Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 21
Sameining sveitarfélaga Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Sýning í Galleríi prýði | Fjölbreytnin ræður ríkjum á myndlistarsýningu Stein- unnar Einarsdóttur í Galleríi prýði í Vest- mannaeyjum. Steinunn hefur verið virk í mynd- listarlífi Eyjamanna undanfarin ár og staðið fyrir fjölda námskeiða. Þetta er fjórða einka- sýning Steinunnar en sú síðasta var í Galleríi Smíðum og skarti í Reykjavík. Steinunn út- skrifaðist sem myndlist- armaður frá Visual Art and Design í Townsville í Ástralíu árið 1994 og hefur starfað sem myndlistarmaður frá 1996. Á sýningunni eru 29 verk, m.a. olíuverk, vatns- litamyndir og þrjár andlitsmyndir af þekktum Eyjamönnum, gerðar með kol- um. Mörg verk seldust á opnunardaginn. Sýningunni lýkur á morgun, fimmtudag.    Úr bæjarlífinu Steinunn Einarsdóttir. HÉÐAN OG ÞAÐAN Söngsins gleði | Þegar líður að jólum er víða knúið dyra og stuðnings leitað við góðan málstað. Reynslan hefur kennt að á þessum árstíma er fólk gjarnan sérlega tilbúið að styðja góð málefni. Þessar þrjár jólalegar ungar stúlkur úr Reykja- dal komnar upp í Mývatns- sveit og bjóða til sölu disk með söng skólakórs Tón- listarskóla Reykdæla und- ir stjórn Margot Kiis. Diskurinn sem gerður er af stórhug og myndarskap nefnist Söngs- ins gleði en kórinn þeirra Laugaþrestir. Mý- vetningar brugðust vel við bón þessara glað- legu sölukvenna enda minnast menn hér í sveit enn ljúfra söngradda úr Reykjadal frá þeim árum er Karlakór Reykdæla söng „Dísa mín góða“ og gerði garðinn frægan.    Lánsfjármögnun | Forsvarsmenn sveitarfélagsins Austur-Héraðs og Lands- banka Íslands hafa gert samkomulag um 400 milljóna króna skuldafjárútboð Austur-Héraðs og sölutryggingu bankans á heildarútgáfu skuldabréfanna. Austur- Hérað bauð lánsfjármögnun út vegna ört vaxandi umsvifa og framkvæmda í sveitar- félaginu og auk Landsbankans buðu Ís- landsbanki, Verðbréfastofan og Kaupþing Búnaðarbanki í lánsfjármögnunina. Fyrirtækið eMaxehf. hefur kveikt áöflugum örbylgju- sendum í botni Hrúta- fjarðar, sem gera fólki og fyrirtækjum í Hrútafirði kleift að tengjast Netinu um háhraðasamband. Sendarnir eru settir upp í samvinnu við Fjarska, sem rekur dreifikerfi á landsvísu. Þjónustuaðili í Hrútafirði er Tölvubónd- inn – Sverrir Guðmunds- son, bóndi í Hvammi. Sendarnir, sem nú hafa verið opnaðir í botni Hrútafjarðar, marka upp- haf að þjónustu eMax í þrettánda sveitarfélaginu á Íslandi. Sendarnir tryggja íbú- um Hrútafjarðar sem hafa sjónlínu inn í botn fjarð- arins aðgang að netsam- bandi sem er allt að 512 kbps, segir í tilkynningu. Háhraða- samband Borgarnes | Hefð hefur skapast fyrir því undanfarin ár að leikskólabörn á Klettaborg heimsæki Dval- arheimili aldraðra á aðventunni. Tilgangurinn með heimsókninni er að syngja jólalögin fyrir íbúa og leggja þannig sitt af mörkum til að gleðja og koma öldruðum í jólaskap. Meðfylgjandi mynd var tekin í vikunni þegar leikskólabörnin sungu fullum hálsi á Dvalarheimilinu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Leikskólabörn gleðja aldraða GUÐBRANDURGuðbrandsson ortitil Einars Kol- beinssonar þegar Einar hafði fengið viðurnefnið „ungi“. Við hans lipru vísnasmíð víkur leiði og drungi. Aldrei mun þó yrkja níð, Einar Kolbeinsungi. Einar Kolbeinsson hefur aðeins ort eina níðvísu á ævinni, sem ekki hefur farið víða. Enda kenndi Rúnar Kristjánsson skáld á Skagaströnd honum að yrkja ekki þegar hann væri reiður. Einar segir það góða reglu „eða a.m.k. að gleyma afurðum sem þannig eru komnar til fljótt og vel.“ Einar yrkir: Alvöruna ekki líð, þá allt er lagt til samans, enda vil ég yrkja níð, einungis til gamans. Því til viðbótar yrkir Ein- ar: Þó að vísur dragi dám, af djarfri hugarsmíð, vil ég ekki kveða klám, né kvikindislegt níð. Ekki ort níð pebl@mbl.is Akranes | Sýning á Comenius- arverkefnum nemenda í Brekkubæjarskóla á Akranesi voru kynnt í íþróttahússinu við Vesturgötu föstudaginn 12. des- ember. Brekkubæjarskóli tekur þátt í samstarfi með þremur skólum í Evrópu. Kilsby prim- ary school í Englandi, Ceip Sant Josep í Suria á Spáni og Pabneukirchen Volkschule frá Austurríki. Verkefnið sem skól- arnir fjórir vinna að heitir „The Traveling Teddy, A Journey through time and traditions,“ eða ferðalag Tedda bangsa í gegnum hefðir og sögu. Fyrstu önn verkefnisins er lokið og þar kynntu nemendur Brekkubæj- arskóla starf sitt og bæjarlífið á Akranesi. Verkefnið heldur áfram á næstu önn. Þá verða saga, náttúra og landshættir kynnt fyrir samstarfsskólunum. Auk þess sem sýningin á verkefnunum var opnuð fór fram „jóla-morgunstund“ nem- enda og starfsmanna skólans í íþróttasalnum. Þar safnast allir nemendur skólans saman. Á morgunstundunum sem haldnar eru einu sinni í mánuði eru m.a. afhentar viðurkenningar fyrir prúðmennsku, hjálpsemi og já- kvætt hugarfar. Nemendur skólans höfðu æft jólalög sem sungin voru af miklum krafti og á áhorfendapöllunum voru margir foreldrar mættir til þess að fylgjast með athöfninni en Auður Hrólfsdóttir skólastjóri sagði m.a. að morgunstundin væri búinn að festa sig í sessi sem fastur punktur í tilveru nemenda og starfsmanna. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hátíðleg stund: Marinó Gíslason Waage var jólalegur á jólamorgunstund Brekkubæjarskóla en bekk- urinn hans, 2. GG, fékk viðurkenningu fyrir góða umgengni í kennslustofu. Morgunstund í Brekkubæ Skólastarf SAMEINING sveitarfélaga er til umfjöll- unar í nýjasta fréttabréfi Hríseyjarhrepps, Karranum. Þar kemur m.a. fram að þegar til sameiningar kemur bendi allt til þess að vilji Hríseyinga sé að sameinast Akureyr- arbæ frekar en einhverju öðru eða öðrum sveitarfélögum. Einnig kemur þar fram að fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé með þeim hætti að það geti ekki, miðað við óbreytt ástand, staðið undir þeim kostnaði sem fylgir rekstri sveitarfélagsins. Að sögn Ragnars Jörundssonar sveitarstjóra er sveitarfélagið að tapa 10–15 milljónum króna á ári. Nefnd sem sveitarstjórn skipaði til að kanna hugsanlega sameiningu átti fund með fulltrúum Akureyrarbæjar og félags- málaráðaráðneytisins í síðustu viku. Ragn- ar sagði að aðeins hefði verið um þreifingar að ræða á þessum fundi. Hann sagði að þegar málið væri komið í ákveðinn farveg eftir áramót yrði boðað til íbúaþings, málið kynnt og afstaða íbúa til hugsanlegrar sameiningar könnuð. „Í mínum huga blasir ekkert annað við en sameining, hér fækkar bæði fólki og atvinnutækifærum,“ sagði Ragnar. Íbúafjöldi í Hrísey kominn niður fyrir 180 manns Fyrir ári voru íbúar í Hrísey 186 en íbúa- talan er nú komin niður fyrir 180 manns. Á 10 ára tímabili hefur íbúum eyjarinnar fækkað um 100 manns. Einnig hafa afla- heimildir horfið úr eynni á þessu tímabili. Á árinu 1993 voru aflaheimildir skráðar í Hrísey tæplega 5.000 tonn en eru í dag tæp 570. Þar af er togarinn Svanur EA 14 með rúm 330 tonn umbreytt í rækju, sem er landað annars staðar en í Hrísey. Þannig að þorskígildi í eigu heimamanna, fyrir ut- an Svan, eru um 240 tonn. Úthlutun byggðakvóta er einnig til um- fjöllunar í fréttabréfinu, en þar kemur fram að Hrísey hafi fengið tæp 50 tonn, eða helmingi minna en við síðustu úthlutun. Ragnar sagði að Hríseyingar væru ákaf- lega sárir og reiðir yfir því hvernig staðið var að úthlutun byggðakvótans. „Maður fær bara asnaeyru þegar maður hlustar á rökin. Að láta frá sér fara að þetta sé til að styrkja byggðir í vanda og svo er Akureyri að fá 5,5 tonn. Ég vissi ekki að það væri þessi mikli vandi varðandi sjávarútveginn í bænum,“ sagði Ragnar. Hríseyingar horfa til Akureyrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.