Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 24

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 24
SUÐURNES 24 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suðurnes | Félagsmálaráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að greina orsakir atvinnuleysis, eink- um langtímaatvinnuleysis og at- vinnuleysis meðal ungs fólks, og setja af stað staðbundin verkefni til að treysta stöðu þessa fólks á vinnu- markaði. Fyrstu verkefnin verða unnin á Suðurnesjum. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra kynnti skipun verkefnis- stjórnarinnar á blaðamannafundi í Kaffitári í Njarðvík í gær og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, skýrði frá stöðunni. Fram kom hjá þeim að atvinnuleysi meðal ungs fólks væri alvarlegt vandamál sem og aukið langtíma- atvinnuleysi sem svo er kallað þeg- ar einstaklingar eru skráðir án vinnu í sex mánuði eða lengur. Árni sagði að tilgangur verkefnisins væri að ráðast að rótum vandans, draga úr atvinnuleysinu og vonandi að snúa þessari óheillaþróun við. Fram kom hjá Gissuri að atvinnu- leysi er hlutfallslega mest á Suður- nesjum og litlu minna á höfuð- borgarsvæðinu. Hann sagði að Suðurnesin væru spennandi vett- vangur til að reyna fyrirhugaðar aðgerðir. Þar væri öflugur fjöl- brautaskóli og önnur menntunar- úrræði og um stuttar vegalengdir að fara. Lengri og skemmri starfsmenntun Hjálmar Árnason alþingismaður hefur verið skipaður formaður verkefnisstjórnarinnar en með hon- um í stjórninni eru Svala Rún Sig- urðardóttir frá félagsmálaráðu- neytinu, Garðar Vilhjálmsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórir Ólafsson frá menntamálaráðuneyt- inu, Jón Rúnar Pálsson frá Sam- tökum atvinnulífsins og Karl Sigurðsson frá Vinnumálastofnun. Hjálmar lýsti starfi hópsins þann- ig að hlutverk hans væri að búa fólk undir það að takast á við ástandið, hjálpa því að vera sjálfbjarga við að koma sér aftur inn á vinnumarkað- inn. Skipaðir verða starfshópar um verkefni í einstökum landshlutum með aðild sveitarfélaga, svæðis- vinnumiðlana, aðilum vinnu- markaðarins og menntastofnana. Á fyrsta fundi verkefnisstjórnarinnar sem haldinn var í gærmorgun var ákveðið að fyrsta átaksverkefnið yrði á Suðurnesjum vegna stöðu at- vinnumála þar. Hjálmar sagði að lögð yrði áhersla á að kanna möguleikana á því að koma á stuttum og löngum starfsnámsbrautum sem sniðnar yrðu að þörfum þessa fólks. Leitað yrði samstarfs við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Miðstöð símenntunar auk sveitarfélaganna og aðila vinnumarkaðarins. Hefur þegar verið boðað til fundar til að hefja þetta starf. Hjálmar lagði áherslu á að verkin yrðu látin tala enda afar aðkallandi að hefja starfið. Fyrir verkefnisstjórnina er lagt að skila ráðuneytinu skýrslu um framgang verkefnisins 1. september á næsta ári. Félagsmálaráðherra skipar starfshóp um atvinnuleysi ungs fólks Fyrstu verkefnin á Suðurnesjum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Koma á upp starfstengdu námi til að auðvelda atvinnulausum að fá vinnu. Heitt á könnunni: Félagsmálaráð- herra hélt blaðamannafund sinn í nýrri verksmiðju Kaffitárs í Njarðvík. Munið að slökkva á kertunum          Hafið hæfilegt bil á milli kerta, almenn viðmiðun er að hafa a.m.k. 10 cm bil á milli. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins    Keflavík | Leikhópurinn Ráðalausir menn sýnir samnefnt leikrit eftir Sig- uringa Sigurjónsson tvisvar sinnum í Frumleikhúsinu í Keflavík næstkom- andi föstudagskvöld. „Við erum bjartsýnir á að fólk komi, þótt þetta sé 19. desember,“ segir höfundurinn. Leikritið Ráðalausir menn var frumflutt hjá Leikfélagi Keflavíkur í Frumleikhúsinu í janúar síðast- liðnum og þá leikstýrði Siguringi verkinu sjálfur. Hann fékk síðar fé- laga sína af Suðurnesjum, atvinnu- menn í leik og leikstjórn, í lið með sér og var verkið sett upp í Tjarnarbíói í Reykjavík í haust með nýjum leik- stjóra og leikendum eftir að því hafði verið breytt og það endurskrifað. Leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason og leikarar Jón Páll Eyjólfsson og Sigurður Eyberg Jóhannesson. Leik- ritið var sýnt tólf sinnum í Reykjavík. Nú er það sett upp í Keflavík að nýju, í annað skipti á sama árinu. „Þetta jaðrar við mikilmennskubrjál- æði,“ segir Siguringi þegar hann er spurður að því hvort það sé ekki bjartsýni að fara aftur með Ráða- lausa menn í Frumleikhúsið. Hann tekur fram að þetta sé orðið allt ann- að verk og segir að fólk eigi fullt er- indi á það aftur, þótt það hafi séð fyrri útgáfuna. Leikhópurinn fékk menningar- styrk úr Manngildissjóði Reykjanes- bæjar til að setja verkið upp í Reykja- nesbæ. Þess vegna fá nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja miðann á 500 krónur en Siguringi tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningarnar eru klukkan 20 og 23 á föstudags- kvöldið. Tveir algerlega ráðalausir menn æfa fyrir sýninguna á föstudaginn. Sýna Ráðalausa menn tvisvar sama kvöldið Skar úr skrúfunni | Kafari björg- unarskipsins Hannesar Þ. Hafstein skar úr skrúfu Garðars GK sem var vélarvana í Garðsjó í gærmorgun. Björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, Hannes Þ. Haf- stein, frá Sandgerði, var kallað út kl. 11.20 í morgun eftir að Garðar GK, sem er 70 tonna snurvoðabátur, fékk í skrúfuna þar sem hann var við veiðar á Garðsjó. Eftir að kafari björgunarskipsins hafði skorið úr skrúfunni gat Garðar siglt fyrir eig- in vélarafli til lands.    Sandgerði | Starfræktur hefur ver- ið íþróttaskóli fyrir börn í Sand- gerði í haust. Guðmundur Gunn- arsson íþróttakennari hefur haft umsjón með skólanum. Íþróttaskólinn er á laugardögum og þar eru börnin við æfingar og í leikjum. Er þá oft mikið fjör eins og sést á þessari mynd sem tekin var þegar Sunna Líf sveiflaði sér í hringjunum með aðstoð pabba síns. Síðasti tíminn í haust var um helgina. Íþróttaskóli barnanna tek- ur sér nokkurra vikna jólafrí en starfsemin hefst aftur, líklega síð- ari hluta janúar. Fjör í íþróttaskólanum Ljósmynd/Ólafur Þór Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.