Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 22

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is Miele ryksugurnar hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst, formfegurð og þægindi í notkun. Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar fullkomna ryksugu fyrir sérhvert heimili. Miele ryksugurnar gera jólahreingerninguna að léttu verki og eru tilvaldar í jólapakkann. Miele ryksuguga er glæsileg jólagjöf og frábær í jólahreingerninguna – enga málamiðlun fyrir jólin Reykjavík | Stórum hluta sögu Landssímans lauk í gær og nýr tók við þegar fyrirtækið flutti höfuð- stöðvar sínar að fullu úr húsnæði sínu til rúmra sjötíu ára, Landsíma- húsinu við Austurvöll. Ljóst þótti að húsið var bæði of lítið og gamalt til að hýsa bæði umfangsmikla og tæknilega flókna starfsemi Lands- símans og hefur því mestöll starf- semi fyrirtækisins flust yfir í fram- tíðarhúsnæði Landssímans í Ármúla. Miðbæjarsímstöðin verður þó áfram rekin í 1.500 fermetra rými í húsinu og munu nokkrir starfs- menn áfram hafa aðsetur þar við gæslu stöðvarinnar. Umdeild staðsetning og hern- aðarlega mikilvægt hús Ákvörðun um að reisa nýtt síma- hús í Reykjavík var tekin í ársbyrjun árið 1929. Ástæðan var sú að þau skilyrði sem starfsfólk Landsímans vann við á þeim tíma voru síður en svo heilsusamleg. Ekki voru allir á eitt sáttir um staðsetninguna við Thorvaldssensstræti 4. Löngu síðar skrifaði Helgi Hjörvar útvarpsþulur grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi staðsetningu hússins og hvatti til þess að það yrði rifið vegna þess að það spillti fegurð miðborg- arinnar. Helgi gagnrýndi bæj- arstjórn Reykjavíkur og skrifaði með hæðnistón: „Það er einna líkast meinsemi við bæjarstjórnina að landnámsmaðurinn skuli gerast sannur að því að hafa reist sín bæj- arhús svona alveg í sjálfum mið- bænum, án þess að leita nokkurs leyfis, nema hjá guði sínum. Og taka þar að auki allar dýrustu lóðirnar.“ Byggingin reis engu að síður og var opnuð 1. desember 1932. Fyrstu árin hýsti húsið bæði Landsímann, Ríkisútvarpið og Veðurstofu Íslands. Vegna samhýsingar þessara þriggja lykilstofnana var húsið álitið afar hernaðarlega mikilvægt þegar Bretar hernámu Ísland árið 1940 og var það eitt fyrsta húsið sem Bretar hertóku. Landsímahúsið, sem er á fimm hæðum, var upphaflega ein bygging en í áranna rás hafa bæst við tvær viðbyggingar og húsið tengst við önnur hús, svo nú má segja að húsið samanstandi af fimm álmum. Hluti vesturálmunnar var reistur árið 1952. Við þær byggingarfram- kvæmdir var komið niður á leiði í gamla kirkjugarðinum. Þá var ákveðið að breyta teikningum og minnka húsið. Viðbyggingin sunnan við Landsímahúsið var reist á ár- unum 1966–1967. Nær hún að jaðri garðsins en fer þó á einum stað inn í hann. Þjappar starfsfólkinu saman Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, vann til skamms tíma í gamla Landsímahús- inu og flutti í Ármúlann í október. Hún segir það hafa verið markmið Landssímans um langa hríð að koma stærstum hluta starfsemi sinnar inn á svæðið í kringum Múlastöðina. „Við höfum verið að færa starfs- menn þangað smám saman. Við er- um nú í nokkrum húsum, Ármúla 25, 27 og 31 og einnig á Suðurlands- braut 28 og 30. Á þessu svæði starfa nú rúmlega sjö hundruð manns af rúmlega tólf hundruð starfsmönnum fyrirtækisins sem dreifast um land- ið. Við lítum á þetta sem tækifæri til að þjappa hópnum betur saman. Ná- lægð starfsmanna hver við annan er orðin mun meiri og það er hagræð- ing í sjálfu sér,“ segir Eva. Múlastöðin, sem er samtengd húsaþyrping milli Suðurlands- brautar og Ármúla, gekkst undir miklar breytingar á árunum 2000 til 2001 til þess að skapa nokkurs konar tæknisetur og er húsnæðið allt hið tæknilegasta. „Einnig höfum við haft það að leiðarljósi að skapa opið vinnurými í Múlastöðinni.“ Breytingar tilkynntar fljótlega Núverandi eigendur Landsíma- hússins, sem keyptu það fyrir tveim- ur árum, standa nú í undirbúningi nýrrar starfsemi í húsinu, starfsemi sem mögulega hentar betur húsa- kynnunum en flókin samskipta- tækni. Magnús Haraldsson, fulltrúi nýju eigendanna, segir enn of snemmt að tjá sig um eðli starfsem- innar, því undirbúningur sé á við- kvæmu stigi. „Við liggjum nú yfir teikningum sem við erum að vinna í vegna breytinga á húsinu og búumst við að geta tilkynnt um nýja starf- semi snemma næsta árs.“ Landssíminn kveður gamla Landsímahúsið við Austurvöll eftir sjötíu ára starfsemi Ljósmynd/Magnús Ólafsson Landsímahúsið rís: Miklar framkvæmdir voru við Austurvöll á árunum 1929–1932. Loftnetin settu svip sinn á húsið. Morgunblaðið/Ásdís Jón Valdimarsson, forstöðumaður sambandadeildar, og Bergþór Halldórsson, einn af fram- kvæmdastjórum Landssímans, kveðja gamla vinnustaðinn sinn. Nú hefja þeir störf í Múlastöð. Morgunblaðið/Ásdís Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans, við nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ár- múla. Rúmlega 700 starfsmenn Landssímans starfa nú í og kringum húsaþyrpinguna í Ármúla. Margar sögur eru til af reimleikum í Landsímahúsinu og einnig af ýms- um forvitnilegum uppákomum þar. Þar má nefna söguna af Hafsteini Björnssyni miðli, sem lengi vel var lyftuvörður í Landsímahúsinu sem, eins og fram hefur komið, er reist mjög nálægt gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. Hafsteinn, sem tal- inn var góður skyggnilýsinga- og lækningamiðill, ræddi oft við lyftu- gesti, bæði þessa heims og annarra, og var ekki óvenjulegt að hann ætti í hrókasamræðum við sálir framlið- inna á meðan aðrir lyftugestir horfðu forviða á. Oft var lyftan full að sögn Hafsteins, þrátt fyrir að fólk sæi ekki betur en hún væri tóm. Lyftan góða er því miður ekki lengur til staðar og búið að breyta lyftuopunum í geymslur. Lyftan sem alltaf var full af fólki Öllum stefnt í Ármúlann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.