Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 18

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMAÐUR íraska fram- kvæmdaráðsins í Bagdad sagði í gær að Saddam Hussein myndi fá „réttláta og sanngjarna“ meðferð fyrir rétti í Írak og réttarhöldin yrðu táknræn fyrir „nýtt og lýð- ræðislegt Írak“. Fjölskylda Sadd- ams vill hins vegar að hann verði leiddur fyrir alþjóðlegan dómstól og haft var eftir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að til greina kæmi að íraski leiðtoginn fyrrverandi afplánaði fangelsisdóm í Svíþjóð eftir alþjóðleg réttarhöld. „Ég hygg að réttarhöldin í Írak verði réttlát og sanngjörn vegna þess að öllum er umhugað að þau verði þannig,“ sagði Entifadh Qan- bar, talsmaður íraska fram- kvæmdaráðsins, í viðtali við BBC- sjónvarpið. „Stjórnmálamenn í Írak og íraska þjóðin vilja að rétt- arhöldin verði álitin fordæmislaus í Mið-Austurlöndum, litið verði á þau sem nýja ásjónu nýs og lýð- ræðislegs Íraks þar sem leiðtog- arnir eru dregnir til ábyrgðar.“ Ein af þremur dætrum Saddams, Raghad Saddam Hussein, krafðist þess í gær að hann yrði leiddur fyr- ir alþjóðlegan dómstól þar sem ljóst væri að hann myndi ekki fá sanngjarna meðferð í Írak. Raghad sagði ennfremur að bandarískir hermenn hlytu að hafa gefið honum einhvers konar sljóvg- andi lyf áður en þeir handtóku hann á laugardagskvöld. „Ég er viss um að annars hefðu þeir ekki getað náð honum,“ sagði hún. „Saddam Hussein er enn faðir minn. Allt heiðvirt fólk og allir sem þekkja hann vita að fanginn sem sást í sjónvarpinu var undir áhrif- um lyfja.“ Raghad og önnur dóttir Sadd- ams, Rana, búa í Amman í Jórd- aníu þar sem þær fengu hæli í júlí. Tveir bræður þeirra, Uday og Qusay, féllu í júlí í miklum bardaga við bandaríska hermenn í borginni Mosul í norðurhluta Íraks. Svenska Dagbladet hafði í gær eftir Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, að til greina kæmi að Saddam yrði haldið í Svíþjóð ef hann yrði dæmdur í fangelsi fyrir alþjóðlegum rétti. „Þetta er fræði- leg umræða, en svarið myndi vera já,“ sagði Persson. „Dæmi alþjóð- legur dómstóll hann í fangelsi höf- um við sömu skyldur og allir aðrir. Ef við getum tekið á móti honum gerum við það.“ Persson kvaðst þó telja að rétt- arhöldin færu fram í Írak „ein- hvern tíma þegar það hentar Bandaríkjunum“. Biljana Plavsic, fyrrverandi forseti Serbíu, afplán- ar nú fangelsisdóm í Svíþjóð fyrir stríðsglæpi. Réttarhöld innan hálfs árs? The Washington Post skýrði frá því í gær að íraska framkvæmda- ráðið kynni að skipa þriggja manna dómnefnd á næstu dögum og stefndi að því að réttarhöld yfir Saddam hæfust innan hálfs árs. „Við getum ekki frestað þessu,“ hafði blaðið eftir Mowaffak Rubaie, sem á sæti í framkvæmdaráðinu. Blaðið taldi hins vegar líklegt að bandarískir embættismenn vildu fara hægar í sakirnar og fá meiri tíma til að yfirheyra Saddam. Ráð Íraka lofar sann- gjörnum réttarhöldum Persson segir að til greina komi að Saddam afpláni fangelsisdóm í Svíþjóð London, Bagdad. AFP, AP. Reuters Raghad, dóttir Saddams. Hún vill alþjóðleg réttarhöld yfir föður sínum. Uppljóstrarinn fær varla verðlaunaféð Tikrit. The Washington Post, Los Angeles Times. MAÐURINN sem veitti Banda- ríkjamönnum „hinar endanlegu upplýsingar“ um verustað Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, var með hersveitunum sem fundu Saddam sl. laugardag. Það var hann sem benti þeim á jarðhýsið, þar sem Saddam var að finna, að sögn her- manna sem þátt tóku í leitinni. Uppljóstrarinn var háttsettur yfirmaður í öryggissveitum Sadd- ams. Hann var handtekinn á föstu- dag þegar ráðist var inn í hús í Bag- dad. Bandaríkjaher hafði leitað þessa manns lengi, enda var talið að hann myndi geta veitt upplýsingar um það hvar Saddam væri að finna. Á laugardaginn voru liðsmenn Bandaríkjahers búnir að bera kennsl á manninn, að sögn James Hickey höfuðsmanns, og var hann þá fluttur til Tikrit og yfirheyrður. Um síðir tókst að telja hann á að veita upplýsingar um felustað Sadd- ams og fjórum tímum síðar var búið að handsama forsetann fyrrverandi. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað greina frá nafni uppljóstrarans. Hickey sagði hann hins vegar frá Abou Ajil, smáþorpi norður af Tik- rit. Hann er sagður hafa leikið mikil- vægt hlutverk í andspyrnu stuðn- ingsmanna Saddams undanfarna mánuði, verið einn þeirra, sem tengdust Saddam tryggðaböndum. 1,9 milljónir dollara fundust Bandaríkjaher fékk fyrst áhuga á að handsama þennan mann í júlí þegar ráðist var inn í hús hans í Abou Ajil. Þar fundust gögn sem bentu til að hann hefði náin tengsl við Saddam og að hann gæti vitað hvar Saddam væri. Sömuleiðis fannst um 1,9 milljónir Bandaríkja- dala í hundrað dollara seðlum sem gaf til kynna að um mikilvægan ein- stakling væri að ræða. Bandaríkjamenn yfirheyrðu manninn allan laugardag, að sögn Hickeys, og síðdegis tók hann að gerast samvinnuþýður. Ljóst er þó að hann gaf engar upplýsingar að fyrra bragði og ekki er talið að Bandaríkjamenn muni greiða hon- um 25 milljónirnar, sem heitið var þeim er veitti upplýsingar er leiða myndu til handtöku Saddams. „Þessi maður var látinn sæta yfir- heyrslum. Það var ekki eins og hann væri að veita okkur upplýsingar óumbeðið,“ sagði heimildarmaður úr hernum. „Hann var samvinnu- þýður þegar hann var yfirheyrður og sá okkur fyrir hinum endanlegu upplýsingum,“ sagði Hickey en bætti við: „En mun hann fá 25 millj- ónirnar? Það efa ég stórlega.“ Saddam gafst upp Uppljóstrarinn beindi Bandaríkja- mönnum upphaflega að nokkrum húsum vestur af Tikrit en um kl. 17 á laugardag sagði hann þeim, sem stýrðu yfirheyrslum yfir honum, að Saddam væri í Ad Dawr. Klukku- stundu síðar voru 600 bandarískir hermenn komnir á staðinn og leit- uðu Saddams dyrum og dyngjum. Við fyrra bóndabýlið, sem upp- ljóstrarinn benti á, handtóku Banda- ríkjamenn mann, sem þeir telja hafa verið kokk Saddams. Við seinna býl- ið fannst bróðir hans og er sá talinn hafa verið bílstjóri Saddams, en sem kunnugt er fannst rauður og gulur leigubíll á staðnum. Skyndilega tóku kokkurinn og bíl- stjórinn á rás og reyndu að flýja, að því er virðist til að leiða Bandaríkja- menn frá jarðhýsinu sem Saddam hafðist við í. Uppljóstrarinn beindi athygli hermannanna hins vegar aft- ur að þeim stað, þar sem hann taldi að Saddam væri að finna. Fannst þá holan, felustaður forsetans fyrrver- andi, hulin múrsteinum og mold. Hickey sagði að skv. vinnureglum hersins hefðu Bandaríkjamenn næst varpað handsprengju í öryggis- skyni, eða skotið af byssum ofan í holuna. Áður en til þess kom birtist Saddam hins vegar með hendur á lofti og vildi gefast upp. ÍRASKUR maður með mynd af Saddam Hussein gefur sigurtákn á fundi stuðningsmanna forsetans fyrrver- andi í borginni Mosul í Norður-Írak. Mikil átök voru í Írak í gær þrátt fyrir handtöku Saddams en Banda- ríkjamenn vonast til, að hún verði til að auka stuðning annarra ríkja við uppbygginguna í landinu. Reuters Til sigurs fyrir Saddam fullyrðingar Íraka stæðust. „Saddam hlýtur að vita hvaða fyr- irskipanir hann gaf. Hann ætti að vita hvað var bú- ið til og hann hlýtur að búa yf- ir einhverjum upplýsingum um það hvenær þeir [...] eyddu gereyð- ingarvopnum sínum,“ sagði Blix. Telur Blix ólíklegt að handtaka Saddams verði til þess að gereyð- ingarvopn finnist í Írak. „Það kem- ur æ betur í ljós að það voru engin gereyðingarvopn í Írak,“ sagði Blix. „Sumt af því sem menn fullyrtu um vopnabúr Íraka var aldrei stutt nægum sönnunargögnum.“ Blix kynnti í gær nýja gereyðing- arvopnanefnd, sem hann fer fyrir og var komið á fót fyrr á þessu ári. Hann sagði að um óháð samtök yrði að ræða sem vinna myndu að því að sporna við útbreiðslu gereyðingar- vopna í heiminum. Fjórtán manns sitja í stjórn stofnunarinnar, þ.á m. breski fræðimaðurinn Alyson Bail- es og rússneski þingmaðurinn Aleksei G. Arbatov en þau hafa bæði flutt opinbera fyrirlestra á Ís- landi. ÍRAKAR eyddu sennilega öllum gereyðingarvopnum sínum eftir Persaflóastríðið 1991, rétt eins og þeir ávallt hafa haldið fram. Þetta er mat Hans Blix, fyrrverandi yf- irmanns Vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNMOVIC). „Írakar hafa alltaf sagt [...] að þau hafi verið eyðilögð sumarið 1991,“ sagði Blix á fréttamanna- fundi í Stokkhólmi. „Ég giska á að það séu engin gereyðingarvopn lengur eftir.“ Blix bætti því hins vegar við að handtaka Saddams Husseins, fyrr- verandi forseta Íraks, gæfi tilefni til að það yrði kannað nánar hvort Eyddu líklega gereyðingarvopnunum Stokkhólmi. AFP, AP. Hans Blix ÍSRAELSKI herinn hugðist ár- ið 1992 gera tilraun til að ráða Saddam Hussein, forseta Íraks, af dögum. Allar áætlanir þar að lútandi voru hins vegar lagðar á hilluna eftir að fimm hermenn biðu bana í slysi sem varð við æfingar vegna aðgerðarinnar. Sagt er frá þessu í dagblaðinu Maariv í gær. Það var Yitzhak Rabin sem fyrirskipaði aðgerð- ina en hann var forsætisráð- herra Ísraels árið 1992. Tengdafaðir Saddams lá um þessar mundir banaleguna í Tikrit, heimabæ Saddams. Var talið, að Saddam myndi sjálfur verða viðstaddur útförina en ekki einn staðgengla hans. Koma átti nokkrum sérsveit- armönnum til Íraks og skyldu þeir skjóta tveimur eldflaugum á Saddam. Hinn 5. nóvember 1992 fór fram æfing vegna aðgerðarinn- ar á Tzeelim-herstöðinni í Neg- ev-eyðimörkinni. Nokkrum her- mönnum var falið að leika hlutverk Saddams og næstráð- enda hans og var meiningin að skjóta gervieldflaugum að þeim. Fyrir mistök var hins vegar um raunverulegar eldflaugar að ræða og fórust fimm hermenn í æfingunni og sex til viðbótar særðust. Var í kjölfarið hætt við aðgerðina. Hugðust ráða Saddam af dögum Tel Aviv. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.