Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 23                   !"##  $  %     &  '( ) * ( +(  ,    - . /  0  ( (0 1* *    2 $   ,     * , &  ,   3 ()   4  % * +(   5666  %  +    % ,  )  % + .%   &   %    *$  *  (0 0)  ,  ) * * +   *% 0 ,  % & %   3 ( 4 $   ,    * ( +  ,, ) 7 $ #) ) 8  *%  +   +  , 9 0 665)  +  +    $    +  , 4 $    % ( :  , :       ;   ,   $  0 866  , 9 0 665   ,   < * , , ) 7 $ #) ! 3 %   ,    $ + *   +         Aðventusamvera eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 18. desember, kl. 15 Gestur samverunnar verður séra Hannes Örn Blandon prófastur. Arnór Vilbergsson leikur á píanóið og jólakvartett syngur nokkur lög. Að venju verður helgistund, almennur söngur og góðar veitingar. Ath.: Bíll verður frá og til Lindasíðu. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA JÓLADISKURINN Jólasögur Júlla er nýlega kominn út en á honum eru fjórar jólasögur fyrir jólabörn á öllum aldri eftir Júlíus Júlíusson frá Dalvík, í flutningi höfundar. Hann kom færandi hendi á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með fjóra diska í farteskinu og af- henti deildinni að gjöf. Á disknum eru kærleiksríkar jólasögur með ljúfum jólatónum í bakgrunni og eiga þær eflaust eftir að stytta börnum á deildinni stund- ir nú í desember. Júlíus hefur haldið úti Jólavef Júlla á Netinu í 5 ár og hafa um 140 þúsund manns heimsótt hann á þeim tíma. Morgunblaðið/Kristján Júlíus Júlíusson afhenti barnadeild FSA Jólasögur Júlla og hún Eydís Helga Pétursdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd deildarinnar. Barnadeild- in fékk Jóla- sögur Júlla FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt Samherja til að greiða févíti að upphæð 342 þúsund krónur er renni annars vegar í félagssjóð Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga og sömu upphæð er renni í félagssjóð Vélstjórafélags Íslands. Farmanna- og fiskimannasam- band Íslands og Vélstjórafélag Ís- lands höfðuðu málið fyrir hönd áð- urnefndra félaga. Málið snerist um tvo félagsmenn í Skipstjórafélaginu og þrjá í Vél- stjórafélaginu, en allir voru yfir- menn á Þorsteini EA-810. Skipið var að loðnuveiðum eftir miðjan desember í fyrra, landaði á Þórs- höfn 21. þess mánaðar og degi síð- ar í heimahöfn þess, Akureyri. Í kjarasamningi milli Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins sem og einnig í kjara- samningi Samtaka atvinnulífsins vegna aðildarfélaga, m.a. í Vél- stjórafélagi Íslands, segir að skip- verjum skuli tryggt frí í heimahöfn á tímabilinu frá og með 20. desem- ber til 2. janúar. Töldu stefnendur að með umræddum löndunum væri félagið að brjóta áðurnefnd ákvæði kjarasamninganna og brotin leitt til þess að yfirmennirnir hefðu ekki fengið það frí sem þeir áttu rétt á. Útgerðin byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið brot- ið gegn þessum ákvæðum samn- inga. Greinin sem vísað sé í banni ekki að skip séu höfð á veiðum á umræddu tímabili, heldur feli hún eingöngu í sér að skipverjum skuli tryggt frí í heimahöfn. Þannig skipti vilji áhafnarinnar máli. Upp- hafi jólafrís hafi verið frestað á þeim forsendum að það væri vilji áhafnarinnar. Möguleiki hafi verið á góðum afla og áhöfnin því getað orðið af umtalsverðum hlut við að hefja jólafrí fyrr. Einnig er bent á að ekkert liggi fyrir um að málið sé höfðað með vilja eða í umboði skipverjanna. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum kjarasamnings, en það sé útgerðar að sjá til þess að það sé virt. Útgerðin krafðist lækk- unar fébóta á þeim grundvelli að brotið væri ekki alvarlegt og að skipverjarnir sem áttu að njóta frísins hafi verið samþykkir að fresta upphafi þess. Að mati dómsins voru ekki næg efni til að verða við lækkunarkröf- unni. Samherji dæmdur til að greiða tveimur stéttarfélögum févíti Yfirmenn á Þor- steini fengu ekki jólafrí á réttum tíma Margir sækja Akureyrarkirkju Um 92 þús- und gestir á árinu BÚIST er við að heildarfjöldi gesta Akureyrarkirkju og safnaðarheimilis á þessu ári verði allt að 64 þúsund manns. Að viðbættum fjölda ferða- manna sem sóttu kirkjuna heim síðastliðið sumar, um 30 þúsund manns, er gert ráð fyr- ir að heildarfjöldinn á yfir- standandi ári verði um 92 þús- und manns. Auk hefðbundins helgihalds fer margs konar starf fram í kirkjunni, s.s. fundir 12 spora hópa, AA-hópa, Samhygðar og auk annarra funda og þá er þar einnig fjölbreytt félagslíf. Org- elkennsla og tónleikar eru fast- ir liðir sem og æfingar tónlist- arfólks, en fjórir kórar eru starfandi við kirkjuna. Í síðasta mánuði, nóvember, komu alls 5.276 gestir í Akur- eyrarkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.