17 Á FYRSTU ellefu mánuðum ársins voru farþegar Flugleiða til og frá landinu ámóta margir og á síðasta ári. Farþegar Icelandair, dóttur- félags Flugleiða, um Ísland, á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu, voru hins vegar 14,8 % færri og munar þar mest um hrun á Norður-Atlantshafs- markaðinum á fyrri hluta ársins vegna Íraksstríðs og bráðalungna- bólgu. Í heild eru farþegar 6,2% færri en á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Flugleiðum. Farþegum í millilandaflugi Ice- landair í nóvember fjölgaði um 6,4% í samanburði við nóvember á síðasta ári. Farþegum á leiðum til og frá Ís- landi fjölgaði um 3,7%, en farþegum Icelandair sem ferðast yfir Norður- Atlantshafið með viðkomu á Íslandi fjölgaði um 12,2%. Í heild voru far- þegar rúmlega 70 þúsund í mánuðin- um, en 66 þúsund í fyrra. Sætafram- boð var 2,1% meira en í nóvember á síðasta ári, þannig að sætanýting batnaði um 3,8% og var 62,4%. Í innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands fjölgaði farþegum um 8,8% og sætanýting var nánast hin sama og í nóvember í fyrra eða 70,1%. Farþeg- um í innanlandsflugi hefur fjölgað um 7,2% á árinu. Flutningar Flugleiða Fraktar voru mjög svipaðir því sem var í nóvember á síðasta ári. 1,8% samdráttur varð í heildarflutningum, en 2,8% aukning í flutningum til og frá landinu. Farþegum Flugleiða fækkar á árinu KÖGUN hf. hefur gert Iðu hf., sem á 43,5% hlutafjár í Landsteinum- Streng hf., kauptilboð í hlutaféð. Áð- ur hafði Kögun gert 16–18 lífeyris- sjóðum, eigendum 56,5% hlutafjár í Landsteinum-Streng, kauptilboð í þeirra eignarhluta í félaginu. Í til- kynningu frá Kögun segir, að vonast sé til að samningaviðræður gangi hratt fyrir sig og að þeim ljúki jafn- vel í þessari viku. Verði kauptilboð- inu tekið eignast Kögun allt hlutafé í Landsteinum-Streng. Að sögn Gunnlaugs Sigmundsson- ar, forstjóra Kögunar, er Iða í eigu um tvö hundruð einstaklinga, áhættufjárfestingarsjóðs í Svíþjóð, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Kaldbaks og Brúar, dótturfélags Straums. Hann segir að einstakling- arnir, sem margir séu búsettir í Sví- þjóð, hafi áður átt hlut í hugbúnaðar- fyrirtækinu GoPro, sem á sínum tíma sameinaðist Landsteinum. Hluthöfum í Kögun muni því geta fjölgað töluvert, ef hluthafar í Iðu samþykkja að taka hlutabréf í Kög- un í skiptum fyrir bréf sín í Land- steinum-Streng. Það segist hann mjög gjarnan vilja sjá, því hluthöfum í Kögun hafi fækkað nokkuð frá því félagið var skráð í Kauphöll Íslands. Ástæða sé því til að líta á þessi við- skipti af bjartsýni. Kögun gerir tilboð í Land- steina Streng ♦ ♦ ♦ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Gömul dönsk postulínsstell Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.