Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 19 F í t o n Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason Nú setjum við í jólagírinn... Opel Omega 06/00 ekinn 38.000 km ásett verð 2.780.000. Tilboð 2.120.000.- Opel Astra 07/00 ekinn 81.000 km ásett verð 1.020.000.- Tilboð 690.000.- Nissan Primera 06/01 ekinn 63.000 km ásett verð 1.230.000.- Tilboð 890.000.- Daewoo Nubira 07/99 ekinn 75.000 km ásett verð 790.000.- Tilboð 490.000.- Fullur salur af notuðum bílum á verði sem kemur þér í sannkallað jólaskap. Komdu og skoðaðu, sölumenn okkar taka vel á móti þér. …og bjóðum til jólaveislu í björtum og hlýjum sýningarsal Ingvars Helgasonar. Á borðum verða notaðir úrvals bílar á gjafverði. Frábært tækifæri. STÓRLÆKK AÐ VERÐ Í SÖN NUM JÓLAANDA ÝMIS náttúruverndarsamtök hafa brugðist mjög harkalega við þeirri ákvörðun norsku stjórnarinnar að opna aftur fyrir leit að olíu og gasi í Barentshafi. Því er þó fagnað, að svæðið við Lófót skuli vera undan- skilið. Það er ekki síst unga fólkið í um- hverfisverndarsamtökunum, sem sakar ríkisstjórnina um svik en rök hennar eru aftur þau, að ákvörðunin hafi verið nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi velferð í Noregi næstu 30 til 50 ár. Grænfriðungar sögðu í sinni yfir- lýsingu, að ákvörðunin væri „skelfi- legt dæmi um pólitískt hugleysi“, sem myndi ógna umhverfinu og ekki síst fiskstofnunum. Samtökin Natur og Ungdom sögðu, að Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra hefði selt sál sína olíuiðnaðinum og ætti að segja af sér og Bellona-samtökin gáfu í skyn, að gripið yrði til að- gerða í Brentshafi. WWF talar um „söguleg tímamót“ Alþjóðanáttúruverndarsjóðurinn, WWF, gagnrýndi ákvörðunin líka en sagði það þó vera „söguleg tíma- mót“, að Lófót-svæði fengi frið. „Norska ríkisstjórnin hefur tekið sögulega ákvörðun um að taka nátt- úruna fram yfir olíuna með því að heimila ekki leit við náttúruna í Ló- fót,“ sagði í yfirlýsingu frá Alþjóða- náttúruverndarsjóðnum en við- brögð hans stinga mjög í stúf við viðbrögð annarra umhverfisvernd- arsamtaka. Afstaða þingmanna fer mikið eftir því hvort þeir eru utan stjórnar eða innan en talsmenn Verkamanna- flokksins, sem er í stjórnarand- stöðu, fögnuðu þó ákvörðuninni og sögðu hana mundu styrkja atvinnu- lífið á Finnmörk. Einnig leitað í Norðursjó og Noregshafi Ákvörðunin um Barentshaf var kynnt í fyrradag á fundi, sem Einar Steensnæs, olíu- og orkumálaráð- herra Noregs, boðaði til í Ósló. Þá kynnti hann einnig ný leitarsvæði í Norðursjó og Noregshafi. Forráða- menn Statoil, norska ríkisolíufélags- ins, eru mjög ánægðir en það hefur forgang að mörgum leitarsvæðanna. Norska ríkisstjórnin ákveður að opna aftur fyrir olíuleit í Barentshafi Náttúruverndarsamtök gagnrýna WESLEY Clark, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninga í Banda- ríkjunum á næsta ári, bar í gær vitni fyrir stríðsglæpa- dómstólnum í Haag en þar fara nú fram réttarhöld yfir Slobodan Mil- osevic, fyrr- verandi for- seta Júgóslavíu. Clark, sem kom að gerð Dayton-friðarsam- komulagsins 1995 vegna átak- anna í Bosníu og stýrði herjum Atlantshafsbandalagsins í Kos- ovo-stríðinu 1999, sagði við fréttamenn að réttarhöldin yfir Milosevic væru „mikilvægt for- dæmi“. „Hér lærum við lexíu á hverjum degi um það hvað ger- ist þegar fyrrverandi einræðis- herra er látinn svara til saka,“ sagði Clark og vísaði þar til handtöku Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta. Ný flugbraut á Stansted ALISTAIR Darling, sam- gönguráðherra í Bretlandi, til- kynnti í gær að ákveðið hefði verið að bæta við einni flug- braut við Stansted-flugvöll, norður af London. Mun flug- brautin verða tilbúinn innan áratugar. Þá sagði hann hægt að færa góð rök fyrir því að fjölga flugbrautum á Heath- row-flugvelli en ákvörðun þar að lútandi yrði ekki tekin fyrr en ljóst væri hver umhverfis- áhrifin yrðu. Fram kom hjá Darling að 46 millj. farþega myndu geta farið um Stansted árlega eftir stækkunina. Drap meira en 30 sjúklinga KARLKYNS hjúkrunarfræð- ingur í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa verið valdur að dauða allt að fjörutíu manns, sem voru í umsjá hans. Segir hjúkrunarfræðingurinn, Charl- es Cullen, að um „mjög veika“ sjúklinga hafi verið að ræða og að hann hafi viljað lina þjáning- ar þeirra. Cullen, sem hefur starfað á níu sjúkrahúsum í New Jersey og Pennsylvaníu undanfarin sextán ár, er 43 ára gamall. Ef staðhæfingar hans fást staðfestar væri sennilega um umfangsmestu spítaladráp að ræða í sögu Bandaríkjanna. Roh biðst afsökunar ROH Moo-Hyun, forseti Suð- ur-Kóreu, ítrekaði í gær að hann væri reiðubúinn til að segja af sér ef rannsókn sak- sóknara á ólöglegri fjársöfnun andstæðings hans í síðustu for- setakosningum, Lee Hoi- Chang, leiddi í ljós að svipað hefði verið uppi á teningnum hjá aðstandendum kosninga- baráttu Roh. Lee hefur viður- kennt að hafa tekið við ólögleg- um framlögum í kosninga- baráttu í fyrra sem námu mörgum milljónum Banda- ríkjadala. STUTT Clark bar vitni gegn Milosevic Wesley Clark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.