Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 19
Föstudagur 16. janúar 1981 vtsm 19 Glaumgosinn seilist í Onassis audinn — Philippe stígur í vænginn við Chrisinu Þau eru bæði fráskilin, en samt þykir það ekki sannfærandi að þau skuli leita huggunar hjá hvort öðru, svo ólik sem þau eru, að sögn kunnugra. Samdráttur þeirra Philipps Junot og Christinu Onassis hefur þess vegna vakið umtal og sýnist sitt hverjum. Christina skildi við eiginmann sinn, sovétmanninn Sergei Kauzov, i mai I fyrra ári og Philippe og Carolina prinsessa af Monaco slitu samvistum i október sl. Sfðan þá hafa Christina og Philippe oft sést saman hönd i hönd og i innilegum samræðum i einkasamkvæmum i New York. Þeir sem til þekkja segja, að bæði fái þau úr úr þessu sambandi nákvæmlega það, sem þau ætla sér. Hún nýtur athygli eins af þekktustu elskhugum samtimans og hann nýtur þeirra möguleika, sem Onassis auðurinn býöur upp á. Þetta einkennilega samband hófst i enduðum október sl. þegar Christina, sem nú er 29 ára Sovétmaðurinn Sergei Kaupzov og Christina slitu samvistum i mai á fyrra ári. Umsjón: Sveinn Guðjónsson. Christina Onassis hefur veriö þri- gift og kærir sig kollótta um almenningsálitið. gömul, yfirgaf Paris eftir að slitnaö haföi upp úr sambandi hennar og ilmvatnserfingjans Yvon Coty. Hún for til New York og á svipuðum tima kom Philippe þangað, eftir að Caroline haföi rekiö hann á dyr. Christina og Philippe hittust svo I matarboöi, þar sem bæði voru ein sins liðs og tókust með þeim miklir kærleik- ar. Sukkliðið (Jetsetters) heldur þvi fram, að athygli Philipps á stúlku eins og Christinu geti að- eins þýtt eitt: Þrátt fyrir eina milljón dollara, sem hann fékk þegar Carolina prinsessa skildi við hann, er hann blankur. Hann þarf til sifellt á reiðufé að halda til að greiöa kostnaðinn af glaum- gosalifi sinu, feröum um allan heim og félagsskap fagurra kvenna. Hann var i eilifri peningaleitáðuren hann kvæntist Carolinu og hann er enn i pen- ingaleit. Hann veit, að vegna glæsilegs útlits sins og sjarma, er hann alltaf velkominn i hóp rika sukk- liösins, en hann veit einnig, að þetta fólk litur niður á menn, sem eru blankir. Menn hafa þess vegna leitt aö þvi getum, aö hann ætli sér aö nota samband sitt við Christinu til að koma undir sig fótunum I viðskiptalifinu til að hljóta fulla viðurkenningu þess fólks, sem hann vill vera hluti af. Einn af vinum Philipps hefur látið svo um mælt, aö þau Christ- ina og hann geti orðiö góð saman. Hann endurheimtir sjálfsálitið, sem varö fyrir áfalli, þegar prinsessan kastaöi honum á dyr, og hún, sem er ekki talin i hópi fegurstu kvenna, nýtur ástar manns, sem eftirsóttur er af fögr- um konum. Hvorugt þeirra er það sem kallað er „elskulegt fólk”. Þau eru bæði notendur (users). Hann notar fólk til að ná i peninga og hún notar peninga til að ná i fólk. Philippe fékk eina milljón dollara, þegar Caroline skildi við hann, en þessi mynd er tekin skömmu eftir brúðkaup þeirra. „Sú stærsta Iheimi”,—segir Robert Jennings, um ieið og hann fær sér súranbita af annarri, sem hann hefur einnig ræktað. Heimsins stærsta sitróna Robert Jennings, sem ræktar sitrónur i Downey I Kaliforniu, heldur þvi fram, að hann hafi fundiö upp sérstaka aöferð til að rækta stærri sltrónur en almennt gerist. A meðfylgjandi mynd er hann með eina úr gróðrarstöð sinni og stoltur segir hann, að þessi sitróna sé sú stærsta, sem ræktuö hafi verið. Hún vegur tæp- lega þrjú kiló, er 8 tommur á hæð og 23 tommur i ummál. Robert hyggst fá metiö staöfest og skráð i heimsmetabók Guinness. Á MELA VELLI venju snjaiiri ræðu, en auk hans eiga sæti I framkvæmdanefnd Bragi Kristjánsson (Umbi) og Arni Njálsson (Tölvi). Þátttakendur voru 8 talsins og urðu úrslit þau, aft lngvi Guft- mundsson sigrafti og hiaut 10 vinninga, I 2. sæti varft Hreggvið- ur Jónsson meft 9,5 vinninga, þriðji Sigþór Sigurjónssou með 8 vínninga. ELE-stig, þaft er elegance, sem útleggst skraut, prýfti, viðhöfn, glæsileiki, fegurð, háttprýftl, virðuleikí, Ijómi og fleira standa þanntg hjá efstu mönnum: Ingi Gufttnundsson 9« stig. Sigurgeir Guftmannsson 59. Hreggvtfttir Jónsson 57,5 Sigþár Sigurjónssoa 46. Magada Pétursso* 45,5. ' Hrygg^ brot Það kom óneitanlega flatt upp a rokktónlistarmanmnn Les Dudek, er kærastan hans, söng- konan Cher, sagði blákalt nei, þegar hann bar upp bónorðið nú nyverið. Astæðuna sagði söng- konan vera þá, að sálfræöingur hennar hefði ráðlagt henni að taka þvi rólega um sinn og forð- ast óþarfa spennu og æsing, en söngkonan er greinilega þeirrar skoðunar, að hjónaband sé ekki heppilegt fyrir taugarnar.... Jón Magnússon, aðstoðarvallarstjóri, athugar hvernig það er að „koma viö verðlaunagripinn”, sem Bragi Kristjánsson (Umbi) heldur á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.